Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2009, Qupperneq 4
Framlögin
fjórfölduðust
Fjárframlög til ferðamála hafa
nær fjórfaldast á rétt rúmum
áratug. Þau námu 275 milljón-
um að núvirði árið 1998 en í ár er
áætlað að rúmum milljarði verði
varið til ferðamála. Þetta kemur
fram í svari fjármálaráðherra við
fyrirspurn Sturlu Böðvarssonar,
þingmanns Sjálfstæðisflokks og
fyrrverandi samgönguráðherra.
Ferðamálastofa fær tæpan
helming alls fjár sem veitt er í
ferðamál. Það er þó minna en í
fyrra þegar Ferðamálastofa fékk
tvo þriðju framlaga. Síðan þá
hafa heildarframlög til ferðamála
hækkað en framlög til Ferða-
málastofu lækkað verulega.
Miðvikudagur 18. Mars 20094 Fréttir
Efling mótmælti ekki uppsögn ofbeldisfulla leikskólastarfsmannsins:
gættu réttinda starfsmannsins
Í DV í gær var fjallað um starfsmann
leikskólans Bergs sem var vikið úr
starfi eftir að hafa ítrekað orðið upp-
vís að því að slá fimm ára gamlan
dreng á munninn.
DV hafði heimildir fyrir því að
stéttarfélagið Efling hefði bannað
uppsögn starfsmannsins og hótað
öllu illu ef uppsögnin fengi fram að
ganga.
Ragnar Ólason, þjónustufulltrúi
hjá Eflingu, segir þessar heimild-
ir rangar og að Efling hafi með engu
móti bannað uppsögn starfsmanns-
ins.
„Ef starfsmenn eru brotlegir mót-
mælum við ekki uppsögn þeirra.
Það er alfarið Reykjavíkurborg sem
ákveður hvaða leið er farin. Eins og
fram hefur komið var ákveðið að nota
áminningarferli í þessu tilviki. Þá er
starfsmaður boðaður á fund bréflega
og honum tilkynnt að það sé ráðgert
að veita honum áminningu fyrir til-
tekinn hlut. Starfsmaður fær nokkra
daga til að búa sig undir þann fund
og koma með sín sjónarmið í mál-
inu. Á þessum fundi fer yfirmaður og
starfsmaður yfir sín sjónarmið og það
er okkar að passa það að starfsmað-
ur geti komið sínum sjónarmiðum
á framfæri. Hins vegar er það starfs-
mannanna sjálfra að koma með rök
fyrir sínu máli. Nokkrum dögum síð-
ar fær starfsmaður áminninguna og í
þessu ákveðna tilviki fréttum við ekki
af því fyrr en starfsmaðurinn hringdi
í okkur,“ segir Ragnar.
Í fréttatilkynningu frá Eflingu um
málið kemur fram að „hlutverk stétt-
arfélagsins er að gæta þess að starfs-
maðurinn njóti þeirra réttinda sem
honum ber samkvæmt kjarasamn-
ingum“. Efling-stéttarfélag lítur á brot
gagnvart börnum á leikskólum sem
hörmulega atburði. Það breytir engu
um það að allir starfsmenn á opin-
berum vinnustöðum eiga sinn and-
mælarétt.“
liljakatrin@dv.is
Illa brugðið Ólöf Ásta karlsdóttir,
móðir drengsins sem starfsmaður leik-
skólans Bergs sló, segir drenginn vera á
varðbergi eftir ofbeldi starfsmannsins.
skellt í lás á
klámbúllum
Bann við nektarstöðum á Íslandi er liður í aðgerðaáætlun gegn mansali sem Ásta Ragn-
heiður Jóhannesdóttir kynnti í gær. Hún segir vitað að mansal viðgangist á nektarstöðum
í nágrannalöndum okkar og markmiðið sé að koma í veg fyrir slíkt hér. Ásgeir Davíðsson,
eigandi Goldfingers, hefur þó litlar áhyggjur og undrast aðgerðir ríkisstjórnarinnar.
