Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2009, Page 26
Miðvikudagur 24. júní 200926 suðurnes
2ja til 6 manna herbergi.
Öll herbergi með sér baðherbergi.
Morgunverðarhlaðborð kl. 4:30-9:30.
GYM salur fyrir okkar gesti.
Gerum föst tilboð í
gistingu fyrir hópa.
Höfum til leigu í Vallarhverfi,
Keflavíkurflugvelli
Símar: 426 5000/899 2570
Geymsla á bíl.
Akstur til og
frá flugvelli
Valhallarbraut 761, Keflavíkurflugvelli
gistihus@internet.is
Það furðulegasta er að þessir menn
skuli ekki hafa verið teknir strax.
Svipað gerðist á Spáni eftir dauða
Franco. Þá komu fram sægur af
svona svindlurum eins og þessum.
Það var aðallega einn aðalsvindl-
arinn, Roldani, sem var búinn að
ná undir sig mörgum bönkum.
Hann var búinn að ýta öllum gömlu
bankakörlunum út. Það átti allt að
endurnýjast með honum og hans
liði. En þeir bara tóku hann og
stungu honum inn. Þeir dæmdu
hann eins og skot, annars hefði
hann vaðið endalaust áfram.
Þessir nýríku menn voru hetjur,
áttu snekkjur, gengu í hvítum bux-
um og voru alltaf voða vel greidd-
ir. Síðan allt í einu voru þeir hand-
teknir og þá hrundi allt veldið og
Spánverjar björguðu bönkunum
og öðru. Þeir sitja enn í fangelsi.
Reyndar fær einn þeirra, Condi, að
fara heim um helgar en þeir sitja
enn inni.
Þetta er ekki gert hér. Vegna þess
að afleiðingarnar yrðu svo slæmar
því það eru allir flæktir í þetta. Það
er ekki bara það að allir Íslending-
ar eru skyldir heldur eru allir Ís-
lendingar tengdir, að minnsta kosti
valdastéttin hér á landi.“
Hvað með Davíð Oddsson?
„Það er ekkert komið upp á borð-
ið í sambandi við hann. Maður veit
ekkert um hans hlutverk í þessu.
Hann er algerlega saklaus, það eru
allir saklausir því það hafa ekki ver-
ið gerðar neinar atlögur. Það get-
ur vel verið að þeir hafi hana Joly á
launum mánuðum saman og síðan
bara gefist hún upp gagnvart þessu.
Hún finni það að hún komist ekk-
ert áfram. Hún fær allt og svo ræður
hún ekki við neitt. Eins og barn sem
fær allt upp í hendurnar og síðan er
fjölskyldunni nokkurn veginn sama
hvað verður um barnið.
Þjóðin kemur dálítið fram við
Davíð og aðra eins og móðir sem
elur með sér draum um það að son-
urinn verði voðalega mikill. Síðan
verður hann voðalega lítill og ekki
neitt. En þegar hann er kominn á
vissan aldur drepur hann fimmtíu
manns og verður mesti morðing-
inn í ... einhvers staðar í litlu þorpi í
Bandaríkjunum. Þá verður móðirin
alveg himinlifandi yfir því að hann
sé að minnsta kosti mesti morðing-
inn í þessum litla bæ. Það kemur
strax fram hjá sumum Íslendingum:
„Þetta er mesta fall sögunnar!“
Stoltir yfir því eins og mamm-
an með soninn sem varð ekki neitt
en síðan varð hann mesti morðingi
sögunnar í litlum bæ. En stjórn-
málamenn hverfa. Ekki bara ís-
lenskir stjórnmálamenn heldur
allir stjórnmálamenn. Draumur
þeirra allra er að skrifa bók þegar
þeir hætta störfum svo þeir hverfi
ekki.“
En forsetinn sem hyglaði útrásarvík-
ingum?
