Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2009, Blaðsíða 14
Ríkislögreglustjórinn og sjálfsagt einhverjir fleiri eru með böggum hildar eftir að greint var frá því að hópur íslenskra mótorhjólastráka megi nú fara að kenna sig við bifhjólasamtök sem eru fræg að endemum á heims- vísu. Svarthöfði er meðvitaður um að í þessu kunni vissulega að felast ákveð- in ótíðindi en þó hlýtur að mega fagna þessu kennitöluflakki Fáfnismanna þar sem segja má að með því séu mótorhjólastrákarnir að svara kalli þeirra sem hafa í kjölfar bankahruns- ins gert skýlausa kröfu um að allt sé uppi á borðinu á hinu nýja Íslandi. Í raun mættu miklu fleiri og þá ef til vill ekki síst kennitöluflakkarar með hvít- flibba taka hina svartleðruðu riddara götunnar sér til fyrirmyndar og hætta að þykjast vera eitthvað allt annað en þeir eru. Draumurinn um hið nýja Ísland sem átti að rísa upp úr rústum hins gamla og spillta virðist því miður hafa gufað upp áður en pottaglamur Bús- áhaldabyltingarinnar dó út. Í raun er hér allt eins og það var áður; stjórn- málamennirnir eru enn getulausir og jafnvel enn vitlausari en þeir voru fyrir hrun, spillingargosar fitna á fjósbitum skilanefnda og embættismannaher- singin situr sveitt við að stöðva hjól réttlætisins. Svarthöfði sér þó smá vonarglætu í þeim köldu móttökum sem hinir hálfkrýndu íslensku Vítis- englar hafa fengið og gerir sér vonir um að í þessu megi greina merki þess að hin landlæga íslensks þjóðremba, sem átti nú sinn þátt í að koma okkur á kaldan klaka, sé á undanhaldi. Hingað til hefur fólk ekki haldið vatni af hrifningu og monti þegar Íslendingar ná árangri á alþjóðavettvangi. Nægir í þessu sambandi að nefna belginginn á Klakanum þegar Kristján Jóhannsson fékk að góla í Metropo- litan, þegar útlendingar kveiktu á því að breimið í Björk væri töff og þegar Kári Stefánsson steig fram sem mesta genaséní allra tíma. Samkvæmt þessu öllu ætti þjóðin nú að brosa hringinn og grobba sig yfir því að íslenskir smá- krimmar á mótorhjólum eru við það að veða fullgildir Vítisenglar. Það er nefnilega ekki heiglum hent að öðlast réttinn til þess að bera merki hinna goðsagnakenndu Hells Angels og hingað til hafa engir íslenskir hjólar- aftar náð jafn langt og Fáfnismenn í að láta þann draum rætast. Orðspor Hells Angels er slíkt að enginn þarf að efast um að í þeirra röðum leynist margur misjafn sauðurinn og einhver reytingur er þar af ótíndum morðingjum og glæpamönnum. Samt ættu þeir sem nú eru við það að pissa undir af ótta við Fáfnismenn, með nýja og allsvakalega kennitölu, að hafa hugfast að þegar kemur að öllu öðru en fjárglæfrum standa Íslending- ar öðrum þjóðum langt að baki. Íslendingar framleiða til dæm-is verra sjónvarpsefni en flestir aðrir og sömu sögu er að segja um kvikmyndir, tónlist og skáld- sögur. Allt er þetta betur gert annars staðar í heiminum en á Íslandi og því benda allar líkur og tölfræði til þess að íslenskir Vítisenglar verði meinlausari og tannlausari en þeir norsku, dönsku og að maður tali ekki um þá amerísku. Þannig sér Svarthöfði alls ekki fyrir sér að mettaður eitur-lyfjamarkaðurinn á Íslandi muni sligast undan offram- boði við þessa nafnabreytingu á vél- hjólaklúbbi. Og einhvern veginn virð- ist það ansi fjarlægt að hér muni eldar brenna og menn falla í skotbardögum á milli mótorhjólamanna á götum