Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2009, Blaðsíða 2
2 miðvikudagur 2. september 2009 fréttir „ÉG VAR BARA BEÐIN UM ÞETTA“ Telma Halldórsdóttir, lögmaður og eini stjórnarmaður eignarhaldsfé- lagsins Q Iceland Finance, er með réttarstöðu grunaðs manns í rann- sókn sérstaks saksóknara á Al- Thani-málinu, samkvæmt heimild- um DV. Lögmaðurinn hefur verið yfirheyrður hjá sérstökum saksókn- ara vegna málsins. Telma er meðeigandi á lögfræði- skrifstofunni Fulltingi ásamt meðal annarra Kristni Hallgrímssyni sem unnið hefur náið með auðmann- inum Ólafi Ólafssyni í gegnum tíð- ina, meðal annars þegar S-hópur- inn keypti Búnaðarbankann árið 2003. Kristinn hefur hins vegar ekki fengið réttarstöðu grunaðs manns í rannsókninni, samkvæmt heimild- um DV, og er ekki talinn hafa kom- ið beint að viðskiptunum, þrátt fyrir tengslin við Ólaf. Grunur um markaðsmisnotkun Rannsóknin á málinu gengur út á að athuga hvort kaup katarska sjeiksins Al-Thanis á 5 prósenta hlut í Kaupþingi fyrir 25 milljarða króna í lok september síðastliðins hafi verið lögleg. Grunur leikur á að um markaðsmisnotkun hafi ver- ið að ræða og að tilgangurinn með kaupunum hafi verið að hækka verð á hlutabréfum í Kaupþingi og auka tiltrú markaðarins á bankan- um. Viðskiptin áttu sér stað fjórum dögum áður en íslenska ríkið leysti til sín 75 prósenta hlut í Glitni og tveimur vikum áður en Fjármálaeft- irlitið yfirtók Kaupþing, það er rétt fyrir hrun íslenska bankakerfisins. Félagið Q Iceland Finance, sem Telma fer fyrir, keypti bréfin í Kaupþingi með lánum frá félög- um í eigu Ólafs Ólafssonar og Al- Thanis sjálfs. Ólafur fékk svo aft- ur lán frá Kaupþingi, sem var án annarra veða en í hlutabréfunum sjálfum sem keypt voru, til að fjár- magna lánið til Q Iceland Finance. Ef um markaðsmisnotkun var að ræða er hugmyndin sú að tilgang- ur viðskiptanna hafi sem sagt ver- ið að blekkja markaðinn til að trúa því að staða Kaupþings væri góð þrátt fyrir aðsteðjandi erfiðleika í íslenska bankakerfinu. Stjórnend- ur Kaupþings gáfu það út í kjölfarið að hlutabréfakaup Al-Thanis væru traustsyfirlýsing við bankann. Enn óvíst um ákærur Rannsóknin á Al-Thani-málinu er sú sem hvað lengst er komin af þeim málum sem komið hafa inn á borð til sérstaks saksóknara efna- hagshrunsins, Ólafs Haukssonar. Aðrir sem komnir eru með þessa stöðu eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings- samstæðunnar, Sigurður Einars- son, fyrrverandi stjórnarformað- ur Kaupþings, og Ólafur Ólafsson, fyrrverandi 10 prósenta hluthafi í Kaupþingi í gegnum eignarhalds- félagið Kjalar. Aðrir hafa fengið rétt- arstöðu grunaðs manns í rannsókn sérstaks saksóknara en DV hefur ekki komist að því hverjir þetta eru. Heimildir DV herma hins vegar að þar sé meðal annars um að ræða Guðmund Oddsson, stjórnarmann í móðurfélagi Q Iceland Finance, Q Iceland Holding. Þrátt fyrir að rannsókn málsins sé nokkuð langt komin er enn óvíst hvort og þá hvenær sérstakur sak- sóknari mun gefa út ákærur á hend- ur því fólki sem liggur undir grun í málinu. Ástæðan fyrir því að rann- sókn málsins tekur svo langan tíma er að embætti sérstaks saksóknara er alltaf að uppgötva nýja og nýja fleti á málunum eftir því sem það rannsakar málið betur. Embættið þarf því að elta þessa þræði til að ná betur utan um rannsókn málsins. Þó að ákveðnir aðilar séu með réttarstöðu grunaðs manns í rann- sókninni á Al-Thani-málinu er alls ekki gefið að þeir fái réttarstöðu sakbornings þegar þar að kemur og verði ákærðir