Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2009, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2009, Qupperneq 10
10 miðvikudagur 14. október 2009 fréttir Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Laugavegi 178, 105 Rvk sími 551-3366 www.misty.is opið mán-fös 10-18, lau 10-14 Teg. 11008 - haldgóður og vinsæll í BC skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950 Teg. 8183 - létt fylltur og fínlegur í BC skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950,- Teg. 6579 - mjög fallegur í BCD skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950 Teg. 11008 Teg. 8183 Teg. 6579 Beraði bossann, slapp með skrekkinn Þjóðverji sem ákvað að sýna starfsfólki járnbrautarstöðvar- innar í Lauensbrück óæðri end- ann lenti heldur betur í þolraun. Brækur hans flæktust í vagndyr- unum og hann dróst með lest- inni 200 metra vegalengd. Um var að ræða miðalaus- an 22 ára námsmann sem ekki var sáttur við að vera vísað úr lestarvagninum. Honum tókst fyrir einhverja mildi að halda fótleggjum sínum frá hjólum lestarinnar og það var ekki fyrr en farþegi togaði í neyðarhemil- inn að endi var bundinn á ferða- lagið. Námsmaðurinn á yfir höfði sér ákæru um hættulegt atferli við járnbrautarlest, móðgun við starfsfólk og jafnvel væna skaða- bótakröfu því lestin tafðist um klukkustund og olli auk þess töf- um hjá 23 öðrum lestum. Að sögn talsmanns lögregl- unnar mælir ungi maðurinn ekki með athæfi af þessu tagi. Hægfara bati fram undan Samkvæmt könnun er verstu kreppu í Bandaríkjunum, síðan kreppan mikla var og hét upp úr 1930, lokið. Könnunin var gerð af hálfu NABE, National Assoc- iation for Business Economics, í Bandaríkjunum og samkvæmt niðurstöðum hennar telja átta- tíu prósent aðspurðra að hag- vöxtur ykist nú um stundir eftir að hafa minnkað í fjóra ársfjórð- unga í röð. Lynn Reaser, verðandi forseti NABE, sagði að stærstur hluti viðskiptahagfræðinga teldi að kreppunni væri lokið, en efna- hagsbati yrði hægari en allajafna í kjölfar mikillar hnignunar. Tal- ið er nokkuð víst að lítil neysla í einkageiranum á sama tíma og vinnumarkaðurinn reynir að fjölga störfum muni hægja á efnahagsbatanum. Talíbönum vex fjárhagslega fiskur um hrygg, en al-Kaída skortir fé: Sverfur að al-Kaída Nú er farið að syrta í álinn fjárhags- lega fyrir al-Kaída-samtökin og sam- kvæmt yfirlýsingu frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hafa pyngjur samtakanna ekki verið jafnléttar í áravís. Hagur talíbana fer hins vegar batnandi. Að sögn Davids Cohen hjá fjár- málaráðuneytinu hafa al-Kaída- samtökin á þessu ári farið bónleið til búðar nokkrum sinnum í viðleitni til að finna fjármagn. Cohen sagði að áhrif samtakanna færu dvínandi enda hafa bandarísk stjórnvöld lagt sig í líma við að leggja stein í götu þeirra með tilliti til fjármögnunar. Slíkt hið sama er ekki að segja um talíbana sem búa við vaxandi hag- sæld og njóta enda ávaxta af góðu gengi í eiturlyfjaframleiðslu í Afgan- istan. David Cohen sagði að yfirstjórn al-Kaída hefði nú þegar sent frá sér viðvörun þess efnis að fjárskortur stæði bæði nýliðun og æfingum fyrir þrifum. Cohen bætti því við að sam- tökin ættu þó bakhjarla sem væru „reiðubúnir, viljugir og færir um að láta fé af hendi rakna“ og því gæti dæmið snúist við á augabragði. Að sögn Richards Holbrooke, sér- staks sendifulltrúa Bandaríkjanna í Afganistan, fá talíbanar stærstan hluta síns fjármagns frá velgjörðar- mönnum á Flóa-svæðinu og gerði fjöldi þeirra að verkum að erfiðara væri um vik en ella að stöðva pen- ingaflæðið. Holbrooke gerði einnig að um- talsefni að hjá hernaðarsamtökum á borð við talíbana og al-Kaída gætti tilhneigingar til að færa kvíarnar út í glæpastarfsemi til að fjármagna starfsemi þeirra. Hann nefndi sem dæmi Hisbolla-samtökin sem hann taldi stunda sölu á ólöglegum tón- listardiskum og tölvuforritum sem og smygli á sígarettum. Handverk talíbana Talíbanar hafa aðgang að gildum sjóðum. Á vefsíðu The Guardian er að finna skemmtilega og jafnframt örlítið sorg- lega frásögn sem hugsanlega ber vitni um það samfélag sem bíður okk- ar undir vökulu auga hins alræmda „stóra bróður“. Í frásögninni segir frá húsmóðurinni Jackie Slater sem í ein- feldni sinni hélt að hún væri við að ljúka hefðbundnum og venjulegum heimilisinnkaupum í verslun Morris- ons í Leeds á Englandi. En lítið vissi Jackie Slater um hvað beið hennar og sautján ára dóttur hennar sem var með í för. Allt hafði gengið sem skyldi þar til að því kom að renna tveimur vínflöskum í gegn- um skannann. Þegar þar var komið sögu bað afgreiðslustúlkan Slater um persónuskilríki. Upp með sér „Ég sagði henni að ég væri verulega upp með mér, en ég væri röngum megin við fimmtugt,“ sagði Jackie Slater. En afgreiðslustúlkan benti þá í átt að sautján ára dóttur hennar, Em- ily, og átján ára frænku þeirra, Ann- ice, sem stóðu á spjalli við enda af- greiðsluborðsins. „Hún [afgreiðslustúlkan] spurði: „Eru þær með þér?