Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2009, Blaðsíða 2
2 mánudagur 23. nóvember 2009 fréttir
Listi með nöfnum þeirra starfsmanna
deCODE sem halda starfinu hjá fyrir-
tækinu eftir væntanleg eigendaskipti
lak á netið í síðustu viku. Þeir starfs-
menn sem munu missa starf sitt hjá
deCODE á næstu mánuðum komust
því að því að á netinu þar sem nöfn
þeirra voru ekki á listanum. Á milli
20 til 30 starfsmenn deCODE af 170
verður sagt upp í kjölfar eigenda-
skiptanna ef marka má listann. Þetta
stríðir gegn því sem kom fram í síð-
ustu viku þegar sagt var frá greiðslu-
stöðvuninni. Þá kom fram að enginn
starfsmaður myndi missa vinnuna
eftir eigendaskiptin.
Meðal þeirra sem komu að því
að setja þennan lista saman voru
Kári Stefánsson, forstjóri deCODE,
og Jakob Sigurðsson, framvæmda-
stjóri viðskiptasviðs hjá fyrirtækinu.
Listinn er vistaður á léni hjá yahoo.
com þar sem rætt er um starfsemi
deCODE.
Óánægja meðal starfsmanna
Félag sem heitir Saga Investments
mun eignast fyrirtækið hér á landi,
DeCODE Genetics Limited, en móð-
urfélag þess, DeCODE Genetics Inc.,
fór í greiðslustöðvun í Delaware í
Bandaríkjunum í síðustu viku. Eig-
endur Saga Investments eru Polar-
is Venture Partners, Arch Venture
Partners Partners og Illumina Inc.
Félagið skilur eftir sig tæplega 40
milljarða króna skuldir á móti rúm-
lega 8 milljarða króna eignum. Ekki
er vitað hverjir stærstu lánardrottnar
félagsins eru.
Mikil óánægja ríkir meðal starfs-
manna deCODE út af málinu en
Sigríður Ella Guðlaugsdóttir, starfs-
mannastjóri fyrirtækisins, hefur
gengist við því að starfsmönnum
verði fækkað hjá fyrirtækinu þó svo
hún hafi hvorki viljað játa því né
neita að reka ætti þá starfsmenn sem
ekki eru nefndir á nafn á listanum.
Starfsmennirnir munu væntanlega
láta af störfum hjá deCODE snemma
á næsta ári. Tíðindin komu starfs-
mönnum félagsins í opna skjöldu
þar sem þeir töldu að ekki yrði fækk-
að frekar í starfsliðinu eftir miklar
uppsagnir frá efnahagshruninu.
Listinn lak í gegnum banda-
ríska lögfræðiskrifstofu
Listinn með nöfnum þeirra starfs-
manna sem halda vinnunni hjá de-
CODE lak á netið í gegnum banda-
rísku lögfræðiskrifstofuna sem vinnur
að samkomulaginu um kaupin á
milli deCODE Genetics Inc., móður-
félagsins sem komið er í greiðslu-
stöðvun, og Saga Investments LLC.
Starfsmenn deCODE fréttu af listan-
um á fimmtudaginn, tveimur dögum
eftir að greint var frá greiðslustöðvun
móðurfélagsins í Bandaríkjunum.
Listinn er í PDF-skjali sem ber yf-
irskriftina: „Áætlun um samkomulag
um kaup á eignum á milli deCODE
Genetics Inc. og Saga Investments
LLC“ þar sem fjallað er um nokkur
atriði í samingum móðurfélagsins og
Saga Investments.
Dauðalistinn með nöfnum þeirra
starfsmanna sem halda vinnunni ber
aftur yfirskriftina: „Áframhaldandi
starfsmenn félagsins á Íslandi. Ein-
staklingar sem nefndir eru í viðauka
A, sem fylgir hér með, sem staðsettir
eru Íslandi eru áframhaldandi starfs-
menn félagsins á Íslandi.“ Eftir að
starfsmenn deCODE sáu listann á
fimmtudaginn óskuðu þeir eftir skýr-
ingum á málinu frá forsvarsmönnum
félagsins og fengu þá þau svör að ein-
ungis væri um að ræða uppkast en
ekki endanlegan starfsmannalista.
Greiðslustöðvun og
sala á sama tíma
Samkomulagið á milli móðurfé-
lagsins og Saga Investments vekur
nokkra athygli þar sem í því felst að
stjórnendur móðurfélagsins, sem
verður gjaldþrota, gera samkomu-
lag við væntanlega nýja eigendur fé-
lagsins á Íslandi áður en móðurfé-
lagið fer í gjaldþrotameðferð og áður
en það liggur ljóst fyrir hvort einhver
muni yfirbjóða Saga Investments.
