Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2009, Blaðsíða 10
miðvikudagur 24. júní 200910 Neytendur
Banna efni
í pelum
Dönsk stjórnvöld hafa samþykkt
að banna efnið BPA í pelum fyrir
ungbörn og feta þannig í fótspor
Kanada, sem áður hafði bannað
efnið sem talið er að geti verið
skaðlegt heilsu fólks. Frá þessu
segir í Neytendablaðinu.
Danir munu ætla að berjast fyrir
því á Evrópuvettvangi að efnið
verði bannað í pelum. Danir hafa
jafnan verið í fararbroddi meðal
þjóða sem vilja banna hættuleg
efni í algengum vörum.
Sparaðu með
miðum
Hver ferð í gegnum Hvalfjarðar-
göngin kostar 800 krónur. Hins
vegar má spara sér pening með
því að kaupa 10 miða kort í gegn-
um göngin. Kortið hefur ótak-
markaðan gildistíma og það er
auðvelt að spara nokkra þúsund-
kalla til langs tíma með því að
kaupa kortið. 10 miða kort kostar
5.200 krónur og því sparar þú þér
2.800 krónur á 10 ferðum í gegn-
um göngin.
n Olís fær lastið fyrir að
hækka bensínverðið um
rúmar 12 krónur í um
það bil sólarhring. Einn
lítri af bensíni kostaði
tæplega 180 krónur hjá
Olís og samanborið við
176 krónur sem er algengt verð
annars staðar var það um tíma
um það bil tvö hundruð krónum
dýrara að fylla 50 lítra bensín-
tank en
víða
annars staðar.
n Ferðaþjónustufyrirtækið Seatours í
Stykkishólmi fær lofið fyrir að bjóða
upp á spennandi og skemmtilegar
siglingar um Breiðafjörðinn.
Meðal annars er hægt að fara í
rúmlega tveggja tíma siglingu
með leiðsögn um eyjarnar á
Breiðafirðinum þar sem gestum
gefst meðal annars
kostur á að sjá haförn
á hreiðri sínu.
SEndið LOF Eða LaST Á nEYTEndur@dv.iS
Dísilolía
algengt verð verð á lítra 176,8 kr. verð á lítra 176,6 kr.
Skeifunni verð á lítra 178,3 kr. verð á lítra 178,2 kr.
algengt verð verð á lítra 179,8 kr. verð á lítra 179,7 kr.
bensín
Hveragerði verð á lítra 176,2 kr. verð á lítra 176,1 kr.
Selfossi verð á lítra 176,3 kr. verð á lítra 162,2 kr.
algengt verð verð á lítra 179,8 kr. verð á lítra 179,6 kr.
umSjón: vaLgEir örn ragnarSSOn, valgeir@dv.is / neytendur@dv.is
el
d
sn
ey
t
i
Nýkynntar skattahækkanir ríkis-
stjórnarinnar munu valda því að verð
á matarkörfunni, íbúðalán og bílalán
munu hækka. Fjármálaráðuneytið
gerir ráð fyrir því að skattahækkanir
ríkisstjórnarinnar sem kynntar hafa
verið undanfarna daga muni skila
sér í 0,25 prósenta hækkun á vísitölu
neysluverðs. Miðað við að heildar-
upphæð verðtryggðra húsnæðislána
í landinu sé um það bil 700 milljarð-
ar króna hækka þær skuldir um rúm-
lega 17 milljarða króna við skatta-
Verðtryggð íbúðarleiga upp á 100 þúsund krónur á mánuði hækkar um 2.500 krón-
ur vegna vísitöluhækkunar af völdum skattahækkana ríkisstjórnarinnar. Skuldir
heimila með verðtryggð íbúðalán hækka um 17 milljarða króna við skattahækkan-
irnar. Skattgreiðslur fjölskyldunnar hækka um 270 þúsund krónur á næsta ári, sú
upphæð dugar til þess að fylla bensíntank fjölskyldubílsins 30 sinnum.
RÍKIÐ HÆKKAR
LÁNIN ÞÍN
hækkanirnar. Afborganir af hverju
heimili sem er með verðtryggt íbúða-
lán hækka því að meðaltali um 0,25
prósent. Vísitöluhækkunin hefur
áhrif á aðrar verðtryggðar skuldbind-
ingar, svo sem bílalán og húsaleigu-
samninga. Verðtryggð húsaleiga sem
fyrir skattahækkanir var 100 þúsund
krónur á mánuði mun hækka um
2.500 krónur við breytinguna.
Allt hækkar
Í Hagsjá hagfræðideildar Lands-
bankans er gert ráð fyrir því að boð-
aðar hækkanir á virðisaukaskatti,
tekjuskatti og launatengdum gjöld-
um eigi að skila 10,4 milljörðum
króna á þessu ári og 28 milljörðum
króna á næsta ári. Skattahækkanir á
hverja fjölskyldu verða því að með-
altali 130 þúsund krónur á þessu ári.
Á næsta ári er gert ráð fyrir því að
skattahækkanirnar muni nema 270
þúsund krónum á hverja fjölskyldu.
Sú upphæð dugar til að fylla bensín-
tankinn á meðalstórum fjölskyldubíl
alls 30 sinnum.
Hækkunin á höfuðstóli 20 millj-
óna króna verðtryggðs íbúðaláns
við skattahækkanirnar nemur um 50
þúsund krónum.
Taka skal fram að tölur um 0,25
prósenta hækkun á vísitölu neyslu-
verðs eru byggðar á spám og sam-
kvæmt upplýsingum frá greiningar-
deildum bankanna eru þessar spár
mjög varlegar og gæti hækkunin
hæglega orðið meiri.
Gjaldþrot vísitölufjölskyldunnar
Arney Einarsdóttitr, lektor við Há-
skólann í Reykjavík og stjórnarkona
í Hagsmunasamtökum heimilanna,
bendir á að skattahækkanirnar hafi
áhrif á rekstrarreikning fjölskyldunn-
ar og að neyslan verði dýrari hjá fólki
fyrir vikið. Á sama tíma og rekstrar-
reikningur vísitölufjölskyldunnar
hækki með aðgerðum ríkisstjórnar-
innar verði fólk fyrir tekjumissi, með
því að fara í minnkað starfshlutfall
og taka á sig launalækkanir.
Arney birti grein á vef Hags-
munasamtaka heimilanna nýlega
þar sem hún komst að þeirri nið-
urstöðu að hin íslenska vísitölufjöl-
skylda með tvær fyrirvinnur í fullu
starfi með 336 þúsund hvor í laun,
með tvö börn á framfæri, afborg-
anir af námslánum og meðalstórt
íbúðarlán, eigi sér engan veginn
viðreisnarvon. Vísitölufjölskyldan
nái engan veginn endum saman og
safni skuldahala upp á rúmar tvær
milljónir króna á ári.
vAlGEIR ÖRN RAGNARSSON
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Allt verður dýrara Skattahækkanir
gera það að verkum að höfuðstóll
verðtryggðra lána hækkar og
afborganir af þeim þar með.
Arney Einarsdóttir Lektor í hagfræði
við Háskólann í reykjavík telur hina
íslensku vísitölufjölskyldu ekki eiga
möguleika eins og staðan er núna.
Hún safni upp skuldum á hverju ári.