Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2009, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2009, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2009 9Fréttir BYSSA Á ÞRIÐJA HVERN ÍSLENDING manna á milli og eru oftar en ekki notuð í ýmiss konar handrukkun og vernd. Stór hluti þeirra skot- vopna sem ganga kaupum og söl- um hér á landi er úr innbrotum og fá þá innbrotsþjófarnir oftar en ekki borgað í fíkniefnum. Lögreglan hefur með markvissu átaki gert upptækan fjölda vopna en á samt sem áður langt í land með að koma í veg fyrir svartan markað með skotvopn enda svífast menn einskis í undirheimunum. „Afsagaðar haglabyssur eru hættulegustu vopn sem til eru. Þá er bara tekin járnsög og hlaup- ið sagað af. Höglin dreifast þá um gríðarlegt svæði sem er eitthvað á bilinu þrír til fjórir fermetrar og allir þeir sem eru á því svæði eru í gríðarlegri hættu,“ segir Sigmar sem vill koma brýnum skilaboðum til þjóðarinnar: „Ég vil beina því til allra Íslendinga að láta lögregluna vita ef þeir sjá til dæmis skotvopn í geymslum fjölbýlishúsa. Í mörgum tilfellum er fólk búið að gleyma því að það á skotvopn í geymslu.“ Gat á dótinu Þessi ungi strákur af leik- skólanum Jörfa benti ljósmyndara á gatið sem byssukúlan gerði á dótakassann. Mynd Kristinn Kröftug byssa Öll skotvopn eru kröftug þó svo að sum séu kröftugri en önnur. Byssukúlan úr skammbyssu unga piltsins fór í gegnum vegginn á húsi leikskólans. Mynd Kristinn ER EKKI AÐ VERNDA ÞORGERÐI KATRÍNU Kristján Arason segist hafa sagt upp starfi sínu hjá Kaupþingi vegna þess að það hafi verið þrúgandi að vinna við þá umræðu sem hefur verið í gangi. Kristján er nú heima og sinnir börnun- um. Hann segist ekki hafa verið óánægður í starfi en ákveðið um hátíðarnar að breyta til. Kristján Arason segist ekki hafa sagt upp starfi sínu hjá Kaupþingi til að vernda eiginkonu sína, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra. „Nei, þetta snerist aðallega um Kaupþing og mig,“ seg- ir Kristján og bætir því við að það hafi verið þrúgandi hvernig rætt hafi verið um mál hans og konu hans og hvernig umræðan hafi tengst stjórn- málum. „Þannig að ég ákvað að stíga skrefið sjálfur.“ tímamót hjá Kristjáni Kristján Arason var framkvæmda- stjóri verkefnasviðs hjá Kaupþingi, þar til hann lét af starfi sínu 2. jan- úar síðastliðinn. Kristján segir að hann hafi ekki verið óánægður hjá bankanum heldur hafi það verið erf- itt að standa undir ásökunum um að hann leiti sér skjóls út af pólítík. „Ég ákvað þetta bara um hátíðarn- ar,“ segir Kristján og bendir á að þetta séu ákveðin tímamót fyrir hann. Að- spurður hvort hann sé með upp- sagnarfrest segir Kristján. „Já, bara samkvæmt mínum ráðningarsamn- ingi,“ segir Kristján en vill ekkert tjá sig um hversu langur sá uppsagnar- frestur er. Kristján segist ekki vera kominn með aðra vinnu og nú sé hann bara heima að hugsa um börnin. Fjórði framkvæmdastjórinn Kristján er einn þeirra sem eru skuldugir við Kaupþing vegna hlutabréfakaupa í bankanum og hefur verið mikið í umræðunni í kjölfar bankahrunsins vegna þess. Kristján er fjórði framkvæmda- stjórinn sem hefur látið af störf- um hjá Kaupþingi á síðustu dög- um. Bjarka H. Diego, yfirmanni fyrirtækjasviðs, Þórarni Sveins- syni, yfirmanni eignastýringar, og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, sem hefur verið yfir rekstrar- og fjár- málasviði, var öllum sagt upp fyrir