Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2009, Blaðsíða 17
Terry á fyrir salTi í grauTinn Fyrirliði Chelsea, John Terry, hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Lundúnafélagið og er því samningsbundinn því út tímabilið 2014. Eftir að Terry neitaði með semingi risatilboði Manchester City í sumar fóru samningaviðræður af stað milli hans og Chelsea og hafa þær nú endað með 160,000 punda launatékka á viku. Það jafngildir 32,6 milljónum króna á viku. Terry er 28 ára og uppalinn hjá Chelsea en hann er fyrirliði liðsins og enska landsliðsins. Kimi horfir Til monza Finnska ökuþórnum Kimi Raikkonen tókst loks að vinna sigur í Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark á Ferrari-fák sínum á Spa-brautinni í Belgíu um helgina. Það var hans fyrsti sigur í 20 mótum en þessi pollrólegi Finni staldrar lítið við sinn fjórða sigur á Spa-brautinni og er farinn að horfa til næstu keppni á Monza á Ítalíu. „Það verður erfið keppni fyrir okkur. Bíllinn okkar er ekki jafngóður og aðrir í beygjunum en það er mikilvægt að vera hraður í þeim á Monza. Það verður að vera hægt að keyra eins hratt og maður getur í beygjunum en eins og staðan er erum við ekki klárir í það. Við munum samt reyna að finna út úr því,“ segir Raikkonen sem endaði í níunda sæti - stigalaus - á Ítalíu í fyrra. BuTTon vill vinna afTur Jenson Button hjá Brawn er enn efstur í stigakeppni ökumanna í Formúlu 1 með þægilega sextán stiga forystu. Hann hefur þó ekkert getað að undanförnu og sankað aðeins að sér ellefu stigum í síðustu fimm keppnum. Sigur hans í sex af fyrstu sjö mótum ársins heldur honum þó á toppnum. Hann veit að ellefu stig úr fimm síðustu keppnun- um gætu jafnvel tryggt honum titilinn en hann vill ekki verða heimsmeistari þannig. „Árangur minn til að byrja með er að halda mér á toppnum. En ég verð að fara að vinna aftur. Ég veit alveg að mér dugar stigasæti meira og minna það sem eftir er en ég vil vinna keppnirnar og til þess er ég nú hérna,“ segir forystusauðurinn Jenson Button. UMSJón: TóMaS ÞóR ÞóRðaRSon, tomas@dv.is sporT 1. SEpTEMBER 2009 þriðjudagur 17 Lán til íbúðakaupa Lán til endurbóta og viðbygginga Aukalán vegna sérþarfa (skert starfsorka) Úrræði í greiðsluvanda Barca sTyrKir vörnina Barcelona fjárfesti í gær í úkraínska varnarmanninum Dmytro Chygr- ynskiy sem skrifaði undir fimm ára samning við Spánar- og Evrópu- meistarana. Chygrynskiy hefur leikið aðalhlutverkið í vörn Shakhtar Donetsk í heimalandinu en það varð Evrópumeistari félagsliða í maí eftir sigur á Werder Bremen. Barcelona þarf að punga út 25 milljónum Evra fyrir piltinn sem er aðeins 22 ára gamall. Hann er þriðji leikmaðurinn sem Barcelona kaupir en hinir tveir komu báðir frá Inter. Brasilíski bakvörðurinn Maxwell og sænska stórstjarnan Zlatan Ibrahimovic. Gulldrengurinn í NFL-deildinni, leikstjórnandinn Tom Brady, er kominn aftur á fullt eftir langvarandi meiðsli sem héldu honum frá keppni allt síðasta tímabil. Brady hefur farið afar vel af stað í undirbúningsleikjunum og liðið unnið báða leikina sem hann hefur spilað. Þrefaldir meistarar New England Patriots áttu skelfilegt tímabil í fyrra í NFL-deildinni en eftir að vera hárs- breidd frá því að vinna sinn fjórða titil á sex árum árið 2008 komst liðið ekki í úrslitakeppnina í fyrra. Ástæð- an var einföld. Leikstjórnandinn - líklega sá besti í deildinni - Tom Brady meiddist illa og var frá allt síðasta tímabil. Patriots leysti stöðu hans með varaskeifunni Matt Cassel sem kom liðinu ekki í úrslitakeppn- ina en vann sér þó inn risasamning hjá Kansan City Chiefs fyrir þetta tímabili. Með Tom Brady að komast í gang hefur lið Patriots farið vel af stað á undirbúningstímabilinu og með samstarfi hans og útherjans Randys Moss upp á sitt besta er liðið alltaf líklegt til afreka. Ónýtt án Brady Það sást glögglega í fyrra hversu Brady er mikilvægur liðinu enda einn af betri leikstjórnendum sem deildin hefur séð og í hópi afar fárra manna sem hafa unnið sjálfa ofurskálina í þrígang. Varaskeifur liðsins í ár virð- ast heldur ekki burðugar en eftir þrjá leiki á undirbúningstímabilinu er Patriots aðeins búið að tapa einum leik. Leik sem Tom Brady hvíldi eig- inlega alveg. Þar tapaði liðið 7-6 gegn Cincinnati Bengals og skoraði ekki snertimark. Hinir tveir leikirnir þar sem Tom Brady hefur verið í aðalhlutverki hafa báðir unnist. Gegn Philadelphia Eagles í fyrstu umferð undirbúnings- tímabilsins, 27-24, og svo um helgina í þriðju umferðinni vannst 27-25 sig- ur á Washington Redskins. Leiknar eru fjórar vikur af undirbúningsleikj- um sem eru algjörar generalprufur áður en sjálf deildin tekur við. Brady hefur alltaf státað af góðri prósentu hvað varðar köst á sam- herja sem heppnast og hann virð- ist ekki ryðgaður hvað það varðar. Hann hitti 12 af 19 sendingum sín- um á samherja um helgina fyrir 150 metrum og kastaði í tvígang fyrir snertimarki, í bæði skiptin á Randy Moss en samstarf þeirra hefur verið ótrúlegt frá því þeir sameinuðust hjá Patriots. Í fyrstu leikviku hitti hann 10 af 15 sendingum sínum á sam- herja fyrir 100 metrum og skoraði einnig tvö snertimörk í 27-25 sigri á Eagles. Leiðtoginn hættur Varnarmaðurinn og harðjaxlinn Teddy Bruschi sem hefur verið hjá Patriots undanfarin 13 árin lagði skóna á hilluna í vikunni. Bruschi hefur verið leiðtogi varnarinnar hjá Patriots síðustu árin og ásamt Brady ein helsta ástæða fyrir velgengni fé- lagsins. Varnarleikur Patriots var þó vandamál í fyrra og en vörn liðsins er almennt talinn of gömul. Þá hef- ur liðið fyrir utan ágætis varnarleik gegn slöku liði Bengals fengið á sig ríflega 20 stig bæði gegn Eagles og Redsksins á undirbúningstímabilinu sem mönnum þar á bæ finnst helst til of mikið. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Tom Brady Gífurlega mikilvægur fyrir patriots. Randy Moss Vinnur einstaklega vel með Brady. MyNd AFP Brady að KomasT í gírinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.