úti. Íslenskar hjólabullur eru í fyrsta lagi örugglega allt of latar til þess að standa í slíku. Sérstaklega þar sem það er miklu skemmtilegra að hjóla, hanga í klúbbhúsinu, drekka bjór og vera töff. Svarthöfði er vel að sér í heims-bókmenntum og þá sérstak-lega frönsku teiknimyndasög-unum um hann Lukku-Láka og hina óstýrilátu Dalton-bræður en um þá var einu sinni sagt að batnandi englum væri best að lifa. Miðað við það sem spurst hefur út úr herbúð- um íslenskra Vítisengla virðast þeir einmitt vera batnandi. Fáfnismenn hafa átt það til að vera með dólg en Svarthöfði heyrði í fréttum haft eftir aðalspaðanum í hinum íslensku Vít- isenglum, manni sem heitir Boom, að félagsskapurinn hefði það efst á stefnuskrá sinni að hlúa að fjölskyld- um meðlima sinna. Ekki ónýtur boðskapur á þessum síðustu og verstu tímum og það frá vígalegu karlmenni í leðri. Batnandi englum er svo sannarlega best að lifa. Batnandi englar Spurningin „Á sínum tíma var sagt, þegar maður hneykslaðist ofan í tær, að hinir dauðu myndu snúa sér við í gröfinni. Ég vona að bókin valdi nú engu jarðraski.“ Jón Baldvin Hannibals- son hélt tölu í Háskólanum í gær í tilefni af útkomu Svartbókar kommúnismans þar sem fjallað er um afleiðingar kommúnismans í heiminum. Mun SvartBókin Snúa MörguM koMMúniStuM? Sandkorn n Þingmaðurinn óháði Þráinn Bertelsson er með vanstilltara móti þessa dagana. Hann skrif- aði Gísla Baldvinssyni bloggara harðort bréf sem hefst á orðun- um „Gísli atvinnuróg- beri“. Reiði þingmanns- ins er vegna þess að Gísli hafði sagt þing- manninn vera á leið- inni í sinn gamla flokk, Fram- sóknarflokkinn. Þráinn dregur hvergi af sér og hótar bloggar- anum málsókn. Þráinn er ein- skipa á þingi eftir að hann sneri baki við Borgarahreyfingunni og telja flestir að hann gangi brátt í Samfylkinguna. n Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, blómstr- ar þessa dagana. Ráðherrann hætti í stjórnmálum fyrir síð- ustu kosningar eftir að hafa gengið í gegnum hrunið með tilheyrandi átökum við Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta. Víst er að allt þetta reyndi mjög á Árna. En þessa dagana væsir ekki um hann. Árni sinnir nýju starfi sem dýralæknir á Suðurlandi og fæst við annars konar skepnur en áður. n Ólafur F. Magnússon, borgar- fulltrúi og fyrrverandi borgar- stjóri, á ekki sjö dagana sæla. Hann fékk brautargengi í kosn- ingum undir flaggi Frjálslynda flokksins en upp úr sauð milli hans og flokks- bræðra hans. Eins og DV greindi frá fyrir nokkr- um miss- erum er það skoðun Guðjóns A. Kristjánssonar, formanns Frjálslyndra, að Ólafur hafi tekið ófrjálsri hendi þriggja milljóna króna styrk Reykja- víkurborgar til borgarstjórn- arflokksins. Nú íhugar forysta Frjálslyndra að kæra borgarfull- trúann til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra fyrir þjófnað. n Einn öflugasti nýliðinn á Al- þingi er Björn Valur Gíslason, togaraskipstjóri frá Ólafsfirði og liðsmaður Vinstri grænna. Björn Valur er auðvitað þekkt- ur aflamaður en einnig hefur hróður hans borist víða vegna að- ildar hans að hljóm- sveitinni Roðlaust og beinlaust sem starf- rækt hefur verið um borð í skipi hans, Kleifabergi ÓF. Lög sveitarinn- ar hafa farið víða og notið vin- sælda. Hermt er að Björn Valur hafi ekki átt von á því að kom- ast inn á þing og það hafi verið honum umhugsunarefni að taka á sig þá gríðarlegu launa- skerðingu sem því fylgir. LyngHáLS 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: Hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: elísabet austmann, elisabet@birtingur.is dv á netinu: dv.iS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Ég held að þegar leikmenn okkar líta til baka á keppnina geti þeir verið montnir af því að hafa verið hérna og spilað gegn bestu liðum Evrópu.