Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2009, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 18. Mars 2009 13Fréttir
Áhugaverð og gagnleg
starfsemi í Rauðakrosshúsinu
Ókeypis
ráðgjöf
námskeið og
Allir velkomnir í Rauðakrosshúsið
Rauðakrosshúsið er miðstöð fyrir alla landsmenn þar sem einstaklingar og
ölskyldur geta leitað stuðnings við að takast á við breyttar aðstæður, fengið
ráðgjöf um margvísleg úrræði sem bjóðast í samfélaginu - eða nýtt krafta sína
öðrum til gagns. Öll þjónusta og viðburðir eru gestum að kostnaðarlausu.
Kynning og umræður: Sálrænn stuðningur
Mánudagur 16. mars kl. 14:30 - 16:00. Fjallað er um áhrif alvarlegra atburða á
andlega líðan fólks og viðbrögð þess í kjölfar slíkra atburða. Bent verður á hvað er
mikilvægt fyrir fólk að gera í þessu sambandi. Umræður í lokin.
Fagaðilar veita ráðgjöf
Í Rauðakrosshúsinu getur fólk sótt sér sálrænan stuðning hjá fagaðilum úr
áfallateymi Rauða krossins, prestum og djáknum sér að kostnaðarlausu.
Sérþjálfaðir sjálfboðaliðar taka á móti fólki og aðstoða það við að nna úrræði
við hæ. Ýmsir aðrir sérfræðingar veita ráðgjöf.
Félagsstarf og fræðsla
Rauðakrosshúsið er vettvangur fyrir ýmis konar félagsstarf og fræðslu (sjá
nánari dagskrá á heimasíðunni raudakrosshusid.is). Þar er aðstaða fyrir börn,
kahorn þar sem lesa má blöð og bækur, tölvuver, námskeið og ýmislegt eira.
Gestir eru hvattir til að nýta sér aðstöðuna og félagsskap annarra til að halda
uppi lifandi star í Rauðakrosshúsinu. Dagleg starfsemi er í höndum sjálfboðaliða.
Dagskrá vikuna 16. - 20. mars
Námskeið: Sáttamiðlun
Þriðjudagur 17. mars kl. 14:30 - 16:00. Kynnt grundvallaratiði í að sætta deiluaðila
í einka- og ölskyldumálum. Í lok námskeiðs eru léttar verklegar ængar og umræður.
Kynning: Aðstæður ungmenna í Palestínu
Þriðjudagur 17. mars kl. 17:00 - 18:00. Myndasýning og létt spjall um ferðalag
íslenskra ungmenna til Palestínu.
Kynning: Matarkarfan
Miðvikudagur 18. mars kl. 14:30 - 15:30. Nú skiptir hagsýni í matarinnkaupum
höfuðmáli. Kynning á vefnum matarkarfan.is, besta vini buddunnar.
Kynning: Verkefni Rauða kross Íslands
Miðvikudagur 18. mars kl. 15:30 - 16:30. Stutt kynning og umræður um helstu
verkefni félagsins hér á landi. Gætir þú lagt eitthvað að mörkum?
Námskeið: Ísgerð heima
Fimmtudagur 19. mars kl. 14:30 - 16:30. Ís er sú fæða sem kemur fólki helst til að
brosa og kætir umfram annan mat. Fjallað er um ís og ísgerð og kynntar nýstárlegar
aðferðir við að búa til gómsætan rjómaís, mjólkurís og jógúrtís á jótlegan og
einfaldan hátt. Bragðgott og hressandi námskeið.
Borgartún 25 Sími: 5704000 www.raudakrosshusid.is Opið alla virka daga kl. 12-18
Kynning: Hjálparsíminn 1717 og Vinanet
Fimmtudagur 19. mars kl. 16:30 - 17:30. Vinanetið er netspjall fyrir ungt fólk.
Hjálparsíminn veitir ráðgjöf til fólks á öllum aldri.
Verkleg æng: Endurlífgun og hjartarafstuðstæki
Föstudagur 20. mars kl. 14:30 - 15:30. Stutt verklegt námskeið sem getur gert þér
kleift að bjarga mannslí þegar mínútur skipta máli.
Kynning: Rauðakrosshúsið
Föstudagur 20. mars kl. 15:30 - 16:30. Allir sem hafa áhuga á að kynnast
starfseminni eða vilja leggja sitt af mörkum eru velkomnir.
Nethyl 2, sími 587-0600, www.tomstundahusid.is
Fjarstýrðir rafmagns- og
bensínbílar í úrvali
Ríkidæmi Rússa minnkaR
Því er spáð að vaxandi fjöldi rússneskra
oligarka muni brátt veðsetja snekkjur
sínar og selja þoturnar, en áætlað er
að um 369 milljarðar dollara hafi guf-
að upp af samanlögðum auði þeirra í
kjölfar verðlækkunar á olíu, en verð á
tunnu hefur lækkað um meira en eitt
hundrað bandaríkjadali síðastliðna níu
mánuði.
Listi Forbes fyrir árið 2009 yfir auð-
ugustu menn heims kom út í síðustu
viku og samkvæmt honum hefur rúss-
neskum milljarðamæringum fækkað
úr áttatíu og sjö niður í þrjátíu og tvo,
miðað við síðasta ár.
