Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2009, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2009, Qupperneq 28
Miðvikudagur 24. júní 200928 suðurnes Hádegismatseðill og margrétta heitt hlaðborð ásamt salatbar og súpu alla virka daga Kaffi , tertur og brauð alla daga Ala-Carte matseðill öll kvöld frá kl. 18.00 - 22.00 Þrír salir, sæti fyrir 260 manns. Tilvalið fyrir fundi, árshátíðir, litla og stóra hópa. Gerum tilboð Pantanir í síma 421 7080 eða duus@duus.is Lista- og bátasafn Reykjanesbæjar Restaurant við smábátahöfnina í Kefl avík Sími 421 7080 - www.duus.is - Næg bílastæði Only fi ve minutes from the Airport Glæsilegur veitingastaður innangengt í Bátasafn Gríms og Lista- og Poppminjasafn Reykjanesbæjar Handverk, glerblástur og kertagerð í næsta húsi Sérhæfum okkur í fi skréttum Ef ég hefði farið degi seinna á spítalann hefði ég hrein-lega drepist,“ segir Alvilda Gunnhildur Magnúsdóttir, húsmóðir í Reykjanesbæ, um ferð sína með eiginmanninum til Mar- okkó. Eiginmaður hennar, Ali Asfi, er ættaður þaðan og var tilgang- ur ferðarinnar að fagna brúðkaupi systur hans. Alvilda veiktist hins vegar heiftarlega af magakveisu og lá á spítala í tæpan mánuð við held- ur frumstæðar aðstæður. Kettir á spítalanum „Spítalinn var ógeð. Þetta var eig- inlega dýraspítali. Það voru kettir um allan spítalann sem fóru bara og komu eins og þeim sýndist,“ seg- ir hún. Kettirnir voru villtir og ekki mikið fyrir að láta klappa sér en komu alltaf mjálmandi þegar mat- ur var annars vegar. „Nokkrir kett- ir sváfu í rúmi við hliðina á mínu og þeir hlupu yfir rúmið mitt til að komast út um gluggann,“ segir Al- vilda með hryllingi um aðbúnaðinn á spítalanum. Foreldrar Alis búa í litlu fjalla- þorpi í sunnanverðu Marokkó. Íbú- ar þorpsins eru um tvö hundruð og eru kröfur til læknisþjónustu ekki miklar. Eftir fimm daga dvöl á spít- alanum þar fór Ali með Alvildu til næstu borgar, Agadir. „Ég hef enn ekki fengið nákvæma skýringu á því hvað var að mér en ég léttist um tíu kíló fyrstu vikuna. Læknarnir hérna heima telja að ég hafi fengið ein- hvern sýkil eða bakteríu,“ segir Al- vilda. Í um þrjár vikur var hún á sjúkra- húsinu í Agadir. „Ég ætla að vona að ég fari aldrei aftur í svona ferð,“ seg- ir hún og var fegin að komast aftur heim. Gifti siG óvænt Alvilda er ákaflega ástfangin af eig- inmanninum. „Við erum búin að vera gift í tæp þrjú ár,“ segir Alvilda en þau kynntust á netinu. „Þessu stórhættulega Interneti,“ segir hún og hlær. „Við vorum farin að tala saman í marga klukkutíma á dag, aðallega á MSN.“ Hún hafði geng- ið í gegnum mikla erfiðleika og var að skilja við fyrrverandi manninn sinn þegar hún náði tengslum við Ali sem þá var í Marokkó. Hann er kennaramenntaður og er sá eini í fjölskyldunni sinni sem tal- ar ensku. „Ég ákvað síðan bara allt í einu að fara út til hans. Þá höfð- um við spjallað saman í eitt ár. Ég ætlaði að vera í tíu daga en end- aði á því að vera úti í um mánuð,“ segir hún. Synir hennar tveir, Þor- steinn Þór og Axel Þór Sigurðssyn- ir, voru hjá föður sínum á meðan hún heimsótti Ali. „Við enduðum svo bara á því að gifta okkur í ferð- inni,“ segir hún. Alvilda fór ein aft- ur til Íslands en Ali kom þremur vikum seinna og hefur verið hér búsettur með henni síðan í byrjun árs 2007. Þau eiga nú saman soninn Akr- am sem er átján mánaða. „Hann er rúsínan okkar,“ segir hún hlýlega. aldrei séð snjó Alvilda er öryrki og hefur í nægu að snúast við að sinna drengjun- um þremur. Ali starfaði síðast í verksmiðju sem framleiðir papp- írspoka en þegar hann kemur aft- ur til Íslands ætlar hann að finna sér nýja vinnu. „Við finnum eitt- hvað. Hann er ekki kröfuharður,“ segir hún. Viðbrigði Alis við að dvelja á Íslandi yfir vetrarmánuðina voru mikil. „Hann hafði aldrei séð snjó áður en hann kom hingað. Úti í Marokkó er núna farið að kólna. Þegar hitinn var farinn niður í 25 gráður fóru þau að rétta mér flíst- eppi þegar ég var í stofunni hjá þeim,“ segir hún hlæjandi um ólík- ar meiningar Marokkóbúa og Ís- lendinga á hita og kulda. „Ég vildi þá bara sitja úti í sólbaði en allir aðrir lágu uppi í rúmi með teppi. Þau skildu ekkert í mér.“ Ali er þó að venjast kuldanum á Íslandi. „Honum finnst eiginlega of heitt í Marokkó þannig að hann var fljótur að aðlagast. Honum fannst snjórinn fyrst dálítið brjál- æðislegur en ég er alveg hissa hvað hann venst þessu vel,“ segir hún. Ali fer aftur til Marokkó í sum- ar en Alvilda ætlar ekki með í þetta skiptið enda minningar hennar frá Marokkó heldur slæmar. „Ég ætla vera heima núna. Kannski fer ég með honum á næsta ári,“ segir hún. erla@dv.is Alvilda Gunnhildur Magnúsdóttir kynntist marokkóskum eiginmanni sínum á net- inu. Hann hafði aldrei séð snjó áður en hann kom til Íslands en þau búa saman í Reykja- nesbæ. Þegar Alvilda fór með honum í heimsókn til Marokkó veiktist hún heiftarlega og þurfti að dvelja á fornaldarlegu sjúkrahúsi þar sem villtir kettir gengu lausir. f ástina á netinu „Spítalinn var ógeð. Þetta var eiginlega dýra- spítali. Það voru kettir um allan spítalann sem fóru bara og komu eins og þeim sýndist.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.