Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2009, Qupperneq 3
miðvikudagur 25. mars 2009 3Fréttir
„Þetta er mjög alvarlegt mál sem ver-
ið er að vinna með. Byssan fannst
inni í búningsklefa í íþróttahúsinu
og svo kom í ljós að drengur hafði
komið með hana þangað inn. Það
stafaði engum hætta af byssunni.
Það var ekki meiningin að ógna ein-
um né neinum enda var viðkomandi
ekki á staðnum þegar byssan fannst.
Þó þetta hafi verið skotvopn þá voru
engar kúlur í byssunni,“ segir Þór-
halla Guðbjartsdóttir, skólastjóri í
Blönduskóla.
Samnemendur fundu byssuna
Byssan fannst í fötum drengs-
ins í búningsklefanum utan
skólatíma en í íþróttahúsinu
leggja íbúar Blönduóss
stund á margvísleg-
ar íþróttir, eins og
fótbolta og körfu-
bolta. Drengurinn
var á fótboltaæf-
ingu þegar byss-
an fannst en öll
leikfimikennsla
Blönduskóla fer
fram í húsinu.
Samnem-
endur drengs-
ins í Blöndu-
skóla fundu
byssuna og að
sögn Þórhöllu
er skólinn í góðu
sambandi við
foreldra skóla-
barna vegna
málsins.
„Þegar ég kom
að þessu máli hringdi
ég heim til allra sem
hefðu hugsan-
lega orðið vitni að því þegar byssan
fannst. Það var passað upp á að allir
foreldrar fengju að vita um atburð-
inn svo hægt væri að ræða við börnin
sem voru á staðnum. Foreldrar voru
líka beðnir um að hafa samband ef
þeir vildu frekari upp-
lýsingar. Þarna var
komið með eitt-
hvað sem átti
alls ekki að vera
þarna og þess
vegna var lög-
reglan að sjálf-
sögðu kölluð til
og yfirvöldum
gert viðvart. All-
ir sem hafa með
málið er að gera
eru að vinna
í því.“
Stal byssunni af heimili sínu
Að sögn lögreglunnar á Blönduósi er
byssan sem drengurinn hafði í fórum
sínum kölluð fjárbyssa í daglegu tali
og notuð til sveita til að aflífa skepn-
ur. Þess slags byssur eru hlaðnar einu
skoti.
Kristján Þór Björnsson, yfir-
lögregluþjónn hjá lögreglunni á
Blönduósi hefur aldrei kynnst máli
sem þessu og segir íbúa Blönduóss
uggandi yfir atburðinum.
„Auðvitað bregður fólki. En það
er reynt að fara yfir þetta og skoða og
reynt að finna það besta út úr þessu
eins og hægt er. Drengurinn var ekki
að beina byssunni að neinum og
hann hefur ekki verið í afbrotum eða
neitt slíkt.“
„Þetta mál fer í hefðbundinn far-
veg hjá okkur. Það er skoðað með því
að tala við málsaðila. Þetta er nátt-
úrulega barnabrek og fer í þann far-
veg og síðan fer þetta til félagsmála-
yfirvalda. Við skoðum náttúrulega
tilurð byssunnar, vörslu og annað
eins og gengur í svona málum. Hún
var ekki í notkun og ekki nein skot-
færi í henni sem betur fer,“ segir
Kristján en byssuna tók drengurinn í
leyfisleysi af heimili sínu.
„Hann náði í hana á sínu eigin
heimili. Hún var ekki pössuð betur
en þetta.“
Foreldrar á varðbergi
Hákon Sigursteinsson, deildarstjóri
sálfræðideildar í þjónustumiðstöð
Breiðholts, telur það mikið hættu-
merki að þrettán ára drengur hafi
byssu í fórum sínum, sérstaklega í
ljósi atburða sem hafa átt sér stað
í nágrannalöndum okkar þar sem
venjulegir nemendur ákveða að beita
byssum á samnemendur sína.
„Þetta er tvímælalaust mjög
hættulegt. Þetta er merki til okkar
fullorðna fólksins að gæta vel að því
sem er í kringum okkur og börnin
okkar og að hafa ekki á glámbekk það
sem börnin gætu tekið í fljótfærni og
vanhugsun. Ég held að allt sem getur
gert annars staðar geti gerst hér.“
Hákon vill biðja foreldra um að
vera vel á varðbergi gagnvart breyt-
ingum í fari barna sinna og ástundun
þeirra í skóla.
„Foreldrar eiga að vera vakandi
fyrir hegðunarbreytingum hjá barn-
inu sínu og fylgjast með frammi-
stöðu þess í skóla. Það bitnar yfirleitt
fyrst á náminu og skólaástundun ef
barnið er að leita inn á óheillastíga.
Foreldrar ættu að vera á varðbergi
gagnvart barni sínu dagsdaglega og
huga að því hvernig því líður og svo
framvegis. Yfirleitt gerast svona hlutir
með löngum fyrirvara. Það að barn-
ið breytist úr engli í villing gerist á
nokkuð löngum tíma. Og foreldrar
sjá fullt af merkjum til að átta sig á því
og reyna að gera eitthvað í því og leita
sér þá aðstoðar ef þeir geta ekki gert
eitthvað sjálft til að hjálpa barninu.
Ég mæli með að fólk leiti til sinna
sveitarfélaga. Allir skólar eiga að hafa
sérfræðiþjónustu og aðila sem eiga
að geta komið til hjálpar. Ég vil einnig
biðja foreldra að vera vakandi og loka
byssur af í skápum og hirslum þar
sem þær eru á heimilum svo börn,
sem eru óvitar, komist ekki í þær.“
Ekki farið rétt með málið
DV hafði samband við móður
drengsins sem vildi lítið tjá sig um at-
burðinn.
