Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2009, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2009, Síða 14
Nýlega var Josko Risa kjörinn bæjarstjóri í bænum Proloz-ac í Dalmatíuhéraði í Króatíu. Hið undarlega er að hann var kjörinn út á það kosningaloforð að hann myndi markvisst hygla sjálf- um sér og sínum nánustu. „Þessi bær verður eins og mitt eigið fjölskyldufyr- irtæki,“ lofaði hann. Bæjarbúar elskuðu hann fyrir hreinskilnina. Stjórnspeki Joskos er athyglis-verð vegna þess að hún var til grundvallar á Íslandi í meira en áratug. Fyrst ber að nefna mann að nafni Gunnar Birgisson, bæjarstjóra í Kópavogi. Á valdatíma Gunnars hefur ríkt fádæma góðæri og hvert glæsihýsið risið á fætur öðru. En á bakvið öll húsin er saga. Þannig skrifaði Gunnar Ólafsson, verktakinn sem byggði knattspyrnuhúsið Fífuna, bréf til Gunnars þar sem hann lýsti vinnuferlinu. „Við vorum sennileg- ast auðveldustu mennirnir til að stilla upp við vegg og stuðla þannig að því að þú fengir sjálfur jarðvinnu verksins. En það átti eftir að draga dilk á eftir sér eins og í flestum tilfellum þegar Klæðning var að störfum fyrir okkur það var ávallt einhver auka skattur lagður á þau verk af þínum geðþótta.“ Klæðning var eitt sinn fyrirtæki Gunnars, en eftir að hann komst til áhrifa í bæjarkerf-inu varð til leynihlutur í Lúx- emborg í fyrirtækinu. Um leið sagði í fundargerð fyrirtækisins að Gunnar yrði „sem ráðgjafi og við sérverkefni“. Svo fór Klæðning í hvert verkefnið á fætur öðru í Kópavogi, eða eins og verktakinn sagði í bréfi sínu: „Við höf- um til margra ára þurft að hlíta þessari fjárkúgun þinni sem þú hefur beitt okkur, og voru ferðir þínar til okkar á útborgunardegi fyrirtækis Klæðning- ar hvað eftir annað minnisstæðastar þar sem þú komst og stappaðir niður fótum, heimtaðir og hótaðir og lofaðir öllu fögru fyrir okkar hag á kostnað Kópavogsbæjar bara ef þú fengir svo og svo mikla peninga eða víxla hvort sem þú værir búinn að vinna fyrir þeim eða ekki.“ Fyrirtæki Gunnars fékk þannig að njóta ávaxtanna, en allir græddu. Það varð til knatt-spyrnuhús, glerturn og margt fleira til að gleðja augað. Fólkið baðaði sig í dýrðlegu endurkastinu frá gler- turninum. Þetta var gott fyrir fólkið, og gott fyrir Gunnar og félaga. Dóttir Gunnars hefur ekki farið varhluta af gríðarlegu góðæri í Kópavogi. Síðustu sex ár hefur hún fengið verkefni upp á fimm til átta milljónir króna á ári. Sumt þurfti ekki einu sinni að klára, eins og ársritið sem hún vann að árið 2005. Það situr enn óútgefið ofan í skúffu, en hún fékk þrjár og hálfa milljón fyrir viðvikið. Auk þess hefur hún unnið umhverfisviðurkenningar, sem eru A4-blöð í ramma, upp á allt að 750 þúsund á ári. Enda margt gott í umhverfinu í Kópavoginum. Það er gott að búa í Kópavogi,“ sagði Gunnar, eins og frægt var orðið. Og varla verður deilt um það að Kópavogur er fínn, sérstaklega ef maður er vinur eða ættingi bæjarstjórans. Þannig er þetta líka í Prolozac í Dalmatíu. „Að minnsta kosti er hann hreinskilinn. Hann sagði líka að ef honum myndi ganga vel þá myndi bæjarbúum einnig ganga vel,“ sagði einn stuðningsmaður bæjarstjór- ans þar. Það var líka gott að búa á Ís-landi. Sérstaklega ef maður var vinur útrásarvíkinga og bankamanna og fékk ábyrgð- arlaust kúlulán fyrir hlutabréfum, sem hækkuðu við hvert kúlulánið sem við bættist, eins og píramídatrix. Kópavogsmódelið er ekki síst merkilegt fyrir þær sakir að það var fært yfir á Ísland allt. Allir sættu sig