Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2009, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2009, Síða 21
Miðvikudagur 6. Maí 2009 21Fókus á miðvikudegi Hvað Heitir lagið? „Og síðasti þekkti þraukarinn eltist við bráð sína í nóttinni og fengur hans hlýtur alltaf að vera auga tígursins.“ Spila á europavox Hjaltalín og Sin Fang Bous munu bæði spila á frönsku tónlistarhátíð- inni Europavox í lok maí. Hátíðin stendur yfir í fimm daga, frá 27. til 31. maí, í bænum Clermont Ferr- and. Tónlistarmenn alls staðar að í Evrópu koma fram á Europavox en markmið hátíðarhaldara er að sýna þann fjölbreytileika sem til staðar er í evrópskri tónlist. Hjaltalín spilar á föstudeginum en Sin Fang Bous, sem skipuð er Sindra Má Sigfússyni (kenndum við Sebear), kemur fram á laugardeginum. Á meðal annarra sem spila á hátíðinni eru Bloc Party frá Bretlandi, hin franska Vitalic og I’m From Barcelona sem er frá Sví- þjóð, þótt nafn sveitarinnar gæti gef- ið annað til kynna. rafloSt Hafið í reykjavík Listahátíðin Raflost hófst í Reykjavík í gær og stendur fram á laugardag. Á hátíðinni, sem er nú haldin í þriðja sinn, kennir ým- issa grasa en þar má sjá og heyra dans, myndlist, kvikmyndalist og tónlist. Atburðir hátíðarinnar eiga það þó sameiginlegt að nýta rafmagn, tölvur og aðrar tækni- nýjungar á skapandi hátt. Á há- tíðinni koma fram listamenn frá ýmsum löndum og má því sjá hin ýmsu viðfangsefni sem borið hef- ur á í alþjóðlegum heimi raflista. Nánar um hátíðina á raflost.is. framtíðar- Stjarna með Sinfó Palestínski píanistinn Saleem Abb- oud Ashkar er einleikari á tónleikum Sinfóníuhjómsveitar Íslands á morg- un, fimmtudag, klukkan 19.30. Ash- kar er tvímælalaust ein af stjörnum framtíðarinnar samkvæmt því sem segir í tilkynningu. Hann debúteraði í Carnegie Hall 22 ára gamall og hef- ur síðan komið fram með þekktum hljómsveitarstjórum, meðal annars Barenboim, Zubin Mehta og Ricc- ardo Muti. Stjórnandi á tónleikun- um er hinn franski Ludovic Morlot. Hann hefur vakið geysimikla athygli á síðustu misserum og stórblöð á borð við New York Times hafa skrif- að um hann hverja lofgreinina á fæt- ur annarri. Á efnisskránni eru tvö af öndvegisverkum franskrar tónlistar á 20. öld og Keisarakonsert Beet- hovens. Hinn frægi gamanleikur Ítalans Darios Fo, Við borgum ekki!, verður settur upp á Nýja sviði Borgarleik- hússins í sumar. Sýningin er sam- starfsverkefni leikhússins og leik- hópsins Nýja Ísland. „Þetta er mjög skemmtilegur tit- ill miðað við hvernig ástandið er hér á landi í dag,“ segir Sváfnir Sig- urðarson, markaðsstjóri Borgar- leikhússins. „Það er ekki eins og sú hugmyndafræði að borga ekki skuldirnar sínar hafi kallað á að setja upp þetta leikrit. En það er undar- legt hvernig þetta kallast á. Þetta er helber tilviljun,“ segir Sváfnir og bætir við aðspurður að töluvert sé síðan ákveðið var að setja upp þetta verk í leikhúsinu. Leikritið hefur verið fært til Íslands í dag en Við borgum ekki! var frum- sýnt árið 1974. Í verkinu segir meðal annars frá því þegar matarverð hækk- ar upp úr öllu valdi og konurnar taka málin og matinn í sínar hendur. Þeg- ar löggan kemst á sporið hverfa vör- urnar og „óléttar“ konur fylla göturn- ar. Þegar sérsveitarmaður reynir svo að fletta ofan af hinni dularfullu frjó- semi verður hann sjálfur óléttur. Magnea Matthíasdóttir þýddi og staðfærði og leikstjóri er Þröstur Leó Gunnarsson. Halldór Gylfason leikur fjögur hlutverkanna en með önnur hlutverk fara Þrúður Vil- hjálmsdóttir, Maríanna