Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2009, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 4. Júní 20092 Fréttir
Seðlabankinn hefur ótrú á því að
aðstoða heimili í vanda með því að
fella niður húsnæðisskuldir þeirra
að hluta. Jafnframt telja bankastjór-
ar Seðlabankans að húsnæðisveðlán
heimila í greiðsluvanda séu eftir sem
áður ein besta eign banka og sjóða
og hafa þeir lýst þeirri skoðun sinni
í bréfi til forsætisráðherra.
Í utandagskrárumræðum um
stöðu heimilanna á Alþingi í gær
vísaði Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra meðal annars til um-
sagnar Seðlabankans um þá leið
sem Gísli Tryggvason talsmaður
neytenda lagði til fyrir skemmstu.
Hún fól í sér afbrigði þeirrar leiðar
að afskrifa hluta húsnæðisskulda.
Jóhanna sagði að þessar leiðir væru
ófærar í núverandi stöðu og myndu
leggja á ríkissjóð hundruð milljarða
króna klafa. „Fram kemur að tillög-
ur um flata niðurfellingu skulda séu
enda ómarkvissar og kostnaðarsam-
ar leiðir til að leysa úr vanda þeirra
sem brýnast þurfi á slíku að halda.
Þær færa líka mikið fjármagn frá
skattgreiðendum til þeirra sem ekki
þurfa á aðstoða að halda,“ sagði Jó-
hanna.
Húsnæðisskuldir með bestu
veðum bankanna
Athyglisvert er að Svein Harald Öy-
gård seðlabankastjóri og Arnór Sig-
hvatsson aðstoðarseðlabankastjóri
segja nánast fullum fetum í bréfi
sínu til forsætisráðherra að þrátt fyrir
veika stöðu heimilanna og þverrandi
greiðslugetu þeirra séu húsnæðis-
veðlán með verðmætustu eignum
nýju bankanna. Það myndi koll-
steypa tilraunum til að koma fótum
undir fjármálakerfið ef bankar og
aðrar fjármálastofnanir yrðu að bera
niðurfærslu húsnæðisveðlána bóta-
laust.
„Einnig er vert að benda á að
verðmati eigna nýju bankanna er
nær lokið og fjótlega þarf að taka
endanlega ákvörðun um skiptingu
þeirra milli nýju og gömlu bankanna.
Yrðu fasteignaveðlán bankanna tek-
in eignarnámi, sem og fasteigna-
veðlán annarra fjármálafyrirtækja
og lífeyrissjóða myndi það setja allt
það ferli í uppnám. Fasteignaveðlán
eru umtalsverður hluti eigna nýju
bankanna og margra annarra fjár-
málafyrirtækja. Án þeirra stæðu eftir
bankar sem væru enn berskjaldaðri
gagnvart sveiflum á gengi krónunn-
ar en nýju bankarnir eru nú, mið-
að við fyrirliggjandi drög að efna-
hagsreikningi. Gjaldeyrisáhættan er
einn stærsti vandinn sem leysa þarf
við endurreisn bankakerfisins. Yrði
farið eftir tillögum talsmanns neyt-
enda væri nauðsynlegt að fullar bæt-
ur komi fyrir svo endurreisa megi
lífvænlegt bankakerfi á Íslandi, það
er að segja greiða þyrfti bönkunum
markaðsverð fyrir íbúðaveðlánin
miðað við áætlað endurheimtuhlut-
fall þeirra. Þrátt fyrir erfiðleika heim-
ila er líklega um að ræða einhverjar
tryggustu eignir þeirra. Eftir stæði því
mjög veikburða bankakerfi sem erfitt
yrði að byggja upp að nýju.“
30 þúsund í alvarlegum
vanskilum um áramót
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins, var
málshefjandi í utandagskrárumræð-
unum og kvaðst hafa nýjar upplýs-
ingar úr fjármálaráðuneytinu og frá
Creditinfo ehf. um alvarleg og vax-
andi vanskil einstaklinga og heimila.
Samkvæmt gögnum frá Creditinfo
væru 18.733 á vanskilaskrá. Sjöföld-
un hefði orðið á alvarlegum vanskil-
um einstaklinga, fyrstu fjóra mán-
uði þessa árs, frá sama tíma í fyrra,
og horfur væru á að þeir yrðu um 30
þúsund í lok ársins.
