Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2009, Síða 14
Borgaralegu hægrimenn-irnir í Sjálfstæðisflokkn-um eru búnir að greiða fyrstu niðurgreiðsluna á
ofurstyrkjunum sem komu þeim
í sögubækurnar rétt fyrir síð-
ustu þingkosningar. Auðvitað er
ekki hlaupið að því fyrir fátæk-
an stjórnmálaflokk að borga 55
milljónir króna og því um að gera
að borga þetta niður á nokkrum
árum. Enda er það svo heppilegt
að eftir því sem lengri tími líð-
ur áður en styrkirnir eru endur-
greiddir að fullu verður verð-
mætið sem er endurgreitt minna.
Styrkirnir hljóðuðu upp á 55 millj-
ónir þegar þeir voru veittir og eru
komnir í hátt í sjötíu milljónir í
dag vegna verðbólgu. Og þegar 55
milljónirnar hafa verið greidd-
ar styrkveitendum eftir nokkur ár
standa 19 milljónir eftir, það er
að segja verðbæturnar sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur uppgötvað
að eru frekar óþægilegt fyrirbæri
fyrir þá sem ætla að endurgreiða
fé.
Þó hlýtur maður að velta fyrir sér hverjir borga hverjum. Einhverjum kynni að detta í hug að Sjálfstæðisflokkurinn
notaði ríkisstyrki til stjórnmálaflokka
til að endurgreiða styrkina. Og auðvit-
að væri það dáldið við hæfi að siðbót
stjórnmálamanna væri að vissu leyti
á kostnað ríkissjóðs og þar með skatt-
greiðenda, kjósendanna í landinu. En
þar með er ekki öll sagan sögð því eftir
stendur spurningin um hverjir fá þetta
borgað. Bæði FL Group og Lands-
bankinn eru komin í þrot og bankinn í
eigu ríkisins. Það gæti því verið svo að
ríkispeningar séu notaðir til að endur-
greiða ríkisbanka.
Sögunni lýkur þó ekki þarna því stjórnmálamenn sáu til þess að stjórnmálaflokkar – og stuðningsmenn þeirra – sitja
við sama borð og líknarfélög og trú-
félög og þeir sem styrkja slík samtök.
Gefendurnir geta nefnilega fengið
skattaafslátt út á styrki sína. Þannig að
þegar menn gáfu pening til stjórn-
málaflokksins síns sluppu þeir við að
borga samsvarandi upphæð í skatta.
En þá vaknar auðvitað spurningin:
Verða FL Group og Nýi Landsbankinn
ekki að greiða skatta aftur í tímann?
Því ekki geta þeir haldið skattaaf-
slættinum núna þegar þeir eru búnir
að fá styrkina endurgreidda og eiga
því ekki rétt á skattaafslættinum. Og
verða þá ekki peningar úr ríkissjóði
notaðir til að endurgreiða ríkisbanka
gamla styrki sem leiða svo til þess að
ríkisbankinn verður að borga fé til
ríkissjóðs?
Gömul frænka Svarthöfða sagði eitt sinn að batn-andi fólki væri best að lifa. Og vissulega á það við um
sjálfstæðismennina sem hafa kom-
ist að því að það var slæmt að safna
ofurstyrkjunum. Og vissulega á það
líka við um að forysta flokksins hafi
áttað sig á því hvað verðbæturnar eru
skaðlegar fyrir þá sem þurfa að end-
urgreiða háar fjárhæðir. Nú er bara
spurning hvort ekki sé hægt að fá fleiri
flokka til að endurgreiða styrki sína
og það án þess að borga verðbætur.
Þegar þessi einföldu reikningsdæmi
blasa við þeim og brenna á þeirra eig-
in skinni hljóta þeir allir að sjá að rétt
sé að leggja verðbæturnar af.
Fimmtudagur 4. Júní 200914 Umræða
Hver borgar Hverjum?
svarthöfði
spurningin
„Ég veit það ekki.
Jú, er það ekki
bara?“
Kristján
Þórðarson,
betur þekktur
sem Stjáni stuð,
hélt upp á
fertugsafmæli sitt
með pompi og
prakt um helgina.
Þar var gaman, eins og dV sagði frá í
gær.
Stjáni, er fleSt
fertugum fært?
sandkorn
n Óhætt er að segja að Gunnar
Birgisson, bæjarstjóri í Kópa-
vogi, fór á kostum í náðar-
faðmi Ingva Hrafns Jónssonar
á ÍNN. Bæjarstjórinn sat undir
spurningum
á borð við
hvort um-
fjöllun um
„barn“ hans
væri ekki
sár og játti
hann því
sorgmædd-
ur. Þá lýsti
hann því að samráð væri milli
Óðins Jónssonar, fréttastjó-
ra Ríkisútvarpsins, og Óskars
Hrafns Þorvaldssonar, frétta-
stjóra Stöðvar 2, um að flytja af
honum fréttir reglulega og til
skiptis.
n Athyglisvert var einnig að
Gunnar Birgisson bæjarstjóri
taldi að ríkisstjórnin stæði að
hinni svívirðilegu aðför sem
gengur út
á að upp-
lýsa um
viðskipti
feðginanna.
Þessa skoð-
un hefur
Gunnar
vegna þess
að Katrín
Jakobsdóttir menntamála-
ráðherra setti í gang rannsókn
á viðskiptum Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna við fyrir-
tæki dóttur Gunnars. Dóttur-
fyrirtækið fékk yfir 10 milljónir
króna, eins og DV greindi frá,
meðan faðirinn gegndi stjórn-
arformennsku.
n Árni Páll Árnason félags-
málaráðherra fer illa af stað í
embætti sínu. Áður en hann
varð ráðherra var hann með
alþýðlegustu mönnum og
naut hylli margra vegna þess.
