Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2009, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2009, Blaðsíða 29
Á MIÐVIKUDEGI Sumar á ÍSlandi Í dag kemur út safnplatan Sumar á Íslandi. Á plötunni er að finna lög eftir 20 íslenskar sveitir sem hafa gert það gott með lögum sínum í sumar og flokkast því undir svokallaða sumarsmelli. Á plötunni er meðal ann- ars að finna lög með Hafdísi Huld, Buffi, Sálinni hans Jóns míns, Egó, Baggalúti og fleirum. Það verður þó að teljast undarlegt að einn helsta smell sumarsins, Nóttin er liðin, er ekki að finna á plötunni. Kreppumálarar Á laugardaginn verður sýningin Kreppumálararnir opnuð í Lista- safninu á Akureyri. Þar er dregin upp mynd af lífi og listum þjóðar- innar á fjórða áratug síðustu aldar. Kreppumálararnir svokölluðu sem sýningin heitir eftir eru þeir Snorri Arinbjarnar (1901-1958), Gunnlaug- ur Scheving (1904-1972), Þorvaldur Skúlason (1906-1984) og Jón Engil- berts (1908-1972). Allir beindu þeir sjónum sínum að hinum vinnandi manni. Sögusviðið er oft þorpið eða bærinn sem einnig urðu rithöfund- um og skáldum að yrkisefni á þess- um áratug. lay low á roSenberg Söngkonan Lay Low heldur tónleika á Café Rosenberg 15. júlí næstkomandi. Miðasala hefst í dag klukkan 10 á midi. is og afgreiðslustöðum midi. is. Lay Low er nýkomin heim af Glastonbury-hátíðinni en hún hefur ferðast víða síðastliðna tvo mánuði ásamt Pétri Hallgríms- syni gítarleikara og Jóni Geir Jó- hannssyni trommuleikara. Þau munu stoppa stutt á Íslandi áður en haldið er aftur til Evrópu þar sem þau munu koma til með að spila á tónlistarhátíðum í Noregi, Slóvakíu, Hollandi og Englandi. Miðaverð er eitt þúsund krónur og eru aðeins 150 aðgöngumið- ar í boði. gjörningahelgi á hjalteyri Gjörningahelgi verður haldin í Verk- smiðjunni á Hjalteyri um næstu helgi. Á föstudeginum eru það Helgi Svavar Helgason og Davíð Þór Jóns- son sem framkvæma tónlistarspuna með mynd- og leiklist. Sá gjörningur hefst klukkan 21. Á laugardeginum klukkan 17 eru það Joris Rademak- er ásamt fleirum sem munu fremja gjörninga. Enn fremur eru yfrstand- andi sýningar Ilmar Stefánsdóttur og Péturs Arnars Friðrikssonar. Ljóðskáldið og myndlistarmaður- inn Bjarni Bernharður kemur fersk- ur undan gerningavetri efnahags- hrunsins með ljóðabókina Blóm í byssukjafta græðginnar. Bjarni segist ekki vera að yrkja beint inn í ástandið þótt titill bókarinnar kall- ist óneitanlega á við efnahagshrun- ið og afleiðingar þess. „Það er þó eitt ljóð í bókinni sem vísar beint til ástandsins og þess sem gerðist í október,“ segir Bjarni um síðasta ljóðið í bókinni, Villurúnir 2008. Bjarni kippir sér sjálfur ekki mikið upp við ástandið enda hefur hann ýmsa fjöruna sopið á grýttri lífsleiðinni. Hann var upp á sitt besta á hippatímanum og í loka- línum Villurúna 2008 boðar hann lausn á hremmingum landsmanna í anda hippanna: En daginn þann/þegar fólk set- ur blóm/í byssukjafta græðginnar/ – munu landvættirnar spekjast. „Þarna er ég að vísa til atburða í Bandaríkjunum árið 1968 þegar ungmenni úr hippahreyfingunni mótmæltu Víetnamstríðinu en þeg- ar þau stóðu andspænis hermönn- um stungu þau blómum í byssu- hlaupin.