Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2009, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2009, Síða 3
miðvikudagur 24. júní 2009 3Fréttir HITAMET GÆTU FALLIÐ „Við fáum miklu fleiri svona daga. Tíðarfarsspáin fyrir júlí er miklu hagstæðari en fyrir júní. Lík- urnar eru meiri en minni á að við fáum enn betra veður í júlí. Það gæti vel gerst að við fáum alvöru hitabylgju í júlí ef tekið er mið af tíðarfarsspám.“ Aukinn sjávarhiti Einar Sveinbjörnsson veðurfræð- ingur hefur ekki skoðað horfur fram í tímann og getur því ekki sagt til um hve heitur júlímánuður verður. Hann telur þó líklegt að hitinn fari yfir tuttugu stigin um helgina. „Enn hefur hitinn ekki náð tut- tugu stigum á nokkrum stöðum þetta sumarið. Í allmörg ár hefur hiti ekki farið í tuttugu stig fyrr en um þetta leyti. Ég á von á því að hiti fari yfir tuttugu stig um helg- ina á Norður- og Norðausturlandi. Hlýindi og góðir sumardagar eru í vændum en hvort það verði hita- bylgja í júlí veit ég ekkert um.“ Einar segir aukin hlýindi á Ís- landi síðustu ár eiga rætur sínar að rekja til hærri sjávarhita en getur ekki sagt til um hve stórt hlutverk gróðurhúsaáhrifin spila. „Það hefur almennt séð verið hlýrra núna síðustu tíu til tólf ár. Það tengist mikið til hlýnun sem hefur orðið í sjónum í kringum landið. Þessi hlýnun er ekki bara á sumrin heldur árið um kring, þó síst á vorin. Ekkert er hægt að segja til um hvað aukin gróðurhúsaáhrif eiga mikinn þátt í þessu á móts við hlýnandi sjávarhiti.“ Jákvæð tíðindi Einar segir veðráttuna ganga í sveiflum og ekki víst að hlýtt verði á næsta ári þó hitinn þetta árið verði hár. „Það hafa auðvitað skipst á ákveðnar sveiflur í veðráttunni á síðustu áratugum. Það var frekar kalt í kringum 1970 og ‘80 og hlýrra áður fyrr, á kreppuárunum hinum fyrri, ef við getum kallað þau það, á milli 1930 og ‘40. Hiti mun hækka jafnt og þétt á næstu árum miðað við þær spár og horfur um hægt og bítandi hlýnandi veðráttu á hnatt- vísu. Það slær samt í bakseglin og kólnar á milli og þessar veðráttu- sveiflur verða enn til staðar. Það eru líkur til þess að það verði hlýrri tilvera eftir fimmtíu til hundrað ár en núna. Það er ekki þar með sagt að það verði hlýrra á næsta ári en í ár því þetta gengur í sveiflum.“ Íslendingar þurfa samt ekki að hafa áhyggjur af hlýnandi loftslagi að mati Einars. „Við þurfum ekki að hafa áhyggj- ur hér á landi. Hitabylgjur hér þýða að hitinn fer yfir 25 og upp undir 30 stig og kannski yfir það. Aðeins sunnan við okkur á meginlandi Evrópu gerist þetta á hverju sumri og oft á sumri. Það að sumarveðr- áttan verði hlýrri og bærilegri eru bara jákvæð tíðindi. Þá höfum við fleiri daga til að sitja úti og fram á kvöld án þess að vera kappklædd,“ segir Einar og hvetur Íslendinga til að njóta hlýju daganna á næst- unni. Margt gerist undir regnhlífinni Siggi stormur hvetur einnig alla, stóra sem smáa, til að njóta veður- blíðunnar, fara í útilegu um helgina og láta ekki nokkra rigningardropa stöðva sig. „Það ættu allir að fara í ferðalag sem vettlingi geta valdið með góða skapið að leiðarljósi. Það eru drop- ar hér og þar en það er hverfandi samt. Ég sé ekki annað en að menn eigi að nýta þetta alveg í botn og reyna að nýta þessa góðu daga sem koma. Þó það dropi í klukkustund og klukkustund þá er það ekki til að drepa neinn. Svo megum við ekki gleyma því að í svona logni er hægt að setja upp regnhlíf og það hafa mörg ástarsamböndin myndast undir regnhlífinni. Það getur verið sjarmerandi að hitta ævifélagann undir regnhlífinni. Það er margt sem getur gerst undir regnhlífinni. Það þarf ekki endilega að vera nei- kvætt. Tilhugalíf Íslendinga hefur kannski aldrei verið betra.“ ÓvEnjULEGAr oG sérsTAkAr HITAbyLGjUr Tvær alvöru hitabylgjur hafa leikið við landsmenn síðustu ár. Sú fyrri var í ágúst árið 2004. „Það er ein magnaðasta hitabylgja sem komið hefur í langan tíma því hún stóð í svo marga daga. Þá féll 113 ára gamalt hitamet í reykjavík þegar hitinn fór upp í 24,8 gráður 11. ágúst,“ segir Sigurður Þ. ragnarsson. Þetta hitamet féll í fyrra í annarri sérstakri hitabylgju. „við fengum sérstaka hitabylgju fyrir ári síðan, þann 29. júlí, sem stóð afskaplega stutt. Hún stóð í raun bara í einn til tvo daga þó það hafi verið hlýtt í nokkra daga. merkilegast við hana er að það munaði minnstu 30. júlí að við myndum slá hitamet landsins þegar hiti fór í 29,7 gráður á Þingvöllum. Hlýjast hingað til er 30,5 gráður sem skráð var árið 1939,“ segir Sigurður sem fannst hitabylgjan í fyrra afar óvenjuleg. Á meðan hún stóð yfir féll hitametið í reykjavík aftur, þegar hitinn náði 25,7 gráðum í fyrsta sinn. „að mörgu leyti er hún óvenjuleg því það féllu met afskaplega víða. Það má segja að það hafi fallið met á þorra veðurstöðva gróft séð. nýtt hitamet var sett á Stórhöfða í vestmannaeyjum þar sem mældist 21,6 gráður. Það á nánast ekki að vera hægt með sjóinn allt í kring. Það er athyglisverðasta metið finnst mér.