„Það er vitað að mansal hefur við-
gengist á slíkum stöðum í löndunum
í kringum okkur. Við erum að reyna að
koma í veg fyrir að slíkt eigi sér stað,“
segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt-
ir, félags- og tryggingamálaráðherra,
spurð um hvort hún telji tengsl vera
milli nektarstaða og mansals.
Ásta Ragheiður kynnti í gær að-
gerðaáætlun gegn mansali. Þar er
meðal annars lagt til bann við nektar-
stöðum.
Lögfest fyrir kosningar
Fyrir allsherjarnefnd Alþingis liggur
þegar frumvarp þar sem lagt er til að
fella brott undanþáguheimild í lög-
um til nektarsýninga í atvinnuskyni á
veitingastöðum. Ásta Ragnheiður var
meðal flutningsmanna frumvarpsins
þegar það var lagt fram í nóvember.
Hún er bjartsýn á að það verði að lög-
um fyrir komandi kosningar og að lög-
in taki þá strax gildi.
Frumvarp sama efn-
is var lagt fram á síð-
asta löggjafarþingi
en náði ekki fram
að ganga. Samfylk-
ing og vinstri græn
virðast hins vegar
ná vel saman þegar
kemur að þessum
málaflokki.
Goldfinger í Kópavogi er einn
þeirra staða sem bjóða upp á nektar-
dans. Ásgeir Davíðsson, eigandi Gold-
fingers, segist hafa litlar áhyggjur af
fyrirhugaðri lagabreytingu. „Menn vita
ekki hvað er að gerast inni á staðnum
hjá mér þannig að ég sé ekki hvernig
einhver ríkisstjórn geti sest niður og
ákveðið það að stelpurnar eigi ekki
að vera berrassaðar. Hvernig vita
þeir að þær séu berrassaðar? Hvað-
an hafa þeir það? “ spyr Ásgeir sem er
betur þekktur sem Geiri á Goldfinger.
Hann bætir ennfremur við: „Þeir
loka kannski fyrir nekt. En eins og hjá
mér gengur þetta ekki svo mikið út
á nekt, þetta gengur út á það að
menn eru að horfa á léttklædd-
ar stelpur.“
Tengsl nektarstaða og
vændis
Ásta Ragnheiður seg-
ir bann við nektardansi
hins vegar aðeins einn
þátt aðgerðaáætlun-
arinnar enda er hún
í 25 liðum. Hún seg-
ir áætlunina löngu
tímabæra. „Mansal er vandamál hér á
landi. Dómsmálaráðuneytið, lögregl-
an og félagasamtök sem sinna fórnar-
lömbum mansals eru sammála um að
þetta sé alþjóðleg glæpastarfsemi sem
teygi anga sína hingað,“ segir hún.
Í greinargerð með áætluninni þar
sem fjallað er um nektardans segir
að hingað til hafi ekki með dómi ver-
ið færðar óyggjandi sönnur á tengsl
mansals og nektarstaða hérlendis en
þó hafi komið fram í fjölmiðlum upp-
lýsingar um aðstæður dansara sem
bera ýmis einkenni mansals eins og
það er skilgreint í alþjóðasáttmálum.
Þótt aðgerðaáætlunin sé sú fyrsta
sinnar tegundar hér á landi er um-
ræðan um mansal tengt Íslandi síður
en svo ný af nálinni. Þannig lögðu full-
trúar íslensku ríkisstjórnarinnar fram
yfirlýsingu á fundi Norðurlandaráðs
og Norrænu ráðherranefndarinnar
árið 2002 þar sem segir: „Ísland hefur
verið notað sem viðkomuland í flutn-
ingi kvenna frá Evrópu til Bandaríkj-
anna og fjöldi erlendra kvenna kem-
ur ár hvert til Íslands til að vinna sem
nektardansmeyjar á næturklúbbum.
