Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2009, Qupperneq 21
Fimmtudagur 4. Júní 2009 21Fókus
á f i m mt u d e g i
Hvað Heitir lagið?
„Hún batt þig við eld-
hússtól, hún braut há-
sæti þitt og klippti hár
þitt.“
Sex vikur á
toppnum
Bókin Sofandi að feigðarósi eftir
Ólaf Arnarson heldur enn toppsæti
sínu á metsölulista Eymundsson
og trónir þar nú sjöttu vikuna í röð.
Matgæðingurinn Nanna Rögnvald-
ardóttir var örfáum eintökum frá
því að hrifsa toppsætið af Ólafi með
bókinni Maturinn hennar Nönnu í
síðustu viku en það er skemmst frá
því að segja að hún hefur nú hrapað
niður í sjöunda sæti. Ætla má því að
hún ógni Ólafi ekki frekar á næst-
unni. Í öðru sæti þessa vikuna situr
hins vegar Ragnheiður Gestsdótt-
ir með bókina Ef væri ég söngvari
en með henni fylgir geisladiskur.
Krimminn umtalaði Karlar sem hata
konur eftir Stieg heitinn Larsson
kemur þar á eftir.
Önnur Hálf-
vitaplata
Út er komin nýjasta plata Ljótu
hálfvitanna sem jafnframt er
nefnd í höfuðið á þeim. Þetta er
önnur plata hljómsveitarinnar
og á henni eru meðal annars lög
eins og Lukkutrollið, sem hljóm-
að hefur talsvert á öldum sumra
ljósavaka að undanförnu, Stjáni,
Fyllibyttublús og Meðlag. Nokkr-
ir góðir gestir eru á plötunni,
þar á meðal söngkonan Guð-
rún Gunnarsdóttir og Hjörleifur
Valsson fiðluleikari og Gunnar
Ben óbóleikari sem takast á í ein-
leikseinvígi ársins í Áfram stelp-
ur! Síðastliðinn laugardag héldu
Ljótu hálfvitarnir útgáfutónleika
í Óperunni og ætla þeir að halda
aðra slíka á heimavelli liðsmanna
norður í Ýdölum í Aðaldal á
morgun, föstudag. Allar nánari
upplýsingar á midi.is.
Skjálftadag-
Skrá í Hvera-
gerði
Hin árlega tónlistarhátíð Bjartar
sumarnætur fer fram í Hveragerð-
iskirkju um helgina. Dagskráin er
nákvæmlega sú sama og átti að fara
fram á síðasta ári en þá féll hátíðin
niður þar sem daginn áður en hún
átti að hefjast reið jarðskjálftinn stóri
yfir Suðurland. Vegna skemmda á
kirkjunni og ótta aðstandenda hátíð-
arinnar og listamannanna við frekari
hamfarir var hætt við tónleikahald-
ið. Á meðal þeirra sem koma fram
eru Diddú, píanóleikarinn Anna
Guðný Guðmundsdóttir og klarin-
ettuleikarinn Sigurður I. Snorrason
að ógleymdu Tríói Reykjavíkur. Allar
nánari upplýsingar á hveragerdi.is.
Djúpið, nýr íslenskur einleikur eft-
ir Jón Atla Jónasson, verður frum-
sýndur á Litla sviði Borgarleikhúss-
ins á morgun, föstudag. Leikhús
um alla Evrópu eru nú í óða önn
að tryggja sér sýningarréttinn á
verkinu en það var heimsfrum-
sýnt í Oran Mor-leikhúsinu í Glas-
gow í apríl síðastliðnum. Viðtökur
gagnrýnenda voru frábærar, Djúp-
ið fékk til að mynda fjórar stjörnur í
blaðinu The Scotsman. Einn þekkt-
asti leikari Skotlands, Liam Brenn-
an, var í aðalhlutverkinu en í Borg-
arleikhúsinu er það stórleikarinn
Ingvar E. Sigurðsson sem fer með
aðalhlutverkið. Höfundurinn Jón
Atli, sem þreytir hér frumraun sína
sem leikstjóri, skrifaði verkið með
Ingvar í huga.
Djúpið er frásögn úr íslenskum
veruleika sem lætur engan ósnort-
inn, segir í tilkynningu. Þetta er
óður til allra þeirra fjölmörgu, ís-
lensku sjómanna sem í gegnum
aldirnar hafa haldið á djúpið. Bát-
ur heldur úr höfn rétt fyrir dögun.
