Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2009, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2009, Page 8
8 miðvikudagur 2. september 2009 fréttir Lögmenn sem stýra þrotabúi Fons innheimtu 25 milljónir króna fyrir sölu á nærri 30 prósenta hlut þrotabúsins í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket. Upplýst er að söluverð var um eða yfir 600 milljónir króna og því nemur sölu- þóknunin nærri fjórum prósentum. Til samanburðar nam 250 milljóna króna þóknun, sem Lögfræðistofa Reykjavík- ur ætlaði að taka sér fyrir innheimtu á 27 milljarða króna gjaldfelldu láni Landsbankans til Exista, innan við einu prósenti af lánsupphæðinni. Skiptastjóri þrotabús Fons er Ósk- ar Sigurðsson, lögfræðingur frá Sel- fossi, en hann er í samstarfi við JP Lög- menn við Lágmúla í Reykjavík. Með Óskari vinnur Guðjón Ólafur Jónsson, lögfræðingur og fyrrverandi þingmað- ur Framsóknarflokksins. Nöfn Óskars og Guðjóns Ólafs eru tengd sölunni á Ticket-ferðaskrifstofunni, en hún var seld úr þrotabúinu 17. maí síðastliðinn fyrir um 600 milljónir króna að sögn Óskars. „Hlutur Fons í Ticket var veðsettur Nýja Lans- bankanum, NBI, og rann söluandvirðið óskipt til bankans.“ Aðspurður segir Óskar að söluþókn- unin hafi verið sam- komulagsatriði við Nýja Landsbankann en tjáir sig ekki um upphæðir. Gengið á hlut kröfuhafa Öðrum, sem eiga kröfur í þrotabú Fons, þykir sem skiptastjóri og Lands- bankinn hafi gengið á hlut annarra kröfuhafa með því að semja við Ósk- ar og liðsmenn hans um ríflega sölu- þóknun, sem samkvæmt heimild- um DV nam 25 milljónum króna. Á það er bent að Ticket er með stærstu ferðaskrifstofum á Norð- urlöndum, skráð í kauphöllum og salan næsta einföld og borðleggj- andi. Kaupandi Fons-hlutarins var Norðmaðurinn Per G. Braathen, en hann og fjölskylda hans er tengd flugrekstri í Noregi og Svíþjóð. Á það er einnig bent að helstu kröfuhaf- ar geti sameiginlega haft áhrif á kostnað við skipti á þrotabúi. Fons átti meðal annars stóran hlut í FL Group, Securit- as, Plastprenti og bresku leikfanga- versluninni Ham- leys ásamt Baugi. Guðjón Ólafur og Óskar hafa báð- ir tekið sæti í stjórn Plastprents hf og þiggja þar stjórnarlaun. Það á líka við um Securitas þar sem þeir hafa einn- ig tekið sæti í stjórn. Fons átti 35 pró- senta hlut í verslanakeðjunni Ham- leys. Óskar skiptastjóri segir að Pétur Már Halldórsson, stjórnarmaður Fons í Hamleys, sé á leið út úr stjórninni og Guðjón Ólafur taki líkast til sæti hans. Ekki er ljóst hver hlutur Guðjóns Ólafs er í skiptum á búi Fons. Hann er lögfræðingur og var varaþingmað- ur Framsóknarflokksins frá árinu 2003 og þingmaður flokksins frá 2006 fram að þingkosningum 2007. Fræg urðu ummæli hans í Silfri Egils í Sjónvarp- inu í janúar 2008 þegar hann gerði upp við Björn Inga Hrafnsson fyrrverandi borgarfulltrúa flokksins. Kvaðst hann hafa hnífasett í bakinu eftir vinnu- brögð borgarfulltrúans í aðdraganda kosninganna 2003 og 2007. Úr hæstu hæðum í gjaldþrot Alls nema kröfur í þrotabú Fons um 35 milljörðum króna. Skiptastjóri segir að um 30 milljóna króna forgangskröfur fáist greiddar og talsvert upp í liðlega 5 milljarða króna veðkröfur. Almennar kröfur í þrotabúið eru liðlega 29 millj- arðar króna. Langstærsti kröfuhafinn er skilanefnd Glitnis sem lýst hefur nærri 24 milljarða