Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2009, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2009, Qupperneq 22
Fimmtudagur 4. Júní 200922 Fólkið Handknattleiksmaðurinn og silfurdrengurinn Logi Geirsson er í baráttu við aukakílóin sem hann safnaði upp í meiðslun- um en hann ætlar sér að verða fitt og flottur áður en hann fer í frí til Mallorca með gullfallegu kærustunni sinni, Ingibjörgu Elvu Vilbergsdóttur körfuknatt- leikskonu úr Keflavík. Logi kallar átakið: „Fit For Mallorca“ og eru nú fimm kíló farin hjá þessum lífsglaða handknattleiksmanni. Þá er hann kominn með „four pack“-magavöðva en stefnir væntanlega að sínum venjulega six-pack. Ein aðferðin sem hann beitir er að fara til töfralæknis þar sem fólk situr og hlustar á tónlist. Ekki amalegt það. í félagsskap a-ha „Þetta er þekkt fjáröflun í Ameríku og bygg- ist bara á að láta gott af sér leiða og leika sér í leiðinni,“ segir Ólafur Guðbergsson, formað- ur ferðanefndar Arna, bifhjólaklúbbs Suður- nesja, sem ætlar að hjóla til góðs á laugardag- inn. Þá stendur klúbburinn fyrir fjáröflun til styrktar forvarnafélaginu Lundi með því að hjóla hringinn í kringum allt Reykjanesið, að minnsta kosti allt að því. Samtals verða 128 kílómetrar lagðir að baki. Þúsund krónur kostar að taka þátt í túrn- um og eru allir vélhjólamenn velkomnir. „Við- tökurnar hafa verið mjög góðar. Við vonum að það verði ekki undir tvö hundruð hjól sem taki þátt,“ segir Ólafur. Einnig má hafa far- þega, eða „hnakkaskraut“ eins og fagmenn- irnir kallað það, og kostar fimm hundruð krónur fyrir hann. Ágóðinn rennur óskipt- ur til Lundar. Svokallað „poker run“ fer fram samfara hjólatúrnum sem virkar þannig að menn draga spil á fimm tilteknum stöðum á leiðinni. Sá sem er með bestu höndina í lokin fær vegleg verðlaun. Svona fjáröflunaraðferð hefur aldrei verið notuð áður á Íslandi að því er Ólafur best veit. „Og við vorum skíthræddir um að láta þetta heita Poker Run því póker er bannaður hér á landi,“ segir Ólafur og hlær. Hann bætir við að það sé samt ekkert verið að veðja heldur ein- faldlega stuðst við grundvallarreglur pókers- ins til að meta hver sé með bestu höndina. Upphafs- og endapunktur túrsins er Arn- arhreiðrið, félagsheimili Arna, í grennd við Keflavíkurflugvöll. Þar geta menn nálgast gögn á milli klukkan 11 og 13 á laugardaginn áður en lagt verður í hann. Um kvöldið verður svo grillveisla fyrir þátttakendur í Top of the Rock, sem áður var klúbbur varnarliðsmanna. kristjanh@dv.is fimm kíló fokin hjá loga Bifhjólamenn á SuðurneSjum Styrkja forvarnaStarf: Jóhanna Guðrún: Tónlistar- og útvarpsmaðurinn Brynjar Már Valdimarsson betur þekktur sem BMV hefur gefið frá sér myndband við lagið Santeria sem bandaríska sveitin Sublime gerði frægt hér um árið. Í mynd- bandinu situr BMV á gangstétt- arbrún með kassagítarinn og syngur á meðan krakkar spreia á vegginn fyrir aftan hann ýmiss konar skilaboð. BMV gaf út plöt- una The beginning í lok síðasta árs og hefur sú plata verið að gera það gott á vinsældalistum um heim allan. syngur santeria póker í göfugum tilgangi Bifhjólamenn Fjölmenna í hjólatúr um reykjanesið á laugardaginn. MYND RóBeRt ReYNissoN eurovision-farinn Jóhanna Guðrún fer í stutta tónleikaferð um evrópu í sumar þar sem hún kemur meðal annars fram á Gay Pride-hátíðinni í Stokkhólmi og einum stærstu úti- tónleikum sem fram fara í ósló. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Euro- vision-stjarna heldur út fyrir landsteinana eftir 17. júní í stutt tónleikaferðalag um Evrópu. Jó- hanna kemur meðal annars fram á VG Topp 20 útitónleikunum í Ósló sem eru með þeim stærstu sinnar tegundar í Noregi. Jóhanna stígur þar á svið ásamt hinni goð- sagnakenndu sveit A-Ha og diskó- snillingunum í Kool & The Gang sem eru einna þekktastir fyrir lag- ið Jungle Boogie. „Þetta er alveg æðislegt,“ seg- ir Jóhanna Guðrún. „Það væri al- gjör draumur ef ég fengi að hitta þessa listamenn. En það er ekkert víst að svo fari. Þessir stóru tón- listarmenn fá svo mikið áreiti að þeir vilja oft vera út af fyrir sig, en það væri voða gaman að hitta þá.“ Aðrir lista- menn sem fram koma á þessu stórtónleikum eru næntís sveit- in Aqua sem snú- ið hefur aftur eftir marga ára dvala, Alexander Rybak og sveitin White Lies sem fram kom á Airwaves í fyrra. Tónleikarnir verða einnig sýnd- ir í norska ríkissjón- varpinu og því má búast við að millj- ónir manna berji Jóhönnu Guðrúnu augum. Því næst heldur Jóhanna til Tyrk- lands þar sem hún kemur fram á Çesme International Song Contest og endar Jóhanna ferðina í Stokk- hólmi þar sem hún kemur fram á hinni árlegu Gay Pride-hátíð. „Þær eru rosalega flottar þess- ar Gay Pride-hátíðir úti í heimi og samkynhneigðir elska Euro- vision þannig að þetta ættu að vera skemmtilegir áhorfendur,“ segir Jó- hanna spennt. Hún ber miklar vænting- ar til þessa tónleikaferðalags en er á sama tíma ótrúlega þakk- lát. „Maður vonar náttúrulega að það verði eitthvað framhald eftir Eurovision-ævintýrið og ég vona að það haldi áfram að ganga vel í iframtíðinni.“ Aðspurð segir Jóhanna ekki ólík- legt að hún og Alexander Rybak komi saman í framtíðinni. „Við erum í samningaviðræðum eins og er og þegar það er yfirstaðið gæti bara vel verið að við syngj- um saman,“ segir Jóhanna Guð- rún glöð. hanna@dv.is Kool & the Gang Kemur fram á Vg topp 20 útitónleikunum í Ósló. Jóhanna Guðrún Stígur á svið ásamt goðsagnakennd- um tónlistar- mönnum í Ósló. A-Ha Jóhanna guðrún segir það algjöran draum ef hún fær að hitta þessa merku tónlistarmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.