Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2009, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2009, Side 15
Fimmtudagur 4. Júní 2009 15Umræða Hvað drífur þig áfram? „Það að maður fékk einhverja hæfileika að guðsgjöf sem maður verður að nýta sér sem best og láta verða af hlutunum sem maður trúir á.“ Hvar ólstu upp? „í Vesturbænum.“ Við hvað starfar þú? „Kvikmynda- gerð.“ Hvernig tilfinning var það að hitta Dalai Lama? „Það var alveg einstakt. Ég upplifði samt blendnar tilfinning- ar því hann er svo blátt áfram, svo venjulegur en um leið svo einstakur.“ Var eitthvað í fari Dalai Lama sem kom þér á óvart? „Hvað hann hafði ótrúlega orku miðið við að hann er 75 ára gamall.“ Hvernig leið honum hérna? „Ég held að honum hafi liðið mjög vel. auðvitað get ég ekki sagt til um það en ég er mamma og ég reyni að lesa fólk út frá því og mér fannst honum líða mjög vel. Hann var öruggur í íslenskum höndum.“ Bað hann um að sjá eitthvað sér- stakt hér á landi? „íslenska fólkið.“ Hefði forseti Íslands átt að hitta Dalai Lama? „Já, auvitað fannst mér það en það er bara mitt einstaka viðhorf. Hann hefur sín viðhorf og ég ber fulla virðingu fyrir þeim.“ Hvað finnst þér um viðbrögð kínverskra stjórnvalda við komu Dalai Lama til landsins? „Ég veit ekki alveg hver viðbrögð þeirra eru núna. Ég held að við verðum að bíða aðeins og sjá hver viðbrögðin verða.“ Hverjir verða Íslandsmeistarar Í fótbolta karla? „Valur vinnur. Ég fylgist með og hef farið á völlinn í sumar.“ Pitak Ganjan 14 ára nemi „Ég veit ekkert um fótbolta.“ aLfreð jónsson 76 ára FyrrVerandi starFsmaður dV „Ég held að það verði Kr, ég er samt ekki viss.“ arnþór HaLLGrÍmsson 14 ára „Ég veit það ekki. Ég fylgist ekkert með fótbolta.“ Bjarni sÍVertsen 14 ára nemi Dómstóll götunnar þóranna siGurðarDóttir kvikmyndagerðarkona er einn af skipuleggjendum komu dalai Lama til landsins. Hún lýsir dalai Lama sem einstaklega orkumiklum manni sem leið vel á íslandi. Öruggur í íslensk- um hÖndum „ekki FH. Öll liðin í deildinni eru mín lið, nema FH. Þannig að ég ætla að segja að Keflavík vinni.“ þórir tHeóDórsson 42 ára smiður maður Dagsins Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er mikill vandi á höndum. Öll spjót standa á henni þegar átta mánuðir eru liðnir frá hörmungum banka- hrunsins og afglöp- um stjórnvalda og stofnana sem hámörkuðu tjón íslensku þjóðarinnar. Gjaldeyris- hrun bættist ofan á fjár- málakrepp- una sem ein og sér hafði nægt afl til þess að framkalla mestu efna- hagsdýfu síðari áratuga hér á landi. Bankahrunið framkallaði slíka ólgu á fáum vikum að ríkisstjórn Geirs H. Haarde hrökklaðist frá. Kjósendur horfðu ekki aðeins ofan í tómar buddur sínar og fram á vax- andi efnalegt óöryggi heldur gróf um sig tortryggni í garð íslenskra stjórnmála yfirleitt. Tími var kom- inn til þess að lofta út. Áratugum saman hafði klíku- þjóðfélagið grafið um sig og skap- að forréttindastétt þar sem ófust saman helstu peninga- og auð- lindahagsmunir þjóðarinnar og yfirráð á vettvangi stjórnmálanna. Þessi forréttindastétt hafði að lok- um búið svo um hnútana upp úr aldamótunum síð- ustu að hún hafði framkvæmda- valdið, lög- gjafarvaldið og hálft dóms- valdið í hönd- um sér. Hún gat lifað í refsileysi við hlið rétt- arríkisins og bjó sig undir að ná undir- tökunum á fjórða valdinu, fjölmiðl- unum. Boðskapur forsetans Það er vel þess virði að rýna með kaldri hlut- lægni á það sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur um þetta að segja í ítarlegu viðtali í nýju tölublaði Mannlífs. Hann ræðir þar um íslenska sið- menningu í pólitík sem einskon- ar krónískan sjúkdóm sem rætur eigi að rekja aftur til heimastjórnar Hannesar Hafstein fyrir einni öld síðan. Þar ófust stjórnmálaflokkar saman við embættiskerfið í flokks- ræði „... þar sem forystumenn flokkanna höfðu drottnunarvald yfir embættiskerfinu í ríkara mæli en hollt var fyrir lýðræðið.