Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2009, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2009, Blaðsíða 21
Undirbúningur vegna G8-ráðstefnu einkennist af ringulreið: Ítalía fær ekki háa einkunn Undirbúningur Ítala vegna G8-ráð- stefnunnar sem verður haldin í fjalla- bænum L’Aquila fær ekki háa einkunn hjá vestrænum embættismönnum. Að sögn þeirra hefur undirbúningur- inn einkennst af svo mikilli ringulreið að þrýstings gætir nú af hálfu annarra aðildarríkja G8-samtakanna um að víkja Ítalíu úr hópnum. Á síðustu vikum aðdraganda ráð- stefnunnar hefur skort á allt frum- kvæði hjá gestgjöfunum hvað varð- ar stefnumál ráðstefnunnar og hefur það fallið í hlut Bandaríkjanna að axla stjórnina. Á vefsíðu The Guardian er haft eft- ir ónafngreindum embættismanni að G8 sé félagsskapur og í félagsskap beri félagar ákveðnar skyldur. „Ítalía hefur ekki uppfyllt þær,“ var haft eftir embættismanninum. Að tjaldabaki hefur sú tillaga ver- ið viðruð á meðal óánægjuradd- anna að Ítalíu skuli ýtt til hliðar og að Spánn taki sess hennar. Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, hæfur sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa aðeins látið af hendi rakna þrjú prósent þeirrar þróunaraðstoðar sem hann lofaði fyrir fjórum árum, og fyrir áform um 50 prósenta niðurskurð á aðstoð Ít- alíu erlendis. Óhætt er að segja að einkamál Silvios Berlusconi hafi fengið viða- meiri umfjöllun þarlendra fjölmiðla en þáttur Ítalíu í ráðstefnunni. Hæst hefur borið fréttir af veisluhöldum Berlusconis í félagsskap ungra fá- klæddra kvenna, en einnig hafa ver- ið bornar brigður á þá visku hans að halda ráðstefnuna á svæði þar sem enn gætir eftirskjálfta í kjölfar öflugs jarðskjálfta fyrir þremur mánuðum. Silvio Berlusconi Orðspor Ítalíu hefur beðið hnekki vegna G8-ráðstefnunnar. Mynd AFP Vill öflugt Rússland Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í ræðu í gær að öflugt Rúss- land væri gott fyrir Bandaríkin. Barack Obama hélt ræðu í við- skiptaskóla í Moskvu og á meðal áheyrenda var fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna sálugu, Mikhail Gorbatsjov. Obama sagði að Bandaríkin vildu vera í samstarfi með „sterku, frið- samlegu og velmegandi Rúss- landi“. Bandarísku forsetahjónunum hef- ur verið vel tekið í Rússlandi, en á mánudaginn skrifuðu Obama og Dmitry Medvedev Rússlandsfor- seti undir samkomulag um fækk- un kjarnorkuvopna. Kaupir börn til sjálfsvígsárása Að sögn bandarískra og pakist- anskra embættismanna stund- ar Baitullah Mehsud, háttsettur leiðtogi talibana, kaup og sölu á börnum til sjálfsvígsárása. Mehsud hefur undanfarið notað börn til árása í auknum mæli, en hefur auk þess selt þau að lokinni þjálfun til annarra leiðtoga talibana. Að sögn embættismanna í pakistanska hernum er verðið á bilinu 6.000 til 12.000 bandaríkjadalir, og eru sum börnin ekki eldri en ellefu ára. Að sögn Akhtars Abbas, talsmanns pakistanska hersins, hefur Mehsud viðurkennt að hann reki æfinga- búðir til sjálfsvígsárása fyrir unga drengi. Svíni sleppt úr sóttkví Eina svínið sem vitað er um í Af- ganistan var sleppt lausu um síð- ustu helgi eftir tveggja mánaða dvöl í sóttkví vegna svínaflensunnar, og leikur nú lausum hala í dýragarðin- um í Kabúl, höfuðborg landsins. Tilveru sína á svínið að þakka forvitni landsmanna en svín og svínaafurðir eru strangt til tekið bönnuð í landinu enda talin tákn trúleysis. Svínið var einangrað vegna hræðslu gesta dýragarðsins um að þeir gætu smitast af svína- flensunni. Á vefsíðu Reuters segir að dýra- garðsgestir hafi dreifst um víðan völl þegar svíninu var sleppt úr sóttkvínni, og sýndist sitt hverjum. Ný, endurbætt og pólitískt rétt útgáfa af járnkrossinum var kynnt til sögunnar á síðasta ári og í byrjun vikunnar voru fjórir þýskir hermenn sæmdir orðunni. ÞýSKi JáRnKRoSSinn í nýRRi útgáfu Í fyrsta skipti síðan í heimsstyrjöldinni síðari geta Þjóðverjar hampað stríðs- hetjum sínum og sæmt þá nýrri og endurhugsaðri útgáfu af járnkrossin- um, svonefndum heiðurskrossi. Járn- krossinn var nældur