Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2009, Qupperneq 16
Miðvikudagur 18. Mars 200916 Ættfræði
Jón Guðbrandsson
fyrrv. héraðsdýralæknir
Jón fæddist í Finnbogahúsi í Reykja-
vík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR
1950 og námi í dýralækningum í Dýra-
læknaháskólanum í Kaupmannahöfn
í ársbyrjun 1957.
Jón var aðstoðardýralæknir í Bred-
sten á Jótlandi til ársloka 1957, starf-
aði á rannsóknarstofu Mjólkursam-
sölunnar í Reykjavík 1958-61 og var
héraðsdýralæknir á Selfossi frá því í
ársbyrjun 1962-1999.
Jón var ritari Dýralæknafélags Ís-
lands 1964-75 og formaður þess 1979-
82, formaður sjálfstæðisfélagsins Óð-
ins á Selfossi 1969-71 og 1973-74,
formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfé-
laganna í Árnessýslu 1971-75, í stjórn
fiskvinnslufyrirtækisins Straumness
á Selfossi 1970-78 og formaður 1978,
sat í sauðfjársjúkdómanefnd frá 1970
og var formaður nefndarinnar 1970-
73, sat í hreppsnefnd Selfoss 1974-78
og var formaður Hitaveitu og Rafveitu
Selfoss 1974-78.
Fjölskylda
Jón kvæntist 31.8. 1951 Þórunni Ein-
arsdóttur, f. 15.5. 1931, húsmóð-
ur. Hún er dóttir Einars Ólafssonar,
bónda í Lækjarhvammi í Reykjavík,
og k.h., Bertu Á. Sveinsdóttur hús-
móður.
Börn Jóns og Þórunnar eru
Berta Sigrún, f. 22.5. 1953, húsmóð-
ir í Reykjavík, gift Pétri Guðjónssyni
verkfræðingi, og eiga þau sex börn og
tvö barnabörn; Sigríður, f. 5.1. 1955,
bóndi á Fossi í Hrunamannahreppi,
gift Hjörleifi Ólafssyni bónda og eiga
þau fimm börn og fimm barnabörn;
Einar, f. 28.1. 1958, húsasmiður og
verslunarmaður á Selfossi, kvænt-
ur Guðfinnu Elínu Einarsdóttur hús-
móður, og eiga þau þrjú börn saman,
auk þess sem Einar á son frá því áður
en þau eiga eitt barnabarn; Ragn-
hildur, f. 8.3. 1961, forstöðukona hjá
Vinnumiðlun fatlaðra á Selfossi, gift
Antoni Hartmannssyni kjötiðnaðar-
manni og eiga þau þrjú börn og eitt
barnabarn; Guðbrandur, f. 28.2. 1962,
húsasmiður á Selfossi, kvæntur Guð-
rúnu Eddu Haraldsdóttur, hárskera
og starfsmanni við Sjúkrahús Suður-
lands, og eiga þau þrjú börn; Ingólf-
ur Rúnar, f. 29.9. 1963, landfræðingur
í Kópavogi, kvæntur Svanborgu Þrá-
insdóttur röntgentækni, og eiga þau
sex börnr; Sveinn Þórarinn, f. 10.9.
1965, pípulagningarmeistari á Sel-
fossi, kvæntur Selmu Sigurjónsdótt-
ur húsmóður og eiga þau þrjú börn;
Brynhildur, f. 8.7. 1969, starfsmaður
við sambýli, búsett á Selfossi, maður
hennar er Guðjón Kjartansson sím-
virki og eiga þau þrjú börn; Matthild-
ur, f. 11.1. 1976, búfræðingur á Ak-
ureyri en maður hennar er Hjörtur
Bjarkar Halldórsson viðskiptafræð-
ingur og eiga þau tvö börn.
Systkini Jóns eru Bjarni, f. 17.11.
1932, pípulagningameistari í Reykja-
vík; Logi, f. 29.9. 1937, hrl. í Garða-
bæ; Ingi Steinar, f. 23.8. 1942, vélvirki
í Reykjavík.
Hálfsystur Jóns, samfeðra: Kristín,
d. 1936; Ragnheiður Guðbrandsdótt-
ir Guðjohnsen, nú látin, húsmóðir í
Reykjavík.
Foreldrar Jóns voru Guðbrand-
ur Jónsson, f. 30.9. 1888, d. 5.7. 1953,
prófessor og rithöfundur í Reykja-
vík, og Sigríður Bjarnadóttir, f. 23.1.
1911, d. 27.1. 2007, húsmóðir, búsett
í Reykjavík.