„Forsetinn, hann er skrípi. Þessi
dæmigerðu íslensku skrípi, ég veit
ekki hvort það er einkennandi fyrir
Vestfirði, þau eru alltaf að skipta um
flokka. Það er eins og atvinnuvegur
að skipta um flokka, að fara úr ein-
um flokki í annan, og það skrítnasta
er að allt þetta lið kemur að mestu
leyti úr Framsóknarflokknum. Þeir
eiga framsóknarfortíð, allir þessir
menn, hvort sem það er forsetinn,
Steingrímur eða aðrir. Síðan held-
ur forsetinn bara áfram. Áður tal-
aði hann um að Ísland ætti að vera
eins og Singapore og annað... Hann
er mesta gerpi sögunnar. Nýlega var
einhver athugun sem sagði að hann
hefði gert svo ógurlega mikið fyrir
þjóðina. Hvað hefur hann gert fyr-
ir þjóðina?
Ekki nokkurn skapaðan hlut,
bara ruglað hana í ríminu.“
Því var haldið fram að við værum
víkingar.
„Þetta eru skandinavísk áhrif, að
Íslendingar séu víkingar. Íslend-
ingar hafa aldrei talið sig vera vík-
inga í raun og veru. Þeir skrifuðu
um víkinga en víkingatíminn var
liðinn og Skandinavar hafa mikið
brenglað þessa eyju, þessa sjálfs-
vitund. Sögueyjan og annað.“
Hvað finnst þér um að kalla Ís-
land sögueyju?
„Það er bara þvættingur. Ef Ísland
væri eins og Sikiley... Ef Berlus-
coni næði völdum á Sikiley og síð-
an væri hún kölluð sonnettueyjan
vegna þess að sonnettan var fund-
in upp á Sikiley. Þá gleymist allt;
mafían, Berlusconi og allt svindl
vegna þess að Skandinavar kalla
hana sonnettueyjuna.
Því rugluðust Íslendingar sem
eru mjög fljótir að ruglast í ríminu
og eru hégómlyndir eins og al-
þýðufólk er sem heldur að ef það
birtist mynd af því í blöðunum þá
sé það frægt.“
Það voru margir farnir að trúa því
að við værum mikil.
„Já, vegna þess að fjölmiðlarnir
eru orðnir svo stór þáttur í þessu.
Það eru ekki bara ungar stúlkur
sem vilja vera stjörnur. Það er allt-
af verið að koma með fréttir um að
þessi og hinn hafi náð svona mikl-
um árangri. Fólk vill líka verða
ríkt. Fólk vill ná árangri á auðveld-
an hátt. Það er ósköp skiljanlegt.
Manneskjan er þannig, ekki bara
Íslendingar heldur allir.“
En sjálfsmynd þjóðarinnar?
„Sjálfsmyndin er eins og hún hef-
ur alltaf verið. Ísland er einangr-
að land og þess vegna hefði verið
sálrænt séð gott að við borguðum
þetta ekki. Við einangruðumst
og stæðum saman og við mun-
um aldrei falla. Þegar Rómverjar
réðust inn í Spán voru þorp eða
bæir sem vildu ekki gefast upp,
heldur falla allir en að gefast upp.
Eins með þessa þjóð, þessi þjóð
hefði bara tekið því mjög vel. Allt
í lagi, þetta hefur komið fyrir okk-
ur, þetta er okkar sjálfskaparvíti,
nú stöndum við saman og verð-
um eins og áður var. Þegar skip
fórst tók öll þjóðin þátt í harmin-
um. Það sem sameinaði þjóðina
var harmurinn. Þetta mundi líka
sameina þjóðina ef hún myndi
ekki borga, einangrast og standa
bara með sjálfri sér. Vera ekkert
að hugsa um það hvaða álit hinn
stóri heimur hefur á okkur. Stóri
heimurinn hugsar ekkert mjög
mikið um okkur.“
Að lokum, Guðbergur, ertu að
skrifa skáldsögu núna?
„Ég býst við því, já.“
„Forsetinn, hann er skrípi.“