Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2009, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2009, Page 21
miðvikudagur 25. mars 2009 21Fókus á miðvikudegi ErróvErðlaun afhEnt Gríðarlega góð þátttaka var í samkeppni sem Listasafn Reykjavíkur, Kraum og Hönnunarmiðstöð Íslands efndu til um gerð nytja- eða hönnunarvöru í anda Errós. Núna á föstudaginn kemur í ljós hver hreppir verðlaunin sem eru hálf milljón króna auk samnings um sölu á vörunni í verslunum Kraums og í Hafnarhúsinu. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri mun afhenda verðlaunin og opna sýningu þar sem valdar tillögur verða kynntar. SædýraSafn á Sviði Þjóðleikhúsið frumsýnir leikrit- ið Sædýrasafnið næsta föstudag í Kassanum við Lindargötu. Verkið var sérstaklega samið fyrir Þjóðleik- húsið af franska rithöfundinum og Íslandsvininum Marie Darrieuss- ecq en leikstjóri sýningarinnar er Arthur Nauzyciel. Verkið fjallar um tvær fjölskyldur sem neyðast til að dvelja saman við undarlegar að- stæður á sædýrasafni í óskilgreindu landi. Íbúar landsins hafa talið sér trú um að þeir búi í öruggu nútíma- samfélagi en smám saman kemur í ljós að yfir öllu lífi grúfir ógn þess sem koma skal. Listamenn frá fimm löndum skapa þessa óvenjulegu leiksýningu sem einnig verður sýnd í Frakklandi í maí. Á meðal leikara í sýningunni eru Björn Hlynur Har- aldsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Mar- grét Vilhjálmsdóttir og Stefán Hallur Stefánsson. lífSSpEki mEt- Söluhöfundar Reikimeistarinn og metsöluhöf- undurinn Maxine Gaudio kynnir lífsspeki sína og metsölubókina Ferðalagið að kjarna sjálfsins í húsakynnum bókaforlagsins Sölku, Skipholti 50c, á morg- un. Maxine býr og starfar bæði í Reykjavík og Greenwich Conn- ecticut. Í bók sinni segir hún frá lífi sínu á opinskáan og frjáls- legan hátt svo það birtist okkur sem dæmisaga um hvernig hægt er að vinna sig út úr erfiðleikum og standa uppi sem sigurvegari. Maxine er vel þekkt í heimalandi sínu og nú einnig hér, enda hefur hún hjálpað fjölmörgum að ná tökum á streitu og álagi. Aðgang- ur er ókeypis. Ferill hins frábæra leikara Mick- ey Rourke hefur verið vægast sagt brokkgengur, aðallega vegna þess að hann hefur verið sjálfum sér verstur og kosið að sóa hæfileikum sínum í að súpa ýmsar beiskar fjörur lífsins frekar en sinna leiklistinni af raun- verulegum metnaði. Það hefur því verið sérstaklega ánægjulegt fyrir trygga aðdáendur kappans að fylgj- ast með stórkostlegri upprisu hans sem segja má að hafi byrjað fyrir al- vöru með meistaratöktum í Sin City árið 2005 og náð hámarki með The Wrestler í fyrra. Rourke og The Wrestler hafa sóp- að að sér verðlaunum. Rourke bar þá mynd, að öðrum ólöstuðum, nánast uppi einn og óstuddur og var nán- ast í hverjum einasta ramma. Rourke ber Killshot líka uppi nánast einn og óstuddur en því miður fær hann úr svo litlu að moða að hann getur ekki með nokkru móti bjargað þessari stefnulausu grautargerð sem merki- legt nokk er byggð á glæpasögu eftir meistara Elmore Leonard. Rourke er hér í hlutverki Black- bird, leigumorðingja af indíánaætt- um. Sá drepur fyrir mafíuna af mikl- um metnaði og leggur höfuðáherslu á að skilja ekki eftir nein vitni að verkum sínum á lífi. Þessi árátta hans kemur honum í klandur þegar hann skýtur allsbera hjásvæfu mafí- ósa í hausinn og fær því litlar þakk- ir og enga greiðslu fyrir það sem átti að vera síðasta verkefni hans á