Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2009, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2009, Qupperneq 3
Þriðjudagur 5. maí 2009 3Fréttir Mismunandi heimildir benda til þess að Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, hafi beitt sér gegn fyrirgreiðslu íslenskra banka til Baugs vegna kaupa á bresku verslanakeðj- unni Arcadia. Hann hafði í hótunum við bankastjóra Búnað- arbankans veturinn 2001 til 2002 vegna málsins, eins og Ól- afur Arnarson heldur fram í bók sinni Sofandi að feigðarósi. Bankastjórinn neitar afskiptum Davíðs og segist hafa verið á móti lánveitingum. Sólon R. Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Búnaðarbankans, vís- ar því á bug að Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi kúgað sig til þess að veita ekki Baugi lán til kaupa á bresku versl- anakeðjunni Arcadia veturinn 2001 til 2002. Ólafur Arnarson fjallar um mál- ið í nýrri bók sinni um bankahrun- ið, Sofandi að feigðarósi. Orðrétt segir Ólafur um viðskipti Sólons og Davíðs: „Hann (Davíð) hefði haft af því fregnir að Búnaðarbankinn hygð- ist koma að fjármögnun á kaupum Baugsfeðga á útlendum tuskubúð- um. Þetta litist sér ekki á og myndi ekki láta líðast á sinni vakt. Ráð- legt væri fyrir Búnaðarbankann að kippa að sér höndum í þessu máli; gætu viðbrögð bankans raun- ar haft áhrif á starfslengd banka- stjórnanna. Davíð minnti á að það hefði tekið skamma stund að losna við Sverri Hermannsson og félaga úr Landsbankanum á sínum tíma. Sólon sagði síðar í góðra vina hópi að hann hefði svo sem ekki þurft að fletta upp orðum forsætisráð- herra til að ráða í merkingu þeirra. Sagðist hann aldrei, hvorki fyrr né síðar á langri starfsævi í banka- kerfinu, hafa fengið viðlíka símtal og þetta.“ Sólon gerir athugasemdir við þetta í orðsendingu til DV, sem fjall- aði um málið í síðustu viku: „Vegna þessa vil ég aðeins segja að Davíð reyndi aldrei að hafa áhrif á mig vegna útlána bankans. Hinsvegar get ég sagt að ég var á móti því að bankinn lánaði til verkefnisins og var það ekki í fyrsta skipti sem ég var andvígur að lána til verkefna erlendis á vegum þessara aðila. Ef öll bók Ólafs er jafn sönn og þetta atriði þá er ekki mikil sagn- fræði í bókinni!“ „Ég stend fast við frásögn mína um afskipti Davíðs af Sólon. Ég hef þetta úr nokkr- um áttum og eftir að at- hugasemd Sólons birtist á vefnum ykkar hafa menn haft samband við mig og staðfest að frásögn mín er rétt,“ segir Ólafur í orðsendingu til DV. Lánsloforð en ekki lán Nánari athugun DV bendir til þess að Ólafur Arnarson fari efnislega með rétt mál í bók sinni. Sam- kvæmt heimildarmönnum, sem til þekkja, birtist Davíð í eigin per- sónu á skrifstofu Sólons í bankan- um og hafði í hótunum við hann. Baugur hafði veturinn 2001 og 2002 fjármagnað kaup á Arcadia að mestu leyti, einkum hjá Royal Bank of Scotland. Heimildarmenn DV segja að Arcadia hafi verið of- skattað og átt góðar vonir um að fá stórar upphæðir endurgreidd- ar frá skattayfirvöldum ytra. Hins vegar hafi Royal Bank of Scotland líklega þótt erfitt að taka áhættu gegn breskum skattayfirvöldum. Af þeim sökum hafi Baugur leitað til íslensku bankanna um lánslof- orð ef málið félli Arcadia í óhag. Eftir því sem næst verður komist var um að ræða 50 milljóna punda lánsloforð samtals eða sem svar- ar 9,5 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Fyrir átta árum þóttu þetta miklir peningar á íslenskan mælikvarða og var því reynt að fá loforð um lán hjá þrem- ur bönkum, Íslandsbanka, Lands- banka og Búnaðarbanka. Þar af var ætlunin að leita eftir 15 millj- óna punda lánsloforði hjá Búnað- arbankanum, afganginn átti að fá í hinum bönkunum tveimur. Báðir rætt þetta áður Á þessum tíma var Halldór J. Kristj- ánsson bankastjóri Landsbankans og Kjartan Gunnarsson formaður bankaráðsins. Formaður banka- ráðs Íslandsbanka var á þessum tíma Kristján Ragnarsson, for- maður LÍÚ um langt skeið, og Valur Valsson banka- stjóri. Valur og Kristján eru flokks- bræður Davíðs og Kjartan auk þess framkvæmdastjóri Sjálfstæð- isflokksins á þessum tíma. Aug- ljóslega var því