Heimildir DV herma að undirbún-
ingur að kaupum Saga Investments
að deCODE hafi staðið yfir í nokkurn
tíma og að meðal annars hafi lög-
fræðiskrifstofan Lex gert athugun á
félaginu fyrir hönd Saga Investments
fyrir skömmu auk þess sem menn á
vegum félagsins hafi ítrekað komið í
höfuðstöðvar deCODE.
Eitt af því sem rennir stoðum und-
ir þetta er að um leið og tilkynnt er
um að móðurfélagið fari í greiðslu-
stöðvun er tilkynnt um væntanlega
framtíðareigendur dótturfélagsins,
áður en móðurfélagið hefur farið
í slitameðferð. Meirihluti tæplega
40 milljarða skulda móðurfélagsins
verður hins vegar að öllum líkindum
afskrifaður og um 20 prósentum af
starfsmönnum félagsins hér heima
verður sagt upp.
Helstu topparnir áfram
Allir helstu toppar fyrirtækisins verða
hins vegar áfram starfandi hjá því
samkvæmt listanum á netinu verð-
ur Kári starfandi þar áfram, eins og
áður segir, þó svo hann hljóti að taka
á sig launaskerðingu - hann var með
140 milljónir króna í árslaun í fyrra.
Sonur Kára, Ari Kárason líffræðingur,
heldur einnig starfi sínu. Sömuleiðis
verður Jakob Sigurðsson áfram sem
og aðrir framkvæmdastjórar eins og
Hákon Guðbjartsson og Augustine
Kong.
DeCODE byrjar því starfsemi sína
eftir eigendaskiptin með nýjan og fá-
mennari starfsmannalista, nýjan for-
stjóra og væntanlega skuldítið miðað
við það sem áður var þegar móðurfé-
lagið skuldaði 40 milljarða.
Saga Investmenst tekur við
Mjög viðkvæmar erfðafræðiupplýs-
ingar um fjölda manns sem hafa far-
ið í erfðapróf verða nú færðar und-
ir nýtt eignarhald eftir að deCODE
genetics varð gjaldþrota í vikunni.
Bandarískt áhættufjárfestingarfyrir-
tæki að nafni Saga Investments mun
framvegis ráða yfir þessum gögnum.
Fyrirtækið greiddi 14 milljónir doll-
ara, eða sem samsvarar rúmum 1,7
milljörðum króna á gildandi gengi,
fyrir félagið sem á að duga til að reka
það í tvö ár. Samkvæmt upplýsingum
frá fyrirtækinu sjálfu er útilokað að
þessar upplýsingar fari á flakk, sama
hver eignist fyrirtækið. Gagnabanki
deCODE verði alltaf bundinn ís-
lenskum lögum. Gjaldþrot deCODE
er risastórt, samkvæmt bandarískum
dómsskjölum voru eignir félagsins
metnar á 70 milljónir dollara, eða um
8,7 milljarða króna. Skuldir félagsins
námu hins vegar 314 milljónum doll-
ara, eða tæpum 39 milljörðum króna.
Kári Stefánsson segir þó tjón sitt fyrst
og fremst vera tilfinningalegt.
Hagnaður 2011
„Þarna eru meirihlutaeigendur
áhættufjárfestar sem fjármögn-
uðu stofnun fyrirtækisins. Þetta
eru menn sem ég er búinn að vinna
með í 13 ár,“ segir Kári Stefánsson
um nýja eigendur félagsins. „Það
sem er gaman fyrir okkur er að
þetta eru menn sem hafa trúað á
þessa sýn hvernig nota megi erfða-
fræði,“ segir hann. En fyrst fjárfest-
arnir eru mikið til þeir sömu og í
upphafi, kemur Kári sjálfur að eig-
endahópnum? „Nei, ég er ekki einn
eigenda í Saga Investments,“ svarar
hann og bætir því við að það komi
sér ekki á óvart að slíkur orðróm-
ur sé á kreiki, miðað við andann í
samfélaginu.
Kári segir það vera mat fjárfest-
anna að fyrirtækið verði farið að
skila hagnaði árið 2011. Aðspurð-
ur hvað þurfi til að það gerist ítrek-
ar Kári að það sé mat fjárfestanna.
