Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2009, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2009, Blaðsíða 20
Örn Bárður Jónsson sóknarprestur í neskirkju Örn Bárður fæddist og ólst upp á Ísafirði fram á unglingsár. Örn nam fyrst við Barnaskóla og Gagnfræðaskóla á Ísafirði, lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands 1969, var í starfsnámi í endurskoðun 1969-72, námi í guðfræði hjá Youth With a Miss- ion í Englandi 1977-78, lauk guð- fræðiprófi frá HÍ 1984, doktors- prófi (Doctor of Ministry) frá Fuller Theological Seminary í Kaliforníu 1995 með ritgerð um safnaðarupp- byggingu innan Þjóðkirkjunnar, stundaði nám í spænsku við Uni- versidad de Malaga á Spáni 2000, og las guðfræði við Yale Divinity School í Connecticut í Bandaríkj- unum 2009 með sérstakri áherslu á prédikunarfræði. Örn var framkvæmdastjóri Silfurtúns hf. 1972-78, fulltrúi við Útvegsbanka Íslands 1978-79, djákni í Grensássókn 1979, að- stoðarprestur í Garðasókn 1984- 85 og sóknarprestur í Grindavík- urprestakalli 1985, verkefnisstjóri á Biskupsstofu 1990, fræðslustjóri kirkjunnar frá 1995, settur prest- ur í Neskirkju 1999 -2000 og aftur 2001-2002, skipaður prestur í Nes- kirkju 1. okt. 2002 og sóknarprest- ur 1. mars 2004. Þá þjónaði hann söfnuði ensku biskupakirkjunnar (Church of England) í námsleyfi sínu í Malaga á Spáni 2001. Örn var forseti Nemendafé- lags VÍ 1967-68, sat í stjórn Nord- isk kirkelig studierád í nokkur ár, var í stjórn Ísfirðingafélagsins i Reykjavík um hríð, ritari stjórnar Golfklúbbs Kópavogs og Garða- bæjar í nokkur ár, ritari Kristni- hátíðarnefndar 1993-99, í stjórn og útgáfuráði Kirkjuhússins og Skálholtsútgáfunnar, í skólaráði Skálholtsskóla í nokkur ár og sat auk þess í fjölda annarra nefnda á vegum Þjóðkirkjunnar. Örn og kona hans voru meðal stofnenda hreyfingarinnar Lúthersk hjóna- helgi 1985 (Lutheran Marriage En- counter) og hafa leiðbeint á mörg- um námskeiðum hreyfingarinnar og sátu í Evrópustórn hennar um tíma og alþjóðastjórn 1987-89. Örn á sæti í æðstaráði Frímúrararegl- unnar á Íslandi. Hann hefur ritað fjölda greina og pistla í dagblöð á liðnum árum. Íslensk fjallasala og fleiri sögur, smásagnasafn, eft- ir Örn kom út 2002 en sagan um sölu Esjunnar sem er í bókinni og birtist í Lesbók Morgunblaðsins vorið 1999 vakti þjóðarathygli og lifir enn sem einskonar spádómur og dæmisaga um efnahagshrunið 2008. Fjölskylda Kona Arnar Bárðar er Bjarnfríður Jóhannsdóttir, f. 1946, sjúkraliði á Líknardeildinni á Landakotsspít- ala, dóttir Jóhanns Hjartarsonar, f. 30.1. 1921, húsa- og húsgagna- smiðameistara í Keflavik, síðan Reykjavík, og k.h. Sigríðar Jóns- dóttur, húsmóður frá Vatnsnesi í Keflavík f. 25.10. 