Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2009, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2009, Side 26
26 miðvikudagur 2. september 2009 suðurnes gagnaverið TaFðisT vegna hrunsins Framkvæmdir standa nú yfir við gagnaver Verne Holdings á Vall-arheiðinni á Suðurnesjum. Verk-efnið tafðist nokkuð í kjölfar efna- hagshrunsins í haust en upphaflega stóð til að gagnaverið yrði opnað um síðustu ára- mót. Þrátt fyrir það er fyrsti áfangi verksins nokkurn veginn á áætlun, en það er vinna við endurhönnun og -bætur á tveimur stór- um vöruskemmum á Vallarheiði sem hýsa munu gagnaverið. Fyrirtækið Verne Holdings er að mestu leyti í eigu Novators, fjárfestingafélags Björg- ólfs Thors Björgólfssonar, og er fjárfestirinn Vilhjálmur Þorsteinsson stjórnarformaður félagsins. Annar hluthafi í Verne er banda- ríski fjárfestingasjóðurinn General Catalyst sem jafnframt er stór hluthafi í CCP, sem framleiðir nettölvuleikinn vinsæla Eve On- line. Vilhjálmur er einnig stjórnarformaður þess fyrirtækis og er Björgólfur meðal hlut- hafanna. Verne Holdings skrifaði upp á samning um byggingu gagnaversins við Landsvirkjun í febrúar í fyrra og var samningurinn þá met- inn á um 20 milljarða króna. Ástæðan fyrir samningunum við Landsvirkjun er að gagna- verið þarf 150 megavött af raforku fyrir starf- semi sína. Hýsir raFræn gögn Áætlað er að byggingu gagnaversins ljúki öðr- um hvorum megin við áramótin 2010–2011. Gagnaverið mun hýsa rafræn gögn fyrir ýmis alþjóðleg fyrirtæki og veita þeim ýmiss kon- ar þjónustu við þessi gagnasöfn. Leitað hef- ur verið til ýmissa fyrirtækja sem hafa lýst yfir áhuga á að kaupa þjónustu frá gagnaverinu. Ekki er hægt að fá upplýsingar um hvaða fyr- irtæki um ræðir. Lykilatriði í starfsemi gagnaversins eru tveir sæstrengir til og frá landinu sem not- aðir verða til að flytja gögnin. Annar þessara strengja, Danice, var tekinn í notkun í gær en framkvæmdir við hann hófust í ágúst fyrra. Það var Vodafone sem opnaði fyrir þjónustu um strenginn en það átti upphaflega að gera í janúar á þessu ári. Lykilforsenda í rekstri gagnaversins er að tengslin við Evrópu séu tryggð með tveimur sæstrengjum, bæði Danice og Farice, ef ann- ar skyldi bila því viðskiptavinir gagnaversins verða að hafa tryggt aðgengi að gagnasöfn- um sínum hér á landi. Því er ljóst að efnahagshrunið setti bæði strik í reikninginn varðandi byggingu gagna- versins sjálfs og eins seinkaði lagningu sæ- strengsins. Þar er alveg ljóst að breytt fjár- hagsstaða Björgólfs Thors Björgólfssonar eftir hrunið spilar inn í. En hann var sem kunnugt er stærsti hluthafinn í Landsbank- anum ásamt föður sínum, Björgólfi Guð- mundssyni, í gegnum eignarhaldsfélagið Samson. 100 sTörF verða Til Áætlað er að um 100 störf verði til eftir að gagnaverið hefur verið tekið í notkun um þarnæstu áramót. Opnun gagnaversins verð- ur því líklega kærkomin fyrir atvinnumarkað- inn á Suðurnesjum en atvinnuleysi mældist rúmlega 14 prósent þar í maí síðastliðnum og voru rúmlega 1500 manns skráðir atvinnu- lausir. Kostnaður Verne vegna verkefnisins í heild liggur heldur ekki fyrir en þá má leiða að því líkur að hann hafi aukist verulega eft- ir hrunið og að það spili inn í seinkunina á framkvæmdunum. ingi@dv.is Verne Holdings reisir gagnaver á svæði gamla varnarliðsins og er áætlað að um 100 störf verði til þegar það verður tekið í notkun. Bygging gagnaversins tafðist nokkuð vegna íslenska efnahagshrunsins. Opna átti það um áramótin 2008–2009 en úr því verður líklega ekki fyrr en um þarnæstu áramót. Gagnaverið er byggt af félagi í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar og er líklegt að þau skakkaföll sem hann varð fyrir í hruninu spili inn í seinkunina á byggingunni. „Áætlað er að um 100 störf verði til eftir að gagnaverið hefur verið tekið í notkun um þarnæstu áramót.“ Eigandi Verne Björgólfur Thor Björg- ólfsson er eigandi Verne Holdings en framkvæmdir við gagnaver félagsins eru á áætlun þrátt fyrir efnahagshrunið. Framkvæmdir standa yfir við gagnaver Verne Framkvæmdir standa nú yfir við byggingu gagnavers Verne Holdings á Vallarheið- inni í Keflavík. Áætlað er að byggingu gagnaversins ljúki öðrum hvorum megin við aldamótin 2010-2011.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.