fyrir dómi. Grun- aðir aðilar geta því annaðhvort hætt að liggja undir grun eða öðl- ast réttarstöðu sakbornings eftir því sem rannsókn málsins heldur áfram. Rökstuddur grunur um brot þarf hins vegar að liggja fyrir til að maður fái réttarstöðu sakbornings í rannsókninni. Segist hafa verið beðin um þetta Telma Halldórsdóttir segir aðspurð að hún hafi fengið réttarstöðu grun- aðs manns sökum þess að sérstak- ur saksóknari teldi að betra væri að þeir sem yfirheyrðir væru fengju þá stöðu frekar en stöðu vitnis því erf- itt væri að láta vitni fá réttarstöðu grunaðs manns á seinni stigum rannsóknarinnar. „Þannig að það voru mjög margir sem fengu réttar- stöðu grunaðs manns í rannsókn- inni. Ég fékk hana í maí og á ekki von á að heyra neitt meira frá þeim,“ segir Telma en með þessu á hún við að það gæti spillt rannsókninni að skilgreina fólk sem yfirheyrt er sem vitni frekar en gefa þeim réttarstöðu grunaðra. Hún segist ekkert hafa komið að því að ákveða eðli viðskiptanna með bréfin í Kaupþingi. „Ég var bara beðin um þetta sem lögmað- ur. Fyrir bankahrun var mjög al- gengt að lögmenn væru beðnir um að sitja í stjórnum fyrir hönd kúnna. Þegar búið var að ákveða viðskiptin vantaði Íslending til að sitja í stjórn Q Iceland Finance og þá var ég beð- in um þetta,“ segir Telma. Aðspurð hver það var sem bað hana um að sitja í stjórn Q Iceland Finance segist hún ekki vilja greina frá því. „Veistu, ég vil ekki tjá mig um það því það skiptir ekki máli,“ segir Telma og bætir því við að hún hafi unnið fyrir félög tengd sjeik Al-Thani áður. Hún segir að hennar eina að- koma að félaginu hafi verið að til- kynna um viðskiptin til Kauphallar Íslands og annarra eftirlitsaðila en að hún hafi hins vegar aldrei hitt sjeikinn. „Ég hef aldrei hitt sjeik- inn. Þetta kenndi mér það að þetta fer ekki vel saman: að vera lögmað- ur og sitja í stjórnum félaga og fyrir- tækja. Þetta bara gerðu lögmenn á sínum tíma og þetta er eitthvað sem maður bara lærir af,“ segir Telma og er ljóst af máli hennar að rannsókn- in á Al-Thani-málinu hefur gengið nokkuð nærri henni. Hún situr hins vegar enn í stjórn fimm fyrirtækja og félaga, þar með talið í stjórn Q Iceland Finance og IP-Fjarskipta, Tals ehf., en hún var endurkjörin í stjórn þess félags í fyrradag. Telma Halldórsdóttir lögmaður er með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn sérstaks saksóknara. Lögmaðurinn er grun- aður í rannsókninni á kaupum katarska sjeiksins Al-Thanis á hlutabréfum í Kaupþingi. Telma er eini stjórnarmaðurinn í Q Iceland Finance, eignarhaldsfélagi Al-Thanis, sem keypti 5 prósenta hlut í Kaupþingi skömmu fyrir bankahrunið í haust. Telma segist hafa verið beðin um að vera í forsvari fyrir félagið og að hún hafi aldrei hitt sjeikinn. Lögmannsstofan Fulltingi Telma vinnur hjá Fulltingi sem er til húsa á Suðurlands- braut 18. Rúmlega 250 félög eru skráð til húsa að Suðurlandsbraut 18, þar á meðal er eignarhaldsfélag sjeiksins, Q Iceland Finance. InGI F. VILHjáLmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is „Ég hef aldrei hitt sjeikinn.“ Engar ákærur enn Telma Hall- dórsdóttir er einungis ein af þeim fjölmörgu sem hafa réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn sérstaks saksóknara, Ólafs Haukssonar, á Al-Thani-málinu. Engar ákærur hafa verið gefnar út í málinu og er óvíst hvort og þá hvenær af því verður. Sjeikinn á Íslandi Al-Thani kom eitt sinn hingað. Nú eru kaup hans í rannsókn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.