Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2009, Síða 22
„Eins og allir vita er Arnarfjörður Mekka
skrímsla á Íslandi,“ segir Magnús Ósk-
arsson, forstöðumaður Skrímslaset-
ursins á Bíldudal. „Þeir sem oftast hafa
séð skrímsli hérna tala um að seint í
ágúst þegar myrkrið sækir að séu lík-
urnar mestar á að sjá skrímslin. Það
sagði mér maður að algengt væri að
skrímsli kæmu í land á Hjallkárseyri til
að þurrka á sér feldinn.“
Skrímslasetrið var opnað í sum-
ar og er spennandi áfangastaður fyrir
ferðalanga sem eiga leið um Vestur-
land. „Við erum fimm sem eigum þetta
en það hefur mikill fjöldi fólks komið
að því að gera þetta mögulegt, senni-
lega eru nærri 90 manns sem hafa
komið að þessu í sjálfboðavinnu, bæði
brottfluttir Arnfirðingar og heimabú-
andi. Hugmyndin er að varðveita þann
fjölda skrímslasagna sem til er og gera
þær aðgengilegar og skemmtilegar fyr-
ir fólk.“
Magnús segir að enn sjái menn
skrímsli í Arnarfirðinum því marg-
ar þessar sögur af skrímslum sé alls
ekki gamlar og því fráleitt að afgreiða
þetta sem einhverja bábilju úr löngu
liðinni fornöld. „Þessar sögur er dag-
sannar eftir því sem ég best veit. Eftir
að við opnuðum höfum við verið að
fá fólk með enn frekari staðfestingar á
tilvist skrímsla. Fólk sest gjarnan nið-
ur í veitingasalnum hjá okkur eftir að
hafa skoðað sýninguna og þá kemur í
ljós að það eru fleiri en maður hélt sem
hafa séð þetta,“ segir þessi óþreytandi
skrímslaáhugamaður vestur í Arnar-
firði.
SkrímSlavertíðin nálgaSt
SkrímSlaSetrið á Bíldudal var opnað í Sumar:
22 miðvikudagur 29. júlí 2009 fólkið
Leikkonan Anita Briem er stödd
á Comic-Con-ráðstefnunni í San
Francisco ásamt mörgum af skær-
ustu stjörnum Hollywood. Eins og
sjá má á myndunum er Anita á hátíð-
inni ásamt meðleikurum sínum úr
myndinni Dead of Night, þeim Sam
Huntington og Brandon Routh. An-
ita er glæsileg og gefur hasarskvísum
eins og Scarlett Johansson og Megan
Fox ekkert eftir en þær eru einnig á
ráðstefnunni.
Þeir Sam Huntington og Brandon
Routh eru báðir vel þekktir í Holly-
wood en Routh er frægastur fyrir
hlutverk sitt sem Súperman í mynd-
inni Superman Returns sem kom út
árið 2006. Huntington, sem lék einn-
ig í Superman Returns, hefur þó ver-
ið meira í gríninu og hefur leikið í
myndum eins og Detroit Rock City
og nú síðast Fanboys.
Einnig leika í Dead of Night þeir
Peter Stormare og Taye Diggs en
myndin er byggð á ítölsku teikni-
myndasögunni Dylan Dog. Næsta
mynd sem Anita leikur í er gam-
anmynd og heitir Everything Will
Happen Before You Die. Þar næst
tekur við framhaldið af myndinni A
Journey to the Center of the Earth
sem skaut Anitu upp á stjörnu-
himininn. Það er ljóst að fram-
tíðin er björt hjá þessari smáu
en knáu leikkonu.
asgeir@dv.is
Sæt með
Anita Briem er þessa dagana stödd á Comic-Con-ráð-
stefnunni í Bandaríkjunum ásamt heimsþekktum
leikurum og leikstjórum. Hún er þar til að kynna
nýjustu myndina sína, dead of night. eins og vana-
lega á Comic-Con streyma aðdáendur á hátíðina
og klæðast hinum ýmsu búningum.
Magnús Óskarsson Við skrímslabjölluna á Skrímslasetrinu á Bíldudal.
Þann 14. september fara fram
styrktartónleikar í Háskólabíói
til styrktar hinni tíu ára gömlu
Alexöndru Líf sem berst við
krabbamein. Fjöldinn allur af
listamönnum koma fram á tón-
leikunum svo sem Skítamórall,
Greifarnir, Ingó og Veðurguðirnir,
Jeff Who?, KK, Páll Óskar, Hafdís
Huld og margir fleiri. Miðaverð
á tónleikana er 2.000 krónur.
Þeir sem komast ekki en vilja
leggja Alexöndru lið geta gefið
frjáls framlög á reikning 0537-
14-403800 kt. 160663-2949. Ólöf
Ása Þorbergsdóttir er skráð fyrir
reikningnum.
Stjörnur
til StuðningS
Rapparinn Emmsjé Gauti hefur
sent frá sér nýtt lag sem heitir
Borgina vantar engil. Gauti er
meðlimur í rappsveitinni 32C
en er nú að vinna að sólóplötu
sem hann hyggst senda frá sér
á næstunni. Lagið er ádeila á
efnahagsástandið og aðdrag-
anda þess. Það heyrist greini-
lega að rapparinn ungi er undir
miklum áhrifum frá bandaríska
rapparanum, Lil Wayne, sem er
einn sá heitasti í bransanum um
þessar mundir. Spurning hvort
Emmsjé Gauti sé hinn íslenski
Litli Wayne.
Borgina
vantar
engil
AnitA Briem:
Súperman
Sam, Anita og Brandon
Á Comic-Con-ráðstefnunni.
Eldheitir aðdáendur
Tugþúsundir aðdáenda
streyma á hátíðina ár hvert.
Glæsileg Anita gefur
stórstjörnum Hollywood
ekkert eftir.