Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2009, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2009, Page 10
um Hagstofu Íslands. Aðeins skrif- færi og pappír, pasta, epli, þurrkaðir ávextir og hnetur hafa hækkað meira frá því í mars í fyrra en nú er rétt um ár liðið síðan gengi krónunnar fór að falla. Tugþúsundir á ári Eftir því sem DV kemst næst má áætla að 10 til 17 þúsund kosti að reka meðalstóran hund í hverjum mánuði. Það er kostnaður við fóður og lágmarks skammt af beinum eða öðru góðgæti fyrir hundinn. Ef mið- að er við að kostnaður fjölskyldu við að ala meðalstóran hund hafi ver- ið 10.000 krónur á mánuði í fyrra, nemur kostnaðurinn nú rúmlega 16.000 krónum. Þannig hafa útgjöld fjölskyldunnar aukist um 72 þús- und krónur á ári, miðað við mælingu Hagstofunnar. Þá er ótalinn kostnað- ur vegna ýmissa aukahluta og leik- fanga sem tengjast hundinum. Leita að ódýrara fóðri „Fólk er farið að leita frekar að ódýr- ara hundafóðri, svo dæmi sé tekið. Fólk er farið að leita meira í svokall- að kjörbúðarfóður í stað hágæðafóð- urs. Það er einnig aðeins minni sala í beinum, dóti og öðrum aukahlutum fyrir dýrin,“ segir Kristinn Þorgríms- son, einn af eigendum Dýragarðsins, sem er gæludýraverslun í Síðumúla. Hann segir að fólk endurnýi rúm og bæli sjaldnar en áður og nýti hlut- ina sem það á betur. Það sé hið besta mál. Kristinn segir að vegna geng- ishruns krónunnar hafi innfluttar vörur, svo sem fóður, hækkað nokk- uð í verði. Hann segir þó misfjafnt hversu mikið verslanir hafi hækkað. „Ég held að meðalprósentuhækkun- in hjá okkur sé í kringum 18 prósent,“ segir hann. Meiri tími fyrir börn og dýr Dýragarðurinn hefur að sögn Krist- ins lagt áherslu á fiska og fiskabúr en hefur þó alls kyns dýr til sölu. Hann segir að þrátt fyrir að vörur hafi hækkað í verði merki hann ekki samdrátt í verslun. „Mín tilfinning er sú að fólk leiti í dýrin, nú þegar þrengir að. Fólk er meira heima og hefur meiri tíma. Fólki gefst núna tími til að sinna börnum sínum bet- ur og hjá þeim eru gæludýrin vinsæl. Ég held að það hafi áhrif,“ útskýr- ir Kristinn sem vill meina að versl- anir hafi almennt ekki látið gengis- hrunið ganga alveg inn í verðlagið. Hækkunin í verslunum sé almennt ekki í samræmi við gengisbreyting- arnar. Gott fyrir sálina Stundum hafa skotið upp kollinum sögur af því að kreppan komi hart niður á gæludýrum. Fólk láti dýr- in einfaldlega frá sér. Kristinn seg- ist ekki hafa orðið var við aukningu í þessu hér heima. „Maður hefur heyrt ljótar sögur frá Bretlandi og víðar þar sem dýrum hefur beinlínis verið hent út um dyrnar. Ég trúi því stað- fastlega að engum Íslendingi myndi detta svoleiðis í hug. Íslendingar eru góðir við dýrin,“ segir Kristinn sem bætir því við að gæludýr geti gefið fólki mikið. „Það er gott fyrir sálina að halda dýr, hvort sem það er fisk- ur, hamstur, hundur eða köttur,“ segir hann að lokum. miðvikudagur 25. mars 200910 Neytendur Hófleg Hækk- un á lopa Smásalar hafa ekki hækkað álagningu sína á lopa umfram hækkun framleiðenda, að því er segir á heimasíðu Neytendasam- takanna, ns.is. Frá 1. desember hækkaði Ístex verð á lopa um 12 prósent til smásala. Ástæð- an er sögð hækkun á erlendum aðföngum, hækkun á ullarverði og fjármagnskostnaði. Neytenda- samtökin hafa fylgst náið með verði á lopa undanfarið ár. Í nóv- ember hafði hann ekkert hækkað en algengast er að hann hafi nú hækkað um 12 prósent. Á Akur- eyri hefur lopinn staðið í stað eða lækkað. Verðlag lækkar Verðlag lækkaði um 0,6 prósent milli febrúar og mars samkvæmt nýrri mælingu Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs. Verðbólga síðustu 12 mánaða mælist 15,2 prósent og hefur hækkað um 2,4 prósentustig frá fyrra mánuði, að því er fram kemur á vef Hagstof- unnar. Þar kemur fram að verð- bólga gangi hratt niður og allt útlit sé fyrir að áframhald verði á því. Verðlag hefur ekki lækk- að meira á milli mánaða síðan í mars árið 1986. n Smárabíó fær last dagsins. Ungur maður keypti MS-sjeik og bláan topp í sjoppunni í Smárabíó. Hann veitti því ekki athygli fyrr en seinna að herlegheitin kostuðu hvorki meira né minna en 640 krónur. Það er okur. n Konu sem keypti gallaða vekjara- klukku í Ilva var umsvifalaust boðin ný klukka eða jafnvel endur- greiðsla þegar hún skrifaði versluninni bréf. Þegar heim var komið beið hennar bréf þar sem gengið var úr skugga um að hún væri komin með nýja klukku. sENdið LOF Eða LasT Á NEYTENdur@dv.is Dísilolía algengt verð verð á lítra 141,4 kr. verð á lítra 151,2 kr. Skeifunni verð á lítra 139,8 kr. verð á lítra 149,6 kr. algengt verð verð á lítra 141,4 kr. verð á lítra 151,2 kr. bensín kænunni verð á lítra 138,7 kr. verð á lítra 148,5 kr. fjarðarkaupum verð á lítra 138,4 kr. verð á lítra 148,2 kr. algengt verð verð á lítra 141,4 kr. verð á lítra 151,2 kr. umsjóN: BaLdur guðmuNdssON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i Samkvæmt mælingum Hagstofunnar hefur verð á gæludýrum og tengdum vörum hækkað um 64 prósent á einu ári. Fáir vöruflokkar hafa hækkað meira. Kristinn Þor- grímsson hjá Dýragarðinum segir meðaltalshækkun á vörum í Dýragarðinum vera um 18 prósent. Hann merkir ekki samdrátt í verslun með gæludýravörur. Dýr á fóðru Gæludýr og vörur tengdar gæludýr- um hafa hækkað um 64,3 prósent í verði á einu ári, samkvæmt mæling- BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Hækkun frá mars 2008 til mars 2009: Skriffæri o.þ.h. 94,5% Pasta 83,7% epli 71,4% Þurrkaðir ávextir og hnetur 66,4% Gæludýr o.fl. 64,3% ljósaperur 63,5% Hrísgrjón 61,5% Verslun hefur ekki dregist saman kristinn Þorgrímsson, eigandi dýragarðsins, segir að fólk leiti í gæludýr í kreppunni. MyND HeiÐA HeLGADóTTiR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.