1924. Börn Bjarnfríðar og fósturbörn Arnar: Jóhann Freyr Aðalsteins- son, f. 1965, fulltrúi hjá aðalstöðv- um EFTA í Genf, kvæntur Maríu Gaskell, tónlistarkennara og fyrrv. organista við Seyðisfjarðarkirkju, f. í Englandi, en börn þeirra eru Orri Freyr, f. 1983, Bárður Jökull, f. 1994, Freyja Maria, f. 1998 og Tóm- as Freyr f. 2002; Aðalbjörg Drifa Aðalsteinsdóttir, f. 1966, starfs- maður í ferðaþjónustu, í sambúð með Trausta Gunnarssyni fram- kvæmdastjóra en börn hennar eru Eva Kristín, f. 1988, og Haukur Már, f. 1991, en synir Trausta eru Kjart- an, f. 1990, og Gunnar, f. 1999. Dóttir Arnar og Ragnheiðar Jónasdóttur stjórnarráðsfulltrúa, er Hrafnhildur Arnardóttir, f. 1969, myndlistarmaður í New York sem gengur einnig undir listamanns- nafninu Shoplifter. Hún hefur m.a. sett upp verk í Museum of Modern Art (MoMa) í NY. Ragnheiður er dóttir Jónasar Þorvaldssonar, fyrrv. skólastjóra í Ólafsvík, síðar starfs- manns Menntamálaráðuneytisins og Magneu Guðrúnar Böðvars- dóttur, húsmóður Magnússonar, frá Laugavatni. Sambýlismaður Hrafnhildar er Michal Jurewicz, rafeindaverkfræðingur og fram- kvæmdastjóri í NY, f. í Póllandi en börn þeirra eru Máni Lucjan, f. 2004, og Úrsúla Miliona, f. 2007. Börn Arnar og Bjarnfríðar eru Svala Björk, f. 1975, fyrrv. flugfreyja og húsmóðir í Lúxemborg, gift Þor- steini Gunnari Ólafssyni, viðskipta- fræðingi frá Stykkishólmi, en börn þeirra eru Ástrós Ynja f. 2003, Arn- fríður f. 2006 og Katrín f. 2009; Örn Bárður, f. 1982, tónlistarmaður. Hálfbróðir Arnar er Grétar Steinsson, f. 1941, fyrrv. verslun- armaður, búsettur í Svíþjóð. Faðir hans var Steinn Ágúst Vilhelms- son Steinsson. 1919-1975. af vest- firskum og norðlenskum ættum. Steinn og skáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi voru þremenningar. Albróðir Arnar er Friðrik Ragn- ar, f. 1956, flugvélaverkfræðing- ur og forstjóri en kona hans er dr. Kesara Margrét Anamthawat frá Tailandi, prófessor í grasafræði og plöntuerfðafræði við HÍ, og er dótt- ir þeirra Salóme Sirapat f. 1999. Foreldrar Arnar Bárðar: Jón Örnólfur Bárðarson, f. 9.7. 1918 í Bolungarvík, d. 1989, kaupmað- ur og útibússtjóri ÁTVR á Ísafirði, síðar i Keflavík og iðnrekandi í Garðabæ, og k.h. Salóme Margrét Guðmundsdóttir, f. i Hnífsdal 1.8. 1923, fyrrv. verslunarmaður. Ætt Jón Örnólfur var sonur Bárðar Guð- mundar, útvegsbónda í Bolungavík sem bjóð síðar á Ísafirði, hálfbróð- ur Hrefnu-Láka á Saurum og Guð- mundar Stefáns, föður Ingibjargar í Hnífsdal, Guðmudar, fv. útgerðar- manns á Ísafirði, föður Ingibjargar (sem söng með hljómsveitinni BG og Ingibjörg) og Maríasar Þórarins, fyrrv. skrifstofumanns á Ísafirði. Bárður var sonur Jóns, á Hanhóli Örnólfssonar, og Rannveigar Eng- ilbertsdóttur, hákarlaformanns í Arnardal Ólafssonar, b. á Kvíum í Grunnavíkurhreppi Magnússon- ar, af ætt Þorvaldar Garðars Kristj- ánssonar, fyrrv. alþingisforseta, og sr. Þorbergs