Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2009, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2009, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 20. Maí 2009 15Umræða Hver er maðurinn? „alfreð Finnbogason, tvítugur Bliki.“ Hvar ertu uppalinn? „Ég er uppal- inn í grindavík með smá viðkomu í Skotlandi. Þegar ég var tíu ára fluttist ég svo í grafarvoginn og hef búið þar síðan.“ Hvaða þrjú orð lýsa þér best? „Bjartsýnn, ákveðinn og heilsteypt- ur.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Humar.“ Hvernig svafstu í nótt? „Ég ákvað að horfa á leikinn við FH þegar ég kom heim og vaka nógu lengi þar til ég gæfist upp og sofnaði.“ Hvenær byrjaðir þú að stunda knattspyrnu? „Ég á mynd af mér með fyrsta bikarinn aðeins fimm ára gamall. Ég held ég hafi verið byrjaður af krafti, fjögurra ára gamall og hef ekki stoppað síðan.“ Hvernig leggst tímabilið í þig? „Það leggst vel í mig, liðið er gott og við ætlum okkur stóra hluti.“ Er stefnan tekin á að skora í hverjum leik? „að sjálfsögðu ætla ég mér að skora í hverjum leik en helst vil ég nú vinna hvern leik.“ Ertu tapsár? „Já, virkilega. Það að tapa getur verið virkilega erfitt og sárt.“ Hvað ætlarðu að gera í sumar fyrir utan boltann? „Ég er að vinna á kópavogsvelli í sumar, fallegasta velli landsins. Þannig að ég verð í því að halda honum góðum fyrir leikina, spila bolta og sinna vinunum.“ Áttu þér óuppfylltan draum? „Já, að spila fyrir Manchester united.“ Ertu mEð vinnu í sumar? „Já.“ Kristín HElga guðmundsdóttir 19 ára neMi „Já, ég er með vinnu.“ Kristín HlöðvErsdóttir 20 ára neMi „Ég er í hlutastarfi.“ Katrín Halldórsdóttir 25 ára neMi „Ég er ekki með vinnu.“ Katrín PÁlsdóttir 24 ára neMi Dómstóll götunnar alfrEð finnbogason knattspyrnumaður byrjar leiktíðina vel og er búinn að skora mark í þremur fyrstu leikjum Breiðabliks í Pepsí-deildinni. Hann segist stefna að því að skora í hverjum leik. Fékk Fyrsta bikar- inn Fimm ára „Já.“ HElga Hrannarsdóttir 19 ára neMi maður Dagsins Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þing- kona VG, sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á mánudagskvöld að hún gleddist yfir því að EES-þjóðirnar hefðu unnið Eurovision-söngkeppnina. Hún átti við Noreg og Ísland. Hún talaði um óáran innan Evr- ópusambandsins, meðal annars atvinnuleysi á Spáni sem stefndi í 20 prósent og samdrátt þjóðar- tekna, vaxandi atvinnuleysi og aðrar hremmingar í öðrum löndum ESB. Hún áminnti Jóhönnu Sigurðar- dóttur um að tala aðeins fyrir hönd Samfylkingarinnar en ekki VG um ESB og aðildarumsókn. Guðfríður Lilja talar af þessum sökum ekki fyrir munn meirihluta kjósenda VG. Ef rétt er munað eru 47 prósent kjósenda VG hlynnt að- ildarumsókn að ESB en 36 prósent andvíg. Guðfríður Lilja gladdist yfir sam- flotinu með Noregi eins og til að undirstrika hið eilífa vor sem ríkti þar og á Íslandi, þökk sé verunni utan Evrópusambandsins. Vel- gengni Norðmanna er slík að NRK hefur engar áhyggjur af kostnaði við Eurovision-keppnina að ári. bjargræðið kemur að utan Þunginn í orðum Guðfríðar Lilju gegn forsætisráðherra sínum kemur á óvart og veldur nokkrum áhyggj- um um fyrsta hreinræktaða stjórnar- samstarf jafnaðar- og vinstrimanna frá upphafi íslenska flokkakerfisins. Guðfríður Lilja horfir út um þröngan hellismunna, ásamt þeim þriðjungi kjósenda VG sem ekkert vill vita af ESB. Út um opið glittir í Noreg. Allt og sumt. Þessi hópur mætti hafa eftirfar- andi í huga: Íslenska þjóðin lýtur lögum sem hún hefur sett sjálfri sér. Þessi lög snerta réttarfar, heilbrigðismál, op- inber fjármál, menntun, velferð, verslun og viðskipti svo nokkuð sé nefnt. Í öðru lagi hefur íslenska þjóðin framselt fullveldi að