Clara Lúth- ersdóttir, Ari Matthíasson og Jó- hann G. Jóhannsson. Við borgum ekki! verður frum- sýnt 6. júní og er miðasala hafin á heimasíðu Borgarleikhússins. kristjanh@dv.is Farsinn Við borgum ekki! sýndur í Borgarleikhúsinu: greiðsluverkfall á sviði Chev Chelios (Jason Statham) rankar við sér á skurðstofu í Los Angeles. Það er verið að hnupla úr honum hjartanu og setja í staðinn plastgervihjarta sem endist ekki nema í stuttan tíma. Poon Dong (David Carradine) er æðsti maður hinnar kínversku Triad-maf- íu og hefur nú fengið hjarta Chelios sökum þess hversu sterkt það er. Við tekur þvílíkur eltingarleikur Chevs við Poon Dong um alla borg. Á leið hans er óteljandi magn af stórfurðulegum karakterum sem eru teiknimynda- sögulegir í meira lagi. Virkni gervi- hjartans og þar af leiðandi líf Chevs veltur á sífelldum raflostum sem hann sækir í bílakveikjara, rafmagns- kassa, háspennulínur, rafgeyma og svo framvegis. Grafíkin er flott en vissulega yfir- keyrð og skapar stemningu sem lætur manni líða eins og maður sé í tölvu- leik. Það ýtir enn frekar undir þá til- finningu hversu hraðinn er mikill og dauðir punktar eru ekki til í myndinni. Klippingin er snögg og hljóðsetning er ýkt út í ystu æsar. Hasarsenur eins og slagsmála-, bíla- og skotatriði eru vel útfærð í sama ruglaða stílnum og allt annað. Tónlistin er töff sem og áferðin á þessu 96 mínútna tónlistar- myndbandi. Það er eins og leikstjórarnir tveir hafi sest niður og skrifað niður allt mest absúrd rugl sem þeim datt í hug að hafa í mynd. Þeir hnýta síð- an þessa röð atriða saman í einfald- an söguþráð sem merkilegt nokk er alveg að virka. Pólitísk rétthugsun er ekki til staðar og hápunktarnir eru djúpsteiktir upp úr svörtustu kímni sem hefur sést lengi. Til dæmis Kína- hóran sem talar þvílíka steríótýpu- þvælu af „me love you long time“ mállýsku. Menn fá síðan haglabyssu í rassgatið þar sem notast er við tjöru sem sleipiefni. Við sjáum hvernig silíkonfyllingar þrýstinna strippara bregðast við skotgötum. Við fáum lesbíusenur aftan í löggubíl og Chev Chelios nuddandi sér upp við gamla konu til að fá strauminn sem hann þarf til að lifa af. Nýbreytnin að lögg- ur fái það óþvegið er til staðar, sér- staklega í senu þar sem löggimann er bitinn stanslaust í punginn af víga- hundi. Við upplifum verkfall Rons Jeremy og annarra klámmyndaleik- ara þar sem þeir leggja áherslu á sín- ar kröfur með mótmælagöngu. Við sjáum slagsmálasenu umhverfast skyndilega í Godzilla gegn King Kong senu úr fortíðinni. Þegar þú hélst að fáránleikinn næði ekki meiri hæðum þá fáum við bráðfyndna og alveg út úr kortinu kynlífssenu á miðri veð- hlaupabraut. Allt er stappfullt af stórskrýtnu glæpahyski sem svífst einskis í of- beldi en miskunnarleysið er samt mest í undarlegum stíliseringunum. Svart hommagengi, harðvopnaðar hórur á bikiní, ljótt orðbragð, því- líkur sadismi og ofbeldi. Menn gera sér snemma í ferlinu grein fyrir að myndin er algjör djöflasýra og það er alls ekki illa meint. Prýðilega absúrd þvæla sem mun klárlega öðlast költ status. Erpur Eyvindarson algjörlega abSúrd djöflaSýra Svar: Eye of the Tiger með Survivor Halldór Gylfason Leikur fjögur hlutverk í við borgum ekki. MYND GuNNar GuNarSSoN Crank 2: HigH Voltage Leikstjórn: Mark Neveldine og Brian Taylor aðalhlutverk: Jason Statham, amy Smart, dwight Yoakam, Efren ramirez kvikmyndir High Voltage „Prýðilega absúrd þvæla sem mun klárlega öðlast költ status.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.