Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2009, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2009, Qupperneq 14
Nú þegar vinstristjórnin hefur slegið skjaldborg utan um bankana til að vernda þá fyr-ir fólkinu sem þeir rændu er vert að rifja upp ástæðuna fyrir því að skipt var um ríkisstjórn. Í upphafi sagðist ríkisstjórnin slá skjaldborg um heimilin í landinu. Niðurstaðan er sú að Jóhanna Sigurðardóttir hótar landslýð að innheimtulögfræðingar muni nær- ast á fjárhagslegu blóði þeirra sem hætta að borga ofvaxin okurlánin. Innheimtulögfræðingarnir eru orðnir málaliðar í skjaldborg Jóhönnu, sem sagt var að ætti að vernda heimilin, en var í raun ætlað að tryggja að al- menningur héldi lágmarkslífsmarki svo blóðsugur bankanna gætu haldið áfram að sjúga og fitna. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra situr á rík- iskassanum, á meðan tilberar hans í bönkunum rukka og hóta fólkinu sem tók lán í góðri trú, en var svikið. Í kosningabaráttunni mátti helst greina þrenns konar rök fyrir því að fólk ætti að kjósa vinstri-flokkana. Í fyrsta lagi ESB. Í öðru lagi er Sjálfstæðisflokkurinn vond- ur. Í þriðja lagi þurfum við norræna ríkisstjórn sem starfar út frá jafnrétti, réttlæti og velferð. Allt annað var til- tölulega óljóst sprotatal. Fyrstu rökin eru notuð af báðum flokkum, VG og Samfylkingunni. Þá segjast þau hafa tekið við slæmu búi vegna afglapa Sjálfstæðisflokksins. Vel má vera að VG hafi ekki borið ábyrgð á klúðrinu, nema út frá árangurslausri stjórnar- andstöðu. En rök Samfylkingarinn- ar í þessa átt jafnast á við þegar Bart Simpson lýsir yfir sakleysi sínu með orðunum: „It was like that when I got here.“ Þetta var svona þegar ég kom hingað. Önnur rökin eru Evrópusam-bandið. Þegar fyrrverandi varaformaður Samfylk-ingarinnar var spurður á borgarafundi í Háskólabíói hvort ekki ætti að afnema verðtrygginguna, sem Michael Hudson hagfræðingur hefur lýst sem mestu gjöf sem lánardrottn- ar hafa nokkru sinni fengið, svaraði hann efnislega: ESB. Þetta reynd- ist verða svar Samfylkingarinnar við flestöllum spurningum. Í reynd hefði kosningabaráttan orðið jafngáfuleg ef allar spurningar til Samfylkingarinnar hefðu verið sú sama: Hvernig skamm- stafar maður Evrópusambandið? Báðir vinstriflokkarnir lögðu á það höfuðáherslu í kosn-ingabaráttunni að hér yrði við lýði vinstristjórn. Í grunn- inn eru það þau rök að lausnin við vandanum sé þau sjálf. Nú er að koma betur í ljós að helsta kosningamál VG og Samfylkingar var þeirra eigin völd, sem er jafnvel verra en sjálfhverf kosn- ingabarátta Ástþórs Magnússonar um að hann fengi að koma fram á RÚV. Ríkisstjórnin segir að ekkert liggi nú á, enda sé ríkis-stjórn í landinu. Þau þurfa ekkert að drífa sig, því til- ganginum er náð. Þeirra eigin völd. Og hvað varðar ESB? Skiptir svo sem ekki öllu. „Þetta er ríkisstjórn sem að ætlar að starfa út allt kjörtímabilið,“ sagði Jóhanna, þegar hún var innt eftir því hvers vegna svo langan tíma tæki að mynda ríkisstjórn. Um leið svaraði hún því að af Evrópusam- bandsaðild yrði varla á næstunni. Ef svo væri myndi ríkisstjórnin ekki sitja út kjörtímabilið, því það þarf að kjósa að nýju um aðildina. Af þremur helstu baráttumálum vinstriflokkanna stendur eitt eftir. Jú, Sjálfstæðisflokk- urinn var vondur. En lengi getur vont versnað. Búsáhaldabyltingin losaði okkur við óhæfan Sjálfstæð-isflokk sem leyfði þjóðfélag-inu að breytast í vogunarsjóð bankanna. Nú er staðan sú að vinstri- flokkarnir hafa tekið yfir