Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2009, Page 2
Miðvikudagur 20. Maí 20092 Fréttir
Össur Skarphéðinsson ræddi galla á
löggjöf Evrópusambandsins á fundum
EES-ráðsins og utanríkisráðherra ESB
í Brussel í gær og fyrradag. „Ég tók upp
þennan ágalla á löggjöfinni um inni-
stæðutryggingar og gerði grein fyrir
því að Íslendingar hefðu lent í miklum
vandræðum vegna þessa þrátt fyrir að
hafa fylgt settum reglum.“
Össur segir að hann hafi fært
þennan vanda í tal í umræðum um
fjármálakreppuna sem nú herjar með
vaxandi þunga á mörg Evrópulönd.
Fylgst með Íslandi
Össur segir að vel sé fylgst með hugs-
anlegri umsókn Íslendinga um aðild
að Evrópusambandinu. „Ég hitti all-
marga utanríkisráðherra landa innan
Evrópusambandsins á fundum mín-
um. Þeir eru forvitnir um okkur og
virðast fylgjast með framvindu mála
hér á landi og hugsanlegri umsókn Ís-
lands um aðild að sambandinu. Vegna
aðildar okkar að Evrópska efnahags-
svæðinu og þeirrar staðreyndar að við
höfum þegar innleitt mikið af reglu-
verki ESB telja menn að það ætti ekki
að verða mikið mál að ganga í sam-
bandið.“
Össur hitti einnig Olli Rehn, stækk-
unarstjóra Evrópusambandsins, að
máli á meðan á dvölinni stóð í Bruss-
el. „Ég spurði Olli Rehn hvernig bæri
að lesa í orð einstakra leiðtoga innan
Evrópusambandsins um að nú gætti
einhvers konar stækkunarþreytu sem
gæti tafið þá vegferð sem ég vil fara.
Hann mat það svo að of mikið væri
gert úr andstöðu þeirra við aðildar-
umsókn og hugsanlega inngöngu.“
Utanríkisráðherra kom til landsins
í gærkvöldi eftir nokkurra daga dvöl í
Brussel og tók því ekki þátt í umræð-
um á Alþingi síðastliðinn mánudag
um stefnuræðu forsætisráðherra.
Í umræðunum gætti spennu milli
stjórnarþingmanna VG og Samfylk-
ingarinnar, en Jóhanna Sigurðardótt-
ir forsætisráðherra fór í löngu máli yfir
nauðsyn þess að sækja um aðild að
Evrópusambandinu.
ESB: Hluti af lausn á bráðavanda
Í umræðunum sagði hún meðal ann-
ars að sæktu Íslendingar um aðild að
Evrópusambandinu og hæfu formleg-
ar aðildarviðræður sköpuðust traust-
ari forsendur fyrir stöðugra gengi
íslensku krónunnar og lækkun vaxta-
stigs. Þannig myndu jákvæð áhrif
koma fram strax þegar ósk um aðild-
arviðræður lægi fyrir og búast mætti
við að þau jákvæðu áhrif færu vaxandi
eftir því sem umsóknarferlið gengi
lengra. „Aðildarumsóknin ein og sér
er því hluti af lausn á þeim bráðavanda
sem við glímum við um leið og hún
leggur grunninn að traustri framtíð og
er leiðarljós stöðugleika inn í framtíð-
ina. Á því þarf atvinnulífið nú að halda
og slík umsókn mun jafnframt endur-
vekja traust alþjóðasamfélagsins og
erlendra fjárfesta á Íslandi.
Við skulum hafa í huga að á hverj-
um degi greiða íslenskar fjölskyld-
ur kostnaðinn af því að standa utan
Evrópusambandsins í formi vaxta-
greiðslna, sem eru margfalt hærri hér
en í Evrópusambandinu og í formi
hærra verðs á matvælum og öðrum
nauðsynjum sem myndu lækka mikið
við Evrópusambandsaðild.“
Spennan milli stjórnarflokkanna
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráð-
herra sagði stjórnarmyndunina ekki
hafa verið án fórna og málamiðlana
fyrir VG. Þó hefði málið verið sett í
þingræðislegan og lýðræðislegan far-
veg. „Þau varnaðarorð ein vil ég að
öðru leyti segja í þessum efnum að við
Íslendingar skulum varast það að eyða
öllum okkar kröftum og öllum okkar
tíma í þetta mál. Við skulum ekki trúa
á það sem einhverja einfalda, sárs-
aukalausa lausn á öllum okkar vanda.