á þýska hermenn frá 1813 til loka síðari heimsstyrjald- ar, en í lok síðari heimsstyrjaldar var Vestur-Þýskalandi bannað samkvæmt stjórnarskrá að taka þátt í hernaði á erlendri grundu og Þjóðverjar forðuð- ust í lengstu lög að tengjast hernaði af nokkru tagi. Einu viðurkenningarnar sem í boði voru fyrir þýska hermenn tengdust lengd herþjónustu og farsæl- um ferli og minntu einna helst á merki umsjónarmanna í skólum. Nú hefur fjórum þýskum hermönn- um verið veittur heiðurskrossinn, ný og pólitískt rétt útgáfa af járnkrossin- um, fyrir hetjudáð sem þeir drýgðu í Afganistan. nú er öldin önnur Eftir sameiningu þýsku ríkjanna varð ljóst að ekki var lengur hægt að kom- ast hjá því að taka þátt í alþjóðlegri friðargæslu, en tákn drýgðra hetju- dáða skorti, engar hefðir herdeilda voru til staðar, engir gunnfánar með heiðurstáknum og engar fyrirmynd- ir. Hermennirnir fjórir sem sæmdir voru heiðurskrossinum í vikubyrjun höfðu komið til hjálpar eftir að þýskt eftirlitsfarartæki varð fyrir sjálfsvígs- árás 20. október á síðasta ári. Hættan mun hafa verið augljós en hermenn- irnir skeyttu ekki um eigið öryggi og komu til hjálpar bæði félögum sín- um og óbreyttum borgurum. Atvikið átti sér stað einungis tíu dögum eftir að hinn nýi kross var kynntur til sög- unnar. Heiður í stað járns Þess ber að geta að umrædd orða er í laginu eins og járnkrossinn, en er kallaður heiðurskross, og varð- ar að mörgu leyti breytingu á sjálfs- mynd Þjóðverja. Vegferðin að heið- ursmerkinu hefur ekki verið einföld því margir hafa bent, réttilega, á að hann minni of mikið á járnkrossinn sem var úthlutað í milljónum ein- taka í fyrri heimsstyrjöldinni. Á með- al þeirra sem sæmdir voru járnkross- inum var Adolf Hitler. Enn sem komið er hefur ríkis- stjórn Þýskalands komist hjá því að segja orðið „stríð“ í tengslum við Af- ganistan, en ef aðgerðir í Afganist- an breytast í stríð með öllu sem því fylgir gæti Angela Merkel, kanslari Þýskalands, átt í erfiðleikum með að vinna fylgi þingheims með aðgerð- um þýskra hermanna þar. Að auki kynni hún að tapa mikilvægum at- kvæðum í almennum kosningum í september. En nú virðist sem þýskar stríðs- hetjur séu boðnar velkomnar enn á ný, svo lengi sem þær minnast ekki á stríð. Heiðurskrossinn Svipar óneitanlega til járnkrossins. Mynd AFP fréttir 8. júlí 2009 miðvikudagur 21 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. 30 days Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. Byggð á tilfinningavinnu og slökunaröndun. Sjálfshjálparbók. Námskeið fyrir fagfólk og aðra. Þaulreynd og árangursrík sjálfstyrking! Sjá nánar www.baujan.is Sími 699 6934 Baujan, sjálfstyrking Tabula gratulatoria Öðlingurinn og hljómlistarmaðurinn Guðmundur Steingrímsson - oft kallaður Papa Jazz - verður áttræður þann 19. október nk. Af því tilefni verða gefnar út endurminningar hans, skráðar af Árna Matthíassyni blaðamanni, og eru þær um margt samofnar þróun jazz- og dægurlaga- tónlistar á Íslandi. Þessi bók ætti því að verða mikill fengur fyrir áhuga- menn um tónlist, sem og atvinnumenn í greininni, en þarna verður reyndar víða komið við; margar óborganlegar sögur rifjaðar upp, jafnt úr skugga stríðsáranna í Hafnarfirði sem og af sviðinu og er þá einungis fátt nefnt. Það verður Bókaútgáfan Hólar sem gefur bókina út og mun hún koma út á áttræðisafmæli Papa Jazz. Í bókinni verður heillaóskaskrá (Tabula gratulatoria) og þeir sem vilja senda þessum frábæra tónlistarmanni kveðju í tilefni tímamótanna geta fengið nafn sitt skráð þar og þá vita- skuld gerst áskrifendur að bókinni um leið, en verð hennar verður kr. 5.900 (sendingargjald innifalið). Hægt er að gerast áskrifandi í síma 581-1964/698-6919 eða í netfangi bbaldur@simnet.is PAPA JAZZ holar@simnet.is Oxy tarm Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama oxy tarmið Nýr kostur í DV eru þjónustuauglýsingar. Það borgar sig að auglýsa í DV! ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Hringdu í síma 515 5550 og byrjaðu strax í dag!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.