Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2009, Side 10
Sá tími sem líður frá því gjalddagi á
afborgun á láni fellur, þar til eign hef-
ur verið boðin upp, getur verið lengri
en eitt ár. Allir sem sjá fram á nauð-
ungarsölu húsnæðis geta fengið söl-
unni frestað út október á þessu ári en
þetta var inntak laga sem ríkisstjórn-
in setti nú í vor.
Síðustu daga hefur umræða um
greiðsluverkfall mjög færst í aukana.
Hagsmunsamtök heimilanna hafa
sagt í fjölmiðlum að þeim fjölgi ört
sem eru á barmi þess að kikna und-
an síhækkandi greiðslubyrði.
Langt ferli
Nærri lætur að Íbúðalánasjóður hafi
um 80 prósenta markaðshlutdeild.
Því má gera ráð fyrir að stór hluti
þeirra sem eiga í greiðsluvandræð-
um séu með lán hjá Íbúðalánasjóði.
Á heimasíðu sjóðsins sést að ferl-
ið, sem fer í gang þegar fólk getur ekki
greitt greiðsluseðla, er býsna langt.
Eftir mánuð frá gjalddaga sendir
sjóðurinn ítrekun vegna greiðsluseð-
ilsins.
Eftir fjóra og hálfan mánuð
frá elsta ógreidda gjalddaga læt-
ur Íbúðalánasjóður birta skuldara
greiðsluáskorun. Eftir einn mánuð
til viðbótar sendir sjóðurinn sýslu-
manni nauðungarsölubeiðni en þá
eru fimm til fimm og hálfur mánuð-
ur liðinn frá því elsti gjalddagi hefur
fallið.
Eftir tvo til þrjá mánuði til viðbót-
ar fer fram fyrirtaka hjá sýslumanni
og uppboð er auglýst í dagblöðun-
um.
Engin nauðungarsala í sumar
Hafa ber í huga að lög sem ríkis-
stjórnin sett í lok mars kveða á um að
öllum nauðungarsölum einstaklinga
megi fresta til 31. október. Það gerist
ekki sjálfkrafa heldur þarf viðkom-
andi að sækja um frestunina. Á með-
an það tímabil varir safnar lánið ekki
dráttarvöxtum heldur einungis þeim
vöxtum sem samið var um þegar lán-
ið var tekið.
Eftir einn og hálfan mánuð frá fyr-
irtöku hefst uppboðið á eigninni en
innan fjögurra vikna frá byrjun upp-
boðsins fer fram svokallað framhald
á uppboði. Það er lokaskrefið í ferl-
inu.
Þetta ferli Íbúðalánasjóðs við inn-
heimtu getur því tekið allt að einu ári.
Hjá þeim sem hafa ákveðið að hætta
að borga, eða hafa ekki getað staðið
í skilum á þessu ári, tekur þetta ferli
enn lengri tíma, vegna þeirra laga
sem ríkisstjórnin setti í lok mars.
Getur leigt húsnæðið
Samkvæmt breytingu á lögum um
gjaldþrotaskipti, sem dómsmála-
ráðherra setti fyrir um mánuði síð-
an, getur skiptastjóri, með sam-
þykki veðhafa, heimilað skuldara að
búa áfram í húsnæði í eigu búsins í
allt að tólf mánuði. Fyrir þau afnot
skal hann greiða eins konar leigu,
sem nemur að minnsta kosti þeim
kostnaði sem er af eigninni, en það
sem umfram er gengur til greiðslu
krafna sem tryggðar eru með veði
í eigninni. Þetta gildir til 1. mars
2010.
Þriðjudagur 5. maí 2009xx Neytendur
Leigjendasam-
tökin Lifna við
Fyrirspurnir til Neytendasamtak-
anna um leigjendur hafa aukist
mikið undanfarið, að því er kem-
ur fram á heimasíðu samtak-
anna. „Því er sérstakt ánægjuefni
að Leigjendasamtökin hafa verið
endurvakin eftir að hafa legið
niðri í nokkur ár,“ segir þar. Þar
kemur einnig fram að ráðgjöf er í
boði eftir hádegið á mánudögum,
þriðjudögum og föstudögum en
nánari upplýsingar um hvert leita
skal má finna á ns.is, undir liðn-
um „molar“. „Neytendasamtökin
hvetja áhugasama til að aðstoða
við uppbyggingu Leigjendasam-
takanna og skrá sig í samtökin, en
félagsaðild er ókeypis um sinn,“
segir enn fremur á heimasíðunni.
dýrt að gLeyma
skoðun
Það getur verið dýrt að gleyma
sér. Bifreiðaeigendur eru því
minntir á að gleymist að fara með
bílinn í skoðun, getur sá hinn
sami fengið allt að fimmtán þús-
und króna sekt, sem hann þarf
að greiða næst þegar hann fer í
skoðun. Ef viðkomandi getur ekki
greitt sektina við skoðun, hækk-
ar sektin um allt að 100 prósent.
Á móti kemur að 50 prósenta
afsláttur er veittur af sektinni,
greiðist hún innan ákveðins tíma.