Kristjánssonar, fyrrv. formanns Prestafélagsins. Lang- afi Rannveigar var sr. Hjalti Þor- bergsson Thorberg, prestur á Eyri í Skutulsfirði 1785-1794 (nú Ísafj- aðarkaupstað) og víðar, langafi Jóhannesar Nordal, fyrrv. Seðla- bankastjóra. Núlifandi prestar sem eru skildir Erni Bárði eru Sigfús B. Ingvason (móðir hans, Ásgerður Snorradóttir og Örn eru systkina- börn), Arnaldur Bárðarson (faðir hans, Bárður Halldórsson og Örn eru systkinasynir) og Bára Frið- riksdóttir (faðir hennar og faðir Arnar voru systkinasynir). Móðir Jóns Örnólfs var Sig- rún Katrín, hálfsystir Jóns Fann- berg forstjóra Kúlulegasölunnar í Reykjavík, afa Rúríar myndlistar- konu. Sigrún var dóttir Guðmund- ar, b. í Botni í Mjóafirði Nielssonar, b. þar Jónssonar. Móðir Guðmund- ar var Katrín, dóttir Þorsteins Þor- steinssonar og Sigríðar Sigurðar- dóttur, siðar í Reykjarfirði. Salóme Margrét er dóttir Guð- mundar, sjómanns og fiskmats- manns á Ísafirði, sonar Halldórs, b. og hsm. í Vatnsfjarðarsveit Sigurðs- sonar, og Þórdísar Guðmundsdótt- ir, b. í Skálavík. Móðir Salóme Margrétar var Guðbjörg Margrét Friðriksdótt- ir, í Hnifsdal Guðmundssonar, b. í Hattardal Jóhannessonar. Móð- ir Guðbjargar var Guðrún Guð- mundsdóttir ríka, hreppstjóra í Eyrardal Arasonar, b. í Eyrardal Guðmundssonar. Móðir Guð- rúnar var Guðrún Magnúsdóttir, b. í Súðavík, bróður Ingibjargar, ömmu Jóns Sigurðssonar forseta. Magnús var sonur Ólafs, ættföð- ur Eyrarættar. Móðir Guðrúnar var Guðrún, systir Þórðar alþm. í Hattardal, föður Þórðar Grunn- vikings skálds, langafa Ólafs Helga Kjartanssonar sýslumanns. Annar bróðir Guðrúnar var Hjalti, fað- ir Magnúsar, skáldsins á Þröm, og Hinriks vélstjóra, fóður Jós- afats verksmiðjueiganda og afa Jóns Vals Jenssonar guðfræðings. Guðrún var dóttir Magnúsar, pr. á Rafnseyri, bróður Þorsteins pr. í Gufudal, ættföður Scheving-Thor- steinsson-ættar, þeirra Péturs Thorsteinsson sendiherra, Davíð Sch. Thorsteinsson iðnrekanda, Auðar Laxness, Ólafs B. Thors, Björns Ólafssonar konsertmeist- ara og Baldvins Halldórssonar leikara. Faðir Magnúsar á Rafns- eyri var Þórður, pr. í Ögurþingum Þorsteinsson, pr. á Stað i Súganda- firði Þórðarsonar. Móðir Guðrúnar í Eyrardal var Matthildur Ásgeirs- dóttir, systir Jóns, pr. á Rafnseyri, afa Jónu Ásgeirsdóttur, langömmu sr. Jakobs Ágústs Hjálmarssonar dómkirkjuprests. Sr. Jón á Rafns- eyri var einnig faðir Friðriks í Rafnseyrarhúsum, langafa Jens- ínu Waage, móður sr. Geirs Wa- age, sóknarprests í Reykholti. Sr. Jón var einnig talinn faðir Auðuns, langafa Styrmis Gunnarssonar, fyrrv. ritstjóra og Halldórs Blöndal alþingisforseta. Faðir Matthild- ar var Ásgeir Jónsson, prófastur í Holti í Önundarfirði, bróðir Þór- dísar, móður Jóns Sigurðssonar forseta og Jens rektors. mánudagur 23. nóvember 30 ára n Wayne Paul Sant Laugavegi 