“ Margt fæðist undir regnhlíf Siggi hvetur fólk til að koma sér vel fyrir undir regnhlíf þegar dropar því þannig hafa mörg ástarsamböndin myndast. Mynd BrAgi Þór Jósefsson njótum lífsins! nýtum þessa fáu sólardaga sem við fáum og gerum eitthvað skemmtilegt um helgina. Mynd KArl Petersson Bjarki Kárason ætlar að áfrýja sex mánaða fangelsisdómi sem féll yfir honum í Héraðsdómi Aust- urlands síðastliðinn mánudag. Bjarki var þar fundinn sekur um að hafa hótað fjölskylduföður og tíu ára dóttur hans. Við yfirheyrsl- ur lögreglu neitaði Bjarki að hafa haft í hótunum við fjölskylduföð- urinn og dóttur hans í gegnum síma, líkt og kemur fram í dómn- um. „Ég hef gert margt slæmt um ævina, ég viðurkenni það alveg, en ég hef aldrei hótað krökkum. Ég hótaði manninum og dóttur hans aldrei,“ segir hann. Í dómnum kemur fram að Bjarki hafi ekki getað greint frá því við skýrslutöku lögreglu hvað far- ið hafi á milli hans og dótturinnar og bar hann fyrir sig minnisleysi. Þess vegna gat Bjarki ekki fullyrt að hann hefði ekki hótað feðgin- unum og þótti vitnisburður þeirra trúanlegri. Bjarki segir hins vegar um hótanirnar í samtali við DV: „Ég vísa þessum ásökunum um hótanir bara á bug. Hann er bara að reyna að skíta mig út.“ Viðurkenndi líkamsárás; neitaði hótunum Forsaga málsins er sú að Bjarki var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í janúar síðastliðnum fyrir að hafa geng- ið í skrokk á fjölskylduföðurnum og fyrir ólögmæta nauðung með því að láta hann hlaupa nakinn í kringum billjardborð eftir að hafa beitt hann ofbeldi. Líkamsárásin átti sér stað á billjardstofu á Höfn í Hornafirði í febrúar í fyrra og kærði fjölskyldufaðirinn Bjarka í kjölfarið. Við rannsókn lögreglu játaði Bjarki líkamsárásina og nauðungina og var hann dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brotið í janúar. Bjarki sér mikið eftir líkamsárásinni. „Ég sé mikið eftir því; ég vildi óska þess að þetta hefði aldrei gerst.“ Í desember í fyrra, áður en aðalmeðferð í líkamsárás- armálinu hófst, hringdi Bjarki í fjölskyldu- föðurinn til að biðja hann að falla frá lík- amsárásarkærunni. Meðal annars kemur fram í dómnum að Bjarki hafi sagt að ef hann drægi ekki kær- una til baka yrði hon- um ekki líft á Íslandi. Fjölskyldufaðirinn kærði hótanir Bjarka í kjölfarið. Á mánudag var Bjarki svo dæmdur fyrir hótanirnar sem hann lét falla í garð fjölskylduföðurins og dóttur hans í símtalinu. Bjarki niðurbrotinn Bjarki segir aðspurður að dóm- urinn á mánudag hafi verið reið- arslag fyrir sig og fjölskyldu sína. „Unglingsdóttir mín treysti sér ekki til að fara í unglingavinnuna í dag og konan mín hefur verið grátandi í allan dag,“ segir Bjarki sem á yfir höfði sér sex mánaða fangelsisvist ef dómi Héraðsdóms Austurlands verður ekki snúið í Hæstarétti. „Ég er bara að fara í fangelsi og ég veit ekkert hvernig ég verð þeg- ar ég kem þaðan út. Ég hef verið þar áður og það fer ekki vel með menn,“ segir Bjarki sem á að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 1999 þegar hann var sakfelldur átta sinnum fyrir ýmiss konar brot þar til árið 2002. Bjarki var hins vegar ekki dæmdur aftur fyrr en nú í janúar og segist hann hafa verið að vinna í sínum málum á síðustu árum. „Ég hef ekkert verið að gera neitt af mér. Ég gifti mig, eignaðist börn og hef verið að reyna að lifa eðli- legu lífi.“ Bjarki Kárason er ósáttur við hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut. Hann var fundinn sekur um að hafa hótað fjöl- skylduföður og tíu ára dóttur hans. ÆTLAr AÐ áFrýjA dÓMI „Ég sé mikið eftir því; ég vildi óska þess að þetta hefði aldrei gerst.“ ingi f. VilhJálMsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is sViðsett Mynd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.