Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2009, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2009, Side 15
þriðjudagur 6. janúar 2009 15Umræða Hver er maðurinn? „Ég er tvítugur strákur frá Eskifirði. gekk í Mennta- skólann á akureyri þar sem ég var í eitt ár og fluttist þaðan til Edinborgar og hef verið þar síðan.“ Hvað drífur þig áfram? „Metnaður í að ná lengra en þar sem ég er í dag. Taka einn dag í einu og leggja mig fram við að verða betri í öllu sem ég tek mér fyrir hendur.“ Hvað lékstu þér helst við sem barn? „Líf mitt snerist að mestu um íþróttir þegar ég var lítill. Ég var í fótbolta frá unga aldri, einnig æfði ég skíði og golf.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „það mun vera lambahrygg- ur.“ Hvaða bók er á náttborðinu þínu? „Eftir frábæra ábendingu frá félaga mínum í landsliðinu ákvað ég að kíkja aðeins á bókina Hámarksár- angur eftir Brian Tracy. Er sem sagt að glugga í hana þessa dagana.“ Strengdirðu áramótaheit? „nei, ég er ekki mikið fyrir það.“ Hvernig var tilfinningin að vera valinn maður leiksins af fleiri en einum fjölmiðli? „það var mjög fínt að fá svona góða dóma, það hefði vissulega verið skemmtilegra að vinna leikinn en ég gat ekki verið annað en mjög ánægður með eigin frammistöðu.“ Þú ert sagður afar fjölhæfur í dómunum þar sem þú þóttir standa þig jafnvel sem miðvörð- ur sem og vinstri bakvörður. Hvor staðan er skemmtilegri? „Ég er eiginlega miðjumaður að upplagi, en var varnarmaður í þessum leik. Mér finnst lítið mál að stökkva svona á milli. Hef bara gaman af því.“ Hvað er fram undan? „Við erum að berjast um Evrópusæti og munum leggja allan okkar kraft í það.“ Hver er draumurinn? „draumur- inn er bara að lifa sem bestu lífi, líða vel og vera hamingjusamur.“ Strengdir þú áramótaheit? „já, ég ætla að hætta að reykja og verða betri maður. Ég ætla líka að ná tökum á íslensku og læra hana mjög vel svo ég geti talað hana reiprennandi.“ Pawel wrzoSek 23 ára BíLaþVoTTaMaður „nei ekkert svoleiðis, ég hef aldrei gert það svo það er voðalega lítið sem ég þarf að strengja.“ eliS PéturSSon 35 ára sEndiBíLsTjóri „já, ég ætla að hætta að reykja, hætta að borða óhollan mat og byrja að borða hollari auk þess ætla ég í líkamsrækt og koma mér í form.“ Maciek niedzwiedz 23 ára BíLaþVoTTaMaður „nei, ég strengi ekki áramótaheit og hef aldrei gert.“ VigdíS Helgadóttir 42 ára afgrEiðsLudaMa Dómstóll götunnar eggert gunnÞór JónSSon spilaði allan leikinn þegar Hearts og Hibernian gerðu markalaust jafntefli í nágrannaslagnum í Edinborg á laugardaginn. Eggert spilaði sem miðvörður í fyrri hálfleiknum en þann síðari var hann færður í vinstri bakvörðinn og þótti hann spila óaðfinnanlega í báðum stöðum. Einnig var hann valinn maður leiksins af nokkrum fjölmiðlum. Hefði verið betra að vinna „já og nei, þau voru reyndar strengd áður. En ég vil ekki gefa þau upp.“ Sigríður guðnadóttir 40 ára söLufuLLTrúi fasTEigna maður Dagsins Enginn þarf að velkjast í vafa um það að við lifum á viðsjárverðum tímum. Reiði og vonbrigði vegna bankahruns- ins, ótti við atvinnumissi og versnandi afkomu og óvissa um það sem fram- tíðin ber í skauti sér hafa mikil áhrif á tilfinningar fólks og það hefur skapað eldfimt andrúmsloft í samfélagsum- ræðunni. Slíkt andrúmsloft getur haft mjög skaðleg áhrif á hugarfar þjóð- arinnar – stefnt því í gjaldþrot. Skapa verður aðstæður og andrúmsloft sem stuðla að uppbyggjandi umræðu og kemur í veg fyrir hugarfarslegt gjald- þrot hjá þjóðinni – annars er hætt við því að niðursveiflan verði þyngri og dýpri en ella þyrfti að vera. Grund- völlur uppbyggingarinnar er í meg- inatriðum þríþættur: Skýr framtíðar- sýn, að vinna eins vel úr núverandi aðstæðum og mögulegt er og heiðar- legt uppgjör við fortíðina. Heiðarlegt uppgjör við fortíðina Forsenda þess að hægt sé að vinna úr þeim aðstæðum sem nú hafa skapast og hefja uppbyggingarstarfið, er að fram fari heiðarlegt uppgjör við fortíð- ina. Einungis þannig er hægt að