Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2009, Blaðsíða 2
Það er best að búa á Seltjarnar- nesi, samkvæmt samanburði DV á 15 stærstu sveitarfélögum lands- ins. Samanburðurinn leiðir í ljós að útsvar er lægst á Seltjarnarnesi, en þrátt fyrir það hefur bærinn mjög háar skatttekjur samanborið við önnur sveitarfélög. Seltjarnarnes sker sig úr á flestum sviðum sam- anburðarins. Auk lægsta útsvars- ins, greiða íbúar lægsta vatnsgjaldið, lægsta hlutfallslega fasteignaskatt- inn og lægsta sorphirðugjald. Þrátt fyrir að hafa lægstu útsvarsprósent- una, er bærinn í sjötta sæti yfir skatt- tekjur á íbúa miðað við góðærisárið 2007. Ennfremur mældist ójöfnuður mestur á Seltjarnarnesi, samkvæmt rannsókn Ásgeirs Jónssonar árið 2000. Seltjarnarnes kemur vel út í langflestum þáttum. Hamingjan ekki mælanleg Þessi úttekt tekur þó ekki til þátta á borð við hvar fjöllin eru fallegust, hvar loftið er hreinast eða hvar börn- in eru brosmildust. Né heldur tekur hún á því hverjir eru rómantískustu staðir landsins eða hvar fólk er ham- ingjusamast – enda verður slíkt ekki mælt með mælingum Hagstofunn- ar eða annarra talnaglöggra stofn- ana. Úttektin ber hins vegar saman og metur efnahagslega þætti 15 fjöl- mennustu sveitarfélaga landsins og hvar best er að búa, þegar þeir þætt- ir eru teknir inn í myndina. Jafnvel þó tiltekin sveitarfélög kunni að bíða afhroð í talnasamanburði, geta þau haft upp á margt annað að bjóða, sem mælist ekki í Excel. Skattaparadísin Seltjarnarnes Útsvarsprósenta í öllum sveitarfé- lögum á landinu er lægst á Seltjarn- arnesi, eða 12,10 prósent. Næstlægst er útsvarið í Garðabæ, þar sem það er 12,46 prósent. Í Reykjavík er útsvarið hins vegar 13,03 prósent. Hæsta út- svarsprósentan á höfuðborgarsvæð- inu er í Kópavogi og Hafnarfirði, eða 13,28 prósent. Greinilegur munur er á milli sveitarfélaga og er Seltjarn- arnes auglós sigurvegari. Hámarks- útsvar samkvæmt reglugerðum er 13,28 prósent, en standi sveitarfé- lögin mjög illa fjárhagslega geta þau hækkað það um 10 prósent. Bera má saman fleiri gerðir skatt- heimtu á milli sveitarfélaga. Þegar fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði, sem prósentuhlutfall af fasteigna- mati er skoðaður kemur, í ljós að Sel- tjarnarnes rukkar lægsta skattinn þar einnig, eða 0,18 prósent. Í Reykja- vík er skatturinn nokkuð hærri eða 0,214 prósent. Í Kópavogi er skatt- urinn 0,259 prósent. í Reykjanesbæ er hann 0,268 prósent, en hæstur er hann í Skagafirði þar sem hann er 0,5 prósent. Heimilt er að innheimta allt að 0,5 prósent fasteignaskatt af íbúð- um og íbúðarhúsnæði. Seltjarnarnes kemur best út úr samanburði á flestum sviðum skatt- heimtu. Þannig er sorphirðugjald lægst í kaupstaðnum, eða 14 þúsund krónur á hvert íbúðarhúsnæði. Mos- fellsbær er með sama sorphiðurgjald og í þriðja sæti er Hafnarfjörður með 14.300 krónur á hvert íbúðarhús- næði. Til samanburðar er sorphirðu- gjaldið á Ísafirði tæpar 38 þúsund krónur, þar sem það er langhæst. Í flestum