Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2009, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2009, Blaðsíða 38
miðvikudagur 24. júní 200938 Fréttir Vilja sniðganga Berlusconi Að mati ítalskra fræðikvenna eiga eiginkonur leiðtoga sem hittast á G8-ráðstefnunni á Ítalíu í næsta mánuði að sniðganga fundinn vegna viðhorfa Silvios Berlusconi, forsætisráðherra Ít- alíu, til kvenna. Fræðikonurnar hafa skrifað ákall til eiginkvenna leiðtoganna og fullyrða að þær hafi safnað hundruðum undirskrifta beiðni þeirra til stuðnings. „Við erum djúpt hneyksl- aðar, sem konum sem starfa í heimi háskóla og menningar, vegna framkomu Silvios Berlus- coni forsætisráðherra gagnvart konum, bæði opinberlega og í einkalífinu,“ segir í ákalli kvenn- anna. Rúmenar yfir- gefa Norður- Írland Eitt hundrað Rúmenar sem flúðu heimili sín í Belfast á Norður-Írlandi vegna árása und- anfarið hafa ákveðið að yfirgefa landið og fara aftur til Rúmeníu. Að sögn Margaretar Ritchie, ráð- herra samfélagsþróunarmála, hafa tuttugu og fimm manns yf- irgefið landið nú þegar og sjötíu og fimm hyggjast fara eins fljótt og auðið er. Fjórtán fórnarlömb árásanna ætla að búa áfram á Norður-Írlandi. Árásirnar á samfélag Rúmena hafa víðast hvar verið fordæmd- ar og hefur lögreglan handtek- ið nokkra menn vegna málsins, flesta unga karlmenn. Svarti kassinn ófundinn Í gær var slegið á vonir um að svarti kassinn úr Air France- flugvélinni sem fórst í byrjun mánaðar fyndist. Frönsk skip sem leita svarta kassans í grennd við slysstað námu hljóðmerki sem hugsast gat að kæmu frá svarta kassa Airbus A330-flugvélarinnar sem hrapaði í Atlantshafið 1. júní. En tæknimenn um borð í þeim sæförum sem notuð eru við leitina komust síðar að þeirri niðurstöðu að hljóðmerkin kæmu ekki frá sendinum sem festur er við svarta kassann. Leitað hefur verið á svæði innan 50 mílna radíuss, en hljóðmerkin er einungis hægt að nema í upp að tveggja mílna fjarlægð frá sendinum. Frakklandsforseta hugnast ekki búrka-klæðnaður múslímskra kvenna: „Tákn þýlyndis“ en ekki trúar Frönsk stjórnvöld hyggjast koma á laggirnar sérstakri nefnd til að kanna hve notkun búrka-klæðnaðar múslímskra kvenna er útbreidd og algeng. Ákvörðunin um þessa nefnd var tekin í kjölfar ummæla Nicolas Sarkozy, forseta landsins, en hann sagði að andlitsslæður drægju úr virðingu þeirra sem notuðu þær. Strangt til tekið sagði Sarkozy að búrka – klæðnaður sem múslímsk- ar konur klæðast og hylur líkama þeirra frá höfði til táa – „svipti konur sjálfsmynd“. Nú hafa verið skipaðir þrjátíu og tveir löggjafaraðilar og er þeim ætl- að að leggja í leiðangur til að leita staðreynda sem hugsanlega gætu leitt til leiða til að takmarka notk- un þessa klæðnaðar sem fer fyrir brjóstið á forseta landsins. Ljóst er að nefndarmanna bíður ærinn starfi því hvergi í Vestur-Evr- ópu er að finna fleiri múslíma en í Frakklandi, eða um fimm milljón- ir. Í ræðu sagði Nicolas Sarkozy að það væri óásættanlegt að í Frakk- landi væru konur sem væru „fang- ar á bak við net“. Að sögn Sarkozy er umræddur klæðnaður ekki tákn um trúarbrögð heldur „tákn þý- lyndis“. Hvað sem þeirri skoðun líður ítrekaði Sarkozy þó að bera ætti virðingu fyrir múslímum. Nefndarmenn hafa hálft ár til að rannsaka málið í þaula áður en þeir leggja fram tillögur þar að lút- andi. Árið 2004 voru höfuðklútar bannaðir í ríkisreknum skólum landsins.Niqab og búrka niqab (t.v.), og búrka (miðjumynd og t.h.). myNd AFP Hún hét Neda Salehi Soltan og var heimspekistúdent og myndband af dauða hennar hefur farið sem eldur um sinu um heimsbyggðina. Neda, tuttugu og sex ára, var skotin til bana á laugardaginn í átökum á milli stjórnarandstæðinga og íranskra ör- yggissveita, en einhver áhöld eru um hver banamaður hennar er. Dauð- dagi Nedu gerði að verkum að á einu andartaki varð hún alheimstákn- mynd um hrottaskap íranskra yfir- valda. Samkvæmt sumum fregnum var um að ræða meðlim Basij-herlög- reglusveitarinnar, en samkvæmt öðr- um var um að ræða tvo óeinkennis- klædda Basij-menn. Hvort heldur sem rétt er hefur þessi unga kona orðið táknmynd mótmæla vegna ný- afstaðinna kosninga og baráttunnar gegn sitjandi yfirvöldum. Píslarvottur