Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2009, Blaðsíða 8
8 miðvikudagur 8. júlí 2009 fréttir
Skuld Samsons, eignarhaldsfélags
Björgólfsfeðga, við Kaupþing nam
rúmum 7,2 milljörðum króna í lok
júní 2006. Lánið hafði þá verið greitt
niður um tæpa 2,7 milljarða króna
og nam tæpum tíu milljónum krón-
um þegar mest var. Þetta kemur fram
í lánabók Kaupþings sem DV hefur
undir höndum.
Skuld Samsons við Nýja Kaupþing
nú nemur um sex milljörðum króna
og hafa Björgólfarnir átt í viðræðum
við bankann um að helmingur henn-
ar verði felldur niður að þeirra kröfu.
Samkvæmt heimildum DV er hug-
myndin sú að Björgólfur Thor borgi
sinn hluta skuldarinnar að fullu, um
þrjá milljarða króna, gegn því að Nýja
Kaupþing falli að fullu frá um þriggja
milljarða króna skuld föður hans,
Björgólfs Guðmundssonar, við bank-
ann.
Björgólfur eldri skuldar Lands-
bankanum 58 milljarða samkvæmt
tilkynningu sem hann sendi frá sér í
byrjun maí og er ekki talinn vera borg-
unarmaður fyrir sínum hluta lánsins.
Uppgefnar eignir hans í tilkynning-
unni eru langt frá því að duga fyrir
skuldunum en þær eru sagðar vera 15
til 27 milljarðar króna. Þó ber að taka
tilkynningunni með fyrirvara því ekki
hefur verið sannreynt að upplýsing-
arnar í tilkynningunni séu réttar. Vel
kann að vera að Björgólfur eigi aðrar
eignir, meðal annars í útlöndum.
Björgólfarnir eru báðir í persónu-
legum ábyrgðum fyrir láninu sem að
stofninum til er tilkomið vegna kaupa
Samsons á kjölfestuhlut í Landsbank-
anum árið 2003. Ef annar þeirra getur
ekki borgað lánið mun hans hluti falla
á hinn aðilann. Samkvæmt heimild-
um DV er málið ennþá á viðræðu-
stigi og ekki er vitað hver niðurstaðan
verður að svo stöddu en frekar er lík-
legt að Nýja Kaupþing gangi að tilboði
þeirra feðga.
Björgólfur eldri mögulega ekki
talinn borgunarmaður
Ekki er hins vegar vitað af hverju
Nýja Kaupþing hyggst veita Björgólf-
unum slíka fyrirgreiðslu og afskrifa
hluta lánsins. Finnur Sveinbjörns-
son, bankastjóri Kaupþings, segir að-
spurður að hann geti ekki tjáð sig um
málefni einstakra viðskiptavina bank-
ans við fjölmiðla.
Líklegasti möguleikinn fyrir afskrift
hluta skuldar Samsons við Nýja Kaup-
þing er að almennt séð meta fjármála-
fyrirtæki það sem svo að þeim beri að
ná eins miklu af útistandandi skuld-
um sínum til baka og mögulegt er:
þau reyna að hámarka verðmæti sín í
slíkum aðstæðum. Ef skuldarar banka
standa illa, líkt og Björgólfur Guð-
mundsson í þessu tilfelli, og eru ekki
taldir borgunarmenn fyrir skuldum
sínum er það gjarnan metið sem svo
að bankinn eigi að reyna að ná eins
miklum fjármunum út úr honum og
mögulegt er. Björgólfur Guðmunds-
son er líklega á barmi gjaldþrots, sam-
kvæmt yfirlýsingunni sem hann sendi
frá sér, og því kann að vera að Nýja
Kaupþing sætti sig við að Björgólfur
Thor greiði helming skuldarinnar fyr-
ir þá báða.
Því má líta á væntanlega niður-
stöðu í málinu sem eins konar þrauta-
lendingu fyrir bankann sem talin er
betri en að stefna Björgólfsfeðgum
vegna skuldarinnar. Það mun hafa
verið rætt innan Nýja Kaupþings að
stefna feðgunum vegna skuldarinn-
ar þó svo að það hafi ekki verið gert
enn og mun þessi niðurstaða í málinu
koma sér betur fyrir báða aðila frek-
ar en að fara með það fyrir dóm og
mögulega keyra Björgólf eldri í þrot.
Fengu lánað vegna einkavæð-
ingar Landsbankans
Björgólfur Guðmundsson og sonur
hans Björgólfur Thor stofnuðu Sam-
son síðla árs 2002, ásamt Magnúsi
Þorsteinssyni, til að kaupa kjölfestu-
hlut í Landsbankanum. Þremenning-
arnir höfðu auðgast á sölu bruggverk-
smiðju í Rússlandi til Heineken. Þegar
þeir keyptu Landsbankann af ríkinu, í
einni umdeildustu einkavæðingu síð-
ustu ára hér á landi, greiddu þeir fyrir
hann að sjötíu prósent leyti með eigin
fé en fengu lánað frá Kaupþingi fyrir
eftirstöðvunum.
Í ársreikningi Samsons fyrir árið
2003 kemur fram að útistandandi
bankalán Samsons námu þá tæpum
3,5 milljörðum króna; þetta er stofn-
inn að Kaupþingsláninu sem hér um
ræðir. Veðið fyrir Kaupþingsláninu
var í hlutabréfum í Landsbankanum
og svo voru eigendur Samsons per-
sónulega ábyrgir fyrir því, líkt og áður
segir.