Sigmundur gagnrýndi ríkisstjórn-
ina fyrir að vanrækja að upplýsa
þjóðina og þingið um stöðu efna-
hagsmála. Samkvæmt spá fjármála-
ráðuneytisins yrðu 30 þúsund heim-
ili tæknilega gjaldþrota, eða með
neikvæða eiginfjárstöðu, í lok næsta
árs. Það stefndi í ógurlegt ástand yrði
ekkert gert næstu fimm til sex árin.
Jóhanna Sigurðardóttir sagði að
skuldavandi heimilanna væri ekki
jafn víðtækur og haldið hefur verið
fram. „Eftir að lög ríkisstjórnarinnar,
sem heimiluðu frestun á nauðungar-
sölum, tóku gildi hefur nauðungar-
sölum eðlilega fækkað stórlega. Frá
lokum mars var 71 eign seld á nauð-
ungaruppboði en 354 uppboðum var
frestað. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar
hafa því komið að miklu gagni hvað
þetta varðar þó ekki hafi allir nýtt sér
heimildir til frestunar uppboðanna,“
sagði Jóhanna og bætti við að gjald-
þrotaúrskurðir væru því sem næst
helmingi færri nú en á sama tíma í
fyrra.
Samkvæmt uppýsingum DV frá
sýslumannsembættunum í Reykja-
vík og Kópavogi sem og frá embætti
Tollstjórans í Reykjavík fara inn-
heimtumenn ríkisins ekki fram með
sama þunga og áður í innheimtuað-
gerðum sínum eins og Jóhanna lýsti.
Engu að síður fjölgi vanskilum veru-
lega, ekki síst meðal fólks sem aldrei
hefur lent á vanskilaskrá fyrr.
Teygjulán og
bómullargjaldþrot
Þráinn Bertelsson, Borgarahreyfing-
unni, taldi gott að 60 prósent heim-
ilanna gætu plumað sig og ættu
ekki að lenda í vanskilum. „Þetta er
dásamlegt ... Hitt er ekki jafn jákvætt
að þá er eftir að huga að hinum 40
prósentunum sem ekki pluma sig
og lenda í verulegum vanskilum.“
Reyndar bentu nýjar upplýsingar til
þess að 42 prósent heimilanna væru
með neikvæða eða afar þrönga eig-
infjárstöðu og þessum heimilum
væri boðið upp á sértækar, flókn-
ar og jafnvel lítillækkandi aðgerðir.
„Teygjulán, bómullargjaldþrot og
því um líkt. Þau búa við handstýrða
vísitölu og þau búa við handstýrða
okurvexti. Og þau búa við þá vitn-
eskju að alþýðu Íslands verður fal-
ið að greiða ekki bara sínar skuldir
upp í topp heldur líka skuldir verstu
óreiðumanna sem Íslandssagan
kann frá að greina ... Það eru engar
heilstæðar eða altækar aðgerðir fyr-
irhugaðar.“
JóHann Hauksson
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Húsnæðisstritið mestu
verðmæti bank a
Lilja Mósesdóttir „nauðsynlegt er
að leiðrétta höfuðstól húsnæðislána til
þess að draga úr fjölda þeirra sem verða
gjaldþrota.“
sigríður Ingibjörg Ingadóttir Vaxta-
lækkun erlendis sem örva á atvinnulífið
lækkar einnig vexti húsnæðislána.
Þráinn Bertelsson „teygjulán,
bómullargjaldþrot og því um líkt. Þau
búa við handstýrða vísitölu og þau búa
við handstýrða okurvexti.“
arnór sighvatsson og svein Harald Öygård Húsnæðisveðlán heimilanna eru
með tryggustu eignum bankanna og án þeirra óskertra geta þeir ekki verið að mati
seðlabankastjóranna.
Húsnæðisveðlán heimilanna eru meðal skástu og öruggustu
eigna bankanna þó svo að drjúgur hluti þeirra rísi ekki leng-
ur undir skuldum. Seðlabankinn telur ófært að endurreisa
bankakerfið nema fasteignaveðlán heimilanna verði óskert
og því myndi niðurfærsla þeirra valda uppnámi. Credit-
info spáir því að allt að 30 þúsund manns verði í alvarleg-
um vanskilum um næstu áramót. Stjórnvöld telja vanda
heimilanna ýktan um leið og þau telja vanda ríkissjóðs
alvarlegri en áður var talið.
Málshefjandinn Líklegt er að um 30 þúsund
manns glími við alvarleg vanskil um næstu
áramót, segir Sigmundur davíð gunnlaugsson.
Hann sakar ríkisstjórnina um kjarkleysi.