Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2009, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2009, Side 4
Þriðjudagur 5. maí 20094 Fréttir Nethyl 2, sími 587-0600, www.tomstundahusid.is Fjarstýrðir rafmagns- og bensínbílar í úrvali Þeir sem luma á hönnunarvöru sem þeir vilja koma í verð geta á næstunni selt hana í umboðssölu hjá Epal. Kjartan Páll Eyjólfsson segir verslunina sækja fyrirmyndina til hinna Norðurlandanna þar sem fólk getur losað sig við gamla hönnunarvöru, hvort sem er vegna peningaskorts eða vegna þess að það vill breyta til og kaupa annað. BETRI FJÁRFESTING EN HLUTABRÉF „En ástandið í þjóðfé-laginu býður upp á að þetta veki meiri áhuga en áður.“ „Þessi hugmynd hefur lengi verið að gerjast. Fólk hefur komið og spurt okkur um eldri hönnunarvöru, bæði til að kaupa og selja. Eftirspurnin er því greinilega til staðar,“ segir Kjart- an Páll Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Epal. Á næstu dögum hefst í versl- uninni umboðssala með hönnunar- vörur. Umboðssalan er ekki bundin við vörur sem voru upphaflega seld- ar í Epal. „Skilyrðið er bara að þetta sé hönnunarvara og að hún standist okkar kröfur. Þarna verður bæði hús- búnaður og nytjavörur,“ segir hann. Yfirfarið af fagfólki Kjartan segir suma sem hafa leitað til verslunarinnar hafa hug á að losa sig við húsbúnað því fólk vantar pening í því erfiða árferði sem nú ríkir. „Aðra langar hreinlega bara að breyta til, vilja fá eitthvað fyrir hlutinn sem þeir eiga og kaupa sér annan. En ástand- ið í þjóðfélaginu býður upp á að þetta veki meiri áhuga en áður,“ seg- ir hann. Þeir sem eiga Eggið eftir Arne Jacobsen en vilja losa sig við stólinn geta því leitað til Epal á næstunni, en Eggið hefur verið eitt af flaggskipum verslunarinnar. Notuðu hönnunarvörurnar fá sér rými í Epal en einnig verða vörurnar til sýnis á vefsíðu verslunarinnar. Epal sækir fyrirmynd að umboðs- sölunni til hinna Norðurlandanna og nefnir Kjartan sem dæmi að í Dan- mörku sé fjöldi búða sem sérhæfir sig í umboðssölu með klassískri hönn- unarvöru. Kosturinn við að kaupa notaða hönnunarvöru í umboðssölu er að starfsmenn Epal yfirfara hlut- inn vandlega og því öruggara að fara þessa leið við kaup en þegar enginn fagmaður kemur að ferlinu. „Gamalt verður nýtt – aftur“ Kjartan segir að fljótlegt verði að verðmeta þá hluti sem seldir hafa verið í Epal en annars hafi starfs- menn góð sambönd erlendis og leiti sérfræðiálits ef varan hefur ekki verið í sölu hér. Slagorð umboðssölunnar verður „Gamalt verður nýtt – aftur“. Kjartan bendir á tvöfalda merkingu orðsins nýtt í þessu sambandi þar sem það á bæði við að hluturinn er endurnýttur, sem og að notaður hlutur verður nýr hjá nýjum eiganda. Rennt blint í sjóinn „Það hefur sýnt sig að góð hönnun er góð fjárfesting. Hönnunarvara hef- ur haldið verðgildi sínu mun betur en hlutabréfin,“ segir Kjartan. Hann bendir á að eldri hönnunarvara get- ur í sumum tilvikum verið dýrmætari en samskonar hlutur, splunkudýr. Sú getur til dæmis verið raunin þegar um fyrstu framleiðsluhlutina er að ræða, sem jafnvel eru númeraðir, og hafa þannig mikið söfnunargildi. Þó að fólk hafi spurst fyrir um þann möguleika að Epal taki vörur fyrir sig í umboðssölu segir Kjartan að það verði að koma í ljós hvernig framhald- ið verður. „Við rennum auðvitað blint í sjónn en þetta gengur vonandi vel.