króna kröfu í þrota- búið. Innan við 600 milljónir króna af þessari kröfu eru veðkröfur. Kröfur vegna Plastprents og Securitas eru hjá skilanefnd Glitnis. Næststærsti kröfuhafinn er Lands- bankinn, NBI, með tæpa 5 milljarða króna. Ticket var veðsett honum og rann söluandvirði hlutar Fons í ferða- skrifstofunni til bankans eins og áður segir. Skilanefnd Kaupþings er með stærstu kröfurnar vegna kaupa Fons á 35 prósenta hlut í Hamleys. Fons var eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristins- sonar. Félagið hagnaðist gríðarlega fyrir um ári síðan þegar það seldi hlut sinn í verslanakeðjunni Iceland í Bret- landi. Talið var að söluhagnaðurinn hafi numið 75 milljörðum króna. Við- snúningurinn í kjölfar bankahrunsins er því mikill þar sem um er að ræða 35 milljarða króna gjaldþrot, en félag- ið var tekið til skipta í lok apríl síðast- liðins. Guðjón Ólafur Jónsson, lögfræðingur og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokks- ins, samdi ásamt skiptastjóra Fons um 25 milljóna króna þóknun fyrir sölu á ferða- skrifstofunni Ticket úr þrotabúinu. Þóknunin þykir há enda er hún um 4 prósent af söluverði hlutarins. Skiptastjóri segir að þóknunin hafi verið samningsatriði við Landsbankann. Öðrum kröfuhöfum í þrotabúið þykir sem á hlut sinn sé gengið. græðir á gjaldþroti Fons „Hlutur Fons í Ticket var veð- settur Nýja Landsbankanum, NBI, og rann söluandvirðið óskipt til bankans.“ JÓhann hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Þingmaðurinn fyrrverandi Guðjón Ólafur Jónsson lögfræðingur tekur sæti í fyrirtækjum flokksbróður síns, Pálma Haraldssonar í Fons, og nýtur góðs af gjaldþroti hans. Lögfræðineminn sem hlaut varan- leg örkuml eftir að ekið var á hann á Hummer-bifreið á Laugaveginum í janúar er nú á endurhæfingardeild Landspítalans við Grensás. Óvíst er að hve miklu leyti hann nær bata. Jón Kristinn Ásgeirsson, sem ók á mann- inn, var dæmdur til að greiða honum tvær milljónir króna í miskabætur. Jón Kristinn var á bifreið föður síns, Ás- geirs Davíðssonar, þegar hann keyrði á manninn. Athyglisvert er að setja bótaupp- hæðina í samhengi með því að skoða bætur sem blaðamenn hafa þurft að greiða vegna meiðyrða að undan- förnu. Þannig voru Jón Trausti Reyn- isson, ritstjóri DV, og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Nýs lífs, í apríl dæmd til að greiða Ásgeiri Davíðssyni, betur þekktum sem Geira á Goldfing- er, 800 þúsund krónur í miskabætur. Hæstiréttur fann þau sek um að við- hafa meiðyrði í tímaritinu Ísafold í júní 2007. Þar var starfsemi Goldfinger tengd við vændi og mansal. Upphaflega var Geira dæmd milljón í bætur en þær lækkaðar í Hæstarétti. Þær bætur sem Geiri fékk vegna blaðaskrifanna nema því tæpum helmingi þeirrar upphæðar sem lögfræðineminn fær dæmda. Umdeildur Vikudómur féll í mars á þessu ári þar sem Björk Eiðsdótt- ir, blaðamaður Vikunnar, var dæmd til að greiða Geira 500 þúsund krón- ur í miskabætur. Björk var dæmd fyrir meiðyrði en hún hafði tekið viðtal við fyrrverandi starfsstúlku á Goldfinger sem sagði þar stundað vændi. Af öðrum þekktum meiðyrðamál- um má nefna að Magnúsi Ragnarssyni, fyrrverandi sjónvarpsstjóra Skjás eins, voru dæmdar 1,5 milljónir króna í bæt- ur eftir að hann var kallaður „Maggi glæpur“. Bubbi Morthens fékk síðan 700 þúsund krónur