við að banka- fólkið og útrásarvíkingarnir tækju sér ofurlaun og sukkuðu, því allir nutu góðs af brauðmylsnu veislunnar. Til- gangurinn helgaði meðalið. Flestum var sama þótt Sjálfstæðisflokkurinn legði undir sig allar helstu stofnanir og þótt alþingismenn fengju konungleg kjör. Þessar forsendur góðærisins urðu að fá að vera í friði svo pöpullinn fengi að baða sig í endurkasti dýrðarljóssins. Svo kemur jafnan að því að fólk áttar sig. Bakreikningur Kópa-vogsmódelsins er skollinn á al-menningi. Því bankamennirnir sem svindluðu, víluðu og díluðu, voru að gera það á kostnað almennings. Al- veg eins og Gunnar. Miðvikudagur 20. Maí 200914 Umræða svarthöfði spurningin „Ég er rosalega góð í Tetris og það er allt sem segja þarf,“ segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráð- herra og nýr samstarfsráðherra sem setti norrænu tölvuleikjaráðstefnuna Nordic game 2009 í Málmey í gær. katrín veitti einnig styrk að jafnvirði þriggja milljóna danskra króna sem renna munu til sex nýrra tölvuleikjaverkefna. Katrín, ertu tölvuleiKjanörd? sandkorn n Sjálfstæðisflokkurinn komst ágætlega frá umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra að flestu leyti. Þó vakti athygli í ræðu Bjarna Benediktssonar formanns hversu harða vörn flokkur- inn ætlar að leggj- ast í fyrir sægreifana. Bjarni sá flest vont við fyrningarleið stjórnarflokk- anna og reifaði fyrir hönd út- gerðarinnar mikla heimsenda- spá. Í sama streng tók fyrsti þingmaður Norðvesturkjör- dæmis, Ásbjörn Óttarsson, en hann er reyndar sjálfur einn af greifum íslensku fiskistofnanna auk þess að hafa selt vatnsrétt- indi Snæfellinga með eftir- minnilegum hætti til ævintýra- manns. n Harka VG gegn ESB í umræð- unum í þinginu vakti mikla at- hygli. Þeir þingmenn flokksins sem töluðu, að með- töldum for- manninum, Steingrími J. Sigfússyni, lýstu algjörri andstöðu við aðild að Evrópusam- bandinu. Skörungurinn Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir tók hvað dýpst í árinni og bannaði Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra að mæra ESB í nafni beggja stjórnarflokkanna. n Þótt andstaðan innan VG sé mikil er þar að finna þungavigtarmenn sem vilja fá kosningu um sambandið. Ögmundur Jónasson heil- brigðisráðherra er annálað- ur lýðræðissinni og víst er að hann leiðir þann hóp sem mest er hallur undir sambandið inn- an VG. Ögmundur er guðfaðir núverandi ríkisstjórnar ásamt Össuri Skarphéðinssyni utan- ríkisráðherra. Ögmundur og Guðfríður Lilja eru nánir sam- herjar og víst er talið að sami taktur verði í afstöðu þeirra á endanum. n Eitt stendur tvímælalaust upp úr umræðunum í þinginu. „Hvers á þjóðin skilið af okkur?“ spurði nýliðinn og samfylking- armaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson, í upphafi ræðu sinnar. Í fyrstu mátti ætla að um meinlegt mismæli hefði verið að ræða, en því var ekki að heilsa. Sigmundur Ernir ítrekaði amböguna um hvers þjóðin ætti skilið og þegar upp var staðið hafði hann spurt fjórum sinnum með sama orða- lagi. En hvað þjóðin á skilið og hvers á hún að gjalda? Við þeirri spurningu er ekkert ein- hlítt svar. LyNgháLs 5, 110 reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Það er erfitt að skora þegar það er nánast útihátíð í vítateignum.“ n Logi Ólafsson, þjálfari KR, um það hversu mikið Þróttarar pökkuðu í vörn þegar liðin gerðu markalaust jafntefli í Frostaskjólinu.- Fréttablaðið „Fólk ætlaði bara að éta okkur eftir að úrslitin voru ljós.