Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2009, Blaðsíða 6
6 miðvikudagur 2. september 2009 fréttir Brynjar Óli Ágústsson er aðeins átta ára en hefur þegar farið átta sinnum í hjartaað- gerðir til útlanda. Styrktarsjóður hjartveikra barna hefur styrkt fjölskylduna til að fara út vegna aðgerðanna. Faðir Brynjars, Ágúst Hilmarsson, harmar að starfsmenn Landsbankans hafi farið með sjóðinn eins og spilapeninga, og í kjölfarið tapað tugum milljóna. Sjóðurinn hefur höfðað mál gegn Landsbankanum vegna tapsins. ÁTTA AÐGERÐIR Á ÁTTA ÁRUM „Þetta er styrktarsjóður fyrir fjölskyld- ur langveikra barna en ekki spilapeningar.“ „Þetta er bara hundfúlt. Að menn skuli leyfa sér að spila með þessa peninga og tapa svona rosalegum upphæðum er alveg hreint ótrúlegt. Þetta er styrktarsjóður fyrir fjölskyld- ur langveikra barna en ekki spilapen- ingar,“ segir Ágúst Hilmarsson, faðir átta ára drengs með hjartasjúkdóm. Styrktarsjóður hjartveikra barna fól Landsbankanum fjárvörslu sjóðs- ins og var þar höfuðáhersla lögð á örugga ávöxtun. Eftir þessu var ekki farið og við bankahrunið síðasta haust tapaði sjóðurinn 21 milljón. Skaðabótamál styrktarsjóðsins gegn Landsbankanum var þingfest í gær. Áhyggjur og kvíði foreldra Ágúst segir styrktarsjóðinn afar mik- ilvægan fjölskyldum hjartveikra barna. Sonur Ágústs, Brynjar Óli, er átta ára gamall og hefur farið átta sinnum til útlanda í hjartaaðgerðir. Í hverri ferð fer hann í hjartaþræðingu en auk þess hefur Brynjar Óli fjórum sinnum farið í opna hjartaaðgerð. Fjölskyldan hefur fengið styrk frá styrktarsjóðnum vegna ferðanna en fyrirhugað er að Brynjar Óli fari aftur út í aðgerð innan hálfs árs. Ágúst segir mikinn kvíða fylgja því að fara með veikt barn í hjarta- aðgerð til útlanda og áhyggjum vegna fjárhagsstöðu vart á bætandi. „Margir þurfa að slíta sig úr vinnu til að fara út með börnin sín og fólk er í mismunandi stöðu til þess. Sum- ir sjá fram á algjöran launamissi. Ég hef sjálfur horft fram á 20 til 30 pró- senta skerðingu á launum en hef leit- að í sjúkrasjóði til að bæta það. En það er alltaf skerðing. Þetta vekur auka áhyggjur og kvíða. Konan mín er sjálfstætt starfandi og fær því eng- in laun á meðan við erum úti. Því er gott að geta sótt um styrk hjá sjóðn- um sem þá getur minnkað kvíðann,“ segir Ágúst. Vildu örugga fjárfestingu Rýrnun styrktarsjóðsins, fáist tap- ið ekki bætt, leiðir óhjákvæmilega til lækkunar þeirra styrkja sem fjöl- skyldur hjartveikra barna fá. Ekki er búist við að skerðingin bitni á einni fjölskyldu umfram aðra heldur verð- ur hver úthlutaður styrkur lægri. Ágúst harmar sömuleiðis tap- ið fyrir hönd þeirra sem gefið hafa í sjóðinn. „Fólk hefur gefið af öllum hug og öllu hjarta. Síðan eru þessir peningar teknir og þeim hent út um gluggann,“ segir hann. Í samningi styrktarsjóðsins við Landsbankann var höfuðáhersla lögð á öryggi. Þar var kveðið á um að fjárfest yrði í ríkisskuldabréfum að níutíu prósentum en taka mætti meiri áhættu með tíu prósent sjóðs- ins. Starfsmenn Landsbankans full- vissuðu forsvarsmenn sjóðsins um að eftir þessu væri farið. Eftir bankahrunið fór Guðrún Pét- ursdóttir, formaður stjórnar sjóðsins, fram á það við skilanefnd Lands- bankans að tapið yrði bætt en ekkert varð af því. Með gjafaæð frá hjartanu Brynjar Óli er við ágæta heilsu í dag en það sem helst hrjáir hann er mæði og lítið þol. Ágúst segir son sinn ekki velta því mikið fyrir sér að hann sé hjartveikur en telur hann þó kominn á þann aldur nú að hann fari að spyrja fleiri spurninga. „Núna er hann helst að spá í af hverju hann er ekki jafn góður að hlaupa og hinir strákarnir og margir spyrja hann af hverju hann andi svona,“ segir Ágúst. Hjartagalli Brynjars Óla greindist strax við fæðingu og hefði með réttu átt að sjást strax á meðgöngu. „Hann fæddist verulega blár og greinilegt að eitthvað var að. Síðan kom í ljós að æðin sem átti að vera frá hjartanu og niður í lungun, æð sem flytur súr- efnissnautt blóð frá líkamanum til lungnanna, var alls ekki til stað- ar. Hana vantaði,“ segir hann. Þar að auki eru lungna- æðar hans að hluta ekki venju- legar lungnaæðar og svo hefur hann greinst með radd- bandalömun sem hann fékk út frá fyrstu