Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2009, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2009, Síða 15
Þriðjudagur 5. maí 2009 15Umræða Nafn? „Kristín jóhanna Clausen, nemi og fyrirliði Stjörnunnar í handbolta.“ Hvað drífur þig áfram? „Hand- boltinn, fjölskyldan, kærastinn og vinirnir.“ Hvar ólst þú upp? „í garðabæ.“ Hver er besti matur sem þú færð? „Það jólasteikin hennar mömmu. Hún klikkar ekki.“ Uppáhaldskvikmynd? „Ætli það sé ekki remember the Titans með denzel Washington. Hún er flott.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frítíma þínum? „mér finnst voða gott að slappa af heima fyrir framan sjónvarpið.“ Hvað hefur þú æft handbolta lengi? „Ég byrjaði að spila 11 ára þannig að það eru 15 ár síðan.“ Nú er unnusti þinn þjálfari Fram. Er hann ekkert tapsár? „jú, hann er tapsár en hann er fljótur að jafna sig. Ég er miklu tapsárari en hann. Það kom ekki til greina að tapa fyrir honum.“ Ertu með sérstaka rútínu fyrir leiki? „Ég reyni að hvíla mig og ná góðum tíma, annars hef ég hent öllum hefðum og hjátrú. Svoleiðis skiptir mig ekki lengur máli.“ Hver var lykillinn að sannfær- andi sigri? „Ég myndi segja vörn og markvarsla.“ Hvað hafið þið unnið marga titla á síðustu þremur árum? „Við vorum einmitt að reikna þetta út. Titlarnir eru 10 á síðustu þremur árum af 16 mögulegum. Þetta er frábært og búið að vera ótrúlegt. Það eru ekkert nema sigurvegarar í þessu liði sem kunna ekkert annað en að vinna.“ Verður Stjarnan með sterkt lið á næsta ári? „já, liðið verður jafn sterkt ef ekki sterkara. Við mætum sterkar til leiks til að halda áfram að berjast um titla.“ Hvað finnst þér um gang yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðna? „Það er klárlega ekki í lagi að viðræðurnar taka of langan tíma. En ég er þokkalega sáttur.“ ElíS PétUr ElíSSoN 28 ára VÉlfrÆðingur „mér finnst þær ekkert ganga. Ég er ekki sátt.“ Diljá tara HElgaDóttir 20 ára HluTaSTarfSmaður á piTSuSTað „mér finnst þetta ekki ganga neitt og ég er ósátt.“ KriStíN gíSlaDóttir 35 ára SÉrKEnnSluSTjóri í fÆðingarorlofi „mér finnst þær taka svolítið langan tíma. Þau eiga að klára þetta og fara að vinna vinnuna sína.“ traUSti iNgólFSSoN 61 árS VÉlSTjóri Dómstóll götunnar KriStíN jóHaNNa ClaUSEN, fyrirliði Stjörnunnar í handbolta, fagnaði íslandsmeistaratitli þriðja árið í röð. liðsmenn Stjörnunnar hafa unnið 10 titla af 16 mögulegum síðastliðin þrjú ár. Kristín sigraði jafnframt kærasta sinn Einar jónsson, en hann er þjálfari kvennaliðs fram. Eintómir sigur- vEgarar í liðinu „mér líst ekkert á þær. mér finnst þær ganga hægt.“ ENgilbErt olgEirSSoN 42 ára framKVÆmdaSTjóri maður Dagsins Spekingar spá nú öðru hruni. Eins og eitt sé ekki nóg. Fyrir leikmann er gaman að safna spekinni saman, rýna í hlutina og gerast jafnvel svo djarfur að leggja eitthvað til. Bankahrunið, eins og nafn- ið ber með sér, var hrun fjármála- geirans, blöðrunnar sem blásin var svo duglega af þeim sem við gatið stóðu og aflögufærir um loft. Þegar belgurinn loks sprakk var hann orð- inn tólf sinnum stærri en hinn op- inberi vasapungur. Fljótfærnisleg- asta ákvörðunin í kjölfar þessarar sprengingar virðist vera yfirtaka bankanna. Hún átti að miða að dag- legri starfsemi og tryggingu innlána en ekki ábyrgð útlána né áhættu- þátta. Þó stutt sé liðið frá bankahruninu hefur töluvert vatn runnið til sjávar. Neyðaraðstoð heimilanna hrekkur skammt, atvinnuleysi vex og markaðir við frostmark. Öll þessi at- riði vega mjög að öryggi almennings, afkomu og framtaki. Skelfilegast er þó að hafa ekki þak yfir höfuðið en sú staða vofir yfir mörg- um. Verði annað hrun er það hrun heimilanna. En hvernig stend- ur á því að afborg- anir lána séu enn miðaðar við væntingar sem brustu? Af hverju taka lánar- drottnar mið af fyrri firringu og rugli en ekki borðleggjandi raunveru- leika? Af hverju er miðað við þykjustu en ekki alvöru? Það hlýtur að vera grunnskylda komandi ríkisstjórnar, hver sem hún verður, að draga lánardrottna sem og skuldara nær núll- inu. Afskriftir eða formbreyting- ar lána er skref sem lán- ardrottn- ar verða að taka svo heimilunum verði bjargað. Missi fólk hvat- ann til borgunar er það ekki af illum hug heldur afleiðing þess að of hart sé að því gengið. Lánardrottn- ar láta eins og eignarýrnun íbúðaeigenda komi sér ekki við en þessu má eins snúa við og segja að skilmálar lán- ardrottna séu út úr öllu korti og komi íbúðaeigendum ekkert við. Samkomulagið er að mætast á miðri leið. Önnur skriða er í farvatninu og líkast ekki umflúin. En í stað þess að hún falli á heimilin er sá kostur í boði að beina henni annað. Hvert? Jú, látum hana falla inn í sjálfa sig og lofttæmum belginn alveg. Hættum að eltast við eitthvað sem er ekki til, var aldrei til og verður aldrei til og byggjum nýtt samfélag á núllstill- ingu í samræmi við veruleikann. Núllstilling samfélagsins kjallari svona er íslanD 1 Maitsland elskar guðlaug Þór fíkniefnasmyglarinn davíð Ben maitsland segir á facebook-síðu guðlaugs að fjölskyldan elski hann öll. 2 Hágrét þegar Hatton var rotaður – myndir unnusta hnefaleikakappans rickys Hatton hágrét uppi í stúku þegar manny pacquiao rotaði hann. 3 Nartar til að grennast drew Barrymore segist halda sér í formi með því að borða allt sem hana langi í, bara í litlum skömmtum. 4 Stal gulli fyrir einn og hálfan milljarð fimmtug starfskona í skartgripaversl- un í new York hefur verið ákærð fyrir að stela gulli yfir sex ára tímabil. 5 rihanna byrjuð með æskuástinni Söngkonan rihanna er byrjuð að hitta æskuástina eftir að hafa sagt skilið við ofbeldismanninn Chris Brown. 6 Útrásarvíkingur gerður gjaldþrota Bú magnúsar Þorsteinssonar verður tekið til gjaldþrotaskipta. Hann skuldar Straumi-Burðarási um 930 milljónir. 7 Sáttmáli í fæðingu og Stein- grímur fær sér pylsu Steingrímur j. Sigfússon ætlaði að koma við á Bæjarins bestu áður en hann færi á þingflokksfund. mest lesið á dV.is lÝÐUr árNaSoN heilbrigðisstarfsmaður skrifar „Hættum að eltast við eitthvað sem er ekki til, var aldrei til og verður aldrei til og byggjum nýtt samfélag“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.