52, Reykjavík n Eysteinn Ari Bragason Engihjalla 11, Kópavogi n Sóley Ósk Sigurgeirsdóttir Stöðlakoti 2, Borgarnesi n Auður Finnbogadóttir Völusteinsstræti 2a, Bolungarvík n Matthías Ingi Árnason Asparfelli 2, Reykjavík n Guðmundur Gunnarsson Frostafold 173, Reykjavík n Anna María Leifsdóttir Ljósulind 8, Kópavogi n Stefán Jökull Sigurðarson Hraunbraut 1, Kópavogi n Birgir Örn Björgvinsson Klausturstíg 1, Reykjavík n Marta Sigurjónsdóttir Bröttugötu 17, Vestmannaeyjum n Einar Magnús Einarsson Fálkagötu 12, Reykjavík 40 ára n Lilja Guðjónsdóttir Hamarsbraut 3, Hafnarfirði n Svandís Gylfadóttir Völuási 4, Reykjanesbæ n Jón Guðmundur Guðmundsson Árskógum 17, Egilsstöðum n Alvar Óskarsson Hlíðarvegi 50, Kópavogi n Sigurlaug Ásgerður Skaftadóttir Drekakór 3, Kópavogi n Sigríður Gunnarsdóttir Skildinganesi 14, Reykjavík n Ágústa Kristín Grétarsdóttir Kirkjuvegi 47, Reykjanesbæ n Pétur Guðmundsson Sæbólsbraut 26, Kópavogi n Sólbjört Guðmundsdóttir Hraunteigi 11, Reykjavík 50 ára n Snædís María Chavez Hraunbæ 114, Reykjavík n Waldemar Tuttas Melbæ 17, Reykjavík n Hörður Magnússon Eyrarholti 1, Hafnarfirði n Halldóra J Þorvarðardóttir Fellsmúla 1, Hellu n Steinunn Jóhannsdóttir Mávakletti 9, Borgarnesi n Johan Thulin Johansen Klukkubergi 3a, Hafnarfirði n Dagný Bjarnhéðinsdóttir Bæjargili 33, Garðabæ n Árni Páll Halldórsson Bakkasíðu 4, Akureyri n Kári Magnús Ölversson Heiðarhrauni 18, Grindavík 60 ára n Guðrún Erlendsdóttir Mýrarvegi 117, Akureyri n Steinar Steingrímsson Brimnesbraut 39, Dalvík n Margrét Sigríður Jörgensen Leiðhömrum 42, Reykjavík n Marta Katrín Sigurðardóttir Birkihlíð 2a, Hafnarfirði n Gísli Ellertsson Klettagötu 15, Hafnarfirði n Einar Björn Bjarnason Hellubraut 10, Grindavík n Gestur Guðnason Hátúni 10b, Reykjavík n Grímur Jón Grímsson Vallarbraut 3, Hafnarfirði n Ólafur J Viborg Kirkjuteigi 23, Reykjavík n Gísli Jóhann V Jensson Sóleyjarima 5, Reykjavík 70 ára n Ríkharð Laxdal Bólstaðarhlíð 4, Reykjavík n Anna Garðarsdóttir Vesturgötu 19, Reykjavík n Gunnur Samúelsdóttir Smárarima 71, Reykjavík n Ingimundur Magnússon Fögrubrekku 17, Kópavogi n Leifur Eiríksson Rjúpnasölum 14, Kópavogi n Guðbjörg Jóna Hjálmarsdóttir Gullengi 17, Reykjavík n Sigurbjörg G Jónsdóttir Sunnuvegi 20, Selfossi 75 ára n Hrefna Erna Jónsdóttir Funalind 7, Kópavogi n Guðni Ársæll Sigurðsson Meistaravöllum 35, Reykjavík n Ólöf Kolbrún Guðbrandsdóttir Nýjabæ 2, Borgarnesi n Hermann Ármannsson Sigtúni 15, Patreksfirði 80 ára n Runólfur Valdimarsson Hólmi, Kirkjubæjarklaustri n Hólmfríður G Stefánsdóttir Kálfaströnd, Mývatni n Freysteinn Þórðarson Hagatúni 4, Höfn í Hornafirði n María Eggertsdóttir Karlagötu 7, Reykjavík n Anna Þorbjörg Jónsdóttir Lindasmára 95, Kópavogi n Halla Ágústsdóttir Blikahólum 6, Reykjavík n Pálína Guðrún Gunnarsdóttir Gunnarsbraut 1, Búðardal 85 ára n Auður R Guðmundsdóttir Skólabraut 5, Seltjarnarnesi n Sigríður Magnúsdóttir Grænuhlíð 12, Reykjavík n Reinholde K Kristjánsson Borgarholtsbraut 1, Kópavogi 90 ára n Haukur Pálsson Sléttuvegi 15, Reykjavík n Hrefna Pálsdóttir Hringbraut 50, Reykjavík Til hamingju með afmælið! 