“ ERla HlYnsdóttiR blaðamaður skrifar: erla@dv.is Borga reikningana Þeir sem vilja koma hönnunarvör- um á heimilinu í verð til að eiga fyrir reikningunum geta nýtt sér þessa nýjung. notað verður nýtt Kjartan Páll Eyjólfs- son segir það ekki skilyrði að hönnunar- varan hafi upphaflega verið seld í Epal til að hún sé tekin í umboðssölu. MYndiR KRistinn MaGnússon Góð fjárfesting Þessi Sjöa eftir arne jacobsen gæti eignast nýtt heimili á næstunni. Harmsaga fjölskyldu stúlkunnar sem lamaðist á Álandseyjum: misstu allt í bruna Ester Eva Glad, tvítug, íslensk stúlka, lenti í mjög alvarlegu bílslysi í Jomala Möckelby á Álandseyjum að kvöldi skírdags. Ester var ein átta farþega í fólksbíl sem fór út af vegi eftir að ölvaður ökumaðurinn missti stjórn á honum með þeim afleiðingum að hann valt. Ester liggur lömuð á háskóla- sjúkrahúsinu í Åbo í Finnlandi. Est- er hrakaði fyrir stuttu þegar hún fékk alvarlega lungnasýkingu en er búin að jafna sig á henni. Ástand hennar er samt sem áður tvísýnt. Faðir Esterar, Sam Glad, er ís- lenskur en móðir hennar, Ruth Glad, er breskur ríkisborgari. Sam segir í viðtali við fréttasíðuna nyan.ax að fjölskyldan hafi ekki átt sjö dagana sæla síðustu árin. Sonur þeirra Jóhannes slasaðist alvarlega í bifhjólaslysi fyrir tveimur árum. Hann fótbrotnaði og varð fyr- ir lungnaskaða og hefur enn ekki náð fullum bata. Sam fékk hjartaáfall í september í fyrra og hefur einnig glímt við slæm bakmeiðsli í mörg ár. Í nóvember var keyrt yfir hund dóttur þeirrar Elísabetar og lifði hann ekki af. Þá dundu enn frekari hremmingar yfir fjölskylduna því í febrúar á þessu ári brann heimili hennar í Jomala. Fjórir hundar þeirra létust í brunanum. Hjónin Sam og Ruth voru ekki heima þegar bruninn átti sér stað. Fjölskyldan var ekki tryggð fyrir brunanum þannig að þau fengu bara innbúið bætt en ekki sjálft húsið. Fjölskyldan er harmi slegin yfir bílslysinu sem Ester lenti í og reynir að halda í vonina. „Ég hef unnið mikið með hjálp- arsamtökum í Afríku og fyrrum Sov- étríkjunum. Ég hef séð mikið í því starfi og hefur riffli meira að segja verið beint að mér. En ekkert er eins hræðilegt og að sjá sína eigin dóttur liggja á sjúkrahúsi án þess að geta gert neitt,“ segir Sam. liljakatrin@dv.is Heldur í vonina Sam og fjölskylda vaka yfir Ester Evu sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Finnlandi. Gylfi endurnýjar ekki samninga Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra veit ekkert um framtíð sína í ráðuneytinu og kýs því að skuldbinda ekki hugsanlegan eftirmann með mannaráðning- um. Þorfinnur Ómarsson, blaða- fulltrúi viðskiptaráðherra, er hættur störfum. Sama á við um Helgu Valfells, sem verið hefur aðstoðarmaður viðskiptaráð- herra. Þorfinnur segir að vegna óvissu um ráðherraval hafi hann ekki verið ráðinn lengur en út aprílmánuð. „Ég hætti störfum í góðri sátt við ráðherrann og samkomulagið var fínt. Þetta eru einfaldlega aðstæðurnar sem uppi eru vegna óvissunnar.“ Vel klædd í kreppunni „Við skulum áfram bera okkur vel. Klæða okkur fallega eftir bestu getu og halda áfram að versla ef við höfum efni á því. Það verður okkur bara til framdráttar og hjálpar til við að ná okkur upp úr lægðinni og skapa nýtt og öfl- ugt Ísland,“ skrifar Sigríður Arn- ardóttir, betur þekkt sem Sirrý, á bloggsíðu sína. Sirrý segir suma líta svo á að í kreppunni á Íslandi megi enginn skarta nýjum flík- um, ekki heldur þegar útsölur eru í gangi. Sirrý telur aftur á móti fín föt auka sjálfstraust fólks. Stýrivextir verði 14 prósent Greining Íslandsbanka spá- ir því að stýrivextir Seðlabank- ans lækki niður í 14 prósent, úr 15,5 prósentum. Peningastefnu- nefnd Seðlabankans tilkynnir á fimmtudag um vaxtaákvörð- un sína. Stýrivextir hafa lækkað jafnt og þétt að undanförnu en þeir voru 18 prósent í mars. Er það mat Greiningar Íslands- banka að minnkandi verðbólga verði lögð til grundvallar en hún er nú 11,9 prósent en var 15,2 prósent í mars. Þá eru verð- bólguvæntingar litlar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.