hluta í ýmsum milliríkjasamningum. EES-samn- ingurinn er umfangsmestur þeirra, en einnig aðrir samningar og sátt- málar sem tengja þjóðina við evr- ópska regluverkið. Þjóðin gengst undir þetta af frjálsum vilja og veit enda að samvinna við aðra getur komið sér vel. Í þriðja lagi hefur íslenska þjóð- ríkið fullgilt fjöldann allan af alþjóð- legum sáttmálum og samningum, svo sem eins og mannréttindasátt- mála Sameinuðu þjóðanna. Oft hefur það gerst að fjölþjóð- legar stofnanir, sem fylgjast með framkvæmd samninga og sáttmála, hafa snuprað íslensk stjórnvöld, líkt og Guðfríður Lilja gerði við for- sætisráðherra sinn á Alþingi. Þess- ar stofnanir, stundum fjölþjóðlegir dómstólar, hafa komið Íslendingum til bjargar þegar þeirra eigin stjórn- völd hafa níðst á borgaralegum rétt- indum þeirra. Nútímamaðurinn er með öðrum orðum seldur undir flókið regluverk sem er að minnsta kosti þríþætt: Reglur þjóðríkisins, reglur milli- ríkjasamninga og loks reglur alþjóð- legra sáttmála. draumsýnin um stöðugleikann Sjálfstæðisbaráttan stóð að sönnu í heila öld. Fram að seinna stríði voru Íslendingar alls ekki vissir um að þeir gætu staðið á eigin fótum. Margir góðir stjórnmálamenn reyndu að vanda til verka. Þetta breyttist eftir seinni heimsstyrjöldina. Þorskastríð- in og klofningurinn um þjóðarör- yggið, NATO og veru Banda- ríkjahers í landinu til ársins 2006, grundvölluð- ust á þjóðernis- legum gildum. Þjóðinni hefur nú tek- ist – nánast hjálparlaust – að glata efnahags- legu sjálf- stæði sínu. Það á sum- part rætur í langvinnri tortryggni í garð útlend- inga. Hún er spegilmynd- in af vanmeta- kennd eyjar- skeggjans. Önnur rót vandans er spillt og úthugsuð sérhagsmunagæsla íslenskrar yf- irstéttar í áratugi sem komið hefur sér upp forréttindum og refsileysi. Varnir almennings gegn yfrgangin- um hafa oftar en ekki verið sóttar í nána alþjóðlega samvinnu og sátt- mála siðmenntaðra þjóða. Nú er aðild að ESB engin töfra- lausn gegn fáheyrðum viðburði eins og bankahruni á Íslandi. Hægri- menn í Bandaríkjunum kalla reynd- ar Evrópusambandið sósíalistaklúbb með umhverfismál á heil- anum. Allt þetta veit Guðfríður Lilja. Hún veit til dæmis að hugsjón henn- ar um varnir gegn mengun andrúms- loftsins er háð kerfis- bundnu samstarfi við aðrar þjóðir. Hún veit að stöðugleika- sáttmálinn, sem alla dreymir um, mun aldrei grundvall- ast á krónunni sem enginn hefur litið við í frjálsum við- skiptum á erlendri grundu í áratugi. Þess vegna fer henni offors gegn ESB og Jóhönnu afar illa. „Eurovision“ Guðfríðar Lilju kjallari svona er íslanD 1 nauðgaði hundi nágranna síns karlmaður á grænlandi hefur verið sektaður fyrir að ræna og nauðga hundi nágranna síns. vettvangur glæpsins þótti taka af öll tvímæli um sekt mannsins. 2 listinn yfir eigendur jökla- bréfa Seðlabankinn tók saman lista yfir eigendur jöklabréfa í desember. vaxandi þrýstingur er á ríkisstjórnina að upplýsa hverjir eigi bréfin. 3 „allt fyrir mig - ekkert fyrir ykkur“ Josko risa var kjörinn bæjarstjóri Prolozac í króatíu undir æði sérstöku og hreinskilnu slagorði. 4 létta á sér í laugina Margir pissa í sundlaugar samkvæmt bandarískri könnun. 5 Klappstýran í Heroes skotin - myndir Hayden Panettiere nýtur lífsins á frönsku rivíerunni með nýja kærstanum. 6 doberman-hundur beit tvær konur Stór doberman-hundur réðst á tvær konur í Fossvogsdalnum. 7 „fólk ætlaði að éta okkur“ aðdáendur Jóhönnu guðrúnar í Moskvu voru ágengir og söngkonan átti stundum fótum fjör að launa. mest lesið á dv.is JóHann HauKsson útvarpsmaður skrifar „Hún veit að stöðu- gleikasáttmálinn, sem alla dreymir um, mun aldrei grundval- last á krónunni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.