Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2009, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2009, Side 39
Hver er maðurinn? „Einar Þór Bárðarson, athafnamaður og útvarpsstjóri.“ Hvað drífur þig áfram? „Þörfin til þess að gera alltaf betur og nýjungagirni.“ Hvar ertu uppalinn? „Ég er alinn upp á Selfossi og í sveitinni minni í Tungunum.“ Hver eru þín helstu áhugamál? „Ég næ að blanda vinnunni og áhugamálunum það mikið saman að ég veit eiginlega ekki hvort er hvað á köflum. En eftir því sem aldurinn færist yfir mann og börnunum fjölgar þá verður uppeldið helsta áhugamálið og að laga samfélagið sem ég bý í.“ Af hverju útvarpsstöð? „Af því það sögðu allir að það væri ómögu- legt og hvað gerir maður ekki þá?“ Hvernig útvarpsstöð er Kaninn? „„Hot, adult, contemporary“, eins og þeir kalla það í Ameríkunni. Hress, ný og skemmtileg tónlist fyrir unglinga á öllum aldri.“ Hefur hvarflað að þér að vera sjálfur með þátt? „Ég tók það á mig að vera með morgunþátt. Hita upp fyrir Gulla Helga og verð í því þangað til ég hef efni á því að ráða alvöru fólk í allar stöður.“ Er erfitt að koma útvarpsstöð á laggirnar? „Nei, nei, maður þarf bara að vanda sig. Það er ekkert erfiðara en hvað annað.“ Ertu enn þá á höttunum eftir útvarpsfólki? „Maður er alltaf að leita að einhverju betra og skemmti- legra en ég þarf þess í raun ekki. Er með topp fólk nú þegar. En maður er samt allataf með augun opin.“ Er Kaninn kominn til að vera? „Já. Hann rétt skrapp en kom til baka.“ Myndir þú kjósa eins og í vor, ef kosið yrði nú? „Já, ég myndi kjósa það sama. Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn.“ Kristján Guðmundsson, 39 árA vErkSTJóri „Nei, ég myndi kjósa eitthvað annað.“ GEir HjArtArson, 72 árA rAfvirki á EfTirlAuNuM „Nei. Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn og hann er ekki að standa sig.“ Eyjólfur Pétur PálmAson, 36 árA frAMkvæMdASTJóri „Já, ég kaus Samfylkinguna. Þeir komast hins vegar ekkert lengra í því sem þeir eru að gera, vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn stoppar þá alls staðar.“ Þyrí BAldursdóttir, 52 árA riTAri Dómstóll götunnar EinAr BárðArson útvarpsstjóri á kananum 91,9 segist hafa stofnað stöðina vegna þess að honum var sagt að það væri ómögulegt. Hann er alltaf með augun opin fyrir einhverju fersku og skemmtilegu og er drifinn áfram af þörfinni til að gera betur. Fyrir unglinga á öllum aldri „Já, ég myndi sennilega gera það. Ég kaus vinstri-græna og tel þá illskásta.“ jón ÞórArinsson, 28 árA STArfSMAður í BóNuS maður Dagsins Bara í nösunum á þeim Ráðherrar og ráðuneyti þeirra njóta aðkeyptrar sérfræðiþjónustu við undirbúning pólitískra mála svo sem lagafrumvarpa og álitsgerða. Þessi staðreynd varð Sigurði Þórð- arsyni, fyrrverandi ríkisendurskoð- anda, tilefni til þess að halda því fram að ráðherrar hneigðust til þess að ráða þá til verka sem þeir treysta. Orðin lét hann falla í samtali við höfund þessa pistils 18. apríl í fyrra. Yfirlýsing Sigurðar er athyglis- verð. Vitanlega hljómar hún sem sjálfsögð sannindi. En í henni felst einnig dulin yfirlýsing um að oft séu ráðnir til verka valdhlýðnir menn með rétt flokksskírteini. Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræð- ingur hefur kallað það hluta af umb- unarkerfi flokkanna að geta sett vini og flokksbræður á launaskrá hjá al- mennum skattborgurum. Trúnað milli manna er ekki síst að finna meðal reglubræðra, innan klúbba eða samtaka af ýmsum toga sem grundvallast á sameiginlegum gildum, verðmætamati eða pólit- ískri hugmyndafræði. Með hlið- sjón af þessu þarf ekki að koma á óvart að valdhafar kjósi fremur að koma því fólki í lykilstöður sem þeir þekkja, eru venslaðir eða framvísa réttu flokksskírteini fremur en að styðjast við almenn viðmið og regl- ur um menntun, reynslu og hæfni þegar ráðið er í slíkar stöður. En svo gerist það að því meiri sem embættis- og stjórnmálamenn telja þörfina fyrir launung og ógagnsæi vera og því ljósfælnari sem ákvarð- anir þeirra verða vegna sérhags- munagæslu, því brýnni verður þörf þeirra til þess að velja leiðitama og valdhlýðna embættismenn til verka sem reiðubúnir eru til þess að fylgja stjórnarherrunum, réttlæta gjörðir