Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2009, Qupperneq 10
þriðjudagur 6. janúar 200910 Neytendur
Dísilolía
el
d
sn
ey
t
i Grafarvogi verð á lítra 141,4 kr. verð á lítra 165,8 kr.
Skeifunni verð á lítra 139,8 kr. verð á lítra 164,2 kr.
Akranesi verð á lítra 141,1 kr. verð á lítra 165,8 kr.
bensín
Neskaupstað verð á lítra 139,7 kr. verð á lítra 164,1 kr.
Barðastöðum verð á lítra 137,8 kr. verð á lítra 162,2 kr.
Eyrarbakka verð á lítra 139,8 kr. verð á lítra 164,2 kr.
Skógarseli verð á lítra 139,9 kr. verð á lítra 164,3 kr.
umsjón: Baldur guðmundsson, baldur@dv.is / neytendur@dv.is
Gríðarlegur verðmunur er á því að leigja nýjar myndir. Munurinn á nýrri íslenskri
mynd getur verið 200 prósent. Dýrust er myndin hjá rafrænu myndbandaleigunni Skjá-
bíó en ódýrust hjá Krambúðinni. Rekstrarstjóri fyrir stafrænt sjónvarp hjá Skjánum
segir ólíku saman að jafna. Skjárbíó þurfi að kaupa höfundaréttinn og hann sé mjög dýr.
TilkyNNið
um Svik
Neytendastofa, sem fer með eftir-
lit með lögum um viðskiptahætti
og markaðssetningu, beinir þeim
tilmælum til neytenda að þeir
sendi Neytendastofu ábending-
ar ef þeir verða varir við eitthvað
athugavert á útsölum. Í fyrra voru
settar reglur um útsölur. Þar segir
meðal annars: „Útsölu eða aðra
sölu, þar sem selt er á lækkuðu
verði, má því aðeins auglýsa eða
tilkynna að um raunverulega
verðlækkun sé að ræða. Þess skal
gætt að greinilegt sé með verð-
merkingum hvert hið uppruna-
lega verð vörunnar var.“
vAriST
GylliBoð
Útsölur eru nú í fullum gangi.
Neytendur ættu þó að hafa aug-
un og eyrun hjá sér því hlut-
fallslegur afsláttur segir ekki alla
söguna. Eins og sagt hefur verið
frá eru dæmi um að útsöluvörur
nú séu dýrari en þær voru fyrir
jól. Þannig sagði Vísir frá því að
í Zöru reyndist rúllukragapeysa
200 krónum dýrari nú en fyrir
útsölurnar, þrátt fyrir að peysan
væri sögð á liðlega 30 prósenta
afslætti.
Gríðarlegur verðmunur er á því að
leigja nýtt myndband á vídeóleigum
landsins. Ódýrasta leigan er Kram-
búðin við Skólavörðustíg. Hún býð-
ur allar myndir, bæði nýjar og gamlar,
á 300 krónur. Dýrast er að leigja nýja
íslenska mynd hjá Skjá bíó eða 900
krónur. Erlend mynd kostar þar 690
krónur, 10 krónum minna en í Video-
langdýrast að
leigja í skjá bíó
n Viðskiptavinur Tals og
Vodafone sagði að
þjónusta hjá
símafyrirtækjunum
væri ekki góð, flytja
þurfti heimasíma og
net. Hann sagði nánast
ógerlegt að ná sambandi við
þjónustufulltrúa og að fengist
engin skýring fengist á miklum
töfum við flutning.
n Sumarbústaðaeigandi og viðskipta-
vinur VÍS hrósar fyrirtækinu. Í haust
fékk hún símtal þar sem hún var
spurð hvort hún hefði ekki
örugglega gengið vel frá
bústaðnum fyrir veturinn.
Hún sagði að auðvitað væri
VÍS að hugsa um eigin hag en
bætti við að persónu-
legt tjón yrði aldrei
að fullu bætt.
sEndið loF Eða lasT Á nEYTEndur@dV.is
höllinni Lágmúla þar sem ný mynd
kostar 700 krónur.
Fyrir tæpu ári framkvæmdi DV
sambærilega verðkönnun. Þá voru
algengustu verðin 600 og 650 krónur,
eða svipað og nú. Verðkönnunin fór
þannig fram að DV hringdi í marg-
ar af stærstu vídeóleigum landsins.
Átta leigur svöruðu símanum en á
fjórum leigum var símanum ekki
ansað. Það kann að ráðast af því að
sumar leigur opna ekki fyrr en undir
kvöld en könnunin fór fram um miðj-
an dag. Langflestar leigur bjóða eina
eða jafnvel tvær gamlar myndir með
nýjum.
