Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2009, Page 4
Fimmtudagur 4. Júní 20094 Fréttir
Engir nýir ráð-
herrabílar
Enginn ráðherra í nýrri rík-
isstjórn hefur endurnýjað
ráðherrabíl sinn á þessu ári,
samkvæmt upplýsingum frá
ráðuneytunum. Ennfremur eru
engar endurnýjanir á bílaflota
ráðherra áformaðar, enda mikill
niðurskurður í þjóðarbúskapn-
um fram undan. Síðasta vor
festi heilbrigðisráðuneytið kaup
á glæsibifreið, Volvo XC 90 Ex-
ectuive, fyrir 8,1 milljón króna í
ráðherratíð Guðlaugs Þórs Þórð-
arsonar. Aðrir ráðherrar notast
við sömu ráðherrabílana og þeir
gerðu áður.
Gæsluþyrla
sótti Færeying
Þyrla Landhelgisgæslunnar
TF-LÍF var kölluð út klukk-
an 22.50 í fyrrakvöld eftir
að grænlenski togarinn Pol-
ar Nanoq hafði samband
við stjórnstöð Landhelgis-
gæslunnar. Um borð var 48
ára Færeyingur sem grunur
lék á að væri með innvort-
is blæðingar. Þyrlulæknir
ræddi við skipstjóra og tal-
ið var nauðsynlegt að sækja
manninn. Togarinn var á
siglingu til Grænlands eftir
að hafa landað á Íslandi. TF-
LÍF kom að skipinu klukk-
an 02.15. Komið var með
manninn til Reykjavíkur-
flugvallar þar sem sjúkra-
bifreið tók við sjúklingnum
klukkan fjögur um nóttina.
Ekki meiri
svínaflensa
Ekki hafa fleiri tilfelli svína-
flensu komið upp á Íslandi síðan
einn greindist fyrir tíu dögum.
Fulltrúar sóttvarnalæknis og
almannavarnadeildar ríkislög-
reglustjóra hitta sóttvarnalækna,
lögreglustjóra, forystumenn
sveitarfélaga og heilbrigðis-
starfsmenn á alls fimmtán fund-
um víðs vegar um landið í júní
til að ræða svæðisáætlanir um
viðbrögð vegna inflúensufar-
aldurs.
Alls hafa nú verið greind
19.159 tilfelli í heiminum, þar
af 605 í ríkjum ESB og EFTA.
Skráð dauðsföll af völdum veik-
innar eru 117 talsins, þar af 97 í
Mexíkó, 17 í Bandaríkjunum, 2 í
Kanada og 1 í Kostaríka.
Sjö teknir með
dóp á Akureyri
Lögreglan á Akureyri handtók
í fyrrakvöld sjö einstaklinga á
aldrinum 18 til 40 ára vegna
gruns um fíkniefnamisferli.
Um þrjú aðskilin mál var að
ræða og gerði lögregla húsleit í
þremur íbúðum í bænum. Hald
var lagt á 112 grömm af kanna-
bisefnum auk tækja og tóla til
fíkniefnaneyslu.
Allir voru látnir lausir að yf-
irheyrslum loknum og teljast
málin upplýst. Þá var ökumað-
ur stöðvaður við eftirlit grun-
aður um akstur undir áhrifum
fíkniefna. Við aðgerðirnar naut
lögreglan aðstoðar liðsmanna
sérsveitar ríkislögreglustjóra á
Akureyri.
Þingmenn sem eiga sæti í fjárlaga-
nefnd Alþingis hafa fengið litlar upp-
lýsingar um boðaðan niðurskurð í
fjárlögum ríkisins. Fjárlaganefnd-
in fundaði á þriðjudaginn og þar
fjallaði Steingrímur J. Sigfússon um
stöðu og horfur í ríkisfjármálum,
auk þess sem hann kynnti áætlaðar
tekjur og útgjöld fyrir næstu ár. Hös-
kuldur Þórhallsson, alþingismað-
ur Framsóknarflokksins, segir þó að
engar tillögur liggi fyrir í nefndinni
um hvar standi til að skera niður
eða hversu mikið verði skorið niður
í hverjum málaflokki. „Þetta var allt í
spádómslíki, mér leið eins og ég væri
á miðilsfundi, Steingrímur kynnti
engar frekar tillögur um niðurskurð
heldur talaði almennt um að þær
ætti að byggja á sanngirni og meðal-
hófi. Það vantar stóru breyturnar, til
dæmis Icesave, það er bara langt frá
því að vera ljóst hvað við þurfum að
greiða þar,“ segir hann.