Þegar Ásgerður Jóna Flosa-
dóttir, formaður Fjölskyldu-
hjálpar Íslands, kom sér fyrir
við styttuna af Jóni Sigurðs-
syni til að selja merki til styrkt-
ar fátækum fjölskyldum lagði
ráðherrann á flótta. Merkið
kostar aðeins 500 kall en Árni
treysti sér ekki til að styðja
það málefni. Það gerði aftur á
móti samflokksmaður hans,
Sigmundur Ernir Rúnarsson
alþingismaður.
n Orkuveita Reykjavíkur undir
stjórn Hjörleifs Kvaran for-
stjóra og Guðlaugs Sverris-
sonar stjórnarformanns er í
fjárhagskrísu þessa dagana
og getur
ekki efnt
til neinna
nýfram-
kvæmda.
Forstjórinn
heldur því
þó fram að
fyrirtæk-
ið sé ekki
gjaldþrota. Bloggarinn Jónas
Kristjánsson er þó ekki í vafa
um stöðu Orkuveitunnar sem
hann segir vera „tæknilega
gjaldþrota“ og um sé að kenna
„... fáránlegu braski veitunnar
í þágu álbræðslna og annarra
draumóra.“
LyngháLS 5, 110 reykJaVík
Útgáfufélag: útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir
ritStjórar:
Jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: dV.iS
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: dV. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur.
dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Ég þarf örugg-
lega að fikta
aðeins í þjálfar-
anum líka.“
n Ólafur Stefánsson handboltahetja um
þjálfara Rhein-Neckar Löwen, liðsins sem hann
mun spila með á næsta tímabili. – DV
„[Þ]að er verið að senda
síðustu prófarkir með
DHL inn í frumskóga
Suður-Ameríku til að gera
síðustu leiðréttingar.“
n Atli Bollason, kynningarstjóri hjá Forlaginu,
um nýja skáldsögu Steinars Braga en höfundurinn
er á ferðalagi um Suður-Ameríku. – Morgunblaðið
„Össur vildi ekki
eiga á hættu að
hitta Dalai á
rúntinum.“
n Jónas Kristjánsson ritstjóri um ástæðu þess
að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fór til
Möltu á sama tíma og Dalai Lama var á landinu.
– jonas.is
„Það hringdi í
mig maður sem
hafði lesið um
málið og bauðst
bara til þess að gefa
stráknum nýtt hjól.“
n Aníta K. Jónsdóttir, móðir hins 11 ára Nabils
Omars, en hjóli hans var stolið á dögunum.
Örlátur lesandi DV keypti handa honum nýtt hjól.
– DV
„Ég stóð strax
upp og tékkaði á
því að allir útlim-
ir væru í lagi.“
n Sigurður Guðmundsson í hljómsveitinni
Hjálmum um vélhjólaslys sem hann lenti í á
dögunum. – Fréttablaðið
Auðmennina heim
Leiðari
Hyldýpisgjá er á milli íslenskrar þjóðar og auðmanna. Eftir hrun bankanna og efnahagskerfisins eru þeir margir sem kenna út-
rásarvíkingum um hvernig fór. Margir þeirra
sem böðuðu sig í ljóma eigin auðæva og
nutu almannahylli eru nú fyrirlitnir og fast
að því landflótta. Grunsemdir eru uppi um
að sumir þeirra hafi komið auðævum und-
an og feli fjármuni í skattaskjólum erlendis.
Kröfur hafa komið fram um að þessir menn
verði tafarlaust fangelsaðir án þess að þeir
njóti verndar laga réttarríkisins. Tortryggni
og hatur hefur grafið um sig án þess þó að
sannanir liggi fyrir um sekt eða sakleysi. Það
er þjóðinni, ekki síður en auðmönnunum,
nauðsynlegt að ná sátt við þá menn sem fóru
með himinskautum í góðærinu en eru nú
óæskilegir þegnar lands á barmi gjaldþrots.
Leiðin að fyrirgefningu gæti orðið sú að auð-
mennirnir snéru aftur heim og legðu öll sín
spil á borðið undanbragðalaust. Sekir jafnt
og saklausir. Þeir yrðu þá að upplýsa um all-
ar hliðar fjárhags síns og spara yfirvöldum
stórfé í rannsókn. Vel er hugsanlegt að brota-
mönnum úr þeirra hópi yrði gefinn afsláttur
af refsingu gegn skýlausum uppljóstrunum.
Þá er eðlilegur hluti sáttarinnar að auð-
mennirnir föllnu leggi fjármuni sína í upp-
byggingu atvinnulífsins. Með því móti tækist
að brúa gjána milli þeirra og almennings og
skapa þá sátt sem öllum er nauðsynleg. Í stað
þess að verða útlagar frá eigin föðurlandi
gætu þeir sest að á Íslandi án þess að verða
fyrir hatri eða fyrirlitningu. Útlegð þeirra
yrði þar með lokið með uppgjöri í nafni rétt-
lætis en ekki hefndar. Þeir ættu þess kost að
leggja þjóð sinni lið á tímum sem líklega eru
þeir erfiðustu á lýðveldistímanum. Það ætti
að verða þeim flestum fagnaðarefni að fá
tækifæri til að sýna manndóm og snúa heim
með þann einlæga ásetning að sinna skyldu
sinni sem Íslendingar. Auðmennirnir verða
að leggjast á árarnar með þjóðinni í endur-
reisninni. Gullið er gott en fósturjörðin mik-
ilvægari. Aumastur allra er landlaus maður
sem brugðist hefur þjóð sinni. En leiðin til
sáttar er fær.
reynir trauStaSon ritStjóri Skrifar. Aumastur allra er landlaus maður.
bókstafLega