Mikill verðmunur
Krambúðin er í algjörum sérflokki
hvað verð varðar en vert er að taka
fram að á bókasöfnum landsins má
víða leigja nýlegar DVD-myndir gegn
lágri greiðslu eða vægu árgjaldi. Í
könnuninni reyndist næstódýrasta
myndbandaleigan vera í Laugar-
ásvideó, þar kostar myndin 500 krón-
ur en gömul fylgir ekki með. Vídeó-
leigan 107 býður nýja og gamla mynd
saman á 550 krónur en Snæland vid-
eó við Laugarásveg og Nýja Video
í Reykjanesbæ leigja myndir á 600
krónur. Bónusvideo í Garðabæ og
Sesar video Grensásvegi leigja mynd-
irnar á 650 krónur en Videohöllin
Lágmúla á 700 krónur. Þar fylgja tvær
gamlar með.
Íslenskar myndir dýrar
Eins og áður sagði kostar 690 krón-
ur að leigja nýja mynd í Skjá bíó. Ef
myndin er íslensk kostar hún 900
krónur, samkvæmt heimasíðu Skjás-
ins, skjarinn.is. Friðrik Friðriksson,
rekstrarstjóri fyrir stafrænt sjónvarp
hjá Skjánum, segir Skjá bíó reyna að
verðleggja sig svipað og aðrar leigur.
Spurður hvort ekki sé ódýrara að
leigja stafræna mynd en hefðbundna
segir Friðrik að það sé ekki endilega
rétt. „Þetta er dýr tæknilausn. Þetta
byggist á mjög öflugu netkerfi sem
liggur miðlægt. Það þarf öflugan bún-
að í símstöðvum og í netkerfunum
felst mikill kostnaður,“ útskýrir hann.
Erfiður samanburður
Friðrik segir að erfitt sé að bera saman
myndbandaleigu Skjásins við hefð-
bundnar myndbandaleigur. „Réttur-
inn á þáttunum og myndunum sem
eru í boði á Skjánum er mjög dýr. Þar
er verðagning allt öðruvísi en þær
myndir sem hafna á myndbandaleig-
um. Við erum að því leytinu til nær
því að glíma við sömu verð og Stöð 2,
svo dæmi sé tekið,“ segir Friðrik.
Hann bendir á að á Skjánum sé að
finna mikið magn af efni. Þar megi
finna ótal þætti, bæði innlenda og er-
lenda, sem notendur geti keypt staka
á mjög vægu verði. „Þar má nefna
þætti eins og Dagvaktina, Nætur-
vaktina, Klovn og Stelpurnar. Þetta er
vaxandi flokkur,“ segir hann og bend-
ir á að þar sé Skjár bíó að vissu leyti
í samkeppni við þá sem selja heilar
þáttaraðir í verslunum sínum. „Síðan
er töluvert mikið af fríu efni á Skján-
um, til dæmis barnaefni og heim-
ildarmyndir auk þess sem við erum
með sjálfvirka upptöku af fjölmörg-
um íslenskum þáttum,“ segir hann.
Við bætist seðilgjald
Dr. Gunni sagði í Fréttablaðinu frá
óánægðum viðskiptavini Skjásins
sem hafði leigt mynd á 690 krónur.
Um mánaðamót fékk viðskiptavinur-
inn sendan heim seðil eða nokkurs
konar yfirlit frá Skjánum. Það kostaði
hann 250 krónur. Því greiddi hann,
þegar allt kom til alls, 940 krónur
fyrir að horfa á myndina, en það er
svipuð upphæð og bíómiði kost-
ar. Friðrik segir að öllum viðskipta-
vinum Skjás bíós standi til boða að
fá reikninga fyrir þjónustunni með
rafrænum hætti og sleppa þar með
við útskriftargjaldið. Hann segir að
þetta gjald komi frekar asnalega út
þegar viðskiptavinur leigi eina mynd
á mánuði en bætir við að flestir við-
skiptavinir séu í netviðskiptum, þar
sem engir seðlar eru sendir. „Skjár
bíó hvetur fólk til þess að nýta sér
þann möguleika, það eina sem þarf
er að hringja í 8007000 og láta breyta
reikningum yfir í netreikninga,“ seg-
ir hann.
Hann segir ennfremur að sam-
keppniseftirlitið hafi ákvarðað árið
2005 að Skjánum væri óheimilt að
innheimta sameiginleg gjöld og því
verði reikningarnir fleiri en einn, með
tilheyrandi kostnaði. Rétt er að benda
á að Skjárinn er systurfélag Símans
en félögin eru rekin af Skipta hf.
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Verð á nýju myndbandi á leigu:
Skjár bíó íslensk mynd 900*
videohöllin lágmúla 700
Skjár bíó erlend mynd 690**
Bónusvideo Garðab 650
Sesar video Grensásvegi 650
Snæland video laugavegi 600
Nýja video reykjanesbæ 600
vídeóleigan 107 Ægissíðu 550
laugarásvideó 500
Krambúðin Skólavörðustíg 300
*1150 með seðilgjaldi
** 940 með seðilgjaldi
Að horfa á myndband er góð
skemmtun Verðmunur á myndum
getur mestur verið 200 prósent.
MyND PhOtOS.cOM
„Krambúðin er í
algjörum sérflokki
hvað verð varðar...“