Þór Saari, alþingismaður Borg-
arahreyfingarinnar, segir sömu sögu.
„Það eru engar tillögur komnar fram
í nefndinni,“ segir hann.
Ráðgert er að niðurskurðartillög-
ur verði kynntar í lok júní eða um
miðjan júlí, en Jóhanna Sigurðar-
dóttir sagði við fjölmiðla í vikunni að
ástandið væri verra en í fyrstu hefði
verið talið.
Höskuldur gagnrýnir lélegt upp-
lýsingaflæði og að sífellt sé talað í
hálfkveðnum vísum. Óvissunni þurfi
að eyða. „Við erum alltaf að lenda í
því sem störfum inni í nefndum að
upplýsingar sem berast til okkar séu
hugsanlega trúnaðarmál. Þetta er
eitthvað sem gengur ekki lengur. Það
er miklu betra að við segjum frá stöð-
unni eins og hún er, tökum vindinn í
fangið og berjumst saman í gegnum
það.“ valgeir@dv.is
Allt er á huldu um boðaðan risaniðurskurð í ríkisfjármálum:
Sparnaðartillögur í spádómslíki
Steingrímur J. Sigfússon
Fjármálaráðherra fjallaði um
stöðu og horfur í ríkisfjármálum
á fundi fjárlaganefndar. Engar
niðurskurðartillögur liggja fyrir.
fór til rúSSlAndS
í lAx í boði glitniS
Sumarið 2007 fór Gísli Marteinn
Baldursson, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, í boðsferð á veg-
um Glitnis í Ponoi-laxveiðiána
á Kóla-skaga í Rússlandi. Borg-
arfulltrúinn var í hópi 60 til 80
góðra viðskiptavina og starfs-
manna Glitnis sem var boðið í
hollum í nokkrar veiðiferðir til
Rússlands þetta sumar.
Um var að ræða 3 til 4 fjór-
ar veiðiferðir í Ponoi-ána og var
hver þeirra þriggja daga löng; 15
til 20 manns voru í hverri ferð.
Stór einkaþota var leigð und-
ir hópana. Flogið var frá Reykja-
víkurflugvelli og á flugvöllinn í
borginni Murmansk á Kóla-skaga
í Norður-Rússlandi. Frá Mur-
mansk var flogið með hópana að
Ponoi-ánni í rússneskri herþyrlu
en áin er lengst úti í öræfum
Kóla-skaga. Við ána var gist í vel
útbúnum, upphituðum tjald-
búðum. Samkvæmt heimildum
DV var íslenskur kokkur fenginn
til þess að dvelja í tjaldbúðunum
og elda ofan í boðsgestina og var
hann fluttur sérstaklega til Rúss-
lands til þessa. Vel var veitt af mat
og drykk í ferðinni.
Áætla má að kostnaður við
ferðirnar hafi hlaupið á tugum
milljóna króna. Vikuveiðileyfi
í ánni kostar nú á bilinu tíu til
fimmtán þúsund dollara, eða
1,2 til 1,8 milljónir króna. Áin er
ein gjöfulasta og besta laxveiðiá
í heimi og er þekkt fyrir stórlaxa.
Meðalveiðin á stöng er 25 til 70
laxar á viku og ber að sleppa löx-
unum sem veiðast.