“ n Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Eurovision- stjarna um ágang aðdáenda í Rússlandi eftir að Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva lauk á laugardag. - DV „Mér fannst kjóllinn fallegur.“ n Egill Helgason á bloggsíðu sinni um kjól Jóhönnu Guðrúnar. Hann liggur ekki á skoðunum sínum en margir aðrir bloggarar hafa farið ófögrum orðum um flíkina. Gardínuafgangar, sagði Sverrir Stormsker meðal annars. - DV „Þá horfum við fram á erfiða stöðu á fasteigna- markaði til lengri tíma.“ n Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði, um það ef yngsta kynslóðin læri þá lexíu að það væri meiriháttar áhætta að kaupa húsnæði. - DV „Var að eignast nýja vinkonu.“ n Manúela Steinsson á Facebook-síðu sinni um nýju vinkonu sína sem er engin önnur en Nadine Coyle úr stúlknasveitinni Girls Aloud. - DV Fölsk félagsvísindi Leiðari Fjölmiðlar á Íslandi hafa mörg und-anfarin ár stundað það að snúa út úr könnunum sér í hag. Þetta á við um lestur, traust eða hvaðeina sem nöfn- um tjáir að nefna. Verst allra í framsetningu á slíku efni er fréttastofa Ríkisútvarpsins sem blygðunarlaust notar kannanir um traust til þess að hossa sjálfri sér á kostnað annarra. Fyrirtæki að nafni Markaðs- og miðlarann- sóknir, MMR, hefur stundað það að mæla traust á fjölmiðlum. Væntanlega gera þeir það vegna þess að íslenskir fjölmiðlar eru svo sjálfhverfir að þeim finnst allt merkilegt sem snýr að þeim sjálfum. Í traustskönnunum MMR kemur fram að fæstir bera mest traust til DV. Úrtakið var 845 manns og líklegt er að innan við helmingur þeirra notar fjölmiðil- inn eða þekkir hann upp að einhverju marki. Þeir hafa því ekki forsendur til að treysta eða vantreysta vörunni. Ef um væri að ræða pits- ur væri þarna um að ræða bragðkönnun, án þess þó að smakka á vörunni. Í nýjustu könnun MMR um traust á fjölmiðlum kemur skýrt fram að flestir þeirra hrynja í áliti frá því seinast var mælt. Undantekn- ingarnar eru DV og tenglasíðan Eyjan sem samkvæmt nýju könnuninni öðlast aukið traust. Meðal þeirra sem mæta nú aukinni fyrirlitningu almennings er fréttastofa RÚV sem margir hafa snúið baki við á örlagatím- um. Fyrirtækið sem heldur úti hinni popp- uðu könnun um traust gerir enga tilraun til að skyggnast á bak við froðuna. Hvað er að baki þegar stór hópur ekkilesenda fellir dóm yfir DV? Getur verið að það tengist sviplegu mannsláti á Vestfjörðum fyrir þremur árum? Skiptir þá engu þótt allir sem störfuðu á blað- inu í þá daga séu hættir og komnir á aðra fjöl- miðla? Niðurstaðan er sú að kannanir MMR um traust séu gjörsamlega marklausar og til skammar þeim sem leggja stund á félagsvís- indi af þessu tagi. Þetta eru vísindi vanþekk- ingar. Tilgangur þeirra sem framkvæma slíka könnun getur varla verið annar en sá að komast inn í sjálfhverfa fjölmiðla sem finnst allt svo merkilegt sem um þá sjálfa er sagt. Þeir sömu fjölmiðlar matreiða síðan óskapn- aðinn eftir sínu höfði og með það að leið- arljósi að upphefja sjálfa sig og niðurlægja samkeppnisaðila. Mæling af svipuðum toga sýndi að um 90 prósent Íslendinga treystu Landsbankanum fyrir hrun. Það eru ívið fleiri en þeir sem nú treysta Ríkisútvarpinu og mun fleiri en treysta Mogganum með alla sína ísbirni og plastálftir. Þannig munu færri en áður verða fyr- ir áfalli þegar og ef illa fer hjá umræddum miðlum. reynir traustason ritstjóri sKrifar. Þetta eru vísindi vanþekkingar bókstafLega KóPavoGsMódeliÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.