““ Jackie sagði eins og var að þær hefðu komið með til að hjálpa til við að bera pokana út í bíl. „Þú gætir verið að kaupa vínið fyrir þær. Þetta er vinnuregla – ég verð að sjá persónuskilríki ykkar allra til að fullvissa mig um að allar séu eldri en átján,“ sagði þá afgreiðslustúlkan. Jackie Slater fullyrti í örvinglan að vínið væri reyndar ætlað henni og eig- inmanni hennar, en afgreiðslustúlk- unni varð ekki hnikað. Blessun lögð yfir vinnubrögðin Yfirmenn Morrisons-verslananna sáu ekki að nokkuð athugavert hefði ver- ið við framgöngu afgreiðslustúlkunn- ar og studdu hana heils hugar. Því er ekki fráleitt að álykta að nýjar reglur ætlaðar til leiðbeiningar og sem ætl- að er að draga úr framboði á áfengi til unglinga muni þegar fram í sæk- ir valda öngþveiti, ef allar verslanir fylgja fordæmi Morrisons. „Samkvæmt núverandi leyfi mega verslanir ekki selja áfengi viðskipta- vinum sem hugsanlega geta verið að kaupa fyrir ungt fólk eða einhvern sem ekki getur fært sönnur á aldur sinn,“ sagði talsmaður Morrisons, en þar á bæ hafa ekki verið bornar brigð- ur á frásögn Jackie Slater. Reyndar viðurkenndi afgreiðslustúlkan að hún hefði, ef til þess hefði komið, selt vín móður sem hefði haft yngri börn með sér því „enginn myndi kaupa vín fyrir tólf ára“. Eins og glæpamaður í verslunarleiðangri Jackie Slater var eðli málsins sam- kvæmt ekki sátt við það viðmót sem hún varð fyrir, löng röð hefði myndast fyrir aftan hana og dóttur hennar liðið ömurlega á meðan þessu stóð. Slater lýsti atvikinu sem þeirri „heimskuleg- ustu vinnutengdu vitleysu“ sem hún hafði nokkurn tímann lent í. „Fyrr en varir getur móðir ekki farið í verslunarleiðangur með dóttur sinni án þess að henni sé látið líða eins og glæpamanni,“ sagði Jackie Slater. Þingmaðurinn Greg Mulholland, sem er fulltrúi þess kjördæmis sem Jackie Slater býr í og talsmaður heil- brigðismála fyrir frjálslynda demó- krata, var ómyrkur í máli þegar hann heyrði af atvikinu. „Sá sem heldur að þessi stefna muni hafa einhver áhrif á ofdrykkju unglinga býr í skýja-gauks- landi,“ sagði Mulholland. Bannað að bera poka út í bíl Það er víðar sem heimskan virðist ekki ríða við einteyming. Í síðustu viku þurftu fulltrúar verslunarkeðj- unnar Asda að biðja breska móð- ur, Gill Power, afsökunar, en henni var sagt að fjórtán ára sonur hennar mætti undir engum kringumstæð- um bera innkaupapoka út í bíl því í þeim væri að finna vínflöskur. „Mér þykir það miður, hann má ekki taka þá [pokana] því hann er undir aldri,“ sagði gjaldkerinn við Gill Power. Afsökunarbeiðni Asda til Gill Power fylgdi sú útskýring að starfs- fólkið hefði farið „offari í varkárni“. Sem fyrr segir var þingmaðurinn Greg Mulholland ekki hlátur í hug þegar hann heyrði af raunum Jack- ie Slater. „Þetta er einfaldlega fárán- legt og þeir ættu að skammast sín hjá Morrisons,“ sagði Mulholland og bætti við að þörf væri á þrosk- aðra og skynsamlegra viðhorfi til áfengis almennt. „Að banna móð- ur að kaupa vínflösku með vikuinn- kaupunum vegna þess að sautján ára dóttir hennar er með í för er fá- ránlegt.“ Uppnán vegna áfeng- iskaUpa HúsmóðUr Það er ekki öll vitleysan eins, eins og breska húsmóðirin Jackie Slater komst að raun um þegar hún hugðist kaupa vín í verslun Morrisons í Leeds á Englandi. Slater fór bónleið til búðar því með henni í för var dóttir hennar á unglingsaldri. Móðir og dóttir setja poka í bíl, en hvað skyldi vera í pokunum? Fólk sem tekur unglinga með sér í verslun- arleiðangra í Bretlandi gæti lent í vandræð- um við áfengiskaup. Konan og barnið eru ekki umfjöllunarefni greinarinnar. MYND PHOTOS.COM KOlBEiNN þOrSTEiNSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is „Þú gætir verið að kaupa vínið fyrir þær. Þetta er vinnuregla.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.