þeirra, gefa þeim skynsemisblæ eða halda þeim í þagnargildi. Þannig er þetta og þannig á þetta að vera að mati margra. Engu að síður stríðir þetta gegn hugmyndum um þjóðfé- lag sem reist er á verðleikum borg- aranna. Pantaðar niðurstöður fyrir almannafé Norski fræðimaðurinn Thom- as Mathiesen ritaði fyrir margt löngu forvitnilega bók um réttar- farið í samfélaginu. Niðurstöður hans varpa ljósi á það sem Sigurð- ur Þórðarson sagði forðum. Thomas telur nefnilega að því sé ekki endi- lega þannig varið að valdhafar lúti ævinlega niðurstöðum sérfræðinga heldur sé þessu jafnvel öfugt farið; menn í valdastólum ráði sérfræð- inga sem lagi niðurstöður sínar að fyrir fram gefnum vilja valdhafanna. Eðli málsins samkvæmt hlýtur þetta að eiga sérstaklega við um fámenn þjóðfélög eins og hið íslenska þar sem traust milli manna er innsigl- að og fyrir fram gefið, til dæmis með aðild að sama stjórnmálaflokki, sömu hagsmunasamtökum eða sama ættar- eða kunningjahópnum. Þetta er undirstaða frændhyglinnar og eitt helsta einkenni kunningja- veldisins. Raunar lét fyrrverandi ríkisend- urskoðandi ofangreind orð falla þegar sá sem þetta ritar spurði hann um skýrslu sem embætti hans hafði gert um gríðarlegan vöxt í kaupum ráðherra og ráðuneyta þeirra á sér- fræðiþjónustu. Þetta var í stjórnartíð Davíðs Oddssonar og Halldórs Ás- grímssonar á fyrri hluta áratugarins. Embættið komst að því að auk þess sem milljarðavöxtur hafði hlaupið í kaup á sérfræðiþjónustu á vegum ráðherra virtist sem mikil lausung ríkti um gerð skriflegra samninga um verð, tímamörk og fleira. Höfðu menn eitthvað að fela? Þess utan var í minnihluta tilvika um útboð á ráðgjafar- og sérfræðiþjónustu að ræða, sem bendir til hirðuleysis um meðferð almannafjár. Allt er þetta sérlega hættulegt fyrir háskólasamfélagið sem standa þarf vörð um frelsi sitt og sjálfstæði. Hrun banka eða stjórnmála? Ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar ætti að hafa þetta í huga þegar hún fær nú eldskírn sína sem skiptastjóri í einu skelfilegasta þrotabúi sem nokkrir stjórnmálaflokkar hafa skil- ið eftir sig í hinum vestræna heimi. Þar átti reyndar Samfylkingin nokk- urn hlut að máli. Á grundvelli ofanritaðs má aug- ljóslega halda því fram að á löngum tíma hafi orðið til meðvirk og gagn- rýnislaus stjórnsýsla í lykilstofnun- um samfélagsins. Meira að segja má halda því fram að með blygðun- arlausri misbeitingu valds við skip- un dómara hafi ætlunin verið að tryggja áframhaldandi refsileysi for- réttindahópa sem stjórnvöld höfðu velþóknun á. Er stjórnkerfið einkavinavætt? kjallari mynDin 1 Veikar systur fá ekki hjálp Systurnar Gabríella kamí og Anika rós eru með Goldenhar-heilkenni en hafa litla aðstoð fengið frá heilbrigðiskerfinu. 2 Barnungum kynlífsþrælum bjargað frá barnaníðingum lögreglan í Bretlandi hefur bjargað fimm börnum sem haldið var af barnaníðingum sem kynlífsþrælum. 3 fáránlega flókin ástamál shaniu twain Söngkonan Shania Twain hefur fundið ástina í frédéric Thiébaud sem er fyrrverandi eiginmaður vinkonu hennar. Twain skildi við eiginmann sinn sem hélt framhjá henni með þessari sömu vinkonu. 4 facebook-lausir Heimdallsfram- bjóðendur árna Helgasyni og davíð Þorlákssyni, sem báðir gefa kost á sér til formanns Heimdallar, hefur verið hent fyrirvaralaust af facebook. 5 Garrido átti sér nauðgunarfantasíur Phillip Garrido átti sér sjúkar nauðgunar- fantasíur samkvæmt gögnum úr gömlum réttarhöldum. 6 unglingsstúlka götuð á almenningssalerni Stúlka á fermingaraldri hitti mann á netinu sem gerði gat í naflann á henni í verslunarmið- stöð. Síðar fór að grafa í naflanum. 7 „skapofsi“ segist vera fórnar- lamb aðstæðna Skapofsi sem ber ábyrgð á skemmdar- verkum á eignum auðmanna segist fórnarlamb aðstæðna. mest lesið á dv.is jóHAnn HAuKsson útvarpsmaður skrifar „Þessu sé jafnvel öfugt farið; menn í valdastólum ráði sérfræðinga sem lagi niðurstöður sínar að fyrir fram gefnum vilja valdhafanna.“ uMræða 2. september 2009 Miðvikudagur 39 Við öllu búin kona ber grímu fyrir vitum sér til að verjast svínaflensu. Alvaro uribe, forseti kólumbíu, veiktist af svínaflensu en er á batavegi. mynd AfP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.