“ Og Ólafur Ragnar bætir við: „Flokkarnir skipuðu miskunnar- laust sína fulltrúa í embætti innan ráðuneyta og í öðrum stjórnstofn- unum, dyggir flokksmenn höfðu forgang, almennir hæfileikar, menntun og reynsla, voru ekki ráð- andi [...] Þetta hefur gert embætt- iskerfið flokkspólitískt í tvennum skilningi, menn eiga sinn sess og stöðu innan embættismannakerf- isins hollustu við flokkinn að þakka og hins vegar að menn vissu um þetta skipunarvald ráðherranna.“ Í ljósi þessa kemst Ólafur Ragn- ar að þeirri niðurstöðu að ein af orsökunum fyrir kerfishruni bank- anna hafi verið áratuga langt sam- spil flokksræðis og stjórnsýslu í landinu. Sjúkdómurinn verði ekki læknaður nema til komi siðvæðing og breyttir starfshættir á vettvangi stjórnmálaflokkanna og við val á embættismönnum. máttleysislegt viðnám Nú þykjast margir sjá teikn þess að ríkisstjórninni hafi ekki tekist sem skyldi að verða við kröfum kjós- enda um uppstokkun og hreinsun. Þvert á móti hafi hún látið glepj- ast af hrægömmum og hákörlum gamla kerfisins sem hreiðri um sig á nýjan leik í fjármálalífinu und- ir verndarvæng bláeygðra stjórnar- herra. Vandi ríkisstjórnarinnar í þessu efni er ekki minni en sá djúpstæði efnahagsvandi sem steðjar nú að heimilum og fyrirtækjum í land- inu. Tröllauknar skuldir blasa við á öllum vígstöðvum. Enda eru klík- ustjórnmálin menningarsjúkdóm- ur sem ekki verður læknaður nema með meðulum siðvæðingarinnar. „Á Íslandi ríkir ný yfirstétt. Skila- nefndir gömlu bankanna fara nú með eignir gamla bankakerfisins og drottna yfir örlögum dauðlegra,“ segir Ólafur Arnarson, höfundur bókarinnar Sofandi að feigðarósi, í nýjum bloggpistli sínum. Skilanefndir eru aðeins eitt dæmi af mörgum um hneigðir í átt til laumuspils og ógagnsæis gamla klíkuþjóðfélagins. Ríkisstjórnin var kjörin til þess að vinda ofan af klíkuþjóðfélaginu. Ætli hún sér að halda velli verður hún að vanda verk sín á þessu sviði einnig, fylgja gagnsæjum reglum og upplýsa um hagsmunatengsl. Seigfljótandi klíkuveldi segir til sín kjallari svona er íslanD 1 teri Hatcher í flottu formi - myndir aðþrengda eiginkonan teri Hatcher lék sér í sjónum um helgina og sýndi glæsilegan vöxt. 2 teri Hatcher í flottu formi - myndir aðþrengda eiginkonan teri Hatcher lék sér í sjónum um helgina og sýndi glæsilegan vöxt. 3 „Við vitum ekki meira en það sem stendur í blöðunum“ einar gústafsson, bróðir Helge gústafssonar, segir fjölskylduna ekki vita mikið en halda í þá litlu vonarglætu sem til er. 4 keypti ísskáp á facebook sammi í Jagúar keypti ísskáp af Kastljóspíunni Þóru tómasdóttur á Facebook. 5 Örlátur lesandi gaf nýtt hjól Fjallahjóli nabils Omars anítusonar var stolið en lesandi dV gaf honum glænýtt trek-fjallahjól. 6 Vinalaus kynbomba Ofurskutlan og transformer-stjarnan megan Fox er skíthrædd við að verða djamminu að bráð og lifir einangruðu lífi. 7 „spunameistari skattastjórn- arinnar“ Ólafur arnarson gagnrýnir Þórólf matthíasson hagfræðing fyrir að ganga fram fyrir skjöldu og verja hækkanir ríkisstjórnarinnar á eldsneytissköttum og áfengisgjaldi. mest lesið á dV.is jóHann Hauksson útvarpsmaður skrifar „Þvert á móti hafi hún látið glepjast af hrægömmum og hákörlum gamla kerfisins sem hreiðri um sig á nýjan leik.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.