Óhætt er að segja að Moskva beri
skarðan hlut frá borði miðað við New
York. Höfuðborg Rússlands státar nú
af aðeins tuttugu og sjö milljarðamær-
ingum og hefur tapað titlinum „höfuð-
borg milljarðamæringa“ til New York
sem á, samkvæmt lista Forbes, fimm-
tíu og fimm milljarðamæringa. En það
er ekki svo gott að Moskva sé í öðru
sæti því Lundúnir eiga einum millj-
arðamæringi fleiri en Moskva, eða tut-
tugu og átta.
Sviptingar hjá
milljarðamæringum
Áljöfurinn Oleg Deripaska, sem á síð-
asta ári var níundi ríkasti maður heims
og auðugastur Rússa, hefur þurft að
horfa upp á auð sinn verða að nær
engu. Vegna kreppunnar hefur hann
tapað 24,5 milljörðum bandaríkjadala
og á nú um stundir „aðeins“ 3,5 millj-
arða.
Eftir að kreppan skall á hafa mörg
fyrirtækja hans reynt eftir fremsta
megni að halda sér á floti. RusAl
skuldar bönkum um fjórtán milljarða
bandaríkjadala og GAZ Group skuld-
ar um 1,3 milljarða bandaríkjadala.
Orðrómur er á kreiki um að heildar-
skuldir Basic Element, móðurfélags
Deripaskas, séu um tuttugu og átta
milljarðar bandaríkjadala.
En maður kemur í manns stað og
Mikhail Prokhorov, formaður Pol-
yus Gold, hefur tekið stöðu ríkasta
manns Rússlands. Prokhorov hefur,
líkt og Oleg Deripaska, séð auð sinn
snarminnka. Árið 2008 var hann met-
inn á 19,5 milljarða bandaríkjadala
og var í 24. sæti lista Forbes yfir rík-
ustu menn heims. Nú er Prokhorov
metinn á 9,5 milljarða dala.
Fáir sleppa með skrekkinn
Eigandi breska knattspyrnufélags-
ins Chelsea, Roman Abramovich, er
annar auðugasti maður Rússlands.
Hann er metinn á 8,5 milljarða dala,
samkvæmt lista Forbes, og hefur tap-
að um fimmtán milljörðum síðan
2008, en þá var hann metinn á 23,5
milljarða dala.
Á meðal annarra oligarka sem
berjast við að bjarga auðæfum sínum
má nefna Kirill Pisarev og félaga hans
Yuri Zhikov, sem hvor um sig tapaði
um níutíu prósentum auðs síns þeg-
ar verð á hlutabréfum í þróunarfyrir-
tæki þeirra, PIK, snarféll.
Yelena Baturina, eigandi bygg-
ingafyrirtækisins Intenko, berst í
bökkum og hefur hún beðið stjórn-
völd um fjárhagslega aðstoð. Batur-
ina hefur tapað 3,3 milljörðum af 4,2
milljarða auði sínum.
Einnig má nefna til sögunnar Igor
Yakovlev sem hefur tapað 1,6 millj-
örðum dala af 1,8 milljörðum. Yak-
ovlev hefur misst stjórnartaumana á
Eldorado, stærsta smásölufyrirtæk-
is Austur-Evrópu á sviði heimilis- og
rafmagnstækja, sem var metið á 3,5
milljarða dala fyrir ári. Yakovlev var
með fleiri járn í eldinum en fyrir-
tæki hans, Banana Mama sem seldi
barnafatnað, varð gjaldþrota.
Skuggi kreppu á götum Moskvu
Fjórum áratugum eftir að faðir henn-
ar samdi Back in the USSR lokar
Stella McCartney verslunum sínum
í Moskvu. Óhætt er að segja að nú
sé hún Snorrabúð stekkur því fleiri
tískuhönnuðir fylgja fordæmi Stellu,
þeirra á meðal Lanvin og Alexander
McQueen. Verslanir sem áður voru
troðfullar út úr dyrum af pelsklædd-
um Rússum sem börðust um að
kaupa það nýjasta frá Vesturlöndum
ku nú standa auðar.
Það er af sem áður var þegar auð-
ugir Moskvubúar eyddu olíudöl-
um sínum í munaðarverslunum, því
innistæður þeirra minnkuðu samfara
lækkandi heimsmarkaðsverði á olíu.
Það er víst ekki óalgengt að fleiri af-
greiðslumenn séu í tískubúðunum en
viðskiptavinir, auk þess sem verulega
hefur dregið úr umferð á götunum.
En utan Moskvu og Pétursborg-
ar blasir við öllu alvarlegra vanda-
mál en verslunargeta nýríkra Rússa. Í
Rússlandi er að finna fjölda borga þar
sem stærstur hluti íbúa er í vinnu hjá
einu fyrirtæki, til dæmis bílaframleið-
anda. Það liggur í hlutarins eðli að ef
viðkomandi fyrirtæki á í fjárhagsörð-
ugleikum missir stór hluti íbúa borg-
arinnar vinnuna.
Með fjöldaatvinnuleysi eykst hætt-
an á samfélagslegri ólgu og nú þeg-
ar hefur komið til mótmælaaðgerða
fólks sem misst hefur vinnuna eða
verið lækkað í launum.
Mótmæli í Moskvu auknu atvinnuleysi
fylgir hættan á samfélagslegri ólgu.