Rétt er einnig að minna öku-
menn, sem aka enn um á negld-
um dekkjum, á að tuttugu þús-
und króna sekt er við því að aka
um á nagladekkjum á sumrin.
Fimm þúsund á hvert dekk.
n Lastið fær Fjarðarkaup
fyrir hátt verð á Saga pro
heilsubótarefni.
Viðskiptavinur keypti
40 töflur á rúmar 2.300
krónur í Fjarðarkaup-
um. Þegar töflurnar
kláruðust fór viðskiptavinurinn í
Lyfjaver á Suðurlandsbraut þar
sem sama vara fæst á 1.600
krónur. Hann mun framvegis
versla
þar.
n Lofið fær verslunin Brynja við
Laugaveg. Ánægður viðskiptavinur
hafði samband við DV og sagði að
þar væri þjónustan frábær, sama
hversu lítið er keypt. Viðmótið
sé ævinlega til fyrirmyndar og
þeir sem afgreiða eru
hjálpsemin uppmáluð.
SENdið LOF Eða LaST Á NEYTENdur@dV.iS
Dísilolía
algengt verð verð á lítra 153,8 kr. verð á lítra 159,6 kr.
skeifunni verð á lítra 152,3 kr. verð á lítra 158,1 kr.
algengt verð verð á lítra 153,8 kr. verð á lítra 159,6 kr.
bensín
kænunni verð á lítra 151,6 kr. verð á lítra 157,6 kr.
fjarðarkaupum verð á lítra 151,7 kr. verð á lítra 157,7 kr.
algengt verð verð á lítra 153,8 kr. verð á lítra 159,6 kr.
umSjóN: BaLdur guðmuNdSSON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is
el
d
sn
ey
t
i
Mikill verðmunur á árskortum í líkamsræktarstöðvar:
Ódýrt í nautiLus
Nautilus rekur sjö líkamsræktar-
stöðvar á Íslandi og hefur samtals
um 8 þúsund meðlimi. Árskort fyr-
ir þá sem hvorki eru námsmenn né
eldri en 60 ára kosta á bilinu 25.990
til 33.990 krónur og er Nautilus því
á meðal ódýrustu líkamsræktar-
stöðva landsins. Innifalið í árskort-
inu er aðgangur í sund.
DV sagði í síðustu viku frá því
að verðmunur í stærstu líkams-
ræktarstöðvum höfuðborgarsvæð-
isins væri um 40 prósent. Árskort-
in sem voru borin saman kostuðu
á bilinu 50 til 73 þúsund krónur;
reyndist ódýrast í Baðhúsinu en
dýrast í Hreyfingu.
Forsvarsmenn Nautilus bentu
DV góðfúslega á mikla útbreiðslu
keðjunnar, bæði hér á landi og
á Norðurlöndunum. Verðin eru
einnig með því sem best ger-
ist. Nærri lætur að þrjú árskort
megi kaupa í Nautilus fyrir eitt í
Hreyfingu. Líkamsræktarstöðv-
ar Nautilus er að finna við Sund-
laug Kópavogs, Suðurbæjarlaug í
Hafnarfirði, Salalaug í Kópavogi,
Íþróttamiðstöðina á Álftanesi,
Íþróttamiðstöðina í Vestmanna-
eyjum, Íþróttamiðstöðina í Vog-
um og við sundlaugina á Sel-
fossi.
baldur@dv.is
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Þrjú kort á verði
eins Verðmunur hjá
líkamsræktarstöðvum
er mjög mikill.
AÐGERÐiR ÍBúÐALáNASjóÐS - TÍMAMöRk
1. greiðsluseðill – mánaðar-, ársfjórðungs- eða árlega.
2. ítrekun – Eftir mánuð frá gjalddaga.
3. greiðsluáskorun – Eftir 4½ mánuð frá elsta ógreidda gjalddaga.
4. Nauðungarsölubeiðni – Eftir um mánuð frá greiðsluáskorun.
5. Fyrirtaka hjá sýslumanni – Eftir 2–3 mánuði frá móttöku nauðungarsölubeiðni.
6. Byrjun uppboðs – Eftir 1½ mánuð frá fyrirtöku.
7. Framhaldsuppboð – innan fjögurra vikna frá byrjun uppboðs.
Ef þú hættir
að borga Þetta ferli Íbúðalána-sjóðs við innheimtu getur því tekið allt að einu ári.
Innheimtuferli Íbúðalánasjóðs getur tekið meira en eitt ár. Að þeim tíma liðnum á ein-
staklingurinn kost á því að leigja húsið í eitt ár í viðbót. Síðustu daga hefur umræðan
um greiðsluverkfall komist í hámæli. Hér má sjá hvernig ferlið gengur fyrir sig, hjá
þeim sem hafa lán hjá Íbúðalánasjóði.
Hægt að sækja um frestun umræða
um greiðsluverkfall er nú fyrirferðarmikil
og margir sjá ekki fram á að geta staðið í
skilum. Engin nauðungaruppboð munu
fara fram fyrr en eftir 31. október.