Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2009, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2009, Síða 32
Miðvikudagur 24. júní 200932 suðurnes Í gegnum árin hefur oft verið mikill rígur á milli Víðis frá Garði og Reynis frá Sandgerði. Aðeins nokkrir kílómetrar skilja bæj- arfélögin að sem leika nú saman í 2. deildinni í annað skiptið á mörgum árum. Við höfðum samband við fyrirliða liðanna og spurðum þá út í sambandið á milli þeirra. Suðurnesjaliðin Reynir og Víðir spila saman í 2. deild annað árið í röð. Reynir er efst í deildinni með 18 stig á meðan nágrannarnir eru næst- neðstir með 3 stig. Fyrsti leikur þeirra í sumar fór fram í Garðinum þar sem Reynismenn fóru með sig- ur af hólmi, eitt-núll. Fyrirliðarn- ir segja stemminguna fyrir leik lið- anna alltaf vera gríðarlega mikla þar sem öllu er til tjaldað. Gaman að spila við hvor annan „Stemmingin er mjög góð hjá okk- ur núna, það hefur gengið rosalega vel og það er alltaf ávísun á góða stemmingu,“ segir Hjörtur Fjeldsted, fyrirliði Reynis, en eins og fyrr segir er liðið efst í deildinni eftir sjö um- ferðir. Hann segir þó ekki vera mik- inn ríg á milli leikmanna liðanna. „Það var meira hér á árum áður, en Reynismenn vilja alltaf vinna Víðis- menn og öfugt, það er auðvitað smá rígur en það eru allir vinir eftir leik.“ Rúnar Dór Daníelsson, fyrirliði Víð- is, er á sama máli. „Jú, auðvitað, það er svo sem einhver rígur en maður þekkir nú flesta þessa stráka. Það er alltaf gaman að spila við þá.“ reif siG úr treyjunni oG hljóp upp í stúku Hjörtur segir að nokkuð skond- ið atvik hafi orðið í síðasta leik lið- anna í maímánuði þegar gamall Reynismaður, Björn Ingvar Björns- son sem leikur nú með Víði, hafi skorað jöfnunarmark á móti sínum gömlu félögum. „Hann var byrjaður að fagna ógurlega þegar hann fatt- aði að hann var rangstæður. Okkur Reynismönnum fannst nú nokk- uð skondið að horfa upp þetta at- vik,“ segir Hjörtur hlæjandi og Rún- ar Dór tekur í sama streng. „Hann var búinn að rífa sig úr skyrtunni og kominn langleiðina að stúkunni þegar hann sá að línuvörðurinn var með flaggið uppi,“ segir Rúnar kát- ur. Rígurinn er þó ekki einungis á milli leikmanna liðsins heldur eru stuðningsmenn liðanna oft með blóð á milli tannanna. Í vor hafi stuðningsmannafélag Reynis, Hvíti herinn, tekið sig til og flaggað Reyn- isfánanum á Víðisvellinum. „Vallar- stjórinn var ræstur út á miðnætti til að taka hann niður.“ vill að erkifjendunum GanGi sem best Uppáhaldsleikmaður Hjartar hjá Víði er Björn Ingvar, gamli Reynis- maðurinn. Rúnar Dór er þó á því máli að Hjörtur sé þeirra besti mað- ur. „Það er alltaf gaman að spila á móti honum. Hann er samt ekki betri en ég, þó við spilum ekki sömu stöðuna.“ Hjörtur segir að þrátt fyr- ir heldur dapurt gengi Víðis í fyrstu umferðunum voni hann að þeir haldi sér uppi. „Ég er nú þannig að ég vil hafa öll Suðurnesjaliðin efst í deildinni, það væri ekkert gaman ef þau færu að falla. Það eru eflaust einhverjir Sandgerðingar ósam- mála mér í þessu, en ég myndi ekki vilja sjá þá fara niður.“ En eru strákarnir með einhver skilaboð til leikmanna erkifjend- anna? „Ég vona bara að þeim gangi vel, nema á móti okkur,“ segir Hjört- ur en Rúnar Dór er með skýr skila- boð til stuðningsmanna Reynis. „Við ætlum að taka þrjú stig í Sand- gerði næst, það er nokkuð ljóst.“ bodi@dv.is „reif siG úr skyrtunni og hljóp upp í stúku“ Fyrirliðarnir Hjörtur og Rúnar Dór eru góðir félagar þrátt fyrir að berjast eins og ljón inni á vellinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.