end- urreisa trúnaðartraust stjórnvalda og þjóðar – stofnun rannsóknarnefndar Alþingis og sérstaks saksóknaraemb- ættis vegna bankahrunsins er lið- ir í því. Skipan nefndarinnar og sak- sóknarans verður að vera hafin yfir allan vafa til þess að njóta trúverðug- leika. Það er forsenda þess að vinnan leiði til sáttar í samfélaginu. Dómstóll götunnar mun ekki leiða nein mál til lykta – grundvallarreglur réttarríkis- ins verður að virða. unnið úr núverandi stöðu Staðan í efnahagsmálum þjóðarinn- ar er vissulega grafalvarleg. Stærsta verkefni stjórnvalda nú er að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og tryggja fólki atvinnu. Atvinnuleysi hefur gert vart við sig í meiri mæli en áður. Vinna þarf úr þeirri stöðu sem upp er komin. Ef viðbrögðin við kreppunni verða röng er hætt við því að atvinnuleysið verði meira en ella þyrfti að vera. Þess vegna þurfa stjórnvöld að vinna að því að tryggja rekstur eins margra fyrirtækja og mögulegt er þannig að atvinna sem flestra verði tryggð. Nú rennur það upp fyrir okkur hversu mikilvægt er að skjóta styrkari og fjölbreyttari stoðum undir atvinnulífið. aðildarviðræður strax Skýr framtíðarsýn um stöðu Íslands í samfélagi þjóða er nauðsynleg svo við getum unnið úr þeim vanda sem upp er kominn. Enginn velkist leng- ur í vafa um það að íslenska krón- an var okkur ekki mikil vörn í þeim áföllum sem hafa riðið yfir fjármála- markaði. Í dag má segja að krónan styðjist við kork og kút og þjóðin býr á nýjan leik við gjaldeyrishöft – ekki er hægt að sætta sig við það til lengdar, þó óumflýjanlegt sé að búa við krónuna til skemmri tíma. Í þessum málum hefur stefna Samfylkingarinnar alla tíð verið skýr – efnahagslegt og stjórnmálalegt ör- yggi Íslands verður best tryggt með aðild að Evrópusambandinu. Aðild að Evrópusambandinu er eina raun- hæfa leiðin til þess að Íslendingar fái aðgang að nothæfum gjaldmiðli – evrunni og lánveitanda til þrauta- vara. Þannig tryggjum við einnig best fullveldi þjóðarinnar til fram- tíðar – í samstarfi við aðrar þjóðir. Í dag er það stærsta verkefni jafn- aðarmanna fyrir þjóðina að hefja aðildarviðræður strax – löng bið eftir þeim er skaðleg. Til þess að flýta fyr- ir framgangi málsins getur Alþingi – ef pólitískur vilji er fyrir hendi – strax gert nauðsynlegar stjórnar- skrárbreytingar enda þarf tvö þing til þess að staðfesta slíkar breyting- ar. Það gæti flýtt því að þjóðin fái tækifæri til þess að eiga síðasta orð- ið – í þjóðaratkvæðagreiðslu um að- ild að ESB. Skýr framtíðarsýn – forsenda endurreisnar kjallari svona er íslanD 1 Skanni afklæðir flugfarþega Til skoðunar er að taka í notkun nýja tegund skanna í Leifssstöð. skanninn býr til myndir af líkama fólks eins og hann er undir klæðum þess á flugvellinum. 2 Var kominn á ystu nöf sextán ára drengurinn sem var með hlaðna skammbyssu í smáíbúðahverfi var kominn á ystu nöf. 3 Á dýrari íbúð en James Bond daniel Craig, sem leikur james Bond, keypti sér fokdýra íbúð í Lundúnum. Verðmiðinn bliknar þó í samanburði við íbúðakaup sigurðar Einarssonar í sömu borg. 4 Þurfa að taka próf sem er ekki til Væntanlegir ríkisborgarar verða að standast próf í íslensku. Vandamálið er að prófið er ekki til. 5 travolta og Preston tjá sig um dauða sonar síns john Travolta og Kelly Preston lýstu miklum harmi yfir dauða sextán ára sonar síns jett, sem lést af slysförum. 6 Árni er „Skítseiði ársins 2008“ árni Mathiesen fjármálaráðherra gleðst væntanlega ekki yfir titlinum sem hlustendur útvarpsþáttarins Harmageddon veittu honum. 7 Verið með hiksta í 22 mánuði Breski söngvarinn Christopher sands er með það á hreinu hvers vegna hann hefur ekki náð að slá í gegn, hann segist hafa verið með þrálátan hiksta síðustu 22 mánuði. mest lesið á dV.is lúðVík BergVinSSon Formaður þingflokks Samfylkingarinnar „Skýr framtíðarsýn um stöðu Íslands í samfé- lagi þjóða er nauðsyn- leg svo við getum unnið okkur út úr núverandi aðstæðum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.