öðrum sveitarfélögum er sorphirðugjaldið svipað, á bilinu 15 til 20 þúsund krónur á ári. Lægsta verðið í Eyjum Ef fermetraverð á sérbýli mið- að við síðustu 12 mánuði er skoðað, kemur í ljós að fasteignaverð er lang- hæst á Seltjarnarnesi. Fermetraverð- ið er rúmar 347 þúsund krónur á fer- metra. Næsthæst er fasteignaverðið í Garðabæ eða rúmar 279 þúsund krónur á fermetra miðað við sérbýli. Í Reykjavík er fermetraverðið rúmar 246 þúsund krónur og í Mosfellsbæ er það nokkuð lægra eða 226 þúsund krónur. Greinilegt er að fasteignaverð er lægra þegar komið er lengra frá höf- uðborgarsvæðinu. Á Akranesi og Reykjanesi er fasteignaverðið um 164 þúsund krónur á fermetra. Í Skaga- firði er fermetraverðið 110 þúsund krónur og lægsta verðið er síðan í Vestmannaeyjum, 92 þúsund krónur á fermetra. Fm verð Sorphirðugjald Útsvar fasteignaskattur Félagsþjónusta Leikskóli Vatnsgjald Reykjavíkurborg 246.500 16.300 13,03 0,214 74.527 16.236 134 krónur á fermetra Kópavogsbær 250.503 15.300 13,28 0,259 34.798 16.092 0.117 Hafnarfjarðarkaupstaður 229.053 14.300 13,28 0,24 28.925 19.053 0,115 Akureyrarkaupstaður 164.259 15.500 13,28 0,32 102.158 19.206 -- Reykjanesbær 164.455 26.770 13,28 0,268 35.007 19.800 0,165 Garðabær 279.395 14.600 12,46 0,22 22.965 28.800 0.120 Mosfellsbær 226.576 14.000 13,03 0,22 22.417 22.014 0,100 Sveitarfélagið Árborg 159.810 14.500 13,28 0,276 34.609 21.447 0,170 Akraneskaupstaður 156.563 19.190 13,28 0,31 39.434 22.230 134 krónur á fermetra Fjarðabyggð 94.194 20.043 13,28 0,35 27.051 22.842 0,270 Fljótsdalshérað 143.748 20.213 13,28 0,38 32.890 22.770 0,200 Seltjarnarneskaupstaður 347.703 14.000 12,10 0,18 32.612 25.056 0.090 Ísafjarðarbær ---- 37.800 13,28 0,41 26.748 25.564 0,260 Sveitarfélagið Skagafjörður 110.462 24.000 13,28 0,5 61.806 19.125 ---- Vestmannaeyjabær 92.486 21.384 13,28 0,42 60.520 23.733 69.06 krónur á tonn 1) Fermetraverð á sérbýli miðað við síðustu 12 mánuði. 2) Fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði, sem prósenta af fasteignamati. 3) Kostnaður við félagsþjónustu á íbúa árið 2007. 4) Gjaldskrá leikskóla 1. september 2008 miðað við 9 tíma. 5) Vatnsgjald 2008. 2 miðvikudagur 8. júlí 2009 fréttir Samanburður DV á 15 stærstu sveitarfélögum landsins leiðir í ljós að Seltjarnarnes sker sig úr á flestum sviðum hvað varðar gjaldtöku og skattheimtu á íbúa. Útsvar er lægst á Seltjarnarnesi og sömu sögu má segja um vatnsgjöld og fasteignaskatt. Fasteignaverð er hæst á Seltjarnarnesi og samkvæmt Gini-stuðlinum er ójöfnuður mestur á Seltjarnarnesi sem þýðir að flestir ríkir búa þar. Mikill munur er á verði á ýmiskonar þjónustu í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. VALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is BEST AÐ BÚA Á SELTJARNARNESI Það vantar ekki heita vatnið á Reykjanesið, enda kostar ekki nema 250 krónur í sund í Reykjanes- bæ. Ódýrast er hins vegar í sund í Garðabæ og á Akranesi eða 230 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.