Ætt
Guðbrandur var sonur Jóns þjóð-
skjalavarðar Þorkelsson, pr. á Staða-
stað Eyjólfssonar. Móðir Þorkels var
Guðrún Jónsdóttir, pr. og skálds á
Bægisá, Þorlákssonar. Móðir Jóns
Þorkelssonar var Ragnheiður Páls-
dóttir, prófasts í Hörgsdal, Pálssonar,
og f.k.h., Matthildar Teitsdóttur. Móð-
ir Guðbrands var Karólína Jónsdóttir,
b. á Finnastöðum í Hrafnagilshreppi í
Eyjafirði, Jóhannessonar.
Sigríður var dóttir Bjarna, stein-
smiðs í Reykjavík, Sverrissonar, b. í
Klauf í Meðallandi, Magnússonar.
Móðir Bjarna var Gróa Jónsdóttir, b.
á Eystra-Hrauni í Landbroti, Galdra-
Arasonar, Jónssonar, pr. á Skinna-
stað, Einarssonar. Móðir Sigríðar var
Ingibjörg Steinunn Brynjólfsdóttir,
vinnumanns í Hleiðargarði í Eyjafirði,
Ólafssonar, og Rannveigar Kristjönu,
vinnukonu í Reykjavík, móður Sveins
Egilssonar forstjóra. Rannveig var
dóttir Þorkels, vinnumanns í Sauða-
gerði í Reykjavík, Magnússonar, b.
á Ketilsstöðum á Kjalarnesi, Run-
ólfssonar, b. á Ketilsstöðum, bróður
Magnúsar, langafa Árna Eiríksson-
ar leikara, afa Styrmis Gunnarssonar
ritstjóra. Runólfur var sonur Magnús-
ar, b. á Bakka á Kjalarnesi, Hallgríms-
sonar, b. á Bakka, Þorleifssonar. Móð-
ir Hallgríms var Guðrún Eyjólfsdóttir,
b. á Ferstiklu, Hallgrímssonar, prests
og skálds í Saurbæ, Péturssonar.
Jón og Þórunn halda upp á daginn
með fjölskyldunni.
Þorgeir fæddist í Reykjavík
en ólst upp í Kópavogin-
um. Hann var í Kópavogs-
skóla, stundaði síðan nám
við MK um skeið og lauk
prófum í rennismíði frá
Iðnskólanum í Hafnarfirði
1996.
Þorgeir var m.a. vöru-
bílstjóri og vélamaður í
nokkur ár með iðnskólanáminu.
Hann hefur verið rennismiður hjá
vélsmiðjunni Vélvík í Reykjavík frá
1997.
Þorgeir er félagi í Skotfélagi
Kópavogs en hann hefur æft og
keppt á ýmsum skotmótum í þrjú ár
með 22 kalibera standard skamm-
byssum og loftskammbyssum.
Fjölskylda
Kona Þorgeirs er Guðmunda Harpa
Júlíusdóttir, f. 12.2. 1973,
leikskólakennari.
Börn Þorgeirs og Guð-
mundu Hörpu eru Jó-
hanna Steinunn Þórisdótt-
ir, f. 20.9. 1993; Björn Bjarki
Þórisson, f. 9.9. 1995; Júlí-
us Arnar Ágústsson, f. 7.5.
2001; Hrafnkell Emil Þor-
geirsson, f. 26.3. 2007.
Bræður Þorgeirs eru Steingrímur
Þorbjarnarson, f. 10.3. 1964, kenn-
ari, búsettur í Kópavogi; Höskuld-
ur Þorbjarnarson, f. 11.3. 1982, há-
skólanemi.
Foreldrar Þorgeirs eru Þorbjörn
Ármann Friðriksson, f. 5.8. 1941,
efnafræðikennari og uppfindinga-
maður, búsettur í Kópavogi, og
Ragnhildur Þorgeirsdóttir, f. 23.3.
1957, hjúkrunarfræðingur, búsett á
Raufarhöfn.
Borghildur fæddist í
Reykjavík en ólst upp
á Blönduósi. Hún var í
Grunnskólanum á Blöndu-
ósi, lauk stúdentsprófi frá
VMA 2006 og stundar nú
nám í lífeindafræði við HÍ.
Borghildur starfaði á
leikskóla 1999-2004 og
vann hjá Passamyndum
við Hlemm 2005-2007.
Borghildur situr í stjórn skautafé-
lagsins Bjarnarins og í stjórn Skauta-
sambands Íslands.
