Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2009, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2009, Side 16
„Vaðlaheiðargöng eru eitt af nokkr- um verkefnum sem rætt er um sem einkaframkvæmd í stöðugleikasátt- málanum. Að þeim verkefnum er unnið af fullum krafti,“ segir Kristján L. Möller samgönguráðherra. Um níu ár eru frá því að undir- búningsvinna hófst að jarðgöngum undir Vaðlaheiði en heiðin skilur að Eyjafjörð og Fnjóskadal. Kristján seg- ir að unnið sé með lífeyrissjóðunum að því að koma að fjármögnun ým- issa samgöngumannvirkja. Vaðla- heiðargöng eru þar á meðal en áætl- að er að þau yrðu um 7,4 kílómetrar að lengd. Níu ár í viNNslu Upphaf undirbúningsvinnu Vaðla- heiðarganga má rekja til samþykktar sem gerð var á vegum Eyþings árið 2000, að sögn Ásgeirs Magnússonar, forstöðumanns fyrir skrifstofu Sam- taka iðnaðarins á Akureyri. Hann stýrði í kjölfarið nefnd sem kannaði fýsileika þess að grafa göng undir Vaðlaheiði, sem myndi leysa af fjall- veginn um Víkurskarð. Nefndin mat alla möguleika Vaðlaheiðarganga og vann skýrslu um verkefnið. Í kjölfarið var Greið leið hf. stofn- að en það er í eigu sveitarfélaga á svæðinu og nokkurra einkafyrir- tækja. Ásgeir segir að félagið hafi í nokkur ár unnið að undirbúningi verkefnisins; ýmiss konar rannsókn- arvinnu og fjárhagslegum spekúla- sjónum. „Til stóð að Greið leið hf. myndi ráðast í framkvæmd gang- anna en samkvæmt reglum verður að bjóða verkefnið út. Því var farin sú leið að undirbúningsvinnan verður seld til ríkisins sem mun nota gögnin til að bjóða verkefnið út. Það er búið að ganga frá samkomulagi þess efn- is,“ segir Ásgeir. GöNGiN í september Lengi stóð til að framkvæmdin hæf- ist á næsta ári en efnahagshrunið hefur sett strik í reikninginn. Krist- ján treystir sér ekki til að segja til um hvenær göngin verða að veruleika. „Einu sinni var ég alltaf spurður hve- nær ég héldi að Héðinsfjarðargöng- in opnuðu. Ég sagði alltaf að það yrði í september,“ segir Kristján létt- ur í bragði og bætir við. „Ég vil ekki vera með neina spá um það en vinn- an með lífeyrissjóðunum er í fullum gangi,“ segir Kristján. Spurður hvort göngin séu á ein- hvern hátt samofin stóriðjufram- kvæmdum á Bakka, við Húsavík, segir Kristján að svo sé ekki. „Göng- in sjálf eru arðbær framkvæmd og stytta hringveginn um 16 til 18 kíló- metra,“ segir hann. uppNám veGNa icesave Ræða Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í byrjun október renn- ir stoðum undir orð Kristjáns. „Mér finnst ánægjulegt að geta sagt frá því hér að ýmsar stórar samgöngufram- kvæmdir eru tilbúnar til forvals og útboða. Þar er um að ræða Suður- landsveg frá Selfossi til Reykjavíkur, Vesturlandsveg frá Þingvallavegi að Hvalfjarðargöngum, Vaðlaheiðar- göng og fleiri samgönguframkvæmd- ir,“ sagði hún. Arnar Sigurmundsson, formað- ur Landssamtaka lífeyrissjóðanna, sagði hins vegar í samtali við vefmið- ilinn Vísi í septemberbyrjun að líf- eyrissjóðirnir hafi ekki enn skoðað tiltekin verkefni. „Við viljum að starfs- hópur stjórnvalda leggi fram hug- myndir og tillögur sem við svo tök- um afstöðu til,“ sagði hann og bætti við að mikilvægt væri að koma hlut- unum af stað. Í fréttinni kom einnig fram að annir starfsfólks fjármála- ráðuneytisins vegna Icesave-málsins hefðu gert það að verkum að hugsan- leg aðkoma lífeyrissjóðanna væri að mestu órædd og með öllu óákveðin. baldur@dv.is Miðvikudagur 14. október 200916 norðurland „Þetta er jákvætt framtak til að styðja við konur í atvinnurekstri og frum- kvöðlastarfsemi,“ segir Katrín María Andrésdóttir, verkefnisstjóri atvinnu- þróunar hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Hún er ein þriggja kvenna sem eru í forsvari fyr- ir Tengslanet kvenna á Norðurlandi vestra. Stofnfundur félagsins verður haldinn á Hótel Blönduósi klukkan átta í kvöld. Markmið félagsins er að efla sam- stöðu og samstarf kvenna, auk þess að efla félagskonur í stjórnunar- og félagsstörfum sem styrkt geta per- sónulega og faglega færni þeirra. Sambærilegt félag er starfandi á Austurlandi, auk þess sem Félag kvenna í atvinnurekstri er ein af fyr- irmyndum Tengslanetsins. „Reynsla annars staðar frá sýnir að starf sem þetta hefur jákvæð áhrif á fyrirtæki kvenna og fagleg störf þeirra,“ segir Katrín María. Þann 19. júni, á kvennafrídag- inn, var haldinn undirbúningsfund- ur vegna stofnunar Tengslanetsins. Auk Katrínar Maríu hafa þær Ásdís Guðmundsdóttir, starfsmaður At- vinnumála kvenna, og Hjördís Gísla- dóttir, framkvæmdastjóri Vaxtar- samnings Norðurlands vestra, haft veg og vanda af undirbúningi fund- arins í kvöld. Katrín María segir að í störfum sínum hafi þær orðið varar við þörf- ina fyrir aukið og nánara samstarf kvenna. Í sumar sendu þær út netkönn- un til kvenna í landshlutanum þar sem þær spurðust fyrir um áhuga á félagsskap sem þessum. Um 60 kon- ur svöruðu könnuninni. „Við höfum fengið mjög góð viðbrögð og þetta lítur virkilega vel út,“ segir Katrín María. Meðal þess sem kosið verður um í kvöld er nafn á félagið. Auk þess verður kosið í stjórn og varastjórn, og vonast Katrín María eftir sem flestum framboðum. erla@dv.is Stofnfundur Tengslanets kvenna á Norðurlandi vestra er í kvöld: Jákvæður samtakamáttur kvenna Eftirspurn til staðar Katrín María Andrésdóttir segist hafa orðið vör við þörfina fyrir félagsskap sem þennan. Stofnfundur- inn hefur verið í undirbún- ingi síðan í sumar. Íslenska ríkið ræðir nú við lífeyrissjóðina um fjármögnun á Vaðlaheiðargöngum. Undirbúningur að göng- unum hefur staðið í níu ár. Kristján L. Möller samgönguráðherra vill ekki spá fyrir um hvenær göngin verða að veruleika en segir unnið að málinu hörðum höndum. „Ég sagði alltaf að það yrði í september.“ „Göngin sjálf eru arðbær“ Kristján vill ekki spá fyrir um hvenær Vaðlaheiðar- göng verða að veruleika. „uNNið af fullum krafti“ Vaðlaheiðargöng í vinnslu Samgönguráðherra segir að ríkið ræði nú við lífeyrissjóðina um fjármögnun á ýmsum sam- göngumannvirkjum. Vaðlaheið- argöng eru þar á meðal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.