„Ég hef engan áhuga á að láta
skrifa um þetta. Mig langar ekkert að
tjá mig um þetta og ég held að það sé
ekki farið rétt með málið,“ segir móð-
irin sem vildi ekki koma sinni sögu á
framfæri þrátt fyrir að hún teldi rangt
með málið farið.
„Ég ætla ekki að gera það. Mér
finnst þetta út í hött. Ég yfir höfuð er
á móti skrifum um svona mál sem
snerta börn.“
Byssa fannst í fötum þrettán ára drengs í búningsklefa í íþróttahúsinu á Blönduósi á mánu-
daginn. Drengurinn er nemandi í Blönduskóla og var á fótboltaæfingu í íþróttahúsinu þeg-
ar byssan fannst. Byssuna hafði drengurinn tekið í leyfisleysi af heimili sínu. Nemendum
skólans er mjög brugðið eftir atvikið en að sögn Þórhöllu Guðbjartsdóttur, skólastjóra
Blönduskóla notaði drengurinn ekki byssuna til að ógna samnemendum sínum.
„Ég held að allt sem
getur gert annars
staðar geti gerst hér.“
lilja Katrín GunnarSdóttir
blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is
Er barnið Þitt oFbEldiShnEiGt?
- Barnið á erfitt með að mynda tengsl við aðra.
- Barnið dregur sig í hlé og finnst það vera til lítils megnugt.
- Barnið á í ofbeldisfullum hótunum við fólk.
- Persónuleikabreytinga gætir í hegðun barnsins.
- Barnið á erfitt uppdráttar í skóla, kemst oft í kast við skólayfirvöld og sinnir
heimanámi illa.
- Barnið sýnir vopnum, sprengjum og ofbeldisfullu skemmtiefni, svo sem
sjónvarpsþáttum og vefsíðum, óeðlilega mikinn áhuga.
- Barnið misþyrmir dýrum, hótar sjálfsmorði eða vinnur sér líkamlegum skaða.
KOM MEÐ BYSSU Á
FÓTBOLTAÆFINGU
íbúum brugðið
drengurinn sem var með byssuna í
fórum sínum er nemandi í Blöndu-
skóla og er íbúum Blönduóss
brugðið eftir atvikið.
mynd SiGtryGGur ari jóhannSSon
ógnaði engum
drengurinn ógnaði engum
með byssunni og var ekki á
staðnum þegar hún fannst.
myndin er uppstillt.
mynd PhotoS.com
rannsaka málið
Lögreglan á Blönduósi rannsakar
nú mál drengsins en byssuna tók
hann í leyfisleysi af heimili sínu.
mynd SiGtryGGur ari jóhannSSon
STÓRSKULDUGIR
STJÓRNENDUR með því að veita lán til fjárhagslegra tengdra aðila þegar bréf þeirra fóru að falla. Rósant segir að hann hafi haft trú á Glitni á þeim tíma sem hann keypti bréfin.„Ég get alveg viðurkennt að eftir á að hyggja hefði ég viljað sleppa við þessa fjárfestingu. Á þessum tíma-punkti var mikill hugur í mönnum og þeir höfðu trú á því að bankinn
spjaraði sig til framtíðar. Það var
hins vegar ekki góð fjárfesting. Því
miður fór sem fór. Miðað við það
sem gerst hefur í framhaldinu og við
núverandi umhverfi myndi ég ekki
endurtaka þetta og mæli ekki með
því að menn geri það,“ segir hann.
Kaup birnu
Melkorka ehf., félag Birnu Einars-
dóttur bankastjóra Íslandsbanka,
fékk 184 milljóna króna kúlulán 27.
mars 2007 fyrir hlutabréfakaupum
í Glitni. Kaupin voru skráð í Kaup-
höllina þann dag. Birna hefur hald-
ið því fram að mannleg mistök hafi
leitt til þess að kaup hennar á bréf-
um í Glitni hafi ekki farið í gegn. „Ég
held að það sé hægt að segja að það
hafi verið svona mannleg mistök.
Það þurfti að senda pappíra fram
og til baka og það endaði þannig að
þetta var aldrei keypt og þessi við-
skipti fóru aldrei fram,“ sagði Birna
í viðtali við Stöð 2.
Hjá Íslandsbanka starfa sjö í
framkvæmdastjórn. Fimm þeirra
fengu samtals 2,8 milljarða króna
kúlulán. Öll lánin voru veitt til eign-
arhaldsfélaga sem voru í eigu fram-
kvæmdastjóranna. Samkvæmt árs-
hlutareikningi Glitnis fyrir annan
ársfjórðung 2008 jukust lán bankans
til stjórnenda úr 1800 milljónum
árið 2007 í níu milljarða árið 2008.
Í samtali við DV segir Már Másson,
upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, að
það hafi engin lán til stjórnenda eða
félaga þeim tengdum verið afskrif-
uð. Íslandsbanki hefur falið utan-
aðkomandi lögmanni að kanna rétt-
arstöðu bankans vegna lánveitinga
til hlutabréfakaupa starfsmanna og
annarra aðila.
Glitnir yfirtekinn
Lárus Welding, bankastjóri
glitnis, á fundi í seðlabankanum
þegar yfirtaka ríkisins á 75
prósenta hlut var tilkynnt.
mynd róbErt rEyniSSon