“ n Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins, eftir síðasta leik liðsins á EM. - Morgunblaðið „Ég er dofinn. Kannski kemur sjokkið síðar.“ n Gunnar Jósefsson, eigandi Laugarásvídeós, sem eyðilagðist í bruna um helgina. - dv.is „Þarna var líka unglingsstrákur, vinnumaður, með buxurnar á hælunum sem hljóp í ofboði undan gríðarstór- um kalkúna.“ n Dr. Gunni um heimsókn sína í dýragarðinn í Slakka. - eyjan.is/goto/drgunni „Það hegðaði sér enginn eins og íslensku útrásar- víkingarnir.“ n Guðmundur Franklín Jónsson athafnamaður um þá forríku menn sem voru allt í kringum hann á Wall Street þegar hann vann þar. - DV „Mannorð mitt og heiðar- leiki verður ekki dregið í efa nú frekar en fyrr.“ n Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi um ásakanir Frjálslynda flokksins um meintan fjárdrátt hans. - Vísir Spilling Alþingis Leiðari Helgi Bernódusson, skrif-stofustjóri Alþingis, og aðr-ir stjórnendur þingsins eru útverðir spillingar á Íslandi. Þeir gæta þess vandlega að fjölmiðl- ar fái ekki upplýsingar um útlagðan kostnað vegna alþingismanna. Leynd- arhjúpur hinna spilltu hefði átt að víkja þegar fjárhagur lýðveldisins hrundi á sínum tíma. En það er öðru nær. Þess er vandlega gætt að fjölmiðlar komist ekki á snoðir um það sem fram fer að tjaldabaki. Þegar spurt er um kostnað- argreiðslur til þingmanna af almanna- fé er því mætt með fyrirlitningu eða þögn. Fjöldi þingmanna fylgir sett- um reglum í starfi sínu og er til sóma. Vafi leikur á um aðra. Nýlegt dæmi um drukkinn þingmann í pontu sýnir það virð- ingarleysi sem á sér stað. Aðrir þingmenn voru tilbúnir til þess að hylma yfir með þing- manninum og umbera drykkjuraus í hjarta lýðveldisins. Þetta heitir samtrygging. DV spurði þingmanninn Sigmund Erni Rúnarsson hvort hann hefði reynt að velta kostnaði vegna bílaleigubíla og gistingar í heimabæ sínum yfir á þjóðina. Hann hefur ekki svarað þeim spurningum fremur en öðrum. Þingmaðurinn, sem komst inn á þeim forsendum að hann væri fulltrúi nýja Íslands, er á kafi í leyni- makki, ýmist drukkinn eða ódrukkinn. Spurningar DV til hans fela ekki í sér stað- hæfingu þess að hann hafi reynt að innheimta kostn- að sem hann á að bera per- sónulega. En þögn hans og flótti frá svörum benda til þess að óhreint mjöl sé í pokahorninu. Óskiljan- legt er að skrifstofa Alþing- is skuli ekki svipta hulunni af kostnaðargreiðslum til þingmanna. Lítil von er til þess að siðvæðing komi í kjölfar hrunsins meðan innan þingsins grasserar það sjónarmið að flest skuli vera falið. DV hefur ítrekað spurt skrifstofu Alþingis um kostnaðargreiðslurnar en fengið afsvar. Það eina sem blaðið hefur heyrt bitastætt frá þinginu er að þar var áskrift á DV sagt upp. reynir trauStaSon ritStjóri Skrifar: Fjöldi þingmanna fylgir settum reglum. bókStafLega 14 þriðJudagur 1. SepTemBeR 2009 umræða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.