aðgerðinni. Brynjar Óli fæddist í Noregi og fór þar í fyrstu að- gerðina nokkurra daga gamall. „Hann fór í aðgerð til að bjarga lífi hans því það var svo mikill þrýstingur á hjartað. Hann var strax í lífshættu svona lítill og fór í fyrstu aðgerðina níu eða tíu daga gamall,“ segir Ágúst. Þegar fjölskyldan flutti aftur heim til Íslands tóku við ferðir til Boston í Bandaríkjunum þar sem Brynjar Óli hefur farið í aðgerðir. Hann er nú með gjafaæð á milli hjarta og lungna, og gerviloku, sem þarf að skipta um reglulega þar sem hún vex ekki með honum. Í fyrir- hugaðri ferð til Bos- ton fær hann sína fjórðu gjafa- æð. „Hann á eftir að fara í að- gerðir allt sitt líf,“ segir Ágúst. Erla HlynsdÓttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Fengu styrk Brynjar Óli hefur átta sinnum farið út í hjartaaðgerðir. Foreldrar hans, Berglind Sigurðardóttir og Ágúst Hilmarsson, hafa sótt styrki vegna ferða til styrktarsjóðsins. Systur Brynjars Óla, þær Eva og Elísa, eru með þeim á myndinni en þar vantar elstu systur þeirra, Elvu Björk. Mynd HEiða HElgadÓttir dv.is besta rannsóknarblað amennska ársinsþrið judagur 9. desember 2008 dagblaðið vísir 230. tbl . – 98. árg. – verð kr. 347 F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð StyrktarSjóður rýrnaði um tugi m illjóna: HJARTVEIK BoRN SVIKIN „Út, Út, drullið ykkur Út“ Gordon Brown Hýddur í skólanum fanGi sprautaður nauðuGur með Geðlyfi dæmdur fyrir grófar hótanir í garð fangavarða neytendur Bankamenn sögðu reikninga örugga Guðrún pétursdóttir stjórnar formaður: „mér finnst þetta ófyrirgefa nlegt“ fréttir fólk fréttir Hver er Besti jólabjórinn? erlent Ungfrú Ísland Í skýjUnUm konGó öruGGara en ísland erlendir fjárfestar: fréttir anney Birta hefur farið í sex a ðgerðir á sex árum og þekkir ekki ann að mynd róbert 6. desember 2008 tapaði Björgólfur Guð- mundsson stýrði Landsbankanum þegar styrktarfé hjartveikra barna tapaðist. Óvissa ríkir um einkunn Íslands Enn ríkir mikil óvissa um þróun lánshæfismats ríkissjóðs á næst- unni vegna þeirrar miklu óvissu sem hér ríkir í efnahagsmálum. Engar breytingar hafa átt sér stað á lánshæfismati ríkissjóðs það sem af er þessu ári, hvorki lánshæfiseinkunnum né horfum um þær. Frá þessu er greint á vef Greiningar Íslandsbanka. Þar kemur fram að lánshæfisein- kunnir ríkissjóðs eru þær lægstu sem hann hefur haft frá upphafi. Eru þær hæstar í bókum Mood- y‘s, Baa1, eða tveimur þrepum ofar en einkunnir hans hjá Fitch, S&P og R&I, eða BBB-. Þá eru þær neikvæðar í bókum Moody‘s og S&P sem gefur til kynna að líkur eru á að þær muni lækka til meðallangs tíma. Götuð á salerni Stúlka á fermingaraldri komst í kynni við mann í gegnum netið í sumar og mæltu þau sér mót í versl- unarmiðstöð á höfuðborgar- svæðinu. Þau fóru síðan á al- menningssalerni á staðnum en þar setti maðurinn lokk eða pinna í nafla stúlkunnar að hennar ósk. Nokkru síðar var farið að grafa í naflanum og þurfti stúlkan að leita sér læknisaðstoðar. Hluturinn var fjarlægður. Ofangreint mál barst inn á borð lögreglunnar eftir að forráðamaður stúlkunnar tilkynnti um það. Mál sem þetta er samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni ekki einsdæmi. Erlendir bankar krefjast bóta Í gær var þingfest skaðabótamál sem 27 alþjóðlegir bankar höfða gegn Seðlabanka Íslands ann- ars vegar og Fjármálaeftirlitinu, fjármálaráðuneytinu og SPRON hins vegar. Forsvarsmenn bankanna telja að þegar íslenska ríkið yfirtók SPRON hafi það valdið þeim miklu tjóni. Bankarnir hafi verið í samningaviðræðum við SPRON um lánalengingar til að bjarga bankanum frá þroti. Flestir bankanna eru þýskir en í löngum lista stefnenda má finna franska og egypska banka. 8,4 milljarða söluverð Samningur um kaup Magma Energy á þriðjungshlut Orku- veitu Reykjavíkur í HS Orku var birtur á vef Orkuveitunn- ar í gær. Þar kemur fram að Magma staðgreiðir 3,6 millj- arða króna en afgangurinn, 8,4 milljarðar króna, verður greiddur með skuldabréfi. Hanna Birna Kristjáns- dóttir borgarstjóri tilkynnti við upphaf borgarstjórnar- fundar í gær að samningur Orkuveitunnar við Magma yrði gerður opinber. Dagur B. Eggertsson gagnrýnir að undirsamningum sé leynt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.