ferl- inum. Skítblankur og með mafíuna á hælunum gerir hann þau fárán- legu mistök að taka siðblindan og grjótheimskan smákrimma, sem Joseph Gordon-Levitt leikur, undir sinn verndarvæng. Samstarf þessara tveggja ólíku glæpamanna er allt hið klaufalegasta þannig að þeir sitja allt í einu uppi með tvö vitni sem geta borið kennsl á Blackbird og verða því að deyja. Þetta eru hjón sem eru við það að gefast upp á að bjarga mislukk- uðu hjónabandi sínu, leikin af Di- ane Lane og Tom Jane. Hjónakorn- in eru samt engir aular og láta hart mæta hörðu, berja frá sér og munda haglabyssur þegar þeim er ógnað. Þegar morðingjarnir hafa gert í það minnsta tvær misheppnaðar atlög- ur að tilveru fólksins ákveða yfirvöld að koma þeim fyrir í vitnavernd þar sem þau geta hafið nýtt líf, á nýjum stað með nýjum nöfnum þar til ófét- in eru á bak við lás og slá. Þau taka þessu kostaboði enda fátt betra þeg- ar hjónabandið er komið í þrot en að fá að byrja upp á nýtt, eða þannig sko. Blackbird er þó ekki á því að leyfa þeim að fóta sig í nýrri paradís og eltir þau uppi með morðóðan fá- bjánann í eftirdragi þar til alls konar uppgjör verða að lokum óumflýjan- leg. Það verður eiginlega bara að segjast hreint út að Killshot er lang- dregið, leiðinlegt og þvælt drasl en samt staðfestir hún að Rourke er í toppformi og virðist að þessu sinni vera kominn til að vera. Hann lyft- ir myndinni á æðra plan og tekur sig helvíti vel út með indíána-meik- öppið sitt og síða hárfléttuna. Diane Lane og Tom Jane gera einnig sitt besta en maður getur eiginlega ekki beðið eftir því að einhver, bara ein- hver, setji kúlu í hausinn á Joseph Gordon-Levitt. Þá er hin þokkafulla Rosario Dawson þarna í gersamlega tilgangslausu hlutverki sem er hrein og klár móðgun við þessa hörkupíu sem fór einmitt hamförum í Sin City eins og sjálfur Rourke. Elmore Leonard hefur skrifað ótrúlegan haug af reyfurum sem margir hverjir hafa orðið að prýði- legum bíómyndum en hér duga hvorki hann né Rourke til að bjarga Killshot frá því að renna út í tóma leiðindasteypu. En kannski var ekki við öðru að búast frá leikstjóranum John Madden sem á einmitt vafa- saman heiðurinn af Shakespeare in Love, einni leiðinlegustu kvikmynd síðari tíma. Hér býður hann þó í það minnst upp á Rourke í fínu formi sem er vissulega huggun harmi gegn en fyrir þá sem eru ekki einarðir stuðn- ingsmenn leikarans er þetta samt fullkomin tímasóun. Þórarinn Þórarinsson toppmaður í vondri mynd Húsnæði í boði vantar eignir á skrá í Kópavogi og Garðabæ. www.lmk.is Íbúð til leigu 4ra herbergja íbúð til leigu. svæði 109, Laus mjög fljótlega upplýsingar í síma 557-5515 Íbúð til leigu Til leigu er 3ja herbergja íbúð á Völlunum, í Hafnarfirði. Verð 110 þús, hiti, rafmagn og hússjóður innifalinn. Laus strax. Upplýsingar í síma 692-0717, 893-7043 Sumarhús Þjónustuauglýsingar Nýr kostur í DV eru þjónustuauglýsingar. ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR H ingdu í síma 515 5550 og byrjaðu strax í d g! smaar@dv.is Nýr kostur í DV eru þjónustuauglýsingar. ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Hringdu í síma 515 5550 og byrjaðu strax í dag! smaar@dv.is MYND FréDéric NauczYciel Killshot leikstjórn: John madden aðalhlutverk: mickey rourke, diane Lane, Thomas Jane og Joseph gordon-Levitt kvikmyndir Mickey rourke Er í toppformi í killshot en myndin er hins vegar drasl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.