60 ára í dag 20 mánudagur 23. nóvember 2009 ættfræði þriðjudagur 24. nóvember 30 ára n Carla Antonella Martorello Ljósheimum 12a, Reykjavík n Veneta Georgieva Petkova Engjaseli 31, Reykjavík n Jón Ragnar Jónsson Vesturgötu 53, Reykjavík n Jón Harðarson Skólatúni 6, Álftanesi n Þorgeir Frímann Óðinsson Nýlendugötu 22, Reykjavík n Andrea Bóel Bæringsdóttir Fífulind 3, Kópavogi n Hrafnhildur Ósk Magnúsdóttir Suðurbyggð 27, Akureyri n Þórey Hannesdóttir Norðurstíg 3a, Reykjavík n Birgitta Bjarnadóttir Laugalæk 1, Reykjavík n Sólveig Stefánsdóttir Birkimel 10a, Reykjavík n Guðmundur Helgi Oddsson Rauðagerði 20, Reykjavík n Edda Ívarsdóttir Skólaflöt 4 Hvanneyri, Borgarnesi 40 ára n Chinh Thi Bui Lautasmára 37, Kópavogi n Lárus Steindór Björnsson Eskivöllum 3, Hafnarfirði n Ásdís Gunnlaugsdóttir Mímisvegi 32, Dalvík n Miroslav Stanojev Leifsgötu 25, Reykjavík n Halldór Guðmundsson Bakkastöðum 165, Reykjavík n Guðrún Dröfn Ragnarsdóttir Heiðvangi 21, Hellu n Bjarni Sveinbjörn Ellertsson Blásölum 10, Kópavogi n Halldór Svanur Örnólfsson Hilmisgötu 1, Vestmannaeyjum n Helgi Marcher Egonsson Flúðaseli 20, Reykjavík n Óskar Halldórsson Torfufelli 26, Reykjavík n Arnheiður Kristín Geirsdóttir Vallargerði 4a, Akureyri n Elín Jóhannsdóttir Háengi 17, Selfossi n Bryndís Mjöll Gunnarsdóttir Asparhvarfi 20, Kópavogi n Brynleifur Heiðar Jónsson Sólvallagötu 40e, Reykjanesbæ 50 ára n Sigrún Bryndís Pétursdóttir Skálaheiði 1, Kópavogi n Heimir Einarsson Laxakvísl 13, Reykjavík n Kristmar Jóhann Ólafsson Gunnlaugsgötu 6a, Borgarnesi n Jón Helgason Vesturgötu 105, Akranesi 60 ára n Einar Gunnarsson Friggjarbrunni 26, Reykjavík n Guðlaugur Jóakimsson Suðurhópi 1, Grindavík n Sigurbjörn Svavarsson Klapparhlíð 36, Mosfellsbæ n Gísli Ásgeirsson Vallarási 3, Reykjavík n Benedikta Theódórs Grandavegi 45, Reykjavík n Lilja Magnúsdóttir Völvufelli 38, Reykjavík 70 ára n Jóhanna Jónsdóttir Heiðarholti 31, Reykjanesbæ n Kolbrún Sigurðardóttir Aðalgötu 1, Reykjanesbæ 75 ára n Sverrir Svavarsson Suðurgötu 18b, Sauðárkróki 80 ára n Rannveig Kristjánsdóttir Blikahólum 2, Reykjavík n Eiríkur Thorarensen Klausturhvammi 9, Hafnarfirði n Magnús Jónsson Langholtsvegi 162, Reykjavík n Bergljót Bjarnadóttir Uppsalavegi 1, Húsavík 90 ára n Auður Júlíusdóttir Árnatúni 4, Stykkishólmi Til hamingju með afmælið! Hafðu samband í síma 515-5555eða sendu tölvupóst á askrift@dv.is - inn í hlýjuna Fáðu DV heim í áskrift

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.