vandalítið fyrir Davíð að fá vilja sínum framgengt í Landsbankanum og Íslandsbanka. Hann kaus að beita óvenjulegri að- ferð við Búnðarbankann, sem enn var í eigu ríkisins, og birtist inni á skrifstofu Sólons. „Við mig hafa líka talað menn sem fullyrða að Davíð hafi greint þeim frá þessum samskiptum við Sólon og að frá- sögninni beri saman við frásögn mína. Þannig að ég stend fastur á þessu þó að Sólon kjósi núna ein- hverra hluta vegna að reyna að hlaupa frá þessu, sem hann hefur sjálfur sagt við mann og annan,“ segir Ólafur. Sem kunnugt er fóru kaup Baugs á Arcadia út um þúfur þegar efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra lét gera húsleit hjá Baugi í lok ágúst 2002, nánast sama dag og Baugsmenn voru að ganga frá kaupum á Arcadia í samstarfi við skoska viðskiptajöfurinn Philip Green í London. Skrúfaði Sjálfur fyrir lán til BaugS JÓhAnn hAukssOn blaðamaður skrifar: johannh@dv.is „Ég hef þetta úr nokkrum áttum og eftir að athugasemd Sólons birtist á vefn- um ykkar hafa menn haft samband við mig og staðfest að frásögn mín er rétt.“ Forsætis- ráðherrann fyrrverandi davíð Oddsson mætti á skrifstofu Sólons og lét hann vita að auðvelt væri að segja upp bankastjór- um ríkisbank- anna. höfundurinn Ólafur arnarson segir að Sólon Sigurðsson bankastjóri sé á hlaupum frá máli sem hann hafi sjálfur rætt við aðra. fyrSti gjalDÞrOta útráSarVÍkingurinn aði upp á slíkar sjálfskuldarábyrgðir er nokkuð meiri en talið hefur verið út frá umfjöllun fjölmiðla því það var ekki svo að þeir baktryggðu sig alltaf með því að láta ábyrgð á útistandandi skuldum falla á eignarhaldsfélög en ekki sig persónulega. Þessi tilhneiging þeirra til að skrifa undir sjálfskuldar- ábyrgðir mun hafa aukist til muna þeg- ar bankahrunið var handan við hornið og aðgangur að lánsfé varð enn erfið- ari en áður og ljóst var hvert stefndi. Þá örvæntu menn og skrifuðu upp á slík- ar ábyrgðir persónulega. Samkvæmt heimildum DV skrifuðu sex eða sjö þekktustu íslensku auð- mennirnir allir upp á slíkar ábyrgðir upp á hundruð milljóna ef ekki millj- arða sem falla muni á þá á næstunni. „Þessir helstu útrásarvíkingar okk- ar hafa allir verið með sjálfskuldar- ábyrgðir úti um allan bæ. Þeir enda allir persónulega í þroti. Það verður gengið svona á alla þessa gæja,“ segir heimildarmaður DV sem vill ekki láta nafns síns getið. Heimildarmaðurinn segir að það hversu harka- lega verði gengið að auð- mönnunum velti eingöngu á fjármálafyr- irtækjunum og hversu hart þau sækja kröfurn- ar. SamSOn-hópurinn mjög laSkaður Björgólfur guðmundsson og magnús Þorsteinsson voru tveir af stofnendum eignarhaldsfélagsins Samson sem stofnað var árið 2002 til þess að kaupa rúmlega 48 prósenta kjölfestuhlut í Landsbanka íslands í lok ársins. Þriðji maðurinn í hópnum var Björgólfur Thor Björgólfsson. Þremenningarnir komu sem stormsveipur inn í íslenskt viðskiptalíf árið 2002 og notuðu meðal annars þær 400 milljónir dollara sem þeir höfðu fengið þegar þeir seldu Heineken Bravo-bjórverksmiðjuna í rússlandi fyrr á því ári. Kjölfestuhluturinn í Landsbankanum var í þeirra eigu þar til Landsbankinn var yfirtekinn af íslenska ríkinu í október síðastliðnum. Nú blæs ekki byrlega fyrir magnúsi, sem er fyrsti íslenski auðmaðurinn sem úrskurðaður er gjaldþrota í kjölfar efnahagshrunsins auk þess sem líklegt verður að teljast að Björgólfur fari sömu leið að öllu óbreyttu. Meðan allt lék í lyndi Björgólfur guðmundsson og magnús Þorsteinsson sjást hér á meðan allt lék í lyndi í landinu og útrásarvíkingarnir þrjátíu voru lofsungnir sem óskabörn þjóðarinnar. Fréttir gærdagsins benda hins vegar til þess að bæði magnús og Björgólfur muni eiga í erfiðleikum með að standa í skilum með milljarðaskuldir sem þeir eru persónulega ábyrgir fyrir. Björgólfur Thor Björgólfsson Var stærsti einstaki hluthafinn í fjárfestingabankanum Straumi-Burðarási þegar hann var yfirtekinn af ríkinu í byrjun mars. Bankinn sem áður var í eigu hans hefur nú keyrt fyrrverandi viðskiptafélaga Björgólfs, magnús Þorsteins- son, í þrot vegna vanefnda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.