Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2009, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2009, Blaðsíða 13
1. september 2009 þriðjudagur 13 Kalifornía brennur staða sem slökkviliðsmenn börðust við að verja voru útsendingarturnar fyrir sjónvarpsútsendingar og síma- samskipti. Verði þeir turnar eldinum að bráð falla niður útsendingar allra helstu sjónvarpsstöðva í Los Angel- es og nágrenni. Geimvísindastöðin á Mt. Wilson, þar sem unnin hafa verið ýmis afrek á sviði geimrannsókna, var líka talin í hættu á tímabili. Íbúum á hættusvæðum var skipað að hafa sig á brott. Alls er um að ræða fólk sem býr í 6.600 húsum. Íbúar um sex þúsund heimila til viðbótar urðu að hafa varann á og fylgjast með fyr- irmælum. Óvenju nærri borgum Um 2.500 slökkviliðsmenn hafa unn- ið að því að sporna gegn frekari út- breiðslu eldanna. Sums staðar hafa menn orðið að láta sér nægja að horfa á eldana brenna þar sem þeir sáu að engum vörnum yrði við komið. Þess í stað hefur verið reynt að takmarka útbreiðslu þeirra. En eins og fyrr segir hefur það ekki gengið betur en svo að svæðið þar sem skógareldarnir geisa tvöfaldaðist að stærð á sunnudag. Þrátt fyrir það töldu slökkviliðsmenn sig hafa náð markverðum árangri. Skógareldar eru algengir í Kaliforn- íu á sumrin. Hins vegar er sjaldgæfara að þeir séu svo nærri fjölmennustu borgum ríkisins. Eldarnir nærri Los Angeles eru þeir mestu í dag en þó hafa skógareldar geisað víðar í ríkinu. Bíða rólegir eftir eldinum slökkviliðs- mennirnir Kevin Klar og eric tucker biðu rólegir ásamt húseigandanum Henrik Hairapetian fyrir utan heimili hans í La Canada Flintridge fyrir ofan Los Angeles. eldurinn nálgaðist þó óðfluga en flestir íbúar höfðu þá flutt á brott. Komnar í skjól Íbúar leituðu sér gistingar í íþróttahúsi La Cresenta-miðskólans. Maður myrti stúlku og svipti svo sjálfan sig lífi: Kyrkti stúlkuna Í dýragarði einum í Suður-Karólínu er simpansinn Anjana líklega besti starfsmaðurinn. Hún hefur í gegnum tíðina fóstrað fjölmörg kattardýr en er nú fyrst komin í fréttirnar fyrir að hafa tekið lítinn fjallaljónskettling undir sinn verndarvæng. Síðan munaðarlausi fjallaljónskett- lingurinn Sierra kom í dýragarðinn The Institute of Greatly Endangered and Rare Species (TIGERS) hefur Anjana hjálpað mennskum umsjónarmönn- um garðsins við uppeldið og umönn- un á hinu sæta fjallaljóni. Hún gefur Sierru pela, knúsar hana og verndar eins og sannri móður sæmir. Anjana hefur alla sína tíð búið í dýragarðinum í Suður-Karólínu en hún er fimm ára og þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún gengur munaðarlausum kattardýrum í móðurstað. Anjana hefur nefnilega í gegnum tíðina aðstoðað við uppeld- ið á tveimur hvítum tígrisdýrum, hlé- barða og fjórum ljónum. „Simpansar eru frábærir í að læra svona hluti og herma eftir því sem þeir sjá. Svo það tók hana ekki lang- an tíma að læra nákvæmlega hvernig ætti að sjá um litlu kettlingana,“ segir Bhagavan Atnle, stjóri TIGERS-garðs- ins. „Hún er frábær aðstoðarmaður.“ mikael@dv.is anjana elskar Sierru Móðurást Anjana hefur tekið fjallaljónskettlinginn sierru í fóstur. 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI NICOLAI Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455           Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama Oxy tarmið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.