Fjölskylda
Börn Borghildar eru Máni Snær Örv-
ar, f. 9.10. 1995; Alex Uni Torfason, f.
20.5. 1997; Margrét Sól Torfadóttir, f.
13.3. 1999; Mikael Maron Torfason,
f. 14.10. 2004.
Systkini Borghildar eru Ey-
vindur Leó Nikulásson,
f. 27.4. 1982, pípulagn-
ingarmaður í Færeyjum;
Anna Jóna Kristjánsdóttir,
f. 26.7. 1984, sálfræðinemi
í Reykjavík; Gyða Dögg
Jónsdóttir, f. 26.4. 1985,
húsmóðir á Akureyri; Þor-
steinn Kristjánsson, f. 2.10.
1985, starfsmaður Sam-
skipa, búsettur í Hafnarfiðri; Ingi-
björg Aldís Jónsdóttir, f. 4.4. 1991,
nemi á Blönduósi; Dagbjört Henný
Ívarsdóttir, f. 14.5. 1996, nemi á
Blönduósi; Rakel Ýr Ívarsdóttir, f.
11.6. 2003; Kristján Emanúel Krist-
jánsson, f. 20.9. 2006.
Foreldrar Borghildar eru Krist-
ján Þorsteinsson, f. 29.3. 1961,
starfsmaður hjá Enn einum á Sel-
fossi, og Jóhanna Atladóttir, f. 1.4.
1962, húsmóðir á Blönduósi.
Þorgeir Þorbjarnarson
rennismiður í reykjavík
Borghildur F. Kristjánsdóttir
nemi í lífeindafræði við hí
María Pálmadóttir er þrítug í dag,
iðjuþjálfi á Reykjalundi og búsett í
Mosfellsbænum, þar sem hún hefur
alltaf alið manninn, að undanskilinni
dvölinni í Danmörku hér um árið.
Maður Maríu er Guðmundur Ein-
ar rafvirki, „sá besti í bænum“ - segir
hún, og á við að hann sé besti rafvirk-
inn í Mosfellsbænum, - og besti eigin-
maður sem völ er á. Þau eiga tvo syni
og þriðja barnið er á leiðinni.
María er pollróleg yfir afmælinu:
„Nei sko, það verður smá frestun á
þessu afmæli núna. Ég hef ekki gefið
mér tíma til að pæla neitt í þessu og
er ekki búin að ákveða hvað ég ætla
að gera. Ég er samt harð ákveðin í að
því að gera eitthvað sniðugt, - svona á
óformlegum fjölskyldunótum, líklega,
- og aldrei að vita nema að mér detti
eitthvað mjög sniðugt í hug á endan-
um. Alla vega: Minn tími mun koma.“
Verður þetta þá bara ósköp
venjulegur miðvikudagur?
„Nei, ekki alveg. Ég mæti að vísu
í vinnuna en hef líklega með mér
afmælisköku handa stelpunum og
Stebba á Reykjalundi. En að öðru
leyti verður þetta allt með rólegum
og óformlegum hætti á sjálfan af-
mælisdaginn. Annars hef ég ekki
undan neinu að kvarta. Afmælis-
dagarnir mínir síðustu árin hafa yf-
irleitt verið frábærir því maðurinn
minn og synirnir hafa verið mjög
duglegir við að gera þá eftirminni-
lega.“
Þú kannski treystir á eitthvað
slíkt núna?
„Nei nei, - ég er ekkert að gera
ráð fyrir neinu slíku og ekkert að
ætlast til þess. Slíku fólki er hvort eð
er aldrei hægt að koma skemmti-
lega á óvart, “ segir María í Mosó.