Viðvörunarbjöllur hringdu þegar nið-
urstöður rannsóknar, sem gerð var
að frumkvæði dómsmálaráðherra,
leiddu í ljós tengsl milli nektarstaða í
Reykjavík og vændis. Athygli var beint
að því að sumar hinna erlendu kvenna
sem vinna sem nektardansmeyjar geti
verið neyddar til að stunda vændi.“
Hvað eR mansaL?
„Mansal er verslun með fólk með
ábata að markmiði til að svara
eftirspurn eftir konum, körlum og
börnum til starfa á kynlífsmarkaði, í
nauðungarvinnu, við glæpastarfsemi
og hernað og einnig í þeim tilgangi
að nema úr því lífffæri sem seld eru á
ólöglegum markaði.“
* skilgreining úr greinargerð
aðgerðaáætlunar gegn mansali
eRLa HLynsDóTTIR
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
„Ég sé ekki hvernig ein-
hver ríkisstjórn geti sest
niður og ákveðið það
að stelpurnar eigi ekki
að vera berrassaðar.“
engir nektarstaðir Ásta ragnheið-
ur Jóhannsdóttir segir að bann við
nektarstöðum sé hugsað sem liður í
baráttunni gegn mansali á Íslandi.
mynD sIgTRygguR aRI JóHannsson
engar áhyggjur Ásgeir
davíðsson á goldfinger
segir starfsemina þar ekki
ganga svo mikið út á nekt.
Löggan stoppar
landabrugg
Lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu réðst til inngöngu í
iðnaðarhúsnæði á Stórhöfða í
Reykjavík um fjögurleytið í gær
vegna gruns um að þar væri
ólögleg bruggverksmiðja til
húsa. Grunur þessi reyndist á
rökum reistur en í verksmiðj-
unni voru eimingartæki sem
notuð voru til að brugga landa.
Að sögn lögreglu liggur ekki
ljóst fyrir hversu mikið magn
af landa var gert upptækt en
líklegt er að það séu um þrjú
hundruð lítrar.
Hörmuleg kynja-
hlutföll
„Það hefur því miður verið kos-
ið þannig í nefndir á Alþingi
að kynjahlutföllin hafa verð
hörmuleg,“ segir Steingrímur
J. Sigfússon, ráðherra fjármála,
landbúnaðar og sjávarútvegs.
Í nýskipuðu bankaráði Seðla-
bankans eru fimm karlar og tvær
konur.
Jafnréttisráð hefur tekið til
skoðunar kvörtun Silju Báru
Ómarsdóttur, stjórnmálafræði-
aðjúnkts við Háskóla Íslands,
þar sem hún telur að kosning í
ráðið gangi gegn jafnréttislögum
sem kveða á um 40 prósent hlut
hvors kyns í nefndum og ráðum
á vegum ríkisstjórnarinnar.
Nýverið var einnig kjörið í
stjórnarskrárnefnd á vegum Al-
þingis þar sem átta karlmenn og
ein kona eiga sæti.
Ráðherrar
upplýsi um
fjármál sín
Ríkisstjórn Íslands samþykkti
á fundi sínum í gær að tillögur
sem lagðar voru fyrir Alþingi í
gær um reglur um skráningu
á fjárhagslegum hagsmunum
alþingismanna og trúnaðar-
störfum utan þings eigi strax að
gilda um ráðherra í ríkisstjórn.
Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra hefur jafnframt
falið starfshópi sem skipaður
verður fulltrúum forsætisráðu-
neytisins, fjármálaráðuneytis-
ins og einum utanaðkomandi
sérfræðingi að semja drög að
siðareglum fyrir embættis-
menn og aðra starfsmenn inn-
an stjórnsýslu ríkisins. Starfs-
hópurinn skal skila tillögum
fyrir 15. september.