frelsis Í viðtali við fréttastofu BBC í Íran sagði Caspian Makan, unnusti Nedu, frá kringumstæðum dauða henn- ar. Makan sagði að Neda hefði verið örfáum götum frá hinum eiginlegu mótmælum. Neda hefði verið í bíl með tónlistarkennara sínum, föst í umferðinni, og þau hefðu stigið út úr bílum vegna loftmollunnar. „Hún var mjög þreytt og henni var mjög heitt. Hún rétt fór út úr bílnum. Og það var þá sem allt gerðist,“ sagði unnusti Nedu. Skömmu síðar var Neda, en nafn hennar ku þýða „rödd“, öll og hún varð píslarvottur frelsis og fékk sama sess í Íran og óþekkti námsmaður- inn í Kína sem bauð skriðdrekunum byrginn á Torgi hins himneska friðar fyrir tuttugu árum. meinað að minnast Nedu En ljóst er að stjórnvöldum í Íran er ljóst að Neda getur haft meiri áhrif látin en hún hafði í lifanda lífi. Cas- pian Makan sagði við BBC að eftir að hafa samþykkt að einhver líffæri Nedu yrðu fjarlægð og grædd í aðra hefði fjölskylda hennar fengið lík hennar afhent, en fjölskyldunni var mikið í mun að jarðsetja Nedu eins fljótt og auðið var. „Við grófum hana í Behesht-e- Zahra-kirkjugarðinum í Suður-Teh- eran. Þeir sögðu okkur að grafa hana í þeim hluta þar sem virtist sem yf- irvöld hefðu tekið frá grafir fyrir þá sem drepnir voru í ofbeldisfullu átökunum í Teheran í síðustu viku,“ sagði Makan. Þegar fjölskyldan hugðist minn- ast Nedu var henni bannað það af Basij-mönnum því það myndi draga að óæskilega athygli. „Eins og staðan er núna er okkur meinað að halda nokkurs konar lík- vöku til minningar um Nedu,“ sagði Caspian Makan við BBC. „Ekki vera hrædd“ Myndskeiðið af síðustu andartök- um Nedu Salehi Soltan varpar ekki neinu ljósi á hver banamaður henn- ar er eða hvaðan kúlan sem banaði henni kom. Það kann að skipta litlu máli í heildarmyndinni því milljónir Írana og hundruð milljóna utan Íran trúa eigin augum. Í myndskeiðinu má sjá hvar Neda hnígur aftur á bak og tveir menn þjóta henni til aðstoðar. Möttull hennar opnast og við það afhjúpast gallabuxur og sandalar. Gráhærður maður, hugsanlega kennari hennar, heyrist segja: „Ekki vera hrædd, ekki vera hrædd, ekki vera hrædd, Neda mín, ekki vera hrædd.“ mun ofsækja yfirvöld Það verður að teljast nokkuð víst að þær blóðugu myndir sem sýna síðustu andartök Nedu hér á jörðu kunna að hafa mikil áhrif á almenn- ingsálitið í Íran þar sem hugmyndin um píslarvætti á hljómgrunn djúpt í hugarþeli þjóðarinnar, styrkt af sögn- um sjía-trúarinnar, trúar sem byggir á hugmynd um sjálfsfórn í nafni rétt- lætis. Í viðtali við The Times sagði ónafngreindur íranskur greinir að myndin af Nedu myndi brennast inn í írönsku þjóðarsálina: „Hún mun ofsækja stjórnina að eilífu.“ Neda Salehi Soltan var ekki grjót- kastari í fararbroddi þeirra sem vilja nýja ríkisstjórn, heldur, að sögn unn- usta hennar Caspians Makan, kona sem var á röngum stað á röngum tíma. Basij-sveitirnar eru herþjálfaðar lögreglusveitir sem voru stofnaðar samkvæmt fyrirmælum khomeinis höfuðklerks í nóvember 1979. Basij- sveitirnar eru settar undir, og taka við skipunum, frá íranska Byltingar- verðinum og khameinei, núverandi höfuðklerki landsins. uppistaðan í sveitunum er ungir sjálfboðaliðar og eru þeir þekktir fyrir tryggð sína við khamenei. Basij-sveitirnar eru varasveitir sem koma að málum sem varða löggæslu, neyðarstjórnun, samfélagslega þjónustu, skipulagningu opinberra trúarlegra hátíða og velsæmislög- gæslu og hafa einnig með hendi að leysa upp mótmæli. Basij-sveit er að finna í nánast hverri borg í íran. KolbEiNN þorstEiNssoN blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Í kjölfar dauða hennar varð Neda táknmynd baráttu stjórnarandstæðinga í Íran. Um víða veröld er hún talin birtingarmynd þeirrar hörku sem stjórnvöld landsins hafa beitt við að brjóta á bak aftur mótmæli vegna nýafstaðinna kosninga þar sem fleiri kusu en voru á kjörskrá. PÍSlaRVottuR fRelSiS Ásýnd Nedu salehi soltan mynd af síðustu andartökum hennar mun „ofsækja“ írönsk yfirvöld. Óeirðalögreglan í teheran Hefur ekki tekið með neinum silkihönskum á mótmælendum. myNdir AFP mótmæli í bandaríkjunum neda er orðin píslarvottur frelsis í hugum margra írana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.