Vandi Íslendinga verður aðeins leyst-
ur á Íslandi, verkefnið er hér heima.“
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir kvað
fast að orði í ræðu sinni og sagði að ein
sterkasta kreddan sem nú gengi ljós-
um logum hér á landi væri sú að aðild
að ESB bjargaði Íslandi. „Það er ekki
svo. Eða eigum við kannski að horfa
í kringum okkur? Eigum við til dæm-
is að nefna langvarandi atvinnuleysi
á Spáni sem nú nálgast 20 prósent,
hrunið í evruríkinu Írlandi, vini okk-
ar í Eystrasaltsríkjunum? Ég skora á
forsætisráðherra að tala einungis fyrir
hennar flokk en ekki okkur hin þegar
hún talar fyrir aðild Íslands að Evrópu-
sambandinu, þann stóra dóm mun
einungis þing og þjóð kveða upp.“
Blendin stjórnarandstaða
Eins og fram hefur komið er stuðnings
að vænta við þingsályktunartillögu
stjórnvalda fá þingmönnum Borgara-
hreyfingarinnar. Þór Saari, þingmað-
ur hreyfingarinnar, fagnaði því í þing-
ræðu að ríkisstjórnin hefði brotið blað
með framlagningu þingsályktunartil-
lögunnar um aðildarviðræður án þess
að til staðar væri eindreginn stuðning-
ur allra stjórnarþingmanna.
„Hér er sannarlega verið að færa
mál til betri vegar og efla bæði þing-
ræðið og lýðræðið með þeirri þjóðar-
atkvæðagreiðslu sem mun fara fram
um samninginn. Þrjú skilyrði Borg-
arahreyfingarinnar fyrir stuðningi eru
öll í anda lýðræðis og upplýsingar og
í anda þeirrar sannfæringar okkar að
almenningi sé að sjálfsögðu fyllilega
treystandi til að leggja mat á hvort
ganga eigi í Evrópusambandið.“
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði það skyldu
manna að gaumgæfa alla þá valkosti
sem þjóðin stæði frammi fyrir. „En
ég vil þó sérstaklega vara við því að
stjórnmálamenn spili stöðugt upp
meiri væntingar með þjóðinni um
þann mögulega aðildarsamning sem
okkur stendur til boða,“ sagði Bjarni
og vísaði augljóslega til orða forsætis-
ráðherra.
Vigdís Hauksdóttir, Framsóknar-
flokki, gagnrýndi Össur Skarphéðins-
son og sakaði hann um aðgerðaleysi
í upphafi bankahrunsins og véfengdi
að hann gæti samið um málefni þjóð-
arinnar í Brussel. Samfylkingin hefur
ekki burði til þess að koma málefninu
á dagskrá ríkisstjórnarinnar eins og
hún lofaði þó fyrir kosningar og vinstri
grænir vilja ekki til Brussel. Svo stórt
mál eins og afsal þjóðarinnar á full-
veldisrétti sínum verður að vera ríkis-
stjórnarmál.“
Heitir samráði verði tillagan
samþykkt
„Ég hlutast ekki til um störf þingsins
og þar ríkir málfrelsi,“ segir Össur. „Ég
reiði mig á lýðræðið og þingið sem
skapað getur frið um þetta mál. Ég hef
fullan skilning á því ef menn geta ekki
fellt sig við niðurstöðuna verði hún á
þann veg sem ég vil sjá. En þá vil ég
eftir sem áður hafa fullt samráð um
framhaldið. Þetta mun reyna á þolrif-
in og ekki við öðru að búast.“
Tillagan sem Össur Skarphéðins-
son utanríkisáðherra mun fylgja úr
hlaði á þingi hefur ekki enn verið af-
greidd frá þingflokkum stjórnarflokk-
anna og lögð fram sem þingskjal.
Hann reiknar með að svo verði fyrir
lok vikunnar. „Ég dreg ekki dul á að
ég vil helst sjá endanlega afgreiðslu
málsins í lok júní eða byrjun júlí.“
Utanríkisráðherrar innan Evrópusambandsins fylgjast með framvindu mála á Íslandi og telja að land, sem þegar
hafi innleitt meirihlutann af regluverki ESB, ætti að eiga greiðan aðgang. Þetta segir Össur Skarphéðinsson
utanríkisráðherra sem nýkominn er frá Brussel. Hann ræddi við Olli Rehn, stækkunarstjóra ESB, sem segir að
andstaða við frekari stækkun sambandsins sé orðum aukin. Alþingi er margradda kór um aðildarumsókn og vænt-
anlega tillögu sem Össur fylgir senn úr hlaði á þingi. Spennan er ekki minnst milli stjórnarflokkanna sjálfra.
Össur ræddi við for-
vitna EsB-ráðhErra
JóHann HaukSSOn
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
„Olli Rehn, stækkunar-
stjóri ESB, mat það svo
að of mikið væri gert úr
andstöðu þeirra við að-
ildarumsókn og hugs-
anlega inngöngu.“
kominn frá Brussel
„Ég hitti allmarga utanríkisráðherra landa
innan Evrópusambandsins á fundum
mínum. Þeir eru forvitnir um okkur og
virðast fylgjast með framvindu mála hér
á landi,“ segir Össur Skarphéðinsson
utanríkisráðherra.
ESB er VG þungt í skauti
„vandi íslendinga verður aðeins
leystur á íslandi, verkefnið er hér
heima,“ sagði Steingrímur J. Sigfús-
son fjármálaráðherra á þingi.
ESB
utanríkisráðherra heitir samráði
um framhaldið fari svo að tillaga
um aðildarumsókn verði sam-
þykkt í þinginu á næstu vikum.