í bætur eftir um- fjöllun undir fyrirsögninni „Bubbi fall- inn“. Næsta skref hjá lögfræðineman- um er að fara í sérstakt skaðabótamál gegn Jóni Kristni og tryggingafélagi hans. Óvíst er hversu háar þær bætur verða en tryggingafélagið sem greiddi þær bætur gæti gert endurkröfu á Jón Kristin. Tekið skal fram að Birtíngur gefur út Vikuna, DV og Ísafold sálugu. erla@dv.is Geiri á Goldfinger hefur á þessu ári fengið 1,3 milljónir króna í bætur vegna meiðyrða: Örkuml hálfu verri en meiðyrði sekur Jón Kristinn Ásgeirsson var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að keyra á mann og valda honum örkumli, auk þess að eiga aðild að íkveikju og stofna lífi manns í hættu. Allt í uppnámi í Alþjóðahúsi Öllum starfsmönnum Al- þjóðahúss var sagt upp í gær og er framtíð þess í uppnámi. Er fjárhagsstaðan svo slæm að ekki náðist að greiða starfs- mönnum laun um mánaða- mótin. Þetta kom fram í kvöld- fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Katla Þorgeirsdóttir, stjórn- arformaður Alþjóðahúss, segir ástæðuna fyrir þessu vera vanefndir Reykjavíkur- borgar. Borgin hafi ekki lokið við að ganga frá samningum við Alþjóðahús fyrr en í júlí á þessu ári en samningagerð- inni átti að ljúka í september á síðasta ári. Mannréttindastjóri borg- arinnar segir ástæðuna hins vegar vera vanskil Alþjóða- húss á ársreikningum. Skapofsi ver gjörðir sínar Einstaklingurinn sem kallar sig Skapofsa sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem hann ver þær gjörðir sínar að skvetta málningu á húsnæði og aðrar eigur útrásarvíkinga. Skapofsi segir í tilkynningu sinni að það sé misskilning- ur að almenningur borgi fyrir skaða vegna þessara gjörn- inga á húsum útrásarmann- anna. „Það er alrangt, Enginn trygging hjá tryggingarfé- lögunum nær til þess konar tjóns. En skapofsa finnst aftur á móti orka tvímælis að sletta málningu á bíla útrásarmann- anna. Hreinsanir á húsunum eru því atvinnuskapandi og er væntanlega það eina sem út- rásarmennirnir borga til sam- félagsins eftir allt saman,“ seg- ir Skapofsi í tilkynningunni. Vill að skapofsi hætti að sletta Leikarinn Víðir Guðmundsson skrifaði opið bréf í Fréttablaðið í gær þar sem hann vandaði Skap- ofsa ekki kveðjurnar. „Mig langar því að biðja þig vinsamlegast um að hætta þessu paufi um miðj- ar nætur með svartan poka yfir hausnum og lélegt dulnefni,“ sagði Víðir meðal annars í bréfinu. Benti hann á að það þýddi lítið að fara út í skjóli nætur og úða málningu á dauða hluti sem væru hvort sem er tryggðir í bak og fyrir. Slíkt væri til þess fallið að valda almenningi meira tjóni en orðið hefur. FL Group meðal eigna Fons átti í mörgum félögum, þar á meðal FL Group, Plastprenti og Securitas. Féll af fjórðu hæð til jarðar Alvarlegt vinnuslys varð við Reykás í Árbænum á sjötta tím- anum í gær þegar maður féll af fjórðu hæð til jarðar. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höf- uðborgarsvæðisins er slysið talið alvarlegt og var maðurinn fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann við Hringbraut. Lögregla greip til þess ráðs að stýra umferðinni á Miklubraut til að auðvelda sjúkrabílnum að komast sína leið. Tildrög slyssins eru ókunn og ekki fengust upp- lýsingar í gærkvöldi um líðan mannsins sem slasaðist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.