Skuld Samsons við ríkissjóð í árs-
reikningnum er skráð rúmir 11 millj-
arðar árið 2002 en núll krónur árið
2003. Félagið var því búið að greiða
fyrir eignarhlutinn í Landsbankanum
þegar ársreikningurinn var gefinn út.
Samson var því skuldlaust við ríkis-
sjóð samkvæmt ársreikningnum en
milljarðaskuldin við Kaupþing stóð
eftir.
Frá einkavæðingu
að skuldadögum
Samson tók svo tvö önnur lán hjá
Kaupþingi eftir að þeir eignuðust
Landsbankann og skýrir það af hverju
upphæðin í lánabókinni er eins há og
raun ber vitni. Annað lánið var í doll-
urum en hitt var í íslenskum krónum.
Því var í heildina um að ræða þrjú
lán.
Samkvæmt heimildum DV greiddi
Samson svo upp hluta lánanna á
næstu árum. Veðin fyrir öllum lán-
um Samsons hjá Kaupþingi voru
í hlutabréfum í Landsbankanum.
Þessi hlutabréf urðu verðlaus með
falli Landsbankans í haust og hlutafé
hluthafanna var skrúfað niður í núll.
Eftir stendur hins vegar persónuleg
ábyrgð Björgólfsfeðga fyrir útistand-
andi skuldinni við Kaupþing og geng-
ur bankinn nú á þá með það fyrir aug-
um að þeir greiði skuldina upp.
Samkvæmt tilkynningu Björgólfs
eldri er hann ekki borgunarmaður
fyrir skuldinni en spurningin er hvort
það sé réttmætt að Samson losni þá
við helming skuldarinnar sem að
stofninum til er byggð á lántöku fé-
lagsins vegna Landsbankakaupanna
örlagaríku.
Ekki náðist í Björgólf Guðmunds-
son við vinnslu fréttarinnar en hann
er staddur erlendis um þessar mund-
ir. Staða skuldar Samsons við Nýja
Kaupþing er hins vegar nokkuð kald-
hæðnisleg sé litið til þess að „góðæris-
skeiðið“, sem hófst með einkavæðingu
Landsbankans og Búnaðarbankans
2003 og lauk með efnahagshruninu,
hófst með því að Björgólfsfeðgar föl-
uðust eftir Landsbankanum með
bréfi til einkavæðingarnefndar sum-
arið 2002. Þeir keyptu svo bankann
fyrir meira en 11 milljarða og tóku til
þess lán frá Kaupþingi að hluta. Nú
er skuldin hins vegar á gjalddaga og
komið er að skuldadögum Björgólfs-
feðga við bankann vegna kaupanna á
Landsbankanum.
Ekki liggur ljóst fyrir hvenær nið-
urstaða mun fást í málið: hvort geng-
ið verði að tilboði Björgólfsfeðga eða
ekki.
IngI F. VILhjáLmsson
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
LÁN
AB
ÓK
KA
UP
ÞIN
GS
5. h
LU
tI
Skuld eignarhaldsfélagsins Samsons við Kaupþing nam rúmum 7,2 milljörðum króna í lok júní 2006 sam-
kvæmt lánabók bankans. Samson tók að minnsta kosti þrjú lán hjá Kaupþingi, meðal annars til að kaupa
Landsbankann, og skuldaði bankanum um 10 milljarða þegar mest var. Skuld Samsons nemur nú um sex
milljörðum og vilja Björgólfarnir fá um helming hennar felldan niður. Mögulega verður það þrautalending
bankans en ólíklegt er að Björgólfur eldri sé borgunarmaður fyrir skuldinni.
BJÖRGÓLFUR GEtUR
EKKI GREItt SKULDINA
Því má líta á væntanlega niðurstöðu í málinu sem
eins konar þrautalendingu fyrir bankann sem
talin er betri en að stefna Björgólfsfeðgum vegna
skuldarinnar.
leyn
igögn
skömmu fyrir hrunið Björgólfur
Guðmundsson, eiginkona hans Þóra
Hallgrímsson og talsmaður þeirra Björgólfs-
feðga, Ásgeir Friðgeirsson, sjást hér saman á
leik með West Ham 30. ágúst í fyrra. Líklegt
þykir að Nýja Kaupþing gangi að tilboði
Björgólfsfeðga og felli niður allt að helming
sex milljarða útistandandi skuldar vegna
bágrar fjárhagsstöðu Björgólfs eldri.
Vill borga fyrir pabba sinn Ein af
mögulegum lendingum er að Björgólfur
yngri greiði sinn hluta skuldarinnar
við Kaupþing og að pabbi hans greiði
ekkert í staðinn. Björgólfur Thor sést
hér á nýlegri mynd í partíi á skútu í
Cannes ásamt eiginkonu sinni Kristínu
Ólafsdóttur.
Lán samsons Eignarhaldsfélagið
Samson skuldaði Kaupþingi rúma 7,2 milljarða króna í lok júní árið 2006
samkvæmt lánabók bankans. Skuld
Samsons við Kaupþing nam um 10
milljörðum króna þegar mest var.