Í framtíðinni mun fyrirtækið ekki
leggja áherslu á rannsóknir til lyfja-
þróunar. „Fyrirtækið, eins og það
er skipulagt þegar það kemur út úr
þessu ferli, verður fókuserað á að
búa til greiningartæki, það byggist
á að selja greiningartæki og þjón-
ustu,“ segir Kári.
Áhættufjárfestar
Saga Investments mun strax leggja
fram 11 milljónir dollara til de-
CODE til þess að fjármagna félagið
til skamms tíma. Aðrir áhugasamir
fjárfestar hafa frest til 17. desember
til þess að skila inn tilboðum í fyr-
irtækið. Uppboð á svo að fara fram
21. desember og staðfesting á sölu
fyrirtækisins mun þá liggja fyrir
degi seinna. Á bak við félagið eru
tvö áhættufjárfestingarfélög, Polar-
is Venture Partners og Arch Venture
Partners. DeCODE verður í fram-
haldinu leyst upp og samkvæmt
Bloomberg-fréttastofunni er mjög
ólíklegt að hluthafar í félaginu muni
endurheimta eitthvað af peningum
sínum. Stærstu hluthafar í deCODE
voru T. Rowe Price Associates Inc.
og Kári Stefánsson. Enn fremur var
Landsbankinn skráður fyrir hluta í
fyrirtækinu.
Breytt hlutverk Kára
Breytingarnar á eignarhaldi félags-
ins munu einnig hafa í för með sér
breytingar á högum Kára, sem lætur
af starfi forstjóra. Í stað hans kemur
Earl Collier, en Kári verður starfandi
stjórnarformaður. „Þetta er ekki al-
veg eins mikil aðför að mínu starfi
og leit út fyrir í uppafi,“ segir Kári,
sem mun einbeita sér að vísindun-
um og búa til greiningartæki félags-
ins. „Hann mun svo sjá um að selja
þau, svo við munum snúa bökum
saman,“ segir hann um samstarfið
við nýja forstjórann.
Kári segir það misskilning að
Nýi Landsbankinn hafi verið ann-
ar stærsti eigandi deCODE, þó að
hann hafi verið skráður fyrir eign-
arhluta í honum. „T. Rowe Price var
stærsti hluthafinn og ég var næsts-
tærsti einstaki hluthafinn,“ segir
hann.
Tilfinningalegt tjón
Aðspurður hversu mikið fjárhags-
tjón hann beri af gjaldþroti deC-
ODE svarar Kári: „Ég hef ekki lit-
ið á þennan eignarhluta sem fé
sem ég tel frá degi til dags. Þetta er
hins vegar það sem ég hef sett sam-
an og vann við og þótti vænt um.
Mitt sjónarmið er tilfinningalegt.
En þess ber að geta að þó að þetta
séu ekki góðar fréttir, þá eru kaflar
í þessari sögu sem eru góðir. Meðal
annars sá að þetta er fyrsta erlenda
fjárfestingin sem kemur inn eft-
ir hrunið. Það hefur ekkert annað
fyrirtæki sem lenti í hremmingum
eftir hrunið fengið inn nýtt fé, það
er jákvæði punkturinn. Á 13 árum
erum við búin að flytja til landsins
100 milljarða í erlendum gjaldeyri,“
segir Kári.
Átti að standa undir sér 1997
Jafnvel þó að flestir vongóðir fjár-
DAUÐALISTI DECODE LAK Á INTERNETIÐ
Á milli 20 og 30 starfsmenn deCODE komust að því á netinu í síðustu viku að þeir
myndu missa vinnuna hjá félaginu eftir eigendaskiptin. Listi með nöfnum þeirra
starfsmanna sem halda starfinu lak á netið í gegnum bandaríska lögfræðistofu sem
vinnur að eigendaskiptunum. Mikil óánægja með málið innan deCODE. Helstu topp-
arnir verða áfram hjá deCODE, til að mynda Kári Stefánsson og Jakob Sigurðsson.
Kári segir sitt tjón fyrst og fremst tilfinningalegt og hafnar þeim orðrómi að hann
komi sjálfur að nýjum hluthafahópi.
vaLGEIR ÖRN RaGNaRSSON
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
„Áætlun um
samkomulag um
kaup á eignum á milli
Decode Genetics Inc. og
Saga Investments LLC.“
20 til 30 missa vinnuna Á milli 20 og 30 starfsmenn munu missa vinnuna samkvæmt framtíðarstarfsmannalista deCODE sem
lak á netið í síðustu viku. Mikil óánægja er meðal starfsmanna Decode vegna málsins.