“ Bjarni segir kreppuna ekki hafa haldið fyrir sér vöku í vet- ur heldur hafi hann þvert á móti „verið óhemju kreatívur“ og leggur áherslu á að ljóðin í nýju bókinni séu ekki nein kreppuljóð. „Ástandið hef- ur sjálfsagt hreyft eitthvað við mér þótt þessi ljóð endurspegli það ekki beint.“ Skáldið hefur engu að síður feng- ið að kenna á kreppunni og salan hjá Bjarna hefur verið frekar treg í sum- ar en hann stendur vaktina á horni Austurstrætis 16 þar sem hann selur ljóðabækur sínar sem eru orðnar ansi margar. „Veðrið hefur verið skaplegt inn á milli en ég held að peninga- leysi hjá fólki sé farið að segja til sín. Ég er meira að segja búinn að lækka mig í verði,“ segir Bjarni sem segist alltaf hafa áhyggjur af „andvaraleysi þjóðarinnar fyrir ljóðinu“. Fólk mætti gefa þessu sterka listformi og sterka tjáningarmáta meiri gaum. Blóm í byssukjafta græðginnar „Við erum með leir, gler og myndlist,“ segir Birna Smith myndlistakona um nýja galleríið ART67 sem er á Lauga- vegi 67. Galleríið verður opnað opin- berlega á morgun en að því standa 13 listakonur úr ýmsum áttum. „Þrjár eru í gler og leir en við erum tíu sem erum í myndlist.“ ART67 er bæði gall- erí og vinnustofa en gestir geta fylgst með listsköpuninni á staðnum. „Við erum með vinnustofur á neðri hæð- inni og vinnum á staðnum,“ en hús- næði gallerísins er um 250 fermetrar með vinnustofunum. Verkin sem seld verða í ART67 verða á lægra verði en í hinum hefð- bundnu galleríum þar sem um engin umboðslaun er að ræða. „Við rekum þetta saman og skiptumst á að vinna í galleríinu. Þess vegna er fólk ekki að borga fyrir álagningu frá galleríi sem er oft á tíðum mjög há.“ Birna segir ART67 vera sjálfsbjargarviðleitni af hálfu þess- ara framtakssömu listakvenna til þess að koma verkum sínum beint til al- mennings á lægra verði. „Við verðum að bjarga okkur eins og aðrir.“ Birna segir að hugmyndin ART67 hafi komið til þegar nokkrar af stofn- endunum voru á gangi niður Lauga- veginn. „Við sáum bara hvað Lauga- vegurinn var orðinn dapur og að það þyrfti að gera eitthvað til þess að lífga upp á hann. Það er svo sorglegt að ganga þar um og sjá tómar búð- ir. Maður upplifir bara hryggð þegar maður sér það. Þannig að við ákváð- um að bjarga einmana húsi og gæða það lífi.“ Birna segir það hvorki Ís- lendingum né erlendum ferðmönn- um boðlegt að láta þessa lífæð bæj- arins koðna niður. Þær listakonur sem standa að galleríinu auk Birnu eru Kristín Guð- mundsdóttir, Guðlaug Friðriksdóttir, Hrönn Björnsdóttir, Margrét Krist- jánsdóttir, Auður Björnsdóttir, Ragn- heiður Guðjónsdóttir, Bjarney Sif Ólafsdóttir, Álfheiður Ólafsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Nanna Guðrún Yngvadóttir, Yvonne Nielsen og Þóra Steinþórsdóttir. asgeir@dv.is fóKuS 8. júlí 2009 miÐViKudagur 29 liSt á góÐu VerÐi Birna Smith Ein þeirra þrettán sem standa að ART67. myndir rakel óSk ódýrari list Listakonurnar selja verkin sjálfar og því er engin auka álagning á þeim. Bjarni á horninu Þeir sem ná ekki í skottið á Bjarna í miðbænum geta gengið að bókum hans vísum í bókaverslunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.