30 ára í dag 30 ára í dag
María í Mosó þrítug:
„minn tími mun koma“
30 ára
n Anett Graff Norðurstíg 3a, Reykjavík
n Sonja Meyer Grænumörk 10e, Hveragerði
n Bjarnheiður Alda Lárusdóttir Bröttutungu 3,
Kópavogi
n Elín Salína Ásgeirsdóttir Írabakka 22, Reykjavík
n Sólveig Eggertsdóttir Beykidal 4, Njarðvík
n Kolbrún Stella Indriðadóttir Lindarbergi,
Hvammstanga
n Katla Guðrún Jónasdóttir Ingólfsstræti 21, Rey-
kjavík
n Þórdís Filipsdóttir Esjugrund 51, Reykjavík
n Gunnar Örn Arnarson Hraunbæ 111, Reykjavík
40 ára
n Ewa Lucyna Wojtas Nökkvavogi 62, Reykjavík
n Tracie Lynn Washington Garðsenda 3, Reykjavík
n Olga Alexandra Magnúsdóttir Blikahólum 8,
Reykjavík
n Sigurlaug Sævarsdóttir Grenihlíð 5, Sauðárkróki
n Gróa Guðbjörg Þorsteinsdóttir Jaðarsbraut 37,
Akranesi
n Edda Þórðardóttir Háholti 12, Hafnarfirði
n Kristján Örn Sigurðsson Sunnuflöt 16, Garðabæ
n Ágúst Hreinn Sæmundsson Stekkjarbrekku 1,
Reyðarfirði
n Tinna Björk Baldursdóttir Háaleiti 22, Rey-
kjanesbæ
50 ára
n Kristján Óskarsson Fannafold 121, Reykjavík
n Hrafnhildur Ragnarsdóttir Skipholti 36, Reykjavík
n Herdís Rossouw Stekkjarbergi 8, Hafnarfirði
n Elísabet Stefánsdóttir Brekkugötu 18, Vogum
n Guðrún Sigtryggsdóttir Írabakka 22, Reykjavík
n Sjöfn Pálsdóttir Ránargötu 33, Reykjavík
n Lovísa Guðbrandsdóttir Laugarásvegi 57, Rey-
kjavík
n Margrét Inga Bjarnadóttir Álfatúni 5, Kópavogi
n Níels Atli Hjálmarsson Marbakka 10, Neskaupstað
n Stefán Hallgrímsson Brimnesi, Dalvík
n Linda Rós Benediktsdóttir Hlíðarstræti 10, Bol-
ungarvík
n Vilhjálmur Gunnarsson Hraunbæ 130, Reykjavík
n Guðrún Ásta Sigurðardóttir Bjallavaði 1, Rey-
kjavík
n Jón Kristján Ólason Klifagötu 14, Kópaskeri
60 ára
n Antoníus Þorvaldur Svavarsson Efstalundi 9,
Garðabæ
n Sigríður Albertsdóttir Lóuási 19, Hafnarfirði
n Þröstur Kristjánsson Blikastíg 13, Álftanesi
n Sæmundur Ástmundsson Eystri-Grund, Selfossi
n Valgerður Ingimarsdóttir Skeljagranda 13, Rey-
kjavík
n Guðrún Ásgrímsdóttir Fannafold 155, Reykjavík
70 ára
n Árni Jón Árnason Stangarholti 12, Reykjavík
n Viðar Guðmundsson Strikinu 12, Garðabæ
n Guðrún Friðriksdóttir Seilugranda 8, Reykjavík
n Sesselja Friðriksdóttir Seilugranda 2, Reykjavík
n Fríða Dóra Jóhannsdóttir Kirkjuvegi 67, Vestman-
naeyjum
n Ásdís Gunnlaugsdóttir Laugarvegi 15, Siglufirði
n Jakob Ólason Vatnsenda, Kópavogi
n Guðný Árdal Klapparstíg 1, Reykjavík
n Ottó Tulinius Birkilundi 17, Akureyri
75 ára
n Anna Steinunn Eiríksdóttir Hólavegi 40,
Sauðárkróki
n Jóna Hólmfríður Guðjónsdóttir Hraunbæ 60,
Reykjavík
n Andrés Sigurðsson Hrauntungu 49, Kópavogi
n Hulda Magnúsdóttir Suðurvangi 15, Hafnarfirði
n Unnur Ólafsdóttir Hraunbæ 107c, Reykjavík
n Jóhanna Birna Ágústsdóttir Nestúni 2,
Hvammstanga
80 ára
n Viggó Pálsson Sólheimum 27, Reykjavík
n Sigurður M. Jakobsson Löngubrekku 33, Kópavogi
n Þórhalla Davíðsdóttir Ásbraut 13, Kópavogi
n Valgeir Sigurðsson Kirkjuvegi 1d, Reykjanesbæ
85 ára
n Sigríður Benny Eiríksdóttir Hraunbæ 103, Rey-
kjavík
n Kristín E. Kjerulf Mosgerði 5, Reykjavík
n Einar Gíslason Dalbraut 27, Reykjavík
n Ragnheiður Guðmundsdóttir Stigahlíð 41, Rey-
kjavík
n Steinunn Guðjónsdóttir Ægissíðu 13, Grenivík
n Benedikt Lárusson Tjarnarási 7a, Stykkishólmi
Til
hamingju
með
afmælið!
80 ára í dag
María Pálmadóttir Hér er
María að mála íbúðina sem
þau guðmundur Einar fluttu í
nú í ágúst sl..