Menn ýmist fleygja sér í koju eða
halda sér vakandi á sígarettum, kaffi
og veltingi. Enginn hefur minnsta
grun um hvað er í vændum.
Höfundur leikmyndar er Árni
Páll Jóhannsson, lýsing er í hönd-
um Björns Bergsteins Guðmunds-
sonar og um tónlistina sér Hilmar
Örn Hilmarsson.
Þessi einleikur Jóns Atla er sá
nýjasti í röð einleikja sem settir hafa
verið upp á Litla sviði Borgarleik-
hússins í vetur. Þrír hafa þegar ver-
ið settir upp: Óskar og bleikklædda
konan þar sem Margrét Helga Jó-
hannsdóttir leikur öll hlutverkin,
Sannleikur spéfuglsins Péturs Jó-
hanns Sigfússonar og Ég heiti Ra-
chel Corrie þar sem Þóra Karítas
Árnadóttir var allt í öllu.
Enn einn einleikurinn
Á dauða mínum átti ég von! En að
einhver leikur myndi draga mig frá
UFC-leiknum var sem köld tuska í
heldur þurrt andlit. Einhverskonar
rafeindahvellur verður í borg sem
minnir skuggalega á New York. Í
kjölfarið er borgin sett í sóttkví og
allt verður tryllt. Glæpagengi ráða
ríkjum, allt í ólagi, algjör óöld, ekki
ósvipað því og er í gangi í Reykjavík
um þessar mundir.
Maður sem var staddur í miðri
sprengingunni finnur að hann er
ekki samur. Nú líður um hann raf-
magn sem hann getur notað í ýmis
brögð, hann er sem sé með ofur-
krafta. Skyndilega hefur FBI-kona
samband og fær manninn til að leita
að eiginmanni sínum, sem er týnd-
ur einhverstaðar í borginni. Þetta er
svona nokkurn veginn upphafið á
leiknum Infamous, en undirritaður
gerir sér fulla grein fyrir því að leiki
af þessari stærðargráðu er erfitt að tí-
unda í örfáum setningum.
Á leiðinni lærir maður milljón ný
trix, hoppar milli húsþaka, kemur
rafmagni aftur á borgarhluta, berst
við gengi, aðra drullusokka með of-
urkrafta og svo verður maður auð-
vitað að ákveða sig hvort maður ætli
að vera góður eða slæmur í leiðinni,
eins og lenskan er í leikjum í dag. In-
famous byggir á „free-roam“ stíl leikja
eins og GTA, en með ofurkröftun-
um er búið að glæða þessa týpu svo
fersku lífi að samanburðurinn verð-
ur óþarfur. Grafíkin er glæsileg, ekki
feilspor stigið þar á bæ. Í bardögum
getur verið ógurlegur hraði og með
útsjónarsemi er hægt að nýta nánast
allt umhverfi gegn andstæðingum.
Sagan er illa svöl og heldur manni
við efnið, án þess að maður brosi út
í annað, eins og svo oft gerist. Ég var
enn að átta mig á nýjum hlutum rétt
áður en ég kláraði leikinn, sem gefur
honum topp-endingu. Infamous er
án nokkurs vafa einn af betri leikjum
sem við munum sjá þetta árið, ég bara
trúi ekki öðru. En ef maður á að kvarta
yfir einhverju, þá mætti leikurinn vera
aðeins erfiðari, ég spila í hard, og það
er engin sérstök áskorun. Infamous er
annars dæmi um hvað tölvuleikjafyr-
irtæki geta verið æðisleg. Svona nán-
ast fullt hús stiga, sem er sjaldgjæft í
helvítis kreppunni. Ef valið stendur
á milli þess að sjá Grease, eða spila
þennan. Þessi, ekki nokkur spurning.
Dóri DNA
Betri en
Su aráSt
Infamous Ef valið
stendur á milli þess að
sjá grease, eða spila
þennan. Þessi, ekki
nokkur spurning.
Svar: HallelujaH eftIr leonard CoHen
einleikarar Pétur Jóhann Sigfússon
lék í einleik á Litla sviði Borgarleik-
hússins í vetur og nú fylgir ingvar í
sömu spor. með þeim á myndinni
er fegurðardrottningin unnur Birna
Vilhjálmsdóttir.
MYnd Gunnar GunnarSSon
Infamous
tegund: Hasarleikur
Spilast á: PS3/Xbox 360
tölvuleikir