Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2009, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2009, Page 29
suðurnes 2. september 2009 miðvikudagur 29 Heiðrar minningu föður síns virkur þátttakandi í Ljósanótt Rúnar Júlíusson var virkur þátttakandi í við- burðum Ljósanætur allt frá því hátíðin var fyrst haldin og þar til hann lést í fyrra. Hann og eig- inkona hans María Baldursdóttir buðu ávallt gestum og gangandi að kíkja við á upptöku- heimili Rúnars að Skólavegi 12 í Reykjanesbæ. Frá upphafi hátíðarinnar kynntu þau tónlist- ar- og upptökustarfsemi Rúnars og seldu nýja og notaða muni á upptökuheimilinu. Plötur, geisladiskar, notuð föt af rokkgoðinu, gömul tæki og tól sem notuð voru við upptökur eru dæmi um það sem hægt var að kaupa. Á síðustu Ljósanótt spilaði Rúnar ásamt rokksveit sinni á föstudagskvöldinu og kom síðan fram með karlakórnum á laugardags- kvöldinu. „Þetta er frábært framtak, mikið líf og fjör og gefur okkur tíma til að lifa svolít- ið,“ sagði Rúnar í samtali við DV í september 2008. Rúnar hlaut heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2008. Hann lést á bráðamóttöku Landspítalans þann 5. desem- ber 2008. as@dv.is Í fótspor Rúnars Júlí- us Freyr Guðmunds- son ætlar að heiðra minningu föður síns á föstudaginn og spilar á bassa og syngur með hljómsveitinni GCD líkt og faðir hans gerði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.