Gísli segist hafa verið í
vinnunni í ferðinni
Gísli Marteinn segir að hann hafi
farið í ferðina til Rússlands því
hann hafi verið beðinn um það
af starfsmanni bankans að gegna
ákveðnu hlutverki þar. „Ég var beð-
inn um að koma. Ég hef oft verið
fenginn í einhverjar uppákomur
og ferðir á vegum bankanna, fyr-
irtækja og félagasamtaka í gegn-
um tíðina; ýmist sem veislustjóri,
ræðumaður eða til að gegna ein-
hverju öðru hlutverki. Þetta á bæði
við meðan ég var í sjónvarpinu og
eins eftir það. Þessi ferð var ein af
þeim. Hlutverk mitt í ferðinni var
að vera eins konar veislustjóri og
ræðumaður. Mér hefur alltaf fund-
ist mjög gaman að vera veislustjóri
og þessi veisla var óvenjuleg en fór
vel fram,“ segir Gísli Marteinn.
Gísli segir aðspurður að hann
telji að honum hafi ekki verið greitt
sérstaklega fyrir ferðina. „Það er
misjafnt hvort maður fær greitt fyr-
ir svona ferðir eða ekki. Stundum
voru bara ferðirnar og uppihaldið
greiðslan fyrir vinnuna í þessum
ferðum,“ segir Gísli Marteinn.
Borgarfulltrúinn vill aðspurður
ekki svara því hvort það hafi verið
gaman í ferðinni eða ekki.
Gísli segist vera lítill veiði-
maður
Einn veiðivörður aðstoðaði hverja
tvo boðsgesti við veiðarnar þá daga
sem hóparnir dvöldu við Ponoi-
ána. Samkvæmt heimildum DV
veiddu boðsgestirnir afar vel þá
daga sem þeir dvöldu við veiðar í
ánni enda gengur það orð af henni
að allir geti veitt í henni. Á heima-
síðu íslensku ferðaskrifstofunnar
Lax-á, sem sérhæfir sig í veiðiferð-
um til útlanda, segir að Ponoi-áin
sé fyrir þá sem vilja veiða mikið af
laxi. „Fyrir þá sem vilja veiða mik-
ið!!!“ segir þar.
Gísli Marteinn segist ekki vita
hvort vel hafi veiðst í ferðinni eða
ekki og hann segist sjálfur lítið hafa
spreytt sig á veiðunum. „Ég er sjálf-
ur lítill veiðimaður og kann ekkert
á það,“ segir hann.
Sjaldgæft að stjórnmálamenn
þiggi slíka fyrirgreiðslu
Samkvæmt heimildum DV var
Gísla Marteini boðið í ferðina
vegna vinatengsla hans við fram-
kvæmdastjóra fyrirtækjasviðs
Glitnis, Einar Örn Ólafsson, sem
einnig var í ferðinni meðal ann-
arra. Einar Örn hefur verið nokk-
uð í fréttum á síðustu vikum vegna
starfsloka sinna í Íslandsbanka,
sem bar brátt að í lok apríl, og
einnig vegna þess að innan við
mánuði síðar var hann ráðinn for-
stjóri Skeljungs.
Ferðin var ein af fjölmörgum
boðsferðum íslensku viðskipta-
bankanna þriggja í góðærinu svo-
kallaða sem lauk á Íslandi með
falli bankanna í haust. Ekki er vit-
að um mörg dæmi þess að stjórn-
málamenn líkt og Gísli Marteinn
Baldursson hafi þegið slíka fyrir-
greiðslu frá bönkunum á dögum
íslenska góðærisins.
Ekki náðist í Einar Örn Ólafs-
son við vinnslu fréttarinnar.
Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var einn af tugum
manna sem Glitnir bauð í laxveiðiferðir í rússnesku ána Ponoi sumarið 2007. Stór
einkaþota flutti boðsgestina til Murmansk. Þaðan var flogið með herþyrlu að Pon-
oi-ánni. Kostnaðurinn við ferðina hljóp á tugum milljóna króna. Gísli Marteinn
segist hafa verið beðinn um að fara í ferðina til að gegna ákveðnu hlutverki.
InGI F. VIlhJálMSSon
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Við veiðar í Ponoi glitnir bauð sextíu til áttatíu viðskiptavinum sínum
og háttsettum starfsmönnum í laxveiði í Ponoi-ána í norður-rússlandi
sumarið 2007. Hér sést fluguveiðimaður kasta í Ponoi-ána sem er ein sú
gjöfulasta í heimi. gísli segist ekki hafa veitt mikið í ferðinni.