vogunarsjóð- inn og stjórna nánast öllu sem hreyfist í íslensku viðskiptalífi. Fidel Castro losaði kúbversku þjóðina undan ofríki forsetans Batista. Lenín frelsaði sína þjóð í nafni jöfnuðar. Sagan er uppfull af dæmum um byltingar sem bægja burt misheppnuðum stjórnvöldum og færa öll völd í hendur þeirra sem líta á völd sem tilgang í sjálfu sér. Nú lítur út fyrir að búsáhalda-byltingin hafi étið börnin sín. Meira að segja skjald-borg heilagrar Jóhönnu er komin í lið með bönkunum. Þriðjudagur 5. maí 200914 Umræða BúsáhaldaByltingin étur Börnin sín svarthöfði spurningin „Nei, mér finnst það vera fremur óþjált og óspennandi nafn. Ég sting frekar upp á Maístjórnin,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræð- ingur við Háskóla íslands, en gárungarnir velta því nú fyrir sér hvað ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eigi að heita. Stungið hefur verið upp á nafninni gnitanes- stjórnin í því sambandi en minnihluta- stjórn flokkanna var mynduð á leynilegum fundum á heimili Lúðvíks Bergvinssonar, fyrrverandi þingmanns Samfylkingarinnar, að gnitanesi í Skerjafirði í lok janúar. Er gnitanEsstjórnin hEppilEgt nafn, Baldur? sandkorn n Nýir þingmenn virðast vera ágætlega að sér um ýmis atriði hagfræðinnar, allavega náðu nýliðarnir fimm sem þreyttu próf í helgar- blaði DV allir ágætisár- angri. Eng- inn þó jafn- góðum og skipstjórinn, Björn Valur Gíslason þingmaður VG úr Norðausturkjördæmi, sem fékk tíu í einkunn. Þótt flestir hafi tekið vel í að taka þátt í prófinu voru ekki allir tilbúnir til þess. Þannig sagðist Þráinn Bertels- son, þingmaður Borgarahreyf- ingarinnar, ekki geta tekið þátt þar sem hann væri að elda. Ró- bert Marshall, þingmaður Sam- fylkingarinnar, vildi ekki taka þátt í prófi DV. „Ég hef engan áhuga á að taka þátt í svoleiðis. Mér finnst þetta bara asnaleg blaða- mennska.“ n Innan Sjálfstæðisflokksins er leitað logandi ljósi að nýjum framkvæmdastjóra til framtíðar eftir að Andri Óttarsson hætti í kjölfar styrkjamáls- ins. Gréta Ingþórsdótt- ir er aðeins til bráða- birgða. Vef- ritið Pressan veltir því upp að Magnús Þór Gylfason, aðstoðarmaður borgarstjóra, sé óskakandíd- at einhverra. Þá beinast augu manna að Sigurði Kára Krist- jánssyni, sem féll út af þingi. Einhverjir hafa einnig nefnt Óla Björn Kárason varaþingmann en það er líklega frekar í gríni. n Hver svo sem verður ráðinn er víst að hann þarf að vera úr röðum stuðningsmanna Bjarna Benediktssonar. Hinn nýi for- maður mun leggja ofurkapp á að ná völdum inni í flokknum. Mörgum er minnisstætt þegar stuðningsfólk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns valtaði yfir formanninn í kosn- ingum til fulltrúaráðs, skömmu fyrir kosningar. Það mun vera einbeitt markmið formannsins og hans manna að slíkt gerist ekki aftur. n Ef marka má Orðið á götunni eru utanþingsráðherrarnir, Gylfi Magnússon og Ragna Árnadótt- ir, á för- um vegna ásóknar stjórnarliða í ráðherra- stóla. Hermt er á vefnum að Gylfi Magnússon viðskipta- ráðherra undirbúi brottför. Að- stoðarmaður hans, Helga Val- fells, er hætt störfum. Einnig er Þorfinnur Ómarsson, blaðafull- trúi ráðuneytisins, hættur. Hann fær ekki endurnýjun ráðningar- samnings þar sem Gylfi taldi sig ekki geta skuldbundið ráðuneyt- ið í óvissunni. LyngHáLS 5, 110 reykjaVík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: Hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur Helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dV.iS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dV. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Ef dómurinn verður eitthvert grín þá förum við í einkamál.“ n Hrönn Óskarsdóttir, systir stúlkunnar sem varð fyrir hrottafenginni árás í Heiðmörk í síðustu viku. - Fréttablaðið „Það er verið að hamast í þessu alveg á fullu. Eigum við ekki að segja að hann sé byrjaður að fæðast og svo verðum við að sjá hvernig fæðingin gengur.“ n Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, aðspurður hvort nýr stjórnarsáttmáli líti brátt dagsins ljós. - DV.is „Númer eitt að við förum úr landi. Númer tvö að það verði kraftaverk eða númer þrjú – og það er það sem enginn vill tala um – að þessi fjölskylda liðist í sundur.“ n Svanberg Hjelm atvinnubílstjóri um þá möguleika sem hann stendur frammi fyrir en hann er að kikna undan skuldum eins og svo margir. - mbl.is „Þetta er það sem kemur mér áfram. Ég set mér markmið og reyni að lifa eins góðu lífi og ég mögu- lega get.“ n Greg Gadson, hermaður sem missti báða fætur í sprengjuárás í Írak árið 2007. Hann hefur nú öðlast nýtt líf með aðstoð íslenska stoðtækjafyrirtækisins Össurar. - DV.is Kerfisfól Leiðari Í umræðunni undanfarið hefur örlað á því að fjölmiðlafólk sé gert að söku-dólgum vegna hrunsins. Í þættinum Krossgötum í Ríkisútvarpinu kom þetta sjónarmið fram hjá Páli Skúlasyni, fyrrver- andi rektor Háskóla Íslands, og Vigdísi Finn- bogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Það er í sjálfu sér alveg rétt að fjölmiðlar brugð- ust að einhverju marki með því að sjá ekki fyrir það sem raunar var allflestum hulið. Og það er rétt að ákveðnir fjölmiðlar héldu úti heilu deildunum sem héldu hátt á lofti merki viðskiptamanna og upphófu þá sem ákafast blésu í bóluna. Tímarit var í þessum sama anda. Árlega voru þeir útnefndir menn ársins sem mest höfðu umleikis. En það er mikil einföldun að ætla að kenna fjölmiðla- flórunni um allt hrunið. Það verður ekki fyrr en seinna að menn munu sjá aðdragandann og hrunið í réttu ljósi. Enginn hefur enn get- að svarað því hvaða afleiðingar yfirtakan á Glitni hafði. Varð sá atburður til þeirra rað- áhrifa að hinir bankarnir tveir hrundu? Var hægt að sjá fyrir að svona færi? Af hverju vöruðu stjórnmálamennirnir ekki við? Hvað með hagfræðingana sem nú stíga fram hver af öðrum og telja sig alvísa um fortíð, nútíð og framtíð? Þegar öllu er á botninn hvolft eiga fjölmiðlar að endurspegla atburði og skoðanir. Og það gerðu einhverjir þeirra fyrir hrunið. En vandinn var kannski helstur sá að fjölmiðlum var gjarnan uppálagt að stíga varlega til jarðar því um- fjöllun gæti kom- ið af stað banka- hruni eða valdið öðrum efna- hags- legum hamförum. Stjórnvöld, sem höfðu gleggsta yfirsýn í aðdragandanum að svarta október, ýmist sögðu ósatt eða héldu upplýsingum frá fjölmiðlum. Dómsdagsspár frá útlönd- um voru sagðar tilkomnar vegna illvilja. Og svona er þetta ennþá á Íslandi. Fólkið í kerf- inu vill ekki að hið sanna komi upp á yfir- borðið. Fólin í kerfinu neita fjölmiðlum um upplýsingar eða fela sannleikann, jafnvel af minnsta tilefni. Og það er traðkað á upp- lýsingalögunum sem áttu að auka gagnsæi. Það er í þessu umhverfi sem íslenskir blaðamenn starfa. Það hlýtur að vera verkefnið að brjóta múra þöggunar og opna fyrir upplýs- ingar sem almenn- ingur á skýlausan rétt á í flestum tilvikum. rEynir traustason ritstjóri skrifar. Fólkið í kerfinu vill ekki að hið sanna komi upp á yfirborðið. bókstafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.