viku. Degi síðar voru Benedikt Sig- urðsson upplýsingafulltrúi og Jónas Sigurgeirsson, forstöðumaður sam- skiptasviðs bankans, einnig látnir taka pokann sinn. Ævisparnaðurinn farinn í viðtali við DV í byrjun nóvember, sagði Kristján að ævisparnaðurinn væri horfinn í kjölfar bankahruns- ins. „Ég átti hlut, eða það var á eign- arhaldsfélagi í minni eigu,“ sagði Kristján aðspurður hvort hann hafi átt hlutabréf í Kaupþingi. Hann vildi á þeim tíma ekki tjá sig um hversu háar upphæðir hafi tapast. Ljóst er að um háar upphæðir er að ræða.. „Ævisparnaðurinn er farinn, en við eigum þó allavega húsið,“ sagði hann við DV þá. Boði loGAson blaðamaður skrifar bodi@dv.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.is besta rannsóknarblaðamennska ársins þriðjudagur 4. nóvember 2008 dagblaðið vísir 205. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 fréttir Yfirmaður áhættustýringar vændur um að hafa fengið tveggja milljarða skuld strikaða út „Kemur engum við nema mér“ „Við eigum ÞÓ allaVega húsið“ Kristján ArAson og þorgerður KAtrín töpuðu á Kaupþingi: Segir skuldir sínar ekki hafa verið afskrifaðar „Ævisparnaðurinn er farinn“ Setti skuldir og eignir í hlutafélag með Þorgilsi Óttari fYrirgef oSS vorar SKuldir milljarðaskuldir bankamanna hverfa almenningur sleppur ekki við sjö milljónir á mann fréttir stal tveimur ferðatölvum og ipod Braust inn til eiganda Securitas 4. nóvember Fjallað var um ál Kristjáns og Þorgerðar í DV. Heima með börnin Kristján Arason segir að það sé ekki komið á hreint hvað tekur við hjá honum eftir að hann hætti hjá Kaupþingi „Þannig að ég ákvað að stíga skrefið sjálfur.“ Paul Einar Aðalsteinsson krúnukúgari vill íslenskt vegabréf: Flýr land vegna eineltis Paul Einar Aðalsteinsson, öðru nafni Ian Strachan, hefur í hyggju á að snúa til Íslands á næstu mánuðum. Paul Einar hefur þegar haft samband við dómsmálaráðuneytið hér á landi til þess að endurnýja íslenska vega- bréfið sitt. Paul Einar hlaut fimm ára fangelsisdóm í Bretlandi á síðasta ári fyrir að reyna að kúga fé út úr nánum ættingja Elísabetar Bretadrottning- ar, en eftir að hafa afplánað nokkra mánuði í fangelsi, hefur hann fengið áfrýjun fyrir breskum dómstólum. Mál hans hefur verið mikið til um- fjöllunar í mörgum stærstu blöðum Bretlands. Daily Mail sagði á milli jóla og nýárs að refsing hans hafi ver- ið léttvæg og hann hafi fengið tæki- færi til að slaka á í fangelsi þar sem lágmarksöryggisgæsla er viðhöfð. Blaðið sem líkir fangelsinu við sum- arbúðir staðhæfir einnig að hann sé í slagtogi við albanskan mann sem fékk fangelsisdóm fyrir að skipu- leggja mannrán á Victoriu Beckham. Paul Einar kvartar sáran und- an ósanngjarnri fjölmiðlaumfjöllun um sig og segir að nú sé svo kom- ið að hann telji sér ekki stætt leng- ur að búa í Bretlandi. Í samtali við DV, segist Paul Einar, sem gjarnan er nefndur Krúnukúgarinn í fjölmiðl- um, vera farinn að undirbúa sig fyr- ir að flytja alfarið til Íslands. Hann á ættingja hér á landi, en hefur sjálf- ur ekki komið hingað til lands síðan árið 2003. Hann segir umfjöllun fjöl- miðla um sig í Bretlandi vera hápól- itíska og tengjast því að hann reyndi að kúga fé út úr bresku konungs- fjölskyldunni. „Ég er dauður í þessu landi,“ segir Paul Einar um veru sína í Bretlandi. valgeir@dv.is Krúnukúgarinn Sagður í tygjum við mann sem reyndi að ræna Victoriu Beckham.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.