Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2009, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2009, Page 9
miðvikudagur 25. mars 2009 9Fréttir 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. 30 days Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Oxy tarm Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama oxy tarmið Nethyl 2, sími 587-0600, www.tomstundahusid.is Fjarstýrðir rafmagns- og bensínbílar í úrvali Smáauglýsingasíminn er 515 5550 smaar@dv.is Vefsíðan ringulreid.org er oftar en ekki notuð til að níðast á ungu fólki. Ung stúlka sem varð fyrir barðinu á níðingunum segir þá hafa eyðilagt líf sitt. Sálfræðingurinn Kolbrún Bald- ursdóttir er orðlaus yfir vefsíðunni og segir að þolendur ein- eltis glími við fortíðina allt sitt líf. NetNíðiNgar leggja börN í eiNelti „Ég er ung stelpa sem var sett inn á þessa síðu og það rústaði öllu í mínu lífi.“ Fjölmörg íslensk börn hafa verið og eru beitt grófu andlegu ofbeldi í gegnum vefsíðuna ringulreid.org. Vefsíðan var sett upp stuttu eftir að lögreglan lokaði annarri íslenskri barnaklámssíðu sem bar nafn- ið handahof.org. Þeirri vefsíðu var lokað í kjölfar umfjöllunar DV um hana og ábendingar til blaðs- ins um hver stæði á bakvið síðuna. Lögreglan gekk í málið í kjölfarið og vefsíðunni var lokað. Vefsíðan virkar þannig að hver sem er getur, í skjóli nafnleyndar, sett inn ljósmyndir og texta. Út frá þessum færslum verða til spjall- þræðir með ákveðnum umræðu- efnum. Þannig má til dæmis finna spjallþræði sem fjalla um berar ungar stúlkur. Þá keppast netníð- ingarnir við að birta allar þær upp- lýsingar sem hægt er að komast í um viðkomandi stúlkur og þær beinlínis lagðar í einelti með ógeð- felldum ummælum um til dæmis útlit þeirra. Lögreglan hefur að undan- förnu rannsakað síðuna með hjálp Interpol og er sú rannsókn enn í gangi. Rústaði lífi mínu „Ég er ung stelpa sem var sett inn á þessa síðu og það rústaði öllu í mínu lífi,“ segir ung stúlka sem ekki vildi koma fram undir nafni af ótta við hefndaraðgerðir níðinganna. „Ég er undir lögaldri en birt- ar voru myndir af mér á vefsíð- unni sem hafa aldrei verið birtar á netinu áður. Ég var búin að kæra dreifinguna á þessum myndum en málið er að það er ekki hægt að stoppa þetta,“ segir stúlkan sem veit um fleiri sem hafa lent í níð- ingunum. „Það er fullt, fullt af ungum stelpum og strákum sem lenda í þungu andlegu ofbeldi þarna á netinu og á stað þar sem allir geta og verða oft meðvirkir,“ segir stúlk- an sem, eins og svo margir, stend- ur ráðþrota gagnvart eineltinu. Lífið óbærilegt „Þetta gæti þýtt eyðileggingu til lífstíðar fyrir þá sem verða þolend- ur. Þetta verður algjörlega stjórn- laust því þetta verður notað gegn þér, þessu verður dreift og þar með gæti þetta gert líf sumra óbærilegt,“ segir Kolbrún Baldursdóttir sál- fræðingur en hún hefur að undan- förnu fjallað um einelti í þætti sín- um á sjónvarpstöðinni ÍNN. „Það sem kemur upp í huga minn er hvar foreldrarnir séu og hvort þeir viti hvað börnin þeirra eru að gera. Þetta eru ungir krakk- ar og því verður að ná til foreldr- anna,“ segir Kolbrún sem skynjar breytta afstöðu foreldra til einelt- is og þá sérstaklega foreldra ger- enda. Alvarlegt vandamál „Þeir sem fá símtalið um að barn- ið þeirra sé gerandi í einelti eru æ meira tilbúnir til samvinnu því þetta er eitthvað sem enginn vill. Sem betur fer hefur dregið úr því að foreldrar fari í vörn þegar málin eru rædd við þau. Yfirleitt eru for- eldrarnir miður sín og vilja gjarn- an vinna með öðrum í málinu. En þetta er bara eins og lítill snjóbolti sem rúllar niður fjallshlíð. Þetta er kannski bara lítill hópur til að byrja með en síðan fara fleiri að taka þátt í því að níðast á öðrum. Ef ekki næst að stöðva þetta ertu kominn með slóð af alvarlegum vandamál- um,“ segir Kolbrún. En hvenær geta þolendur byrj- að að vinna í sínum málum? „Fyrsta skrefið er að stoppa eineltið. Þolandinn á erfitt með að byrja bata fyrr en þessi skaðlegi ferill hefur verið stöðvaður. Með- an það er yfirvofandi að á morgun eða hinn munu birtast myndir af þér á vefsíðunni eða níð þá getur þú aldrei byrjað þennan bataferil að neinu leyti. Það er ekki fyrr en að þessari síðu verður lokað sem þolendur geta byrjað að tína púsl- in saman.“ AtLi MáR GyLfAson blaðamaður skrifar: atli@dv.is netníðingarnir Leggja ekki síst ungar stúlkur í einelti. Kolbrún Baldursdóttir segir neteineltið geta valdið varanlegum skaða. Ringulreid.org Er skilgetið afkvæmi barna- klámssíðunnar handahof.org.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.