Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2009, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2009, Síða 12
þriðjudagur 6. janúar 200912 Fréttir Pakistönum afhentar sannanir Indversk stjórnvöld sögðu í gær að þau hefðu afhent pakistönskum yf- irvöldum sannanir fyrir aðild pak- istanskra afla að hryðjuverkaárás- unum í Múmbaí í nóvember. Utanríkisráðherra Indlands, Pranab Mukherjee, hét á stjórn- völd Pakistan að bregðast við sönnunargögnunum og draga ódæðismennina fyrir dómstóla. Á meðal sönnunargagnanna ku vera yfirheyrsla eina vígamannsins sem lifði af, upplýsingar um síma- samskipti á milli ódæðismann- anna og upplýsingar um vopnin sem notuð voru. Hátt í hundrað manns létu lífið í árásunum. DAUÐI, HUNGUR OG HATUR Varnarmálaráðherra Ísraels, Ehud Barak, sagði í gær að þrátt fyrir að Hamas-samtökin hefðu orðið fyr- ir „gríðarlegu áfalli“ myndi aðgerð- um ísraelska hersins fram haldið. „Við höfum ekki enn náð markmið- um okkar,“ sagði Barak. Ehud Bar- ak beindi orðum sínum til ísraelskra þingmanna og sagði að árásum hers- ins yrði ekki hætt fyrr en búið væri að tryggja „frið og ró“ fyrir ísraelska borgara og skírskotaði til þeirra ísra- elsku bæja sem sætt höfðu eldflauga- árásum vígamanna. Árásir Ísraelshers hafa staðið yfir linnulaust síðan 27. desember og hafa þarlend stjórnvöld skellt skolla- eyrum við ákalli alþjóðasamfélagsins um vopnahlé. Tölur látinna á Gaza hafa farið síhækkandi og að sögn pal- estínskra lækna hafa yfir fimm hundr- uð manns látið lífið og yfir tvö þúsund og fimm hundruð manns særst. Erfitt hefur reynst að fá þessar tölur stað- festar enda engum erlendum frétta- mönnum hleypt inn á átakasvæðið. Landhernaður Í kjölfar loftárásanna réðst land- her Ísraels inn á Gaza um helgina og samkvæmt ísraelskum heimildum voru um fjögur þúsund hermenn inn- an Gaza-svæðisins í gær og njóta þar stuðnings skriðdrekasveita. Að sögn fréttaritara BBC í Jerúsal- em, Mikes Sergeant, virtist sem land- hernaður ísraelska hersins beindist sérstaklega að svæðum á norðurhluta Gaza. Ísraelskir hermenn hafa barist við liðsmenn Hamas í grennd við Beit Hanoun og Jabaliya. Gaza, sem liggur aðeins sunnar, hefur verið umkringt. Samkvæmt fréttum er ekkert lát á straumi særðra á sjúkrahúsin sem nú þegar eru yfirfull, og heimildir herma að að minnsta kosti tuttugu og þrír óbreyttir borgarar hafi látið lífið í næt- urárásum í fyrrinótt, þar af nokkur börn. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði að öll sjúkrahús Gaza berðust við að sinna þeim hundruðum særðra Palestínumanna sem hefðu streymt að síðustu fimm daga og að sjúkra- húsin hefðu verið án landrafmagns og hefðu þurft að treysta á rafala sem væru við það að gefa sig. Í gærmorgun laust í fyrsta skipti saman hermönnum Ísraels og Ham- as-liðum í Gaza. Þá fóru Ísraelar hús úr húsi í leit að liðsmönnum Hamas. Bardagarnir hófust þegar Ísraelsher hafði náð stjórn á stórum hluta Gaza- ræmunnar, skipt svæðinu í tvennt og með því neytt þúsundir manna til að flýja heimili sín undir stöðugri stór- skotaliðsárás. Engan bilbug að finna hjá Hamas Mahmoud Zahhar, háttsettur leið- togi Hamas á Gaza-svæðinu, sagði að stefnt væri að „sigri“ gegn Ísrael. Í útsendingu al-Aqsa-sjónvarpsstöðv- arinnar, sem rekin er af Hamas, lof- aði Zahhar þá sem berjast fyrir Ham- as og gaf í skyn að samtökin íhuguðu að ráðast á ísraelsk skotmörk erlend- is. Zahhar hvatti Hamas-liða til að „mylja óvininn“. Hann telur að Ísrael- ar hafi „löghelgað dráp á fólki þeirra hvar sem er í heiminum þegar þeir drápu okkar fólk“. Það er því fátt sem bendir til þess að Ísrael og Hamas hyggi á vopnahlé. Reyndar hafa leiðtogar Hamas verið í felum síðan árásir Ísraels hófust í lok síðasta árs og ekki er vitað hvort ræða Mahmouds Zahhar hafi verið upp- taka eða bein útsending. Að sögn ísraelska hersins skutu Hamas-samtökin tuttugu eldflaug- um inn í suðurhluta Ísraels á mánu- daginn. Síversnandi ástand Fyrir íbúa Gaza fara aðstæður hríð- versnandi og sagði Christopher Gunness, talsmaður stofnunar Sam- einuðu þjóðanna um málefni Palest- ínu, að mikil þörf væri á matvælum og að fólk stæði frammi fyrir „alvar- legu hungri“. „Ein milljón manns er án raf- magns. Sjúkrahús Gaza eru knú- in með neyðarrafölum. Samkvæmt mínum bókum jafnast það á við neyðarástand,“ sagði Gunness í við- tali við BBC. Á sama tíma og tala látinna hækk- ar og aðstæðum á Gaza hrakar virðist sem alþjóðasamfélagið sé að vakna til meðvitundar og ráðamenn víða að úr heiminum huga að leiðum til að miðla málum og koma á vopnahléi. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti mun skjótast til Egyptalands til við- ræðna vegna átakanna, hann mun einnig fara til Jerúsalem þar sem hann ræðir við forsætisráðherra Ísr- aels, Ehud Olmert, og Ramallah á Vesturbakkanum og Sýrlands. Sendinefnd á vegum Evrópusam- bandsins hefur nú þegar verið í Ka- író í Egyptalandi, þar sem rætt var við forsætisráðherra Egyptalands og hvatti nefndin í kjölfarið bæði Ísra- elsher og Hamas-samtökin til að láta af árásum. Gasdeila Rússa og Úkraínumanna er farin að vinda upp á sig og nú er svo komið að níu Evrópulönd hafa tilkynnt um vandræði tengd gas- flæði og gasþrýstingi vegna henn- ar. Fyrir höfðu sex lönd tilkynnt um truflanir vegna deilunnar; Tékk- land, Tyrkland, Pólland, Ungverja- land, Rúmenía og Búlgaría. Þau lönd sem bættust í hópinn í gær eru Slóvakía, Grikkland og Króatía. Fréttir þessa efnis bárust um sömu mundir og neyðarnefnd á vegum Evrópuráðsins í Brussel og Tékklands, sem tók við forsæti Evr- ópusambandsins í síðustu viku, lögðu land undir fót og fóru til höf- uðborgar Úkraínu, Kíev, til við- ræðna við úkraínsk yfirvöld. Tékkneska sendinefndin og háttsettir evrópskir embættismenn hugðust einnig hitta háttsetta yfir- menn rússneska olíufyrirtækisins Gazprom, sem hefur einokunarað- stöðu í gassölu og skrúfaði fyrir gas til Úkraínu fyrsta janúar. Stjórnend- ur Gazprom hafa sakað Úkraínu- menn um að stela gasi sem ætlað væri viðskiptaaðila innan Evrópu- sambandsins. Talsmaður sendinefndar Evr- ópuráðsins sagðist bjartsýnn á að deila Rússlands og Úkraínu myndi ekki hafa áhrif á birgðir til handa neytendum og bætti við að vara- birgðir Evrópusambandslandanna væru með ágætum. Lítinn sáttahug er þó að finna hjá Gazprom, sem undirstrikaði af- stöðu fyrirtækisins með því að hóta að hækka verð á gasi til Úkraínu. Í yfirlýsingum frá þeim lönd- um sem hafa orðið fyrir truflunum vegna deilunnar er hvergi getið að neytendur hafi orðið fyrir barðinu á áhrifum hennar. Gasdeila Rússlands og Úkraínu hefur áhrif víða: Truflana vart í níu löndum Ráðamönnum víða um heim ofbýður síversnandi ástand á Gaza í kjölfar árása Ísraelshers. En eitt- hvað virðist skorta á einhug og Frakklandsforseti fer á eigin vegum til viðræðna við forsætisráð- herra Egyptalands og fleiri. Íbúar Gaza búa við mikinn skort á öllum nauðsynjum og á yfirfullum sjúkrahúsum er treyst á neyðarrafala sem talið er að jafnvel gefi sig brátt. Ísraelar hyggjast ekki draga úr aðgerðum sínum. KoLbEinn þorStEinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Samkvæmt fréttum er ekkert lát á straumi særðra á sjúkrahúsin, sem nú þegar eru yfirfull, og heimildir herma að minnsta kosti tuttugu og þrír óbreyttir borgarar hafi látið lífið í næturárásum í fyrrinótt. Syrgir fallinn son Palestínsk móðir grætur son sinn, Hamas- liða sem féll í átökunum á gaza. Umsagnir vegna átakanna n Shimon Peres, forseti Ísraels: „Við ætlum okkur hvorki að hernema gaza né mylja Hamas, heldur mylja ógn. Og Hamas þarfnast lexíunnar. nú fá þau hana.“ n Ehud barak, varnarmálaráðherra Ísraels: „Við leitum friðar. Við höfum hamið okkur í langan tíma, en nú er tími kominn til að gera það sem þarf að gera.“ n ismail radwan, yfirmaður í Hamas: „gaza verður engin lautarferð. gaza verður grafreitur ykkar.“ n benedikt XVi páfi: „Stríð og hatur eru engin lausn á vandamálum.“ n Utanríkisráðuneyti Frakklands: „Frakkland fordæmir landhernað Ísraelshers á gaza líkt og það fordæmir áframhaldandi eldflaugaárásir.“ n Gordon brown, forsætisráðherra bretlands: „Ég get skilið vandamál Palestínumanna á gaza – að þeir þurfi neyðarað- stoð – en Ísraelar verða að hafa tryggingu fyrir því að Ísrael verði ekki fyrir eldflaugaárásum.“ n talsmaður baracks obama, verðandi bandaríkjaforseta: „Verðandi forseti fylgist grannt með alþjóðlegum málum, þar með talið ástandinu